Tíminn - 06.05.1919, Síða 27

Tíminn - 06.05.1919, Síða 27
TÍMINN 147 sem hún er i, raeð hliðsjón af þeim al- mennu lögum, sem lögin um Flóaáveituna eru bygð á. Pað er þá fyrst, að til grundvallar fyrir þessum lögum liggja hin almennu lög um vatnsveitingar. frá 22. nóvbr. 1913: Þelta sjest á athugasemdunum við frumvarpið, þingskj. 28, því að í athugasemdunum er viða visað til vatnsveitulaganna. T. d. er tekið fram um 18. gr. frumvarpsins um bætur fyrir landsafnot þetta: »Við þessa grein. sbr. aðallega 13. gr. vatnsveitingar- laganna, og er álcvæðinu hagað cftir því, scm hjer þykir við eiga«. Þá lekur og stjórnin það fram i athuga- semdunum við frumvarpið til vatnsveil- ingarlaganna, Alþt. 1913, bls. 273, að mcðal annars sje tilætlunin með frumvarpinu sú, að »gera það mögulegt að koma á bæði hinni framangreindu Flóaáveitu...........«. Flóaáveitulögin verður þannig að skýra með vatnsveitingalögin fyrir augum, og þá einkum hin almennu ákvæði þeirra, og þau flnnast einmitt í fyrstu 5 greinunum, er innihalda ýmsar reglur um vatn og rjett- indi yfir þvi. Það er þannig enginn vafi á því, að ef svo yrði litið á sem bætur fyrir vatnstöku væru ekki heimilaðar effir 18.'gr. Flóa- áveitulaganna, þá eru þær heimilaðar sam- kvæml vatnsveiíingalögunum. Minnihlutinn getur þvi ekki fallist á þá skoðun, að löggjafinn hafi árið 1917 gert ráðstafanir, er sýni, að hann telji valnið í ám landsins ekki vera einstakra manra eign. En hinu heldur íninnihlutinn fram, að einn þingmaður hafi á alþingi 1917 ætlað að gera ráðstafanir, er sýndu að vatnið í ám landsins vœri einstakra manna cign, og er lijer átt við þingskj. nr. 446, frumvarp til laga um heimild fyrir stjórn- ina til þess að laka að láni 20,000,000 króna til þess að kaupa og haguýta fossa, sbr. sjerstaklega 3. og 9. gr. frumvarpsins, er hljóða svo: 3. gr, »Lög þessi lieimila stjórninni sjer- staklega að beita eignarnámsheimildum þeim, er getur i 2. gr., til þess að taka 1 sinar hendur fossa og vatnsafl á Suður- landsundirlendinu, er best liggur til notk- unar. . . . «. 9. gr. »Hjeðan af má engi mað- ur eignast fossa eða starfhæft valnsfall, nje hagnýta þóltt áður eigi, nema leyfi alþingis komi til . . . .« B. J. getur ckki mótraælt því, að hann scm flutningsmaður frnmvarps þessa hafi viðurkent hjer með meginreglu minnihlut- ans um, að landeigandi sje rjettur eigandi að valni því, er rennur um land lians. Skal þá nokkrum orðum farið um, hvernig litið heíir verið á spurninguna um eignar- rjelt að vatni af öðrum, er um það hafa fjallað. Vilhjálmur Finsen dr. jur,, hæstarjettar- dómari, hefir eins og kunnugt er þýtt Grá- gás á danska tungu, og skal hjer tekin upp þýðing hans á greinum þeim úr Grágás, sem vitnað er til hjer að framan, til þess að sýna þýðingu hans á þeim stöðum i íslenska tekstanum þar, sem talaö er um að eiga vatn. Ib kap, 191, bls. 97, þýðing bls. 95: »Leder man saadant Vand, der danner Markeskjel, over sine Egne, og den, der ejer Halv- delen af Vandet, finder, at han lider Skade derved, skulle fem Nabobönder skifte Vandet mellem dem«. »Ib kap, 208 bls. 122-123, þýðing bls. 121: »Dersom en Mand vil jage Fugle paa Vande, som han ejer sammen med flere ..... skal lian opfordrc deu, der ejer Aaen sammcn med ham, til Deling at den« .... »eller gjerde den saaledes, at der ikke bliver en Aabning tilbage, medmindre man ejer hele Aaen« .... »og man alene er Ejer af Aaen overfor«.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.