Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 44

Bókatíðindi - nóv. 2025, Blaðsíða 44
KIL Hús dags, hús nætur Höf: Olga Tokarczuk Þýð: Árni Óskarsson Nowa Ruda er lítið þorp í Slesíu, landsvæði í Mið-Evrópu sem hefur verið hluti af Póllandi, Þýskalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu í gegnum tíðina. Þegar sögumaður flytur til þessa þorps uppgötvar hún að allt þarna á sér sögu. Mögnuð saga Nóbelsskálds. 335 bls. Bjartur KIL RAF HLB Dr. Ruth Galloway 2 Janusarsteinninn Höf: Elly Griffiths Þýð: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Önnur bókin í metsöluflokki um fornleifafræðinginn dr. Ruth Galloway sem aðstoðar lögregluna í Norfolk á Englandi við rannsóknir glæpamála. Gömul barnsbeinagrind finnst undir þröskuldi á gömlu glæsihýsi sem verið er að rífa. Er hugsanlega um fórn að ræða, tengda gömlum helgisiðum? Ómótstæðileg blanda af ráðgátum, húmor og spennu. 368 bls. Forlagið - Vaka-Helgafell KIL Klingsor Höf: Torgny Lindgren Þýð: Heimir Pálsson Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðju sænska stílsnillingsins Torgnys Lindgren þar sem tekist er á við alvarlegar og flóknar spurningar með vopnum listarinnar. Sagnaheimur þar sem allt getur gerst og skammt er milli ærsla og harms. 217 bls. Ugla KIL Klær gaupunnar Höf: Karin Smirnoff Þýð: Sigurður Þór Salvarsson Alþjóðleg fjárglæfraöfl hafa hreiðrað um sig nyrst í Svíþjóð og svífast einskis við nýtingu viðkvæmra nátturuauðlinda. Í bænum Gasskas finnst verktaki myrtur. Mikael Blomkvist fer á stúfana og kemst að því að það er maðkur í mysunni. En rannókn hans verður til þess að loftslagsaðgerðarsinni týnir lífinu. 382 bls. Ugla KIL Kortabók skýjanna Höf: David Mitchell Þýð: Helgi Ingólfsson Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum. Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn. 669 bls. Ugla KIL Grænmetisætan Höf: Han Kang Þýð: Ingunn Snædal Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir „ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún m.a. hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sannkallaða sigurför um heiminn. 200 bls. Bjartur KIL Heima Höf: Judith Hermann Þýð: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Dóttir hennar er ferðalangur, langt í fjarskanum. Fyrrverandi manni sínum skrifar hún lítil bréf þar sem hún rekur hvernig henni líður. Judith Hermann segir frá konu sem skilur við ýmislegt og þróar með sér mótstöðuafl. Í áhrifamiklu landslagi við ströndina verður hún önnur en áður. Gömul veröld glatast og ný verður til. 175 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL Hinir ósýnilegu Höf: Lone Theils Þýð: Þórdís Bachmann Í fríi í Danmörku hittir blaðamaðurinn Nora Sand þekktan lögmann sem hún hefur lengi viljað taka viðtal við. Daginn eftir finnst maðurinn myrtur. Þegar Nora fer að grafast fyrir um ástæður morðsins kemur í ljós að lögmaðurinn stýrði rannsókn á víðtæku barnaníðsmáli í Bretlandi þar sem grunur leikur á að háttsett fólk hafi komið við sögu. 286 bls. Ugla SVK Hitt nafnið Sjöleikurinn I-II Höf: Jon Fosse Þýð: Hjalti Rögnvaldsson Fyrsta bókin af þremur í stórvirki Nóbelshöfundarins, svonefndum Sjöleik. Seiðandi og stórbrotin saga um listina, um Guð, um alkóhólisma, vináttuna og framrás tímans. Hún fjallar um dauðann, en líka um þýðingu þess að vera á lífi, um hlýjuna frá hundi, gleðina við að keyra í snjó og bragðið af spældum eggjum og steiktu fleski. 442 bls. Dimma IB Hobbitinn Höf: J.R.R. Tolkien Þýð: Solveig Sif Hreiðarsdóttir Þýð.lj: Bragi Valdimar Skúlason Myndh: J.R.R. Tolkien Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien þarf vart að kynna. Góðu fréttirnar eru að nú er bókin loks fáanleg á ný fyrir lesendur á Íslandi. Í nýrri þýðingu Solveigar Sifjar Hreiðarsdóttur með ljóðaþýðingum Braga Valdimars Skúlasonar. www.kver.is 307 bls. Kver bókaútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 5 GOR Gormabók  HSP Harðspjalda bók  HLB Hljóðbók  IB Innbundin bók  KIL Kilja  RAF Rafbók  G Sveigjanleg kápa  TÍM Tímarit  LKO Landakort44 Skáldverk  ÞÝDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.