Ný menntamál - 01.06.1986, Blaðsíða 44
og málpípa höfundar í bókinni heldur
fram, þá hefur þörfin aldrei verið meiri
en nú fyrir að rækta skynjun okkar og
tilfinningar. Þetta er mjög athyglisverð
og góð bók enda vitum við það af fyrri
bókum höfundar sem þýddar hafa ver-
ið að hún er snillingur. (Bækurnar urn
Húgó og Jósefínu og bækurnar um
Elvis.)
Hugarflug og húmor
Ein bók fellur undir það að vera
fantasía eða ævintýri. Það er bókin
Kaspían konungsson eftir C.S. Lewis.
Hann er breskur og fyrir löngu talinn
meðal sígildra höfunda. Hér hefur ein
barnabók verið gefin út áður eftir hann
þ.e. Ljónið, nornin og skápurinn (1984)
og þessi er sjálfstætt framhald af henni.
Söguhetjur eru tveir strákar og tvær
stelpur sem á leið í skólann sogar út úr
hversdagsleikanum og yfir í ævintýra-
landið. Þar bíða þeirra spennandi
verkefni að leysa og barátta á sér stað
milli góðra og illra afla svo sem vera
ber í ævintýri og alls kyns kynjaverur
eru á sveimi. Vel gerðar fantasíubækur
eru ekki á hverju strái en þessi ætti að
höfða vel til svona átta til ellefu ára
lesenda, álít ég.
Christine Nöstlinger er austurrísk og
eftir hana er Dósastrákurinn. Hún
brýtur ramma raunsæis og sennileika
þegar hún lætur strákinn, sem sagan
fjallar um, vera framleiddan í verk-
smiðju. Að öðru leyti lýsir hún hvers-
dagslífi fólks í borg á raunsæjan hátt.
Dósastrákurinn lendir fyrir mistök hjá
konu nokkurri. Hann er fullkominn og
kann að haga sér eins og fyrirmyndar-
börn eiga að haga sér að mati flestra,
eða a.m.k. samkvæmt viðteknum hug-
myndum um það. En konan sem hann
lendir hjá er ekki fyrirmyndarmamma
samkvæmt viðteknum hugmyndum
um það hvernig þær eiga að vera.
Henni þykir ekki eftirsóknarvert að
eiga svona stillt barn. Ekki þar fyrir,
henni fer fljótlega að þykja vænt um
strákinn en hún vill gjarnan hafa hann
svolítið óþekkan. Þegar svo mistökin
koma í ljós og verksmiðjan vill aftur-
kalla strákinn eru hann og mamman
búin að taka svo miklu ástfóstri hvort
við annað að mikið liggur við að bjarga
honum undan verksmiðjuköllunum.
Auk þess hefur hann eignast góða vini.
Ráðið verður að kenna honum að vera
nógu óþægunr til þess að þeir í verk-
smiðjunni vilji ekki taka hann aftur.
Mamman og besta vinkonan leggja
hvað sem er á sig til að það megi takast
og sýna þar með að þeim þykir í alvöru
vænt um hann.
Þetta er fjörlega skrifuð bók sem tek-
ur á skemmtilegan og róttækan hátt á
viðteknum hugmyndum um hlutverk
foreldra og barna og setur upp
skemmtilegan valkost við hina stöðl-
uðu móðurímynd barnabókanna.
Svona bækur held ég að róti upp í hug-
myndum okkar um ýmislegt sem
stundum virðist svo sjálfgefið. Þessi
saga er fyrir yngri krakka e.t.v. átta til
ellefu ára og aðalpersónan er strákur
og það sama er að segja um smásagna-
safn Ole Lund Kirkegaard Kalli kúlu-
hattur og bók hins þekkta franska höf-
undar Goscinny. Hann er líklega
þekktastur hér á landi fyrir bækurnar
um Ástrík gallvaska. Hans bók heitir
Litli Lási — fjör í frímínútuin og er
önnur bókin um Lása sem út kemur á
íslensku. Sempé teiknar myndirnar í
bókina. Þetta er saga um heilan stráka-
bekk í skólanum, í frímínútunum og
heima, full af húmor og lýsir vel hugar-
heimi strákanna.
