Freyja - 01.01.1906, Qupperneq 43

Freyja - 01.01.1906, Qupperneq 43
VIII. 6. FREYJA Bréf frá Kaupmannahöfn. 171 M. okt. J'DOö. Iværa frú Bríet Asmuudsson! Eg; á að flytja yður margar hjartanlegar kveðjur hér að heiman og innilega fullvissu um livað fegnnr við viljum hafa yður með okkur til að berjast fyrir kjörgengi kvenna. Kjörgengisféiagið er myndað af 14 féiögum og vildi fegið fá íslenzkt kvennfélag með, eins og 15. félagið. Konurnar hérna vilja standa samhliða ykkur. Mvað mér viðvíkur, þá tinnst mér, að við svíkjum þó alþjóða kjörgengisfélagið um beint tillag frá ykkuref þið gangið inn í þnð saman með okkur. Eg er sannfærð um að þvf verður öllu raðað niður á beztan hátt á Lundúnafundinum, svo þið getið gengið inn í sambandið, sem sérstakt félag. Eyrst um sinn getum við látið eitt fulltrúasætið bíða eftir ykkur- Við höfum sex fulltrúa. En munið, að þið eruð boðnartil Lundúna þótt þið séuð ekki enn þá gengnar inn í félagið. Við viljum fegnar , fá að heyra hvernig þið fenguð kosningarrétt og kjörgengi í sveitastjórn- armálum og hvernig þið notið hann. Öllum öðrum fremur eruð þér lioðin sem gestur og íslenzka konan, sem er í Cambridge getur sjálfsagt lika orðið boðin sem gestur. Eg er viss um, uð á Lundúnafundinunt yrði fundið, form handa þeim löndum, sem ekki eru fylliiega sjálfstæð, svo þau gætu haft sína sérstöku fulltrúa á fundinum og gengið inn í félagið út af fyrir sig. Af slíkum löndum er töluvert til, Það væi'i gott, bæði vegna sameiginlegs félagssjóðs og beinnar samvinnu, sem fengist með því móti. En ef þ'ð viljið það heldur, þá getið þið gengið inn í okkar dönsku kjöi'gengis- deild, eins og eitt af okkar félögum. Þið þurfið ekki að vera neitt sér- stakt kosningaréttarfélag. En svo verður eitt fulitrúasætið að standa autt, og við verðum að fá sem allra fyrst að vita hvað þið ráðið af. En þér eruð samt sjálf boðin af forsetanum, frú Chapman Catt til að vera fulltrúi á fundinum. Það er ef til vill eins gott fyrir ykkur að vera að eins b o ð n a r og bíða með að ganga inn í félagið fvr en eft- ir fundinn, þegar eitthvert fast skipulag er fundið fyrir ykkur, sein ég vona að verði. Eg ann hjartanlega Islandi að standa sjálfstætt í beinni samvinnu með svo ágætu fólki. Þó vil ég að þiðvitið, hve gjarna við hér í Danmörku opnum okkar félög fyrirykkur, cg hve fegnar við vilj- um standa ykkur samhliða í því að vinna fyrir kvennfólkið.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.