Tíminn - 06.05.1919, Page 30

Tíminn - 06.05.1919, Page 30
150 TÍMINN nefad í Noregi, er skyldi endurskoða norsku vatnalögin og hefir þessi nefnd samið frumvarp það til vatnalaga, er fossa- nefndin liefir látið þýða. Athugasemdir nefndarinnar við frumvarp þetta bera með sjer, að hún heflr verið á sömu skoðun um rjett landeiganda að vatni eins og nefndin frá 1876. Áður en minst er á hínar einstöku grein- ar fruravarp þess, er hjer fer á eftir, vill minnihlutinn að lokum taka það fram, að hann telur ekkert unnið með þvi að rök- ræða hjer um það, hvort umráð þau er landeigandi hefir yfir vatni þvi, er renn- ur yfir land hans sje þannig, að rjett sje, að nefna þau eignarrjctt. Eins og kunn- ugt cr, liefir þvi verið lialdið fram, að vatniö, að minsta kosti rennandi vatn, sje þess eðlis, svo hveríult, þar scm það er á sífeldu flugi, að ekki sje unt að hafa þann hemil á þvi, þau yfirráð, sem eru nauðsynleg til þess að um eign- arrjett geti verið að ræða. Aftur eru aðrir þeirrar skoðunar, að ekkert sje þvi til fyrir- stöðu, að landeigandi hafi venjulegan eign- arrjett yfir því vatni, er rennur um landar- eign hans, því að eignarrjetturinn nái til þess vatns, sem á hverri stundu er á land- areigninni. í sænska nefndarálitinu frá 17. desbr. 1910 er um þetta efni farið svo feld- um orðum á bls. 161: »Pví er haldið fram, að rennandi vatn geti auðveldlega verið háð eignarrjetti, að svo miklu leyti sem eignar- rjetturinn þá að eins tekur til þess vatns, sem á hverri stundu er á ákveðnum stað í farveginum. Að visu er það vatn að augnabliki liðnu runnið fram hjá, en þá eru aðrir vatnsdropar komnir 1 staðinn, en eins og áður er sagt, tekur eignarrjetturinn til þess vatns, sem á hverri stundu er á þeim stað i farveginum, sem um er að ræða. Pað út af fyrir sig, að efnið, sem eignarrjetturinn tekur til, í sífellu endurnýj- ast, er þvi eigi til fyrirstöðu, að um eignar- rjett sje að ræða«. Pað er augljóst að deila má til dómsdags um þetta hreint theoretiska atriði, og það er þvi skiljanlegt, að hvorki Norðmenn nje Svíar hafa viljað byggja vatnalöggjöf sinn á þvi, livernig lögfræðingar hafa litið á það atriði, og hvernig sem íslenskir lögfræðing- ar nú kunna að líta á þetta, þá vill minni- hlulinn bcnda á það, að hann hefir hjer að framan sýnt fram á, að frá landnámstið hefir verið litið á rjett landeiganda yfir vatni þvi, cr rennnr um land lians sem eignarrjetl. En annars er það í sjálfu sjer ekki aðal- atriðið, hvað rjettur landeiganda yfir vatn- inu er kallaður, ef hann eftir eðli sinu er jafn tryggur og nýtur að öllu leydi sömu verndar af löggjöf, rjettarvenju og rjettar- meðvitund sem eignarrjettur væri. Og undir öllum kringumstæðum er minnihlutinn i engum vafa um að svo sje. Orðið eignarrjettur er ekki viðhaft í 2. gr. frumvarpsins, er hjcr er greinilega tekið fram aðal-innihald rjettarins yfir vatninu, að rjetthafinn hefir öll umráð yfir þvi, get- ur selt það, veðsett, Ieigt, og hagnýtt sjer það til hvers, er vera skal, m. ö. o. ráðið yfir því á alla vegu eftir geðþótta þaunig, að umráð annara eru útilokuð, nema sjerstök heimild liggi fyrir, er takmarki yfir- ráð rjetthafa. Pelta telur minnihlutinn að sje einkenni og kjarni eignarrjettarins. Pá var og tilætlunin með 2. gr., að taka upp i hana meginreglu löggjafarinnar um, að valnið væri nátengt landi því, er það hylur eða rennur yfir, sbr. orðin: »Landi hverju fylgir rjettur........«. Svo núið samband er milli lands og vatns samkvæmt Jónsbók, að ef á breytir far- vegi og rennur yfir annars land, þá eign- ast þessi landeigandi strax vatnið (ána), sbr, Jónsbók Llb. kap, 56, bls. 189, 1. 1—4.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.