Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 39 kynnast manninum, Jóni Guð- brandssyni, því hann var fyrst og fremst maður búinn öllum þeim bestu kostum sem manninn mega prýða. Honum var trúin svo sterk og í henni fann hann svörin sem oft er ákaft leitað. Allt hans líf einkenndist af því að rétta hlut lítilmagnans, hjálpa þeim er hjáipar voru þurfi, hugga þá er sorgmæddir voru. Að gleðjast á góðum stundum var fáum betur gefið en Jóni, og átti þar sönggleð- in stærstan hlut, en Jón Guð- brandsson og söngur var nokkuð sem ekki varð aðskilið og fengu margir að njóta þess gegnum það mikla kórstarf er hann sífellt var þátttakandi í frá barnsaldri í drengjakór Dómkirkjunnar og allt fram á það síðasta í kirkjukór Kálfatjarnarkirkju, sem honum var svo kær, og ber hið mikla starf hans þar bestan vott þess. Jón Guðbrandsson fæddist þann 23. ágúst 1918 í Sólheimum í Laxár- dal. Foreldrar voru Guðrún Helga Jónsdóttir frá Hömrum, látin fyrir nokkrum árum, og Guð- brandur Jónasson frá Sólheimum en hann lifir son sinn í hárri elli. Þeim Guðrúnu og Guðbrandi varð 9 barna auðið og var Jón þriðji elstur í þeim stóra systkinahópi, en þau voru, auk hans, Ásta Guðrún, látin fyrir tveim árum, Ingólfur, búsettur í Kópavogi, Ingigerður Salóme er heldur heimili fyrir aldraðan föður þeirra, Elín, búsett í Kópavogi, Eyjólfur Georg, látinn fyrir nokkrum árum, Jónas Kristinn, búettur í Reykjavík, Guðbrandur Gunnar, búsettur í Kópavogi, og Kristín, en hún lést barn að aídri. Jón fluttist til Reykjavíkur árs gamall og ólst þar upp. Ungur að árum kynntist hann starfi séra Friðriks í KFUM og séra Friðriks Hallgrímssonar, auk þess sem hann byrjar starf í skátahreyfing- unni ásamt Ingólfi bróður sínum. Það má ætla að einmitt þessi trúar- og mannræktarstörf ásamt uppeldinu sé það sem leggur grunninn að því lífi og starfi sem svo mjög einkenndi Jón Guð- brandsson alla tíð. Eins og áður er vikið að gerist Jón svo félagi í drengjakór Dómkirkjunnar við stofnun hans og upp frá því verður söngurinn svo snar þáttur í öllu Iífi hans. Fermingarárið hefst svo brauðstritið við almenn verka- mannastörf. Hann verður verk- stjóri við byggingu Ræsis í Reykjavík og veitti síðan smurstöð fyrirtækisins forstöðu um árabil og fengu þar forystuhæfileikar hans að njóta sín sem svo oft síðar meir. Árið 1939 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni Ástu Þór- arinsdóttur frá Höfða á Vatns- leysuströnd. Þau Ásta og Jón eignuðust 7 börn, er öll nú kveðja ástkæran föður, en þau eru, Guð- rún Jóna, maður Karl Hirst, Þórunn Bjarndís, maður Páll Gestsson, Guðbjörg Kristín, áður kvænt Gunnari Engilbertssyni, Anna, maður Friðrik Georgsson, Gróa Margrét, maður Hákon Guð- mundsson, Ingigerður, maður Stefán Eggertsson og Jón Ástráð- ur, kona Elín Bjarnadóttir. Barna- börnin eru mörg orðin og fjölgar stöðugt. Þau Jón og Ásta bjuggu í Reykjavík fyrstu 20 árin og vann Jón þar hin ýmsu störf, lengst af keyrði hann sinn eigin bíl á Þrótti og hjá Steypustöðinni. Árið 1959 flytjast þau suður að Höfða og taka þar við búskap af foreldrum Ástu. Samhliða búskapnum stund- aði Jón akstur fyrir frystihúsið í Vogum. Síðustu 10 árin vann Jón síðan á bifreiðaverkstæði varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Jón hafði alla tíð mikinn áhuga á félagsstörfum og varði hann mikl- um tíma til þeirra. Til að nefna nokkuð þá stofnaði hann ásamt dóttur sinni Kristínu Skátafélag Vatnsleysustrandar- hrepps, og var félagsforingi þess um árabil, formaður Verkalýðsfé- lags Vatnsleysustrandar þar til það var sameinað Verkalýðs- og sjómannafélagi Suðurnesja, starf- aði þá áfram þar, var meðal annars fulltrúi síns félags á ASÍ þingum, nú síðast, i vetur þá orðinn fársjúkur. Störf í barnar- verndarnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps svo og Dýraverndunarfé- laginu, einn af stofnendum Lions- klúbbsins Keilis og þar virkur félagi síðan. Þó störf Jóns útá við bæði við brauðstritið og félagsmálin tæki mikinn tíma þá var alltaf tími fyrir heimilið, en það var einmitt á þeim vettvangi sem ég kynntist honum best og þar vissulega naut hann sín og átti Ásta þar stóran hlut að máli. Fyrir mér hefur Höfði og nú, síðan flutt var í nýja húsið, Bergsstaðir, verið sem „vin í eyðimörkinni" því þar hefur alltaf ríkt svo sérstakt andrúms- loft. Ásta tengdamamma sístarf- andi svo allir mættu nú hafa það sem best (ég minnist þess núna að ég hef aldrei séð hana verklausa) og Jón tengdapabbi tilbúinn að setjast með gestum í stofu og ræða málin, enda hefur alltaf verið gestkvæmt á þeim bæ af mjög skiljanlegum ástæðum þeim er til þekktu. Jón heilsaði ávallt og kvaddi að gömlum íslenskum sið og varð mér eitt sinn hugsað er við heilsuðumst að það þyrfti hraust- an mann til að heilsa tengdapabba svo þétt tók hann utan um mann. Það hefur verið skrifað annars- staðar áður að ekki þekktist hið margumrædda kynslóðabil að Bergsstöðum og er það orð að sönnu. Mörg eru þau orðin barna- bðrnin sem dvalist hafa lengur eða skemur á „ströndinni" hjá afa og ömmu og fyrr meir langafa og langömmu, en foreldrar Ástu dvöldu hjá þeim Jóni fyrst í Höfða og síðar Bergsstöðum til siðasta dags. Guðrún lést fyrir allnokkr- um árum en hinn aldni höfðingi Þórarinn í Höfða lést í apríl á síðasta ári. Öllum er til þekktu er vel kunnugt með hvaða hætti Jón og Ásta hlúðu að gömlu hjónunum gegnum árin og var ekkert of gott svo þeim mætti líða sem best í ellinni. Mikill handagangur gat orðið í öskjunni á þeim stundum þegar öll börnin og barnabörnin voru samankomin á „ströndinni" og voru þá Ásta og Jón í essinu sínu enda miklar barnagælur auk þess að hafa ávallt lagt mikla áherslu á samheldni fjölskyldunn- ar. Þeim stundum er að sjálfsögðu ekki lokið að komið verði saman á „ströndinni", en þar er nú stórt skarð, sem Jón var, sem minn- ingarnar verða notaðar til að fylla, og þær eru sem betur fer margar og góðar. Auk þess hafa margir bestu kosta bæði Jóns og Ástu erfst til barna þeirra svo merkinu mun verða á lofti haldið. Mikil stoð var Ásta Jóni alla tíð, studdi við bakið á honum í hans mikla starfi og milli þeirra var sannarlega um gagnkvæma ást og virðingu að ræða sem aldrei bar skugga á. Ekki síst kom þetta svo skýrt í ljós í veikindum Jóns það rúma ár er þau vörðu, en undir það síðasta fékkst hún vart til að víkja frá sjúkrabeði hans og var þar er kallið kom, en dæturnar höfðu skipst á að vaka yfir föður sínum ásamt móður sinni dag og nótt er nær dró endalokunum. Margir urðu til að sýna Jóni og Ástu sérstaka vinsemd í þeim erfiðleikum er fylgdu veikindum Jóns eftir að hann hætti að geta unnið. Án þess að kastað sé rýrð á neinn, þá varð ég oft var við hinn mikla þakkarhug er Jón bar til vinnufélaga sinna uppi á Velli fyrir þá miklu vinsemd sem þeir sýndu honum með þeim hætti sem það var gert. Þakkir eru færðar læknum og hjúkrunarliði Lands; pítalans fyrir þeirra umönnun. I lok þessara fátæklegu minningar- brota koma mér í hug orð hins aldurhnigna föður Jóns þegar honum var sagt lát sonar. Eftir nokkra þögn og trega andvarpaði hann þungt og sagði síðan með hægð: „Þetta var nú alltaf svo náið með okkur Nonna mínum." Það eru einmitt þessi orð sem við öll er Jón þekktum getum tekið undir. Hann var vinur í raun og samband hans við aðra var alltaf svo náið. Kærum tengdaföður mínum þakka ég allt sem hann var mér og mínum, hann hefur átt góða heim- komu. Megi heimurinn gefa okkur fleiri honum líka. Það er sam- stilltur hópur sem nú drúpir höfði í djúpum söknuði og sorg. P. Kveðja frá sóknarnefnd Kálfa- tjarnarsóknar. „Ég Itfl I Jesú nafni 1 Jesú nafni ég dey,“ Hversu oft höfum við ekki heyrt þennan sálm og ótal aðra, sungna sterkri traustri bassarödd uppi á sönglofti Kálfatjarnarkirkju, var þar að verki vinur okkar og starfsbróðir Jón Guðbrandsson frá Bergskoti, sem við nú kveðjum í sömu kirkju, með sama sálmi og sama iagi, en einn streng brostinn í því hljómborði. Þ. 17. nóv. 1968 var Jón kosinn í sóknarnefnd Kálfatjarnarsóknar og á nefndarfundi 4. jan. 1969 var hann kjörinn formaður nefndar- innar og hélt því starfi til síðasta dags. Sá samstarfsvilji og sívakandi félagsandi, sem fylgdi Jóni hvert sem hann fór og hvar sem hann var, var okkur í sóknarnefndinni sannlega til trausts og halds, ætíð hinn sami í kirkjunni, á safnað- arfundum, sóknarnefndarfundum á heimilum nefndarmanna til skiptis, héraðsfundum Kjalarnes- prófastsdæmis og förnum vegi, fyrst var maðurinn, þá brosið, síðan vinalega fasta handartakið og að lokum sameiginleg mál nefnda og félaga, sífellt viðbúinn til verka og glæða það góða í hverju málefni. Fyrir öll hin ómælanlegu störf Jóns Guðbrandssonar í þágu kirkju okkar og safnaðar fyrr og síðar, skal nú þakkað að leiðarlok- um. Við vottum eiginkonu, börnum og ættingjum innilega samúð við fráfall okkar góða drengs. Guð og gæfan fylgi þeim ófarna ævibraut. „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ Þessi orð flugu mér í hug, við fráfall vinar míns og nágranna Jóns Guð- brandssonar Bergskoti. Jón var hjartahreinn, einlægur og félags- lyndur maður, sem gott var að eiga samneyti við, enda vann hann að margskonar félagsmálum. Ég sem þessar línur rita, átti þess kost að starfa með honum að málefnum kirkjunnar okkar. Hann var form. safnaðarnefndar Kálfatjarnarsafnaðar um margra ára bil, til dauðadags. Honum var sérlega annt um þau störf, enda trúaður maður. Hann vann ötullega að endur- byggingu Kálfatjarnarkirkju og sá þann draum sinn rætast. Hann á stóran þátt í því að orgelsjóður kirkjunnar er orðinn Allra leiðir liggja um margvís- lega vegi, en enda þó alltaf við sömu dyrnar, dyr dauðans. Þar í gegn er nú gengin Guðný Guðna- dóttir, en hún lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar 26. jan. sl. tæpra níutíu ára gömul. Hún verður jörðuð í dag 31. jan. Loks tókst ellinni að vinna á þessari hetju, sem aldrei brotnaði í hretviðrum lífsins. Bognaði að vísu fyrir stærstu áföllum, en ekki lengi, því það var svo margt og mikið, sem hún þurfti að sinna og bar ábyrgð á. Hún eignaðist tólf börn, sem öll nema eitt komust til fullorðinsára. Átta eru enn á lífi. Einn sonurinn og eiginmaðurinn lágu samtímis banaleguna og dóu með fárra daga millibili. Hver getur nú sett sig í spor ekkjunnar með barnahópinn. Þau eldri búin eða voru að stofna sín heimili, en heima voru sex, þar af fimm ófermd. Það hvarflaði ekki að henni Guðnýju að gefast upp, koma börnunum í fóstur eða þiggja af sveit. Þá voru engir sjóðir eða tryggingar, sem hægt var að sækja peninga til. Skuldir höfðu safnast eftir að eiginmaður- inn varð óvinnufær. Hvað skyldi nú til ráða? Það hæfði ekki all verulegur, því við fráfall tengdaföður hans Þórarins Ein- arssonar Höfða, gaf fjölskylda hans stóra peningaupphæð í orgelsjóðinn til minningar um Þórarinn. Ég vil með línum þessum þakka honum samfylgdina, og er mér þá hugstæðust þátttaka hans í kirkjukórnum. Mun hann hafa starfað í honum um tvo áratugi og sýndi hann þar, þá natni og kostgæfni sem einkenndi öll hans störf, og æfingar með okkur í kórnum stundaði Jón þar til yfir lauk. Var sárt til þess að sjá að hverju dró. Jón var einn af þeim mönnum sem fundu sig knúða til að syngja, og mun hann alla tíð hafa starfað í kórum. Við félagar í kirkjukórnum þökkum honum innilegar sam- verustundir og við sem eftir stöndum á sönglofti Kálfatjarn- arkirkju vonum að okkar veiku ómar fylgi honum yfir landamær- in miklu þar sem við tekur hin volduga „hljómkviða" eilífðarinn- ar þar sem hann verður örugglega virkur þátttakandi i, ef ég þekki hann rétt. Við hjónin kveðjum þennan góða nágranna og vin að sinni, með hjartans þökk fyrir öll okkar kynni. Ástu, börnum þeirra og fjölskyldunni allri færum við okkar innilegustu samúð og bless- unarorð. Jón G. Guðnason, Landakoti. í dag er til moldar borinn Jón Guðbrandsson, Höfða, Vatns- leysuströnd. Jón var fæddur 23. ágúst 1918 og var því 62 ára þegar hann lézt. Kynni okkar Jóns hóf- ust fyrst er hann var kosinn formaður Verkalýðsfélags Vatns- leysustrandarhrepps. Áður hafði ég oft heyrt hans getið. Voru umsagnir manna allar á einn veg. Þar fór heiðarlegur maður, ein- lægur og stefnufastur. Jón var félagslyndur mjög og eyddi stór- um hluta tómstunda sinna í þágu þeirra hugsjóna er áttu hug hans allan. Aðrir þekkja betur til starfa hans fyrir kirkjuna og Lionshreyf- inguna, en í störfum í þágu verkalýðshreyfingarinnar lágu leiðir okkar einkum saman. Strax er Jón varð formaður verkalýðsfé- lagsins hófst hann handa við að styrkja hag umbjóðenda sinna. Hann var þess fullviss að lítið félag ætti minni möguleika á því að sinna kröfum tímans um aukna þjónustu við félagsmenn og styrk- ari bakhjarl í erfiðum málum. Jón ræddi því fljótlega við stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um aukna samvinnu skapgerð hennar Guðnýjar að skulda einum eða neinum neitt. Hún seldi sinn litla bústofn og annað, þar til hreppstjórinn og kaupmaðurinn höfðu fengið sitt. Flutti svo úr kotinu með börnin sex og eina kú og vægast sagt fátæklega búslóð. Flutti á mölina, þar vissi hún að vonin um vinnu var liklegust. Sú von brást ekki, en oft var vinnudagurinn langur við síldarsöltun, fiskvinnu og fl. Og þá voru heimilisstörfin eftir, matseld til næsta dags og þjónustubrögð — og slíkt var handbragð hennar, að ekki varð glöggt séð, þó flík á yngstu börnin væri saumuð úr gömlu eða sokkar úr upprakinni peysu. ÖIl áttu börnin heimili hjá henni, þar til þau stofnuðu sitt eigið. Aldrei heyrði ég hana tala um sína erfiðleika eða fátækt. Þetta var svo sem ekki umtals vert í hennar augum. Ekki var hún margmál um menn eða málefni, en léti hún álit sitt í ljós var það skýrt og einarðlegt svo enginn þurfti að efast um hvað hún meinti. Hartnær fjörutíu ár eru síðan ég kynntist þessari konu og margt Guöný Guðnadóttir Siglufirði - Minning eða sameiningu. Lagði hann ríka áherzlu á kosti sameiningar og beitti sér óspart fyrir því að koma henni í framkvæmd. Mál þróuðust þannig að árið 1974 samþykkti verkafólk í Vatnsleysustrandar- hreppi að gerast félagar í Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavík- ur. Draumur Jóns varð því að veruleika. Honum hafði tekizt að sameina kraftana til stærri átaka. Jón ræddi oft um það síðar hve sameiningin hefði verið mikið heillaspor. \ Jón var í trúnaðarráði Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur og nágr. frá 1974 til dauðadags. Þar starfaði hann af miklum þrótti. Ætíð var hann reiðubúinn til starfa og dró hvergi af sér. Á félagsfundum lét Jón að sér kveða. Það var tekið mikið tillit til orða hans. Enda var framsaga hans skýr og virðuleg. Hann var trúnaðarmaður á vinnustað, en hann starfaði hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. í þeim störfum lét hann sér mjög annt um hag félaga sinna. Hann vann ötullega að bættu starfsumhverfi og náði góðum árangri í þeim efnum. Það var gott að leita til Jóns. Hann var mjög tillögugóður og það þótti mér hvað vænst um, hve hugsjón hans um jafnrétti og bættan hag þeirra, sem verst eru settir í þjóðfélaginu, markaði djúp spor í alla hans hugsun. Hann ræddi oft um nauðsyn þess að efla fræðslu verkafólks um verkalýðshreyfinguna og skyld málefni. Sjálfur lagði hann sig fram í þessum efnum og sótti m.a. Félagsmálaskóla Alþýðu. Þegar þing eða ráðstefnur voru á döfinni þótti sjálfsagt að leita til Jóns. Hann sat t.d. nokkrum sinnum þing Verkamannasam- bands íslands og Alþýðusam- bandsins. Jón hafði átt við alvarleg veik- indi að stríða um nokkurt skeið er hann lézt. Þrátt fyrir veikindin var hann alltaf bjartsýnn og fylgdist vel með. Á síðasta Al- þýðusambandsþingi var okkur fé- lögum hans ljóst hve mjög hann var þjáður. Hann gerði lítið úr áhyggjum okkar, bar höfuðið hátt og brýndi okkur til dáða. Verkalýðsfélaginu er mikil eft- irsjá að Jóni Guðbrandssyni. Góð- ur félagi er genginn, sem sam- starfsmenn minnast af hlýju og söknuði. í hugum okkar vakir minningin um einlægan, hæfan og fórnfúsan félaga. Ég votta aðstandendum og þá sérstaklega eftirlifandi eiginkonu hans, frú Ástu Þórarinsdóttur, innilega samúð. Karl Steinar Guðnason d I X kenndi hún mér, sem ég mun njóta til æfiloka. Ég vil þakka henni sambýli og nábýli í tuttugu ár, og vináttu þó leiðir skyldi og samfundir yrðu færri en ég hefði óskað. Hetjusaga hennar væri verðugt verkefni ævisagnaritara á meðan enn lifir samtíðarfólk til frásagn- ar. Ef annað iíf er að þessu loknu þá veit ég að gatan hennar, á fund ástvinanna, sem á undan voru farnir, hefur verið bein og greið- fær. Minningarnar munu lengi lifa. ÁKhildur Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.