Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 17 Pálína Oddsdóttir: Hugleiðingar vegna blaða- skrifa um verslunina Nesval Búnaðarfélagshúsið við Tjörnina i Reykjavík. í þessu 2. bindi sjálfsævisögu sinnar lýsir Steingrímur árum sinum sem búnaðarmála- stjóra. skemmtilega breyskur og mann- legur. Þeir, sem hafa gaman af kjaftasögum og illmælgi um náungann, hafa gaman af þess- ari bók. Og þeir eru margir, svo að bókin selst líklega vel og útgefendurnir græða. En með henni er gefið tilefni til einnar spurningar: Hvernig í ósköpun- um varð höfundur hennar for- sætisráðherra? Það kann að hafa átt vel við, að sá fulltrúi nesjamennskunnar og „seminar- ismans" í stjórnmálum íslend- inga, sem Steingrímur var ber- sýnilega, yrði einu sinni forsæt- isráðherra til tilbreytingar. En það er ekki skýringin, heldur hitt, að Ólafur Thors og Her- mann Jónasson gátu hvorugur unnt hinum þess að verða for- sætisráðherra 1950, en af stjórn- málaástæðum var samstarf Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins nauðsynlegt. Steingrímur, sem var þá forseti Sameinaðs þings, varð því fyrir valinu sem forsætisráðherra, en frá því á að segja í 3. bindinu. Um útgáfu bókarinnar sáu Andrés Kristjánsson og Örlygur Hálfdanarson. Þeir hafa skipt bókinni mjög ruglingslega í kafla, t.d. skipta þeir einum hlutanum, sem er um ýmsar ferðir Steingríms um landið, ekki samkvæmt ferðunum sjálf- um, heldur í fjölda stuttra kafla með millifyrirsögnum, þannig að allt rennur saman í eitt. Það dregur mjög úr notagildi ritsins, að umsjónarmennirnir hafa ekki nennt að semja nafnaskrá þessa bindis. Hvað hefur þeim gengið til að gefa þessa bók út, eftir að Búnaðarfélagið, sem átti útgáfu- réttinn, hafði hikað við það í mörg ár? Varla hafa þeir gert það í virðingarskyni við höfund- inn, því að með þessu er virðing hans að litlu eða engu orðin. Vonandi hefur þeim ekki gengið hið sama til og Steingrími í einum kaflanum, þar sem þeir hafa sett við lýsingu hans milli- fyrirsögnina: „Gróðahyggjan tekur ráðin ...“ í 20 ár hef ég nú búið á Seltjarnarnesi og séð fámennan hrepp breytast í blómlegt bæjar- félag. Vissulega hefur það stund- um verið ánægjulegt að fylgjast með þeirri breytingu og þeim framförum. Já stundum, en ekki get ég sagt að ég hafi alltaf verið hreykin af að telja mig Seltirning, því miður. Ekki get ég verið hreykin af því að teljast til þess bæjarfélags, sem launar góða þjónustu við mig og aðra eins og fram kom í frétt Dagblaðsins 15. desember um viðskipti bæjar- stjórnar við eigendur verslunar- innar Nesvals. Flestir bæjarstjórnarmenn á Seltjarnarnesi hafa búið þar eins lengi og ég, já, sumir lengur. En eru þeir búnir að gleyma? Það hlýtur að vera, en ég hef engu gleymt. Ég man verslunina á Melabraut í lítilli kjallarahoiu, þrönga og vanbúna á allan hátt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég man fiskbílinn, sem kom nokkra morgna í viku. Síðan var reist verslunarhús og við fengum mjólkurbúð. En þrátt fyrir það var verslunin þess ekki megnug að veita þá þjónustu, sem teljast mátti lágmark, vöruval lítið og Seltirningar héldu áfram að versla í nálægum verslunum, þar sem vöruval var meira og þjónusta betri. Einn eigandi tók við af öðrum, en allt fór á sama veg, þar til núverandi eigendur Nesvals komu til skjalanna. Bráðduglegir menn, sem vissu hvað þeir voru að gera. Jú, mikil ósköp, þeir fengu leyfi bæjarstjórnar til að hafa opið til kl. 20 virka daga og um helgar, mér og