Tíminn - 06.05.1919, Qupperneq 7
TÍMINN
127
Samþykt, sem ráöhcrra heflr staðfest, má
ekki breyta eöa úr gildi nema á annan hátt
en þann, sem hún var stofnuö á.
36. gr.
í samþykt skal ávalt kveða á um umsjón
og viðhald fyrirtækja og mannvirkja þeirra,
sem samþyktin ræðir um, og ef um sam-
áveitu er að ræða, um stjórn hcnnar, svo
og um greíðslu kostnaðar, cr af þessu leiðir.
37. gr.
Pegar ióggilt samþykt hefir verið sett um
samáveitu, eru ailir, landeigendur og leigu-
liðar á þvi svæði, sem áveitunni er ætlað
að ná yfir, skyldir til að leyfa landsafnot til
mannvirkja þeirra, cr áveituna snerta, svo
sem land undir skuröina, og að efni sje
tekið úr landinu, hvort heldur er grjót eða
önnur jarðefni, i fyrirhleðslur, garða, stifiu-
gerðir eða umbúnað skurða o. s. frv., og
yfir höfuð að þola þær kvaðir, óhagræði
eða takmörkun á afnotarjetti, scm áveitu-
verkið hefir í för með sjer, enda komi
fuliar bætur fyrir. Bætur lyrir jarðrask og
landnám á óyrktu landi skulu því að eins
greiddar, að álitið verði að landeigandi bíði
skaða við það. Náist ekki samkomulag milii
landeiganda og stjórnar samáveitunnar um
bæturnar, skal matsnefnd úrskurða. Kostn-
aður við matið telsi líl útgjalda samáveit-
unnar.
38. gr.
Kostnaði öllum við samáveitu skal stjórn
hennar skifta milli landareigna aðallega eftir
stærð þess lands, sem vatn næst yfir. Pó
skal taka nokkurt tillit til þess, hvernig hver
landareign liggur við áveitunni, og hver
not geta orðið af henni fyrir landareignina í
samanburði við aðrar landareignir. Verði
ágreiningur um skiftin, skal matsnefnd skera
úr. Borgun til þeirra telst til kostnaðar við
samáveituna.
39. gr.
Vilji einhver, eftír að samáveitu hefir
verið komið á, gerast hluttakandi í henni
á þann hátt, að fá vatn til áveitu á land sitt,
þá hefir hann rjeit til þess, ef það að dómi
matsnefndar er bagalaust fyrir samáveiluna.
En skyldur er liann þá að taka þátt i kostn-
aði öllum við samáveituna, bæði stofnkosln-
aði og árskostnaði, að rjettri tiltölu við aðra
sem hlut eiga að máli. Að auki er hann
skyldur að grsiöa borgun til matsnefndar
fyrir störf hcnnar samkvæmt þessari grein.
40. gr.
Nú er samþykt gerð um samáveitu, og
skal þá leiguliði leita samkomulags við
landeiganda um það, hvernig kostnaðinn
skuli greiða. Vilji landeigandi leggja fram
kostnaðinn, er leiguliði skyldur til að greiða
árlegan kostnað við viöhald, stjórn og um-
sjón áveitunnar og ennfremur eftirgjalds-
auka, eftir mati, ef eigi semur, en kostnað
við það mat greiði landeigandi og leiguliði
að helmingi hvor.
Vilji landeigandi ekki leggja fram kostn-
aðinn við áveituna, er rjett að leiguliði geri
það. Pegar leiguliði fer frá jörðinni, skal
metið hversu mikið jörðin megi liækka að
varanlegu eftirgjaldi fyrir áveituna, og fær
þá leiguliði endurgoldinn áveitukostnaðinn
annan en viðhaldskostnað, umsjónar- og
stjórnarkostnað, þó ekki meira cn sem
svarar fimtánföldum eftirgjaldsauka þeim,
sem metinn er.
41. gr.
Ef hvorki landeigandi nje leiguliði vill
leggja fram áveitukostnaðinn samkvæmt
40. gr., getur stjórn samáveitunnar krafist
þess, að jörðín sje tekin eignarnámi handa
samáveitunni.
42. gr.
Lðgtaksrjettur fylgir gjöldum þeim, sem