Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 35
111
I rannsóknarsögu íslenskra forn-
bókmennta hefur borið hátt síðustu
limmtíu árin rannsóknaraðferð eða
skóla sem nefndur hefur verið IS-
LENSKI SKÓLINN. Þessi „skóli“
hófst til vegs á þriðja og fjórða ára-
tug aldarinnar undir forustu Sig-
urðar Nordals og vegna forgöngu
hans og hvatningar. Er á engan
annan íslenskan fræðimann hallað
þó að þessu sé haldið á lofti. Á und-
anförnum áratugum hefur það ver-
ið einkar uppörvandi og ánægjulegt
fyrir íslendinga sem hafa numið
sögu íslenskra fornbókmennta við
erlenda háskóla að kynnast því hve
mikils rannsóknaraðferð „íslenska
skólans“ hefur verið metin víða og
hve mikið tillit hefur verið tekið til
Sigurðar Nordals og sporgöngu-
manna hans á alþjóðlegum vett-
vangi á síðustu áratugum.
Það kemur því nokkuð á óvart að
í Frásagnarlist fyrri alda er rætt um
íslenskar fornbókmenntir án þess
að „íslenski skóiinn“ sé nefndur á
nafn. Þá er einnig greint frá rann-
sóknum íslenskra fræðimanna á
villandi hátt og stundum jafnvel
með röngum staðhæfingum. Fyrst
er vikið að „sagnfestukenningunni"
og réttilega tekið fram að hún hafi
komið fram á síðustu öld. „Bók-
festukenningin" er hins vegar talin
koma fram snemma á þessari öld.
Að vísu er vitnað til þess réttilega
að Konrad Maurer setti fram andóf
gegn sagnfestunni árið 1871 en síðan
segir:
■.. en það var fyrst með Birni M.
Olsen. fyrsta kennara i íslenskum
frceðum (norrcenu) við Háskóla Islands
og síðan í verkum lcerisveina hans,
Sigurðar Nordals og Einars Ólafs
Sveinssonar, sem kenningin mótaðist.
(127.)
I framhaldi segir:
Bestu clcemi um bókfestukenninguna
sem rannsóknaraðferð má finna í for-
málum ritraðarinnar íslenzk fornrit
þar sem Sigurður Nordal reið á vaðið
með útgáfunni á Egilssögu, en aðrir
hafa síðan fetað mjög sömu braut.
(128.)
Á síðustu öld fóru fram talsverð-
ar umræður um uppruna Islend-
ingasagna og var þar tekist á um
viðhorf þau er síðar hlutu nöfnin
„sagnfestukenning“ og „bókfestu-
kenning“. Má fallast á að Björn M.
Ólsen hafi verið í hópi bókfestu-
manna en hann var mikilvirkur á
þessum vettvangi á fyrstu áratugum
aldarinnar. Það er hins vegar ekki
rétt að þeir Sigurður Nordal og Ein-
ar Ólafur Sveinsson hafi verið læri-
sveinar Björns M. Ólsen. Hvorugur
þeirra var það í bókstaflegum skiln-
ingi og með starfi og rannsóknum
Sigurðar Nordals á sviði íslenskra
fornbókmennta verða þau tímamót
og það mikil nýsköpun að óeðlilegt
er að kalla Sigurð lærisvein fyrir-
rennara síns í starfi. Einnig tel ég
hæpið að tengja bókfestukenning-
una „íslenska skólanum“ sem að
mínu viti kemur fram sem ný rann-
sóknaraðferð er leiðir umræður um
íslenskar fornbókmenntir út úr
ófrjóum farvegi bókfestu og
sagnfestu. Þessu til stuðnings vil ég
vitna til eins af talsmönnum „ís-
lenska skólans“ utan landsteina,
Dags Ströinbáck, en hann ritaði
árið 1935:
Á allra síðustu árum hefur verið
lagður fram mikilsverður skerfur til
lausnar vanda ,,bókfeslu“ og ,,sagn-
festu", í þetta skipti af Islendingum
sjálfum. Er þar um að rceða formála
Sigurðar Nordals að Egils sögu í 2.
bindi íslenzkra fornrita. (Sejd 1935,
10.)
Vitnisburður Dags Strömbáck
um þessi efni hlýtur að teljast þung-
vægur, og því taldi ég rétt að birta
þessi orð hans hér. Að öðru leyti er
hér um yfirgripsmeira umræðuefni
að ræða en svo, að því verði gerð
skil í stuttu máli.
Heimildaskrá
Ayer, A. J.: Language, Truth and
Logic. London 1936.
Ódysseifskviða. Þýð. Sveinbjörn Egils-
son. Rvík 1973.
Strömbáck, Dag: Sejd. Lund 1935.
Tarski, Alfred: The semantic coneep-
tion of truth. 1949. (Readings in philo-
sophical analysis. Útg. H. Feigl & W
Sellars).
Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson er
kennari við Háskóla Islands og
Menntaskólann við Hamrahlíö.
Börn eru skapandi
— Þess vegna er brýnt aö þau fái aö skapa,
— i góöu uppeldi felst m.a. aö börnum sé búin aðstaða til aö nýta og þroska sköpunargáfu sina,
— þetta á jafnt viö um heimili, dagvistunarstofnanir og skóla
— best er aö öll gögn séu tiltæk meö skömmum fyrirvara þannig aö barniö geti hafist handa þegar „andinn"
býöur.
... viö i Skólavörubúöinni höfum reynt aö koma til móts viö þarfir og óskir þeirra fjölmörgu uppalenda sem
vilja stuöla að auknum þroska barna sinna meö þvi aö bjóöa upp á fjölbreyttar og vandaðar mynd-
menntavörur.
... litaúrvaliö hefur fengiö mjög góða dóma fóstra, kennara og annarra sérfræöinga. Þaö gleöur okkur þvi
aö við höfum reynt aö spanna allt sviöiö meö þvi aö bjóöa upp á vaxliti, pastelliti, teiknikrit, þekjuliti
(grunnliti), duftliti, vatnsliti, tréliti, tauþrykksliti, silkiliti, glerliti, lyftiliti, akrýlliti, túpuliti, tússliti, teikni-
blek, bóndaliti, silkiprentsliti, skrapliti o.fl.
... og þá er ótaliö allt annaö myndmenntaefni, penslar, pappír, svuntur, bakkar o.fl., o.fl.
EINNIG minnum viö á annaö efni til sköpunar og föndurs sem fæst i miklu úrvali fyrir börn.
SKÓLAVÖRUBÚÐIN er sérhæfö verslun fyrir uppalendur i skólum, dagheimilum og ekki sist fyrir mikil-
vægasta uppeldisstaðinn: heimili barnsins.
NÁMSGAGNASTOFNUN,
SKÓLAVÖRUBÚÐ, Laugavegi 166,
Reykjavík, símar: 28088 og 28275.
35