Það gengur svona þetta líf
Öllu alvarlegri er sagan Jóakim eftir
norska rithöfundinn Tormod Haugen.
Hún er framhald af Náttfuglunum sem
kom út fyrir nokkrum árum. Bækurnar
eru lýsing á sálarlífi barns, einkum þó
óttanum. Höfundur vinnur mjög vel úr
efninu, frá því að lýsa tilfinningum
drengsins og líðan og allt til þess að
hann hefur áttað sig á ástæðunni fyrir
óttanum og unnið bug á honum. Að-
stæðurnar eru þekktar, togstreita og
upplausn í hjónabandinu, álag á for-
eldra í vinnu sem þeir standa ekki und-
ir og afleiðingarnar verða m.a. ótta-
slegin, óörugg börn. Lýsing Tormods
Haugen á líðan barnsins er mjög sann-
færandi.
Leyndardómur fortíðarinnar eftir
hollenska höfundinn Anke de Vries
fjallar um unglingsstrák og líðan hans
og sálarstríð eftir að hann hefur misst í
umferðarlysi stelpuna sem hann var
með. Læsileg bók þótt hún sé langt í frá
eins djúpsæ og Jóakim. Hún höfðar
ágætlega til unglinga sem ég þekki en
ég ber þá líka fyrir því að titill bókar-
innar eins og hann er í íslensku þýðing-
unni sé hallærislegur og í engu sam-
44
ræmi við söguna. Þessi bók er raunsæ
saga um nútímaunglinga en fjallar um
vandamál sem segja má að séu frekar
sérstæð. Það hefur verið einkenni á
unglingabókum síðustu ára, bæði
þýddum og íslenskum, að þær hafa
fjallað um almenn vandamál, um
hversdagslega hluti sem flestir þekkja
úr eigin lífi. Þessar bækur vildu verða
hver annarri líkar. Þær kornu fram á
sínum tíma sem andsvar gegn mjög
fölsuðum veruleika sem vaninn var að
halda að börnum og unglingum í bók-
um á árunum l'yrir 1970. Þærgerðu sitt
gagn og munu gera áfram því að raun-
sæjar bækur, þar sem krakkar fá tæki-
færi til að spegla sig svolítið í þekktu
umhverfi, gegna vissulega mikilvægu
hlutverki.
En ef dæma má af útgáfubókum eins
árs, sem er nú ekki marktækt á
nokkurn hátt að gera, þá er sósíalreal-
isminn á undanhaldi. Raunar finnst
mér bara ein bók frá síðasta ári vera
raunsæ nútímasaga um nútímaungl-
inga og vanda daglega lífsins. Það er
bókin Tex eftir þá bandarísku Susan
Hinton. Hér er á ferðinni bók sem er «
spennandi frá fyrstu blaðsíðu. Spennan
byggist mest á mannlegum samskipt-
um, því að komast hjá því að lenda í
pytti og gjár sem leynast víða í lífi
unglinga nútímans, einkum líklega í
borgum þar sem eiturlyf og ofbeldi eru
annars vegar. Það er ekkert verið að
einfalda eða fela, erfiðleikarnir eru til
að sigrast á þeim. Bókin er skrifuð frá
sjónarhóli unglingsstráks og bæði sjón-
arhornið og sú þjóðfélagsmynd, sem
endurspeglast í bakgrunninn, eru mjög
trúverðug. Mér finnst þessi bók frábær
og tel að hún eigi erindi við nútíma-
unglinga.
Ég vona að þessi stutta kynning
verði kennurum hvatning til að vinna
á einn eða annan hátt með þessar sögur
og aðrar í skólunum. Þær gefa sannar-
leg tilefni til. Aðrir uppalendur ynnu
gott verk með því að lesa líka sjálfir
góðar barnabækur og vera viðræðu-
hæfir um þær við börnin sín. Lestur
góðra bóka skiptir máli.
P.S. Líklega er rétt að telja Dagbók- >
ina hans Dadda með unglingabókun-
um. Hún kom út á íslensku á síðasta
ári og er bráðskemmtileg en ég held að
óþarfi sé að kynna hana frekar, sjón-
varpið hefur séð um það.
Þuríður Jóhannsdóttir, kennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð.