Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 25. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Soleto tekur við af Suarez Madríd. 30. janúar. AP. JUAN Carlos, SpánarkoniuiKur. hóf í dan viðræður við leiðtoga stjórnmálaflokka landsins um myndun nýrrar ríkisstjórnar í kjólfar afsasnar Adolfos Suarez. Búist er við, að hann útnefni nýjan forsætisráðherra eftir helgina. Mið- flokkasamhandið valdi í da« forsæt- isráðherraefni sitt. Fyrir valinu varð Leopoldo Calvo Soleto, aðstoð- arforsætisráðherra landsins. Soleto er 54 ára úamall verkfræðintfur. Soleto sagði í dag, að hann ætti von á að geta myndað meirhluta- stjórn þrátt fyrir andstöðu ýmissa flokksmanna. Ein af skýringunum, sem Suarez gaf fyrir afsögn sinni, var einmitt vaxandi andstaða nokk- urra þingmanna. Einn helsti leiðtogi flokksins sagði í dag við fréttamenn, að Suarez hefði afsalað sér embætti, vegna þess að hann hefði átt von á því, að flokksmenn hans höfnuðu honum á næsta flokksþingi. Suarez hafði verið ásakaður um að hafa fjarlægst flokksmenn, mistekist í baráttunni við hermdarverkamenn, verðbólgu og atvinnuleysi. Felipe Gonzalez, leiðtogi sósíal- ista, sagði í dag, að flokkur hans væri reiðuhúinn til stjórnarm.vndun- ar, ef Miðflokkasamhandinu tækist ekki að mynda meirihlutastjórn. Miðflokkasambandið hefur 168 þing- menn og þarf stuðning átta þing- manna til viðbótar til að geta myndað meirihlutastjórn. Samkomulag í Póllandi um styttingu vinnuviku Varsjá, 30. janúar. AP. Leopoldo Soleto Símamynd AP. JóhannesarborK, Maputo, 30. janúar. AP. S-AFRÍSKAR víkingasveitir gerðu i dag leifturárás á aðalstöðvar Afriska þjóðabandalagsins f útjaðri Maputö, höfuðburgar Mosambique, en bandalagið stefnir að þvi að steypa stjórn S-Afriku með valdi. Arásin inn í Mosambique er hin fyrsta, sem s-afrískir hermenn gera inn í landið. Aður hafa s-afrískar í KVÖLD náðist samkomulag með Samstöðu, hinu óháða verkalýðsfélagi í Póllandi, og fulltrúum bænda annars veff- ar og stjórnvöldum hins veg- víkingasveitir gert leifturárásir inn i Angóla og Zambíu. Heimildir segja, að einn hermanna víkingasveitanna hafi fallið og ellefu skæruliðar. Þá féll Portúgali í valinn. S-Afríku- menn hafa ásakað yfirvöld í Mosam- bique um að styðja þjóðabandalagið og að frá Mosambique fari skærulið- ar yfir landamærin til S-Afríku þar sem þeir fremja hermdarverk. ar um styttingu vinnuvikunn- ar. Það var einn af fulltrúum bænda, sem skýrði frá þessu í kvöld en hann sagðist ekki geta skýrt frá einstökum efn- isatriðum samkomulagsins. Fundir stóðu frameftir kvöldi og var fréttamönnum ekki hleypt inn i bygginguna, þar sem samningaumleitanir stóðu yfir. Hins vegar sagði fulltrúinn, að ekki hefði náðst samkomulag um lögskráningu óháðra samtaka bænda og yrði viðræðum haldið síðar áfram um kröfur bænda. Þá sagði hann, að ágreiningi um ritskoðun og aðgang hinna óháðu samtaka verkamanna að fjölmiðlum hefði verið skotið á frest um sinn. Lech Walesg, leiðtogi Sam- stöðu, fór fyrir samninganefnd verkamanna en af hálfu stjórn- valda var Jozef Pinkowski, for- sætisráðherra, í forsæti. Þrátt fyrir viðræðurnar í Varsjá, voru verkamenn og bændur í Rzezow í verkfalli. Einnig bárust fréttir af vinnustöðvunum í tveimur verksmiðjum í Varsjá. Sama gilti í Jelenia Gora-héraði og eins í Bielsko Biala-héraði. Lech Walesa sagði við fréttamenn í ÞEGAR Anatoly Dobrynin, sendi- herra Sovétrikjanna í Washing- ton, hugðist í dag leggja bifreið sinni i sérbilastæði i byggingu utanrikisráðuneytisins i Wash- ington, þá var honum snúið frá og honum sagt, að hann yrði að dag, að þessar vinnustöðvanir væru vegna sérkrafna verka- manna og bænda og væru stað- bundnar. „Við höfum bundið endi á verkföll og ef tekst að semja nú, munum við snúa aftur til vinnu okkar,“ sagði Walesa. Annan daginn í röð höfðu stjórnvöld í hótunum við verka- menn, sem hafa verið í verkföll- leggja bifreið sinni á sama stað og aðrir sendiherrar. Dobrynin var á leið til fundar við Alexand- er Haig, utanrikisráðherra Bandarikjanna til að kvarta und- an hörðum ummælum utanrikis- ráðherrans um Sovétríkin. Sendiherra Sovétríkjanna hefur frá í tíð Gerald Fords, fyrrum forseta, haft sérstakt bílastæði í kjallara utanríkisráðuneytisins. Svo var einnig í forsetatíð Jimmy Carters. Hins vegar tilkynnti stjórn Ronald Reagans, að þessi sérréttindi Sovétmanna hefðu ver- ið afnumin. Enginn annar sendi- herra naut þessara réttinda. Og sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu hefur ekki notið svipaðra réttinda. Dobrynin ók í staðinn að framhlið ráðuneytisins og þegar fréttamenn spurðu hann álits á þessu svaraði hann stutt og lag- gott: Ekkert vandamál. Afnám þessara sérréttinda er enn eitt dæmið um kólnandi sam- búð risaveldanna. Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, fagnaði í dag yfirlýsingu Ronald Reagans, forseta, um að náið samstarf og samráð yrði haft við bandamenn í Evrópu. Schmidt sagði, að V-Þjóðverjar væru stað- ráðnir í því, að verjast ágengni Sovétmanna í Evrópu. Sjá frétt af fyrxta hlaöamannafundi Konald lteaKans: Rússar strfna aö heimshyltinKU - svik ok prettir eru meöulin. á bls. 22. Nordli dregur sig í hlé veg na vanheilsu Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. i OhIó, 30. janúar. „Ég segi þvi af mér embætti forsætisráðherra,“ sagði Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs i norska sjónvarpinu kl. 18 I kvöld að staðartima. Afsögn Nordlis kom i kjölfar fréttar, sem fréttastofa Verkamannaflokks- ins, „Arbeiderens Pressekontor“ sendi út i gærkvöldi um, að Nordli mundi segja af sér embætti fyrir þing Verkamannaflokksins i april. Nordli brást reiður við þessari fregn fyrr í dag og sagði, að hann hefði ekki í hyggju að draga sig í hél. Síðar um daginn kom hann svo fram í norska sjónvarpinu og skýrði frá afsögn sinni. Talið er, að Nordli hafi í fyrstu borið frétt fréttastofunnar til baka, þar sem hann hafði ekki tilkynnt stjórn flokksins, ríkis- stjórninni né konungi frá ákvörðun sinni. „Fréttir í fjölmiðlum síð- ustu daga hafa orðið til þess, að ég varð að bregðast fyrr við en ég hafði ætlað. Ég fór fyrir skömmu í læknisskoðun, og hef nú fengið svohljóðandi bréf frá lækni mínum: Ég hef nú rannsakað yður, herra forsætisráðherrá, og ég sé mig knúinn til að ráðleggja yður að taka yður hlé frá störfum næstu tvo mánuðina." Og Nordli hélt áfram. „Ég hef nú ráðfært mig við fjölskyldu mína og ákveðið að draga mig í hlé. Heilsu minnar vegna get ég ekki beitt mér að fullu við störf mín sem forsæt- isráðherra Noregs. Því segi ég af mér embætti forsætisráðherra." Odvar Nordli hefur undanfarið átt við vanheilsu að stríða og auk þess hefur augnsjúkdómur hrjáð hann. Hann er 53 ára að aldri. Hann tók við embætti forsætisráð- herra fyrir fimm árum. Hann skýrði frá því, að þrátt fyrir að hann segði af sér embætti forsæt- isráðherra, þá hygðist hann ekki draga sig í hlé frá stjórnmálum. Hann myndi bjóða sig fram til Stórþingsins í þingkosningunum í september næstkomandi. Búist er við, að arftaki Nordlis verði út- nefndur á þriðjudag. Sjá frétt: Þrír menn þykja líklegastir til að taka við af Nordli. á bls. 23. S-afrísk árás á Mosambique um. Dobrynin sviptur einkabílastæðinu Wa.shinKton. 30. janúar. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.