Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 23

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 23
áhyggjum að þurfa ekki að bíða eftir að taka próf og fá einkunn seint og um síðir. 6. Sá sem býr til kennsluefnið er að því leyti betur sett- ur en bókarhöfundur að hann getur athugað svör nemenda sinna og lagfært efnið jafnóðum í sam- ræmi við þá endurgjöf. Þannig þarf villudreifing t.d. að vera sem jöfnust og villuhlutfall mátulega hátt. Sérstaklega þarf að líta á staði þar sem villur eru margar og endurskoða þá, e.t.v. bæta inn fleiri skýr- ingum eða endurorða það sem orkað hefur tvímæl- is. 7. Síðast en ekki síst jafnar tölvustýrð kennsla aðstöðu nemenda. Allir nemendur fá sams konar kennslu hvar sem þeir eru og einn afburðakennari getur á þennan hátt náð til mun fleiri nemenda en ella. Einn galli á tölvustýrðu námi er sá að mörgum finnst það vélrænt og sakna lifandi kennara. Þetta gildir að sjálfsögðu fremur um unga nemendur en þá eldri og benda má á að tölvustýrt nám getur sparað kennara mikinn tíma, sem hann getur þá nýtt til að sinna því sem engin vél getur gert og byggist á persónulegu sam- bandi við nemendur. Önnur vandamál sem tengjast tölvustýrðu námi er ekki beinlínis hægt að flokka sem galla á þessu kennsluformi sem slíku heldur eru þau nokkuð annars eðlis. Þar má t.d. nefna að tækjakostur er enn mjög dýr svo að það getur orðið töluverð bið á að skólarnir hafi yfir að ráða nægilega mörgum tölvum til að geta beint nemendum í tölvustýrt nám. Hins vegar verður þess e.t.v. ekki Iangt að bíða að flestir nemendur eigi slíka gripi sjálfir og geti þá farið með kennsluforritin heim úr skólanum og nota þar eins og raunin varð á með seg- ulbönd. Það er afar tímafrekt að semja sjálfstætt kennsluefni í tölvur. Aðalástæðan er sú að ekki er hægt að láta kenn- arann bæta við því sem á vantar (eins og gert er ráð fyr- ir þegar kennslubækur eru notaðar) því að tölvan er kennarinn og hún bætir hvorki við æfingum né skýr- ingum nema við höfum sett þær inn í hana sjálf. Aðalvandamálið tel ég samt vera hversu vandasamt það er að semja sjálfstæð kennsluforrit. Ef litið er á sjálfkennandi námsefni — ekki bara tölvustýrt efni — er mjög áberandi hversu lítið framboð er af verulega góðum námsgögnum. Það virðist vera mjög erfitt að fá bestu kennara til að semja slíkt efni og þegar betur er að gætt er það kannski ekki svo skrýtið: Yfirleitt má reikna með að tölvustýrt efni nái til mun fleiri nemendaení venjulegri bekkjarkennslu eða raun- ar hvaða hópkennslu sem er. Fræðilega séð er ekkert sem takmarkar hugsanlegan nemendafjölda. Kennari sem býr til mjög gott fjarkennsluefni er þannig í raun að afhenda á silfurfati kunnáttu sína, reynslu og hæfi- leika — og gera sjálfan sig um leið óþarfan. Ég er þeirrar skoöunar að það sé hœgt — núna — að nota tölvur til að bjóða nemendum upp á kennslu sem nálgast hreina einkatíma meira en nokkurt skólanám nema ef til vi/l stuðningskennsla. í lokin er rétt að benda á að það eru til forrit sem eiga að létta kennurum gerð tölvustýrðs námsefnis. Annars vegar er um að ræða rammaforrit, sem ég vil nefna svo vegna þess að þar hafa verið útbúnir eins konar ramm- ar til að losa kennara við tæknilegu hliðina og noti þeir slík forrit þurfa þeir ekki annað en setja inn í þau eftir ákveðnum reglum æfingar eða próf. Svona rammafor- rit spara kennurum þá fyrirhöfn að læra að forrita en hafa á móti þann ókost að takmarka mjög það efni sem í þau má láta. Þá hafa verið smíðuð sérstök forritunarmál fyrir kennara líkt og COBOL var hannað til nota í viðskipt- um og FORTRAN fyrir vísindalega útreikninga. Sem dæmi um forritunarmál fyrir kennara má nefna PILOT-málin, sem virðast henta nokkuð vel til að for- rita sjálfstætt kennsluefni. Það sama gildir um tölvustýrt efni og annað náms- efni að oftast er talið að bestur árangur náist með sam- vinnu nokkurra aðila. Helgi Þórsson varekkert að flíka því í grein sinni að þau Þórunn Pálsdóttir hafa útbúið rammaforrit með dæmum úr íslandssögukennslu og ef til vill er eitthvað fleira slíkt í gangi þótt ekki sé haft hátt um það. Það væri full ástæða til að kanna mögu- leika á að ná saman hópi áhugafólks um tölvukennslu þótt ekki væri nema til að setja saman nokkur sjálfstæð kennsluforrit í ýmsum námsgreinum til kynningar fyrir kennara. Hvað segir t.d. Námsgagnastofnun um það? Dr. Ragnheiður Briem er lektor í ensku við Háskóla íslands en er í ársleyfi og starfar þann tíma sem for- stöðumaður fræðsludeildar SKÝRR. 23

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.