Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 16
Hörður
Lárusson
Þegar skólar störfuðu eftir samræmdri námskrá yrði
öll námsgagnagerð einnig aðgengilegri en áður. Loks
vildi Hörður leggja áherslu á að þessi útgáfa gæti orðið
til þess að lífga við umræður um hlutverk framhalds-
skólamenntunar þar sem með meiri upplýsingum gæti
atvinnulífið komið meira inn í myndina en nú er. I
þeirri samræmingu sem stefnt er að væri þó fyrst og
fremst lögð áhersla á byrjunaráfanga enda gæti of mikil
samræming hindrað að frumkvæði kæmi frá skólunum
sjálfum.
Aðspurður hvers vegna þessi samræming næði ein-
ungis til þeirra skóla sem hafa áfangakerfi lagði Hörður
áherslu á að hér væri einungis um að ræða fyrsta hluta
af stærra verkefni sem væri hugsað þannig að aðrir
skólar kæmu inn í það síðar. Þeirri fullyrðingu að þessi
námskrá væri aðeins staðfesting á því fyrirkomulagi
sem þegar er fyrir hendi og að hún stuðlaði að því að
festa það í sessi í stað þess að örva þróun þess vildi
Hörður vísa á bug. Hann viðurkenndi að vísu að
námskráin speglaði fyrst og fremst núverandi skipan
mála en vildi enn leggja áherslu á að með henni væri
aðeins verið að stíga fyrstu skrefin. Hann taldi að þessi
kynning á námskipan skólanna opnaði þá fyrir gagn-
rýni og að frumkvæði að breytingum gæti kornið utan
þeirra. Skólakerfið væri í mörgu einangraður heimur
einstakra fræðigreina og hvati að breytingum gæti nú
kornið annars staðar frá. Það fólk sem starfaði innan
framhaldsskólanna væri alið upp innan skólakerfisins
og þekkti oft lítið til annars atvinnulífs. Þetta mætti
m.a. sjá á því að fólk sem væri lítt skólagengið Iéti oft
kveða mun meira að sér í samfélaginu en aðrir.
Námsbrautum fækkað
Næst vikum við að því að námskráin gerir ráð fyrir
mun færri námsbrautum en nú eru innan framhalds-
skólakerfisins. Um þetta sagði Hörður að í dag væru í
sumum skólum námsbrautir sem í raun veittu mjög lítil
réttindi til áframhaldandi náms eða starfa og að þaðan
útskrifuðust því oft nemendur sem kæmi námið að litl-
um notum. Hann nefndi sem dæmi að sérmenntun á
heilsugæslubraut og læknaritarabraut virtust ekki
þjóna miklum tilgangi og því væri ekki rétt að beina
nemendum á þær brautir en skólar gætu þó sótt um að
16
starfrækja brautir sem ekki væri gert ráð fyrir í nám-
skránni. Tveggja ára brautum fækkar einnig og sagði
Hörður að stefnt væri að því að þeim lyki öllurn með
réttindum til sérnáms eða starfa. Hann tók undir gagn-
rýni á að það skipulag ríkti nú áfram að sömu kröfur
eru gerðar til stúdentsprófsnema og til nema á tveggja
ára brautum um fræðilega þekkingu í einstökum
áföngum. Þessar kröfur kæmu í veg fyrir að allir gætu
notið framhaldsmenntunar en hér væri urn að ræða
vandamál sem erfitt væri að eiga við því skólar gætu
sjaldnast greint nemendur sína að í einstökum áföng-
um. Hörður sagði að þó kæmi til greina að Iágmarks-
einkunn í áfanga væri lægri fyrir nemendur á tveggja
ára brautum og að þetta þyrfti að athuga nánar.
Þegar Hörður var spurður um það ósamræmi sem
virtist vera á milli námslýsinga einstakra áfanga viður-
kenndi hann að í sumum þeirra væri aðeins bent á
megindrætti inntaks en aðrir einkenndust af mjög ná-
kvæmurn lýsingunr þar sem jafnvel væri miðað við
ákveðið námsefni, auk þess sem inntak mismunandi
áfanga virtist stundum það sarna. í sumum tilfellum
væri markmiðslýsing þeirra einungis sú að kunna það
efni sem skilgreint væri í inntakslýsingum þeirra. Þegar
hann var þá spurður hvort ekki hefði verið rétt að setja
upp ákveðin markmið framhaldsmenntunar áður en
farið var að búa til áfangalýsingar svo að í þeim rnætti
þá taka mið af markmiðunum sagði hann að ráðuneyt-
ið hefði ekki viljað binda hendur kennara í þessu efni.
Nú þegar áfangalýsingar lægju fyrir alls staðar væri svo
hægt að taka mið af þeirn þegar heildarstefna væri mót-
uð nánar.
Að lokum sagði Hörður að nú væri brýnast að taka
tillit til þeirrargagnrýni sem þessi námskrá hefði fengið
og reyna á gagnsemi námskrárinnar í skólum. Samfara
því yrði svo unnið að því að móta stefnu í gerð nárns-
efnis fyrir framhaidsskólastigið.
Ýmsar athugasemdir
Til að fá svo athugasemdir við námskrána snerum
við okkur af handahófi til fólks sem starfar bæði utan
og innan framhaldsskólanna. Þær athugasemdir sem
við fengum voru oft ærið ósamstæðar þannig að það
sem sumum fannst gott fannst öðrum vont en þó lýstu
langflestir yfir ánægju sinni með að nú væri loks að
byrja markvisst starf við að ræða markmið og inntak
framhaldsskólanáms. Bent var á að það samstarf sem
framhaldsskólar hafa haft sín á milli hefði gert ,
nauðsynlegt að samræma starf skólanna betur og að
þessi samræming yki enn möguleika á nánara sam-
starfi. Margir ítrekuðu að með þessu skapaðist innsýn í
framhaldsskólastigið og það gæti svo skapað möguleika
til endurbóta. Þetta var þó ekki einhlítt því einn kenn-
ari sagði að samræming steypti nemendur í sama móti
og í stað hennar gætu skólar slakað á kröfum sínurn