Bókatíðindi - nov. 2025, Side 44

Bókatíðindi - nov. 2025, Side 44
KIL Hús dags, hús nætur Höf: Olga Tokarczuk Þýð: Árni Óskarsson Nowa Ruda er lítið þorp í Slesíu, landsvæði í Mið-Evrópu sem hefur verið hluti af Póllandi, Þýskalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu í gegnum tíðina. Þegar sögumaður flytur til þessa þorps uppgötvar hún að allt þarna á sér sögu. Mögnuð saga Nóbelsskálds. 335 bls. Bjartur KIL RAF HLB Dr. Ruth Galloway 2 Janusarsteinninn Höf: Elly Griffiths Þýð: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Önnur bókin í metsöluflokki um fornleifafræðinginn dr. Ruth Galloway sem aðstoðar lögregluna í Norfolk á Englandi við rannsóknir glæpamála. Gömul barnsbeinagrind finnst undir þröskuldi á gömlu glæsihýsi sem verið er að rífa. Er hugsanlega um fórn að ræða, tengda gömlum helgisiðum? Ómótstæðileg blanda af ráðgátum, húmor og spennu. 368 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Klingsor Höf: Torgny Lindgren Þýð: Heimir Pálsson Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðju sænska stílsnillingsins Torgnys Lindgren þar sem tekist er á við alvarlegar og flóknar spurningar með vopnum listarinnar. Sagnaheimur þar sem allt getur gerst og skammt er milli ærsla og harms. 217 bls. Ugla KIL Klær gaupunnar Höf: Karin Smirnoff Þýð: Sigurður Þór Salvarsson Alþjóðleg fjárglæfraöfl hafa hreiðrað um sig nyrst í Svíþjóð og svífast einskis við nýtingu viðkvæmra nátturuauðlinda. Í bænum Gasskas finnst verktaki myrtur. Mikael Blomkvist fer á stúfana og kemst að því að það er maðkur í mysunni. En rannókn hans verður til þess að loftslagsaðgerðarsinni týnir lífinu. 382 bls. Ugla KIL Kortabók skýjanna Höf: David Mitchell Þýð: Helgi Ingólfsson Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum. Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn. 669 bls. Ugla KIL Grænmetisætan Höf: Han Kang Þýð: Ingunn Snædal Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir „ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún m.a. hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sannkallaða sigurför um heiminn. 200 bls. Bjartur KIL Heima Höf: Judith Hermann Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Dóttir hennar er ferðalangur, langt í fjarskanum. Fyrrverandi manni sínum skrifar hún lítil bréf þar sem hún rekur hvernig henni líður. Judith Hermann segir frá konu sem skilur við ýmislegt og þróar með sér mótstöðuafl. Í áhrifamiklu landslagi við ströndina verður hún önnur en áður. Gömul veröld glatast og ný verður til. 175 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Hinir ósýnilegu Höf: Lone Theils Þýð: Þórdís Bachmann Í fríi í Danmörku hittir blaðamaðurinn Nora Sand þekktan lögmann sem hún hefur lengi viljað taka viðtal við. Daginn eftir finnst maðurinn myrtur. Þegar Nora fer að grafast fyrir um ástæður morðsins kemur í ljós að lögmaðurinn stýrði rannsókn á víðtæku barnaníðsmáli í Bretlandi þar sem grunur leikur á að háttsett fólk hafi komið við sögu. 286 bls. Ugla SVK Hitt nafnið Sjöleikurinn I-II Höf: Jon Fosse Þýð: Hjalti Rögnvaldsson Fyrsta bókin af þremur í stórvirki Nóbelshöfundarins, svonefndum Sjöleik. Seiðandi og stórbrotin saga um listina, um Guð, um alkóhólisma, vináttuna og framrás tímans. Hún fjallar um dauðann, en líka um þýðingu þess að vera á lífi, um hlýjuna frá hundi, gleðina við að keyra í snjó og bragðið af spældum eggjum og steiktu fleski. 442 bls. Dimma IB Hobbitinn Höf: J.R.R. Tolkien Þýð: Solveig Sif Hreiðarsdóttir Þýð.lj: Bragi Valdimar Skúlason Myndh: J.R.R. Tolkien Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien þarf vart að kynna. Góðu fréttirnar eru að nú er bókin loks fáanleg á ný fyrir lesendur á Íslandi. Í nýrri þýðingu Solveigar Sifjar Hreiðarsdóttur með ljóðaþýðingum Braga Valdimars Skúlasonar. www.kver.is 307 bls. Kver bókaútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort44 Skáldverk  ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.