Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 41
bent á að kynna sér vandlega formáls-
°rð ritstjóra. Þar er eins og vera ber að
íinna nákvæmar ábendingar um notk-
un bókarinnar, skýringar tákna og
aðrar leiðbeiningar. Það stafar sjálfsagt
aí því að menn voru að þreifa sig áfram
að ofurlítils misræmis gætir í millivís-
unum bókarinnar (þannig hafa pila
sem vísar á nýtt uppflettiorð og
skammstöfunin sbr. eiginlega alveg
sömu merkingu) en ekki kemur það
notendum að neinni sök. — Sérstakur
ávinningur er að því að andheita skuli
getið víða.
Oft heyrist undan því kvartað að
orðaforði þjóðarinnar — og þá einkum
yngstu kynslóðarinnar — sé að
skreppa saman. Þetta er hugsanlega
rétt a.m.k. í megindráttum og hafið yfir
allan vafa að ábyrgð kennarastéttar-
innar á málfarsuppeldi þjóðarinnar
verður þyngri með hverjum áratug,
hverri breytingu sem verður á samfé-
lagsháttum. Með Samheitaorðabók-
inni hafa kennarar fengið hjálpargagn
sem vonandi á eftir að notast vel til að
auka orðaforða uppvaxandi kynslóða
og máltilfinningu. Því ég held notkun
þessarar orðabókar í kennslustofunni
sé bæði skemmtileg og fræðandi. Þarna
má nefnilega finna eitt og annað sem
ekki verður gengið að í orðabókum al-
mennt og hægur vandi fyrir hvaða
kennara sem er að smíða sér og nem-
endum sínum verkefni úr bókinni. Hér
skal aðeins nefnt tvennt.
Oft reynist erfitt að skýra fyrir ung-
um málnotendum blærnun orða og
stíls. Þeim hættir til að hugsa sem svo
að eitt orð sé alveg nóg um hvert fyrir-
bæri. Skynsamlegt verkefni sýnist mér
vera að fletta upp á einhverju algengu
orði sem á sér allmörg samheiti. Tök-
um sem dæmi handa ungum málnot-
endunt lo. ,,grannur“. I Samheitaorða-
bókinni eru því gefin sautján samheiti.
Hópur nemenda gæti áreiðanlega feng-
ið mikið út úr því að spreyta sig á (og
þá með hjálp annarra orðabóka) að
mynda setningar.þar sem hvert þessara
átján orða væri komið á réttan stað. Eg
er illa svikinn ef þesskonar æfing getur
ekki orðið uppspretta fróðlegra hug-
leiðinga um blæmun orða, um ólíkan
stíl o.s.frv. Ofurlítið eldri nemendur
gætu spreytt sig á sama hátt á dag-
blaðaflatneskjunni „framkvæma“ (því
sem kunnugt er ,,framkvæma“ menn
alla hluti núorðið — jafnvel kennslu!)
— fyrst á sama hátt og í dæminu að
ofan, síðan með því að leita uppi sagn-
ir sem eiga við alveg sérstakar tegundir
framkvæmda svo sem að leggja veg,
smíða brú, byggja hús.
Önnur orð geta verið tilefni til ann-
arskonar vangaveltna. Fletti menn t.d.
upp á orðinu fjölbreyttur. Mætti ekki
hugsa sér að þroskaðir nemendur ættu
góðar stundir við að velta fyrir sér
hvernig hvert hinna sextán samheita
þess orðs er hugsað (s.s. fjölþœttur,
margskonar o.s.frv.). Og hvaða upp-
lýsingar um bannhelgi má lesa úr þeim
fróðleik bókarinnar að hákarl eigi sér
yfir þrjá tugi samheita í íslensku?
Þetta eru fábrotin dæmi en að ég
held hagnýt í því skyni að auðga orða-
forðann, efla tilfinningu fyrir málinu,
vekja til umhugsunar — og síðast en
ekki síst kenna nemendum að nota
orðabækur. Það kemur bókaþjóðinni
að litlu haldi að vera einmitt þessi árin
að eignast hinar ágætustu orðabækur ef
enginn nennir að nota þær. Það hvílir á
móðurmálskennurum í öllum greinum
skólanna að sjá til að komandi kyn-
slóðir nýti sér hjálpargögnin til líflegr-
ar og markvissrar málnotkunar. Eitt
þeirra hjálpargagna í öllum skólastof-
um á að vera íslensk samheitaorða-
bók.
Heimir Pálsson, kennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð.