Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 39

Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 39
varðar hefur starl'shópurinn sem vann að útgáfunni farið eftir þeirri megin- reglu „að rithætti viðkomandi þjóð- tungu er haldið eftir því sem við var komið en þar sem rík hefð er fyrir ís- lenskum rithætti er hann hafður í sviga með viðkomandi staðarheiti. Þó eru nauðsynleg frávik frá þessari aðalreglu, bæði til að yngstu nemendurnir hafi betri not af bókinni og að kort af fram- andi málsvæðum yrðu skiljanleg ís- lendingum." Þannig er farið bil beggja, nafnaskráin og landsháttakortin ættu að tryggja mönnum sem eru að Ieita að stöðum að þeir finni þá, sérkortin og yfirlitskortin eru hins vegar með ís- lenskum nöfnum og íslenskum rit- hætti. Þetta er skynsamleg meginregla og er ekki ólíklegt að henni verði fylgt í framtíðinni. Af einstökum köflum í bókinni er það helst að segja að hlutur Islands er stórum betri í þessari nýju útgáfu og veldur því betri og skynsamlegri nýting á plássi, því að í raun hefur aðeins ein kortasíða bæst við og ein síða með skýringum. Nýjungarnar eru gervi- hnattarmynd af Suðvestur-íslandi og skýringar um töku og notkun slíkra mynda eftir Guðmund Ó. Ingvarsson, á stóra kortið í mælikvarðanum 1:800 000 hefur verið bætt upplýsing- um um helstu svæði landsins sem eru friðuð, svo sem þjóðgarðar,, friðlönd, fólkvangar, landgræðslu- og skógrækt- argirðingar. Þá hefur verið bætt inn korti sem sýnir höfin umhverfis landið í 1:4 000 000 þar sem mörk efnahags- lögsögunnar eru dregin, landslag og ör- nefni á landgrunninu o. II. Bætt hefur verið inn opnu með sérkortum um náttúrufar, jarðfræði og íbúa, sem mik- ill fengur er að. I staðinn hefur verið fórnað jarðfræðikorti og gróðurkorti og er vel staðið að þeirri taflmennsku. Veigamesta breytingin, auk þeirrar sem hefur verið gerð á íslenska efninu, eru nýju landsháttakortin. Þar kemur hvort tveggja til að tekin hafa verið út kort og nýjum kortum, a.m.k. einu svæðakorti fyrir hverja heimsálfu, bætt inn. Þessi nýju kort hafa það fram yfir þau gömlu að litirnir eru dempaðri og landslag kemur betur til skila, borgir eru merktar með rauðu í stað svörtu áður, vegir sömuleiðis með rauðu í stað hvítu, landamæri eru gleggri og síðast en ekki síst eru staðanöfn mikl- um mun fleiri. Of langt mál yrði að telja upp allar þær nýjungar sem er að finna í bók- inni. Það nægir að þær eru yfirleitt til bóta og auka bæði á skýrleika og upp- lýsingagildi bókarinnar. Þó eru ein- staka atriði sem eftirsjá er að t.d. var ísland víða dregið inn í réttum mæli- kvarða til viðmiðunar í eldri útgáf- unni, en mikið hefði verið gaman að hafa slíka viðmiðun á hinu bráð- skemmtilega korti af Eyjaálfu á bls. 56-57. Það verður ekki annað sagt en að starfshópurinn, en í honum voru þeir Bogi Indriðason deildarstjóri, Guð- mundur Ó. Ingvarsson landfræðingur, Haraldur Finnsson skólastjóri, Hauk- ur Viggósson kennari og Ingvar Sigur- geirsson námsstjóri og starfsmenn Copyfax myndvarpar í sérflokki MKMÆIR Traustir og ódýrir myndvarp- ar sem ekki bregðast þegar mest liggurvið. Nákvæm og kristaltær mynd alveg út á ystu brún myndflatarins. Ómissandi tæki við kennslu, námskeiðahald, fyrirlestra, ráðstefnurog fundi. kKJARAN ÁRMÚLA 22, SÍMI 83022, 108REYKJAV(K 39

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.