Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981 21 10 bátar fengu loðnu LOÐNUBÁTARNIR cru nú á veiðum djúpt undan Langanesi og hafa þeir aflað vel. Bátarnir hafa aðallega siglt til hafna á Austurlandi með afla sinn. Heild- araflinn er orðinn 47-48 þúsund lestir síðan veiðar hófust á ný eftir áramót. í gær tilkynntu 10 bátar um afla, samtals 5.710 lestir: Magnús 530, Hafrún 570, Bergur 500, Huginn 350, Þórshamar 430, Helga Guðmundsdóttir 700, Jón Kjartansson 1150, Svanur 500, Krossanes 530 og Þórður Jónasson 450 lestir. Á fimmtudag fengu 10 skip afla, samtals 4.710 lestir. " Skákþing Reykjavikur: Jón og Helgi tefla saman á sunnudaginn SJÖUNDA umferð Skákþings Reykjavíkur var tefld sl. mið- vikudagskvöld. í fyrsta skipti í langan tíma var hægt að tefla allar skákirnar sex í A-flokki, en veikindi hafa sem kunnugt er sett mótið úr skorðum. Úrslit í 7. umferð urðu þau að Karl Þorsteins vann Björgvin Víglundsