Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 9 John Darnton/ NEW YORK TIMES Pólskir bœndur viöra kröfur sínar á fjöldafundi í Varsjá. Þegar ástandiö var verst í pólskum landbúnaöi hröktust yfir fimm milljónir ungmenna á mölina. Fátækir, ofsóttir - og fastir fyrir Pólsku bændurnir „passa ekki inn í kerfiö“ ímynd hans er kunn í sveitum um heim allan — hann vinnur höröum höndum viö aö yrkja jörðina, óttast guö, er meinilla viö fyrirskipanir stjórnvalda og heldur fast í land sitt í krafti sannfæringar sinnar um helgi eignarréttarins. En annars staöar í Evrópu hefur smábóndinn oröiö aö víkja fyrir stóryrkjubúum tuttugustu aldar og í flestum kommúnistaríkjum í austri er hann oröinn „landbúnaðarverkamaöur“, þ.e. launþegi á risastóru ríkisbúi. Þaö er aöeins í Póllandi sem ímyndin á sér enn stoð í veruleikanum. Hinn dæmigeröi bóndi er smábóndi. Fyrir utan rafvæöingu og aukna lestrarkunnáttu hefur líf hans lítið breyst svo öldum skiptir. Hann býr á fimm til sex hektörum lands í einnar hæöar húsi úr timbri eöa múrsteini meö hlöönu eldstæöi í eldhúsinu og trúarlegum myndum á veggjum. Utanhúss er brunn- ur, svínastía og hlaöa meö stráþaki þar sem haföur er einn hestur og ein eöa tvær kýr. Þannig umhverfi elur af sér seiglu og íhaldssemi og því er það til marks um dýpt þeirra hræringa sem verkföllin í Gdansk í ágúst síöastliönum hafa valdiö, aö þær hafa náö til innstu afkima sveitanna. Á sama hátt og iönverkamenn vilja sjálfseignarbændur fá sjálfstætt stéttarfélag. Fyrir nokkru frestaöi hæsti- réttur Póllands ákvöröun um aö lögfesta stéttarfélag bænda. Af forsjálni reyndist forsvarsmaöur þeirra andvígur verkfalli. En ef bændur fara meö sigur í þessu máli og tekst aö fá meirihluta hinna 3,5 milljóna bænda í félagsskap sinn, gætu þeir oröiö enn einn meiriháttar valdaaöili sem ekki aöhyllist kommúnisma. Fyrir heimsstyrjöldina síðari var Pólland fyrst og fremst landbúnaöarríki og þingræöisstjórn landsins einbeitti sér aö umbótum í landbúnaöi í þeirri viöleitni aö skapa „heilbrigða bændastétt" og draga úr hinni hörmulegu fátækt til sveita. Ríkisstjórn kommúnista eftir stríö var hins vegar fyrst og fremst meö hugann viö iönvæöingu. „Martröö okkar kynslóöar var atvinnuleysi til sveita,“ sagöi einn fyrrverandi aðalráðgjafi Wladyslavs Gomulka, fyrrum flokksforingja. „í Póllandi voru fimm hektara bænda- býli algengust þar sem fimm fullorönir unnu. Þessi eymd í sveitunum varð aö þráhyggju hjá okkur öllum og viö hófumst handa viö aö skapa ný atvinnutæki- færl í borgunum án þess aö hugleiða hvaöa afleiöingar þaö hefði fyrir sveitirnar.” í einhverjum umfangsmestu fólksflutningum sem um getur í Evrópu, yfirgáfu fimm milljónir ungmenna sveitabýlin og héldu til borganna á fimmtán ára tímabili. Smábændurnir voru þeir sem gleymdust í byltingu sósíalista. Leiötogar kommúnista lofsungu þá í Innantómu málskrúði sem stafaöi af sektarkennd marxista gagnvart þeim sem strituöu svo greinilega fyrir jafnlítiö. Aö vísu var gefið eftir í sumu — falliö var frá því að neyöa bændur til samyrkjubúskapar og skylda þá til aö láta af hendi ákveöið framleiöslu- magn. En þess í staö kom engin samræmd landbúnaöarstefna. Ríkisstjórnin, sem fyrirvarö sig fyrir aö vera eina austantjaldsríkiö þar sem landbún- aður var aö mestu í einkaeign, hélt traustataki í þá hugmynd aö einhvern tíma kæmist hann allur í félagseign. í þeirri von aö sjálfseignarbændur sem framleiddu tvo þriöju landbúnaöarframleiöslunnar, gengju í samyrkjubúin, voru þeir sniögengnir. Nær öll fjárfesting rann til ríkisbúa og samyrkjubúa sem voru afkastalítil og undir lélegri stjórn. Nú er svo komiö aö meir en þriöjungur einkabýla er yrktur af fólki sem komiö er yfir sextugt og á margt hvert enga erfingja til aö taka viö jöröum sínum. Flóknar og vilhallar veröbætur hafa dregið úr hvatningu bænda og valdiö vöruskorti. Uppskeran í ár er hin rýrasta í tíu ár, sumpart vegna rigninga, en einnig vegna of lítils framboðs og lélegrar dreifingar á áburöi og skordýraeitri. Sjálfseignarbændur passa ekki inn í kerfið. Þaö var ekki fyrr en fyrir skömmu aö þeir fengu rétt til almannatryggingabóta og ellilífeyris, en slíkar bætur eru reiknaðar út eftir framlagi þeirra til ríkisins, og verölag á því er lakara en á frjálsum markaöi. Þeir eru stundum rægöir fyrir aö vera ný-kapítalistar - og reyndar er hagur stærstu bændanna afar góöur, þótt lífiö sé erfiöara í sveitinni en í borgum — en þeir eru líka þrautpíndir af sköttum, verðbólgu og spilltum embættismönnum. Mörgum þykir hinir opinberu fulltrúar þeirra, Sameinaöi smábænda- flokkurinn, sem lýtur stjórn kommúnista, lítiö annað en léleg skrýtla. Óánægjan braust út í aðgeröum áriö 1978. Ný lög kváöu svo á aö ellilífeyrir skyldi háöur því skilyrði aö bændabýli yröu eignfærö ríkinu (síöar var því breytt í færslu til hvaöa eiganda sem væri). Bændur litu á þessi ákvæöi sem enn eina lævíslega aöferö ríkisins til aö ná undir sig landi þeirra og þeir skipulögðu sjálfsvarnarnefndir smábænda nálægt Lublin, síöan t' Grojec, Przemysl, Rzeszow og Siedlice. Svonefndur smábænda-háskóli stóö fyrir fyrirlestrum og neðan- jaröar fór af stað útgáfustarfsemi. Bráðabirgöanefnd hinna frjálsu verkalýösfélaga bænda er stofnuö var 7. september í þorpinu Lisow nálægt Radom, kaus sér fyrir formann Zdzslaw Osttek, ávaxtabónda meö takmarkaöa reynslu af stjórnmálum. Hinn 20. september hittust 40 bændur í Kaþólska menntamannaklúbbnum í Varsjá til aö samþykkja lög félagsins. Reiðir bændur í hundraöa- tali flykktust á fyrsta stóra fund félagsskaparins er hlaut heitið Sveitasamstaöa, en hann var haldinn í Fílharmóníusalnum í Cracow hinn 9. október. Iðnverkamennirnir sem minntust stuönings bænda viö sig í verkföllunum veittu Sveitasamstöðu blessun sína. En þeir áttu fullt í fangi meö eigin baráttumál og skiptu sér ekki af baráttu Sveita- samstööu fyrir lögskráningu og ráölögöu þeim hófsemi. Flokknum sem aö vísu vildi ákafur efla góöan anda meðal bænda var greinilega lítt um þaö gefiö aö þurfa aö standa augliti til auglitis viö enn einn andstööuhópinn. Stanislaw Kania foringi flokksins hvatti bændur til aö hætta við stofnun sjáifstæös stéttarfélags og treysta þess í staö á landbúnaöar- félögin, en það eru þjónustustofnanir sem bændur hafa litlar mætur á. Enda þótt félagsmenn séu stjórninni andsnúnir, hafa samtökin, sem telja sig hafa um 600.000 félaga, veriö hófsöm í stjórnmálum og ekki alls kostar örugg meö sig. Ríkisstjórnin hefur reynst sáttfús og þaö viröast vera möguleikar á samkomulagi fyrir rétti um oröalag varöandi þaö hvort eigendur smábýla fullnægi skilyröum sem hluta-launþegar þar sem mikill hluti framleiöslu þeirra fer samkvæmt samn- ingum til ríkisins á föstu verði. En hvort slík lausn nægi bændum er vafasamt. Aö baki hinum mýmörgu kvörtunarefnum þeirra varöandi verölag, skatta, skort