Tíminn - 06.05.1919, Page 18

Tíminn - 06.05.1919, Page 18
138 TÍMINN f*ó má matsaefnd, eftir ósk orkutaka, með samþykki veðhafa eða annara rjetthafa, á- kveða, að orkurjettur verði tengdur við aðra fasteign, ef það má verða án verulegs kostn- aðarauka fyrir virkiseiganda. 107. gr. Pegar bætur eru greiddar í orku, skal sá, er bætur tekur, greiða virkiseiganda hlut- fallslegan stofnkostnað, og má draga hann frá orkureiðslunni, ef gjaldþegi kýs það heldur en bein fjárframlög. • 108. gr. Ætíð skal sá, er bætur tekur í orku, greiða virkiseiganda hlutíallslegan rekstrarkostnað, annaðhvort með föstu árgjaldi, sem má endurmeta á 10 ára fresti, ef annarhvor að- ilja óskar, eða með því að gefa eftir af orku- reiðslunni, ef gjaldþegi kýs það heldur. Matsnefnd sker úr, ef eigi semur. 109. gr. Venjulega skel sú orka, sem greidd er í bætur afhent í raforku. Nú er um raforku- leiðslu að ræða, og skal þá afhenda hana í nothæfri spennu á þeim stað, sem gjaldþegi krefst, nema matsnefnd telji afhendingu mega verða öðruvísi, eða á öðrum stað. En ætið skal gjaldþegi greiða kostnað þann er leiðsla og straumbreytar hafa í för með sjer, svo og kostnað við viðhald og rekstur þeirra mannvirkja. Um leið og ákveðið er, að bætur skuli goldnar í orku, skal og tiltekið hvenær orkureiðsla skuli í siðasta Iagi hefjast. 110. gr. Ef orkutaki innir eigi af hendi á rjettum gjalddaga gjöld þau, er honum ber að greiða virkiseiganda eftir 107.—108. gr., er rjett að varna honum orkunnar, þangað til hann greiðir þau. 111. gr. Stöðvanir á orkureiðslu, sem nauðsynleg- ar eru vegna viðgerðar, eftirlits o. þ. h., balca eigi skaðabótaskyldu, nema þær verði með þeim hætti, að þær ríði í bága við gerða samninga, eða ákvæði matsnefndar um fyrir- komulag orkureiðslunnar. Pó skal þess gætt, að stöðvun standi eigi lengur en nauð- syn krefur. Tilkynna skal þeim, er bætur tekur, stöðvunina með nægum fyrirvara, ef kostur er. Nú er stöðvunin að kenna óviðráðanleg- um atvikum (vis major), og er virkiseigandi þá eigi skaðabótaskyldur, enda verði engar ráðstafanir vanræktar, til þess að koma orkureiðslunni á aftur. Ef orkureiðsla hættir af öðrum ástæðum en þeim, sem taldar eru í 1. og 2. málsgr., eða verði langvarandi vanræksla á orkureiðsl- unni, á orkutaki heimtingu á skaðabótum. ' 112. gr. Nú þykir virkiseiganda eigi svara kostnaði að starfrækja orkuverið og greiða bætur með orku, og getur hann þá losnað við orkureiðsluna, með því að afhenda þeim, sem bætur á að taka, orkuverið með veitu- tækjum og fallvatni þess. XU. kaíli. Um stjórn vatnamála og meðferð þeirra. 113. gr. Yfirstjórn og umsjón vatnamála hefir stjórnarráð íslands. Ráðherra til aðstoðar í þessum málum skal skipa verkfróðan mann, er nefnist vatnamálastjóri, og skal fá honum aðstoðar- menn eftir þörfum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.