öðrum útivinnandi húsmæðrum með langan vinnudag til mikils hægðarauka. Heyrt hef ég á fundum og séð hef ég í blaðagreinum þessa sömu bæjarstjórnarmenn hrósa sér af þeirri góðu þjónustu sem veitt sé í þeirra bæjarfélagi. En það var — ef til vill hafa þá kosningar verið í nánd. Nú eru engar kosningar í nánd — og nú heita það „forrétt- indi vegna fyrirgreiðslu bæjaryf- irvalda". Öllu má nafn gefa. Ég leyfi mér að kalla það forréttindi mín og annarra neytenda og fyrst og fremst þakkarvert þeim, sem leggja á sig langan vinnudag og aukinn kostnað til að veita þá þjónustu. Auðvitað fylgja því auk- in viðskipti, sem gefa meira í aðra hönd. En aukinni veltu fylgja líka auknir möguleikar á fjölbreyttara vöruvali. Það virðist mér vera beggja hagur. Þegar núverandi eigendur Nes- vals hófu verslunarrekstur sinn hér hét ég því að beina viðskiptum mínum til þeirra, ef þeir uppfytltu kröfur mínar um vöruval og vöru- gæði. Með því hugðist ég leggja þeim lið og tryggja veru þeirra í LITAVERSSKÁKMÓTIÐ var nýlega haldið í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi en Taflfélag Sel- tjarnarness sá um mótið. Úrslit urðu þau að Sigurður Herlufsen sigraði, hlaut 8'/2 vinn- ing af 9 mögulegum. Magnús Sólmundarson hlaut 6'h vinning, Gylfi Magnússon 6 vinninga og Guðmundur Ágústsson og Bragi Gíslason 5V4 vinning. Þátttakend- bænum. Þeir hafa ekki brugðist vonum mínum og ég vil með þessum línum sýna þeim þakklæti fyrir góða þjónustu undanfarin ár og ég vonast til að mega njóta hennar sem lengst. Ekki fæ ég séð að sú þjónusta verði tryggð betri þó allar greinar verslunarinnar verði settar undir sama hatt. Einokun hefur aldrei þótt góður verslunarmáti. Lítilmannlegt er að hrekja burtu úr bæjarfélaginu unga og duglega menn. Nesval í skreiðarskemmu eða ekki, það er ekki mergurinn málsins. Ég skora á bæjarstjórn Sel- tjarnarness að endurskoða afstöðu sína gagnvart Nesvalsmönnum og jafnframt skora ég á alla þá Seltirninga, sem notið hafa góðrar þjónustu þeirra að taka höndum saman og veita þeim stuðning í baráttunni fyrir áframhaldandi veru í bænum. Verum þess minn- ug að það koma kosningar aftur. Seltjarnarnesi í ársbyrjun 1981. Pálina Oddsdóttir ur voru 17 talsins. Litaver gaf farandbikar og verðlaunapeninga til keppninnar. Aðalfundur Taflfélags Seltjarn- arness var nýlega haldinn. Garðar Guðmundsson var endurkjörinn formaður og með honum í stjórn sitja Gylfi Gylfason, Gunnar Ant- onsson, Bragi Gíslason, Jón B. Lorange og Björn Pétursson. Sigurður efstur í Litaversskákmótinu að skipta sér þar til þær hafa safnað að sér nægum birgðum af þeim efnum sem nauðsynleg eru til að báðar dótturfrumurnar geti lifað af eftir skiptinguna. En hægt er að ímynda sér að krabbameins- frumurnar hafi einmitt glatað þessum hindrunarhæfileika. Þannig bregst lífræna kerfið við Hér á eftir tala ég í víðara samhengi um hina lifandi frumu. í Gyldendalsleksikon 1977 t.d. finnst nauðsynlegt yfirlit (Sjá: Genetik (uppruni), protein og pro- teinstofskiftet). Lífrænu efnin stjórna öllu frumulífi, einnig skiptingu frum- anna. Efnin myndast í Iíkamanum af einföldum einingum, og fyrir- finnast í sérhverjum næringarefn- um. Það er því eingöngu kostur að skiptingin gangi sem hraðast, þar sem krabbameinsfrumurnar liggja fyrst og fremst í valnum. Almenn skoðun er þveröfug, jafn- vel þótt hin frumueyðandi lyf læknanna megni ekki að lengja líf sjúklingsins. Eggjahvítuefnin frá dauðu krabbameinsfrumunum munu hins vegar að vissu marki nýtast af heilbrigðu frumunum. Nú vaknar spurningin, hvort ströng fasta — sultur — væri besta og öruggasta leiðin. Svo er alls ekki, því heilbrigðu frumurn- ar myndu þá einnig hafa verra af og jafnvel tortímast, og eggja- hvítuefni þeirra yrðu krabba- meinsfrumunum að bráð. Þær síðast töldu yrðu að vísu einnig að svelta, en það er að sjálfsögðu takmarkað hvort mannslíkaminn, ekki síst ef hann er sjúkur af krabbameini, þyldi slíka meðferð. Aftur á móti eru engin takmörk fyrir því hve lengi við getum lifað af eggjahvítulítilli jurtafæðu! En flestum er það víst hulin ráðgáta. Það er auðvitað mjög athyglisvert að það ætti ekki að vera neinum vandkvæðum bundið að fyrir- byggja og lækna krabbamein. En það hefur vitaskuld litla þýðingu gagnvart jafn geigvænlegu al- heimsvandamáli, sem er hungrið í vanþróuðu löndunum. Æxlisvöxtur stöðvaður Hér kemur dálítið nákvæmari lýsing á því sem um er að ræða, og lýsing á þremur tímabilum: 1. Afeitrunartímabilið. 2. Kyrrstöðutímabilið. 3. Fyrirbyggjandi tímabilið. I afeitrunarkaflanum losnar mikið eggjahvítumagn frá hinum dauðu krabbameinsfrumum. Eggjahvíta fer út í þvagið og efnakljúfarnir sem kljúfa amminosýrurnar mynda ammoni- ak (lyktin á sjúkrastofunum) og sýrur. Hvítu blóðkornin safnast utan- um æxlin og eta niðurbrotsfram- leiðsluna. Til að skilja hvers vegna magn hvítra blóðkorna er breyti- legt hjá krabbameinssjúklingum, verðum við í samráði við Gerson að líta á hlutina í samhengi, eða með öðrum orðum innan vist- fræðilegs skilnings. Mikið magn hvítra blóðkorna fyrirfinnst við vissar tegundir krabbameins, þar sem á sér í senn stað eyðing og endurnýjun krabbameinsfruma. Hvítu blóðkornin eta krabba- meinsfrumurnar. Tala hvítra blóðkorna sést í lágmarki þar sem krabbamein er á háu stigi, þar sem aðeins á sér stað stækkun á krabbameininu án niðurbrots, ef til vill helst hjá sjúklingum sem neyta lítils vegna lystarleysis. Skýringin gæti verið sú, sem hér að framan er lýst, að skipting hvítu blóðkornanna hindrist vegna vöntunar á eggjahvítuefn- um. Með réttri næringu stöðvast vöxtur krabbameinsfrumanna, og tala eða hlutfall hvítu blóðkorn- anna verður eðlilegt á ný. Besta bardaga- aðferðin gegn krabbameini Það er dálítið undarlegt að krabbamein geti læknast á sama tíma og eggjahvítuefni í blóðinu helst nægilega hátt. Hér má ganga út frá því sem vísu að lifrin, mergurinn og hormónakirtlarnir, hreinsi út úr blóðinu og að þær innkalli þá lítið af eggjahvítuefn- um. Frumuskiptingin yrði hindruð og þetta ástand er einnig raun- hæft í sultarástandi og þaðan eru einmitt þessar athuganir. Það skal tekið fram, að það er einnig mikilvægt að matartíminn inni- haldi lítið af eggjahvítu, því sýr- urnar auka eitrunina. Enda þótt talsvert af eggjahvítu aðskiljist og skolist burtu í afeitr- unarkaflanum mun líkaminn lík- lega í dálítinn tíma á eftir geta verið sjálfum sér nógur með eggjahvítuefni, sem komið hafa frá deyjandi krabbameinsfrum- um. í næsta kafla, kyrrstöðukaflan- um, kemur ekki fram eggjahvítu- skortur, enda þótt lítið sé í fæðunni af því efni. Eins og síðar verður sýnt fram á hefur það því aðeins þýðingu að tala um kyrr- stöðukaflann ef matarkúrinn er mjög eggjahvítusnauður. Lengd þess kafla hlýtur að vera misjöfn og einstaklingsbundin. Gerson gaf sjúklingum sínum ekki eggja- hvítuviðbót fyrr en eftir 6 til 12 vikur í meðferð. í fyrirbyggjandi kaflanum og þeim síðasta verður eggjahvítu- magnið að vera innan marka fyrirbyggjandi tímabilsins, sem er á milli þess minnsta magns sem kemur í veg fyrir hörgulsjúkdóma, og hins vegar þess mesta sem hægt er að leyfa, jafnhliða því að krabbameinið minnki. Gerson álítur að þetta sé frá 2 árum og ævina á enda hjá sumum. Meðferð án aukaverkana Mér vitanlega hefur öll meðferð hingað til byggst á eyðingarhug- takinu, þannig að í einu vetfangi er reynt að draga úr vexti krabba- meins og drepa það, í von um að líkaminn sjálfur skaðist ekki eða bíði alvarlegt tjón. Nú höfum við á hinn bóginn lífræna röksemdar- færslu í vistfræðilegum skilnings- ramma, þó ef til vill sé það ekki endapunkturinn. Meðferðin hefur marga kosti: Ef sjúklingurinn kemur ekki allt of seint er meðferðin hættulaus og án aukaverkana. Hún er svo ein- föld að læknisaðstoð er óþörf. Hægt er að beita henni nánast um allan heim með hjálp matarkúrs- seðils og stuttum leiðbeiningum. Jurtafæða er náttúruleg fæða Gerson áleit að heilbrigðar frumur gætu áfram verið heil- brigðar á meðan á meðferðinni stæði, starf innkirtlanna hlyti að hafa mikla þýðingu. Kúrinn hefur verið sérstaklega eggjahvítu- og fitusnauður og þess vegna næstum eingöngu verið kolvetnaefnakljúf- ur í þörmum. Þetta táknar minni eggjahvítunotkun og þar að auki minni eggjahvítueyðing í þörmum. Lítið af þeim efnum á því að komast til blóðsins til næringar krabbameinsfrumunum. Efnaskipti líkama okkar eru svo margflókin að nær ógerningur er að skilja þau. Margs konar ferli stjórnar til dæmis kolvetnaefna- skiptunum. Sum þeirra hafa svo áberandi áhrif að hægt hefur verið að rannsaka þau hvert og eitt út af fyrir sig. Hér er sérstaklega átt við insúlínið. Mjög mörg önnur ferli er erfitt eða ógerlegt að rannsaka hvert fyrir sig, vegna þess hve samtvinnuð starfsemi þeirra er. Þarna liggur ódáinsakur, ætlaður vísinda- mönnum til að rannsaka og færa í stílinn. En mér finnst meira áríðandi að því sé slegið föstu að margbreytileiki þessi bendi í þá átt, að fæða okkar hljóti að verða jurtafæða. Hin jafna og rólega kolvetnisbrennsla tryggir frumun- um líklega hagstæðustu lífsskil- yrðin. Þær verða að duga lengur ef svo má segja og það er mjög mikilvægt, ekki síst í baráttu við krabbamein. Við eyðileggingu á vefjafrumunum geta krabba- meinsfrumurnar lagt undir sig hinar fríu eggjahvítur og það þýðir að ferillinn verður öflugri. Við getum líka reynt að sýna fram á hvers vegna fæðan á að vera fersk og ræktuð á lífrænan hátt. Köfnunarefnið í tilbúna áburðinum síast inn í jurtirnar og þar er hægt að finna það óbreytt eða sem nitrit sem er svo eitrað að það getur drepið ungbarn. Það eyðileggur rauðu blóðkornin og í þörmunum getur það breyst í krabbameinsvaldandi efni og ef til vill einnig í eggjahvítuefni. Tilbúinn áburður breytir einnig steinefnamagninu og kannski svo alvarlega að það hefur hörgulsjúk- dóma í för með sér. Þetta má að minnsta kosti vel sjá hjá búpen- ingi. Óeðlileg samsetning fæðunn- ar virkar neikvætt. Ný og fersk jurtafæða inniheldur virka efna- kljúfa í sjálfri sér, svo að við meltinguna getur hún „mælt sig sjálf“. Uppruni krabbameinsins er gjörþekktur. Vrnsir umhverfis- þættir eru þar að verki. Samt sem áður verður nú að taka skýringuna á uppruna þess til yfirvegunar. Þar kemur tvennt til greina, nefnilega umbreyting heilbrigðra fruma í krabbameinsfrumur og í öðru lagi myndun æxla vegna rangs viðurværis. (M.H. þýddi úr Alternatur. grein eftir Erik Munk ta kni.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.