á hvatningu til starfa og mútugreiöslur til aö komast yfir áburö hljómar stefiö um aö þeir hafi verið hundsaöir og rægöir einum of lengi í þjóöfélagi sem samkvæmt kenningunni metur vinnuna ofar fjármagni. OPIÐ í DAG KL. 9—4 KRUMMAHÓLAR Mjög góð 4ra herb. íbúö. 3 svefnherbergi. STELKSHÓLAR 3ja herb. íbúö á 3. hæð. ÁSBRAUT, KÓP. 4ra herb. íbúð á 3. hæð. VESTURGATA 3ja herb. íbúö á efri hæö, ca. 90 fm. KLEPPSVEGUR 3ja til 4ra herb. íbúö á 3. hæö, ca. 105 ferm. HLAÐBREKKA, KÓP. 3ja herb. íbúö á 1. hæð ca. 90 ferm. RAÐHÚSí GARÐABÆ Raöhús á tveim hæöum ca. 200 ferm. Bílskúr 48 ferm fylgir. MOSFELLSSVEIT RISHÆÐ 3ja herb. rishæö ca. 80 ferm í timburhúsi. í HLÍÐUNUM 6 herb. íbúö á jaröhæö ca. 136 ferm. 4 svefnherb. SELTJARNARNES FOKHELT RADHUS Rúmlega fokhelt raöhús á tveim hæöum. Verö 650 þús. NJÁLSGATA 3ja herb. íbúö á efri hæö ca. 65 ferm. LAUFASVEGUR 2ja og 3ja herb. íbúöir í risi. Má sameina í eina íbúö. ÁLFTAHÓLAR 4ra herb. íbúö 117 fm. Bílskúr fylgir. Verö 520 þús. HVERFISGATA Efri hæö og ris, 3ja herb. íbúöir uppi og niðri. VESTURBERG 4ra—5 herb. íbúö á 3. hæð. Verð 400 þús. DVERGABAKKI 4ra herb. íbúð á 1. hæö. Verð 400 þús. Vantar á söluskrá sérhæöir, einbýlishús, raöhús, 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúöir á Reykja- víkursvæðinu, Kópavogi og Hafnarfiröi. Pétur Gunnlaugsson, lögfr Laugavegi 24, símar 28370 og 28040. 28611 Opid í dag 2-4. Austurbær — Kópavogur Einbýlishús á 2 hæðum. Bílskúr, 6 svefnherb. Vandaöar innrétt- ingar. Borgarholtsbraut Einbýlishús, hæö og ris. Bílskúr. Stór lóö. Mikiö endurnýjaö. Hverfisgata Parhús, steinhús á 2 hæöum. Samtals um 90 fm. Mikiö endurnýjað. Eignarlóö. Veró 400 þús. Barmahlíö 6—7 herb. 170 fm efri hæð ásamt bílskúr. Mikiö endurnýj- aö. Hraunbær 4ra herb. 120 fm íbúð á 3. hæð. Skipti á minni íbúö æskileg. Raufarsel Raöhús á 2 hæðum. Grunnflöt- ur 96 fm. Bílskúr. Húsiö er á byggingarstigi. Baldursgata Lítiö steinhús, sem er jarðhæö og ris meö timburinnréttingum. Þarfnast standsetningar. Barnafataverslun í miöborginni Verslunarhúsnæði á götuhæö, 140 fm nálægt Laugavegi í skiptum fyrir góða 3ja herb. íbúö. Spóahólar 2ja—3ja herb, 78 fm íbúö á jaröhæö. Verö um 340 þús. Krummahólar 4ra—5 herb. endaíbúð, 110 fm á 4. hæð. Bílskúrsréttur. Falleg- ar innréttingar. Video í húsinu. Engihjalli 3ja herb, um 90 fm horníbúö á efstu hæð. Frystigeymsla, góð- ar innréttingar. Hrísateigur 2ja herb. um 55 fm kjallaraíbúö. Samþykkt. Verð 230 þús., útb. 180 þús. Frakkastígur 2ja herb. 50 fm íbúö á 2. hæð í járnvörðu timburhúsi. Verð um 220 þús. Hús og efgnir Bankastræti 6 Lúðvík Gizurarson hrl Þl Al’GLYSIR L.M ALLT LAND ÞFííAR Þl AIGLYSIR l MORGI NBLAÐIM Kambasel — Raðhús Til sölu eru tvö tveggja hæöa raöhús meö innbyggð- um bílskúr. Húsin eru 190 fm aö stærö og veröa afhent fokheld að innan, en fullgerö aö utan, þ.e. meö gleri, útihuröum, innihuröum og máluö. Lóö og bílastæði frágengin. Einnig er til sölu tveggja hæöa raöhús um 140 fm. Húsið veröur afhent fokhelt aö innan og fullgert aö utan. Svavar Örn Höskuldsson múrarameistari. Skrifstofa Síöumúla 2, sími 86854. Ath.: Opiö í dag kl. 2—5. Heimasími sölumanns 73732. Verzlunarhúsnæði óskast til leigu Þjónustufyrirtæki óskar eftir að taka á leigu strax um 150 fm húsnæöi fyrir skrifstofur, afgreiðslu og lager í eða nálægt miðbænum. Uppl. í símum 43804 og 27130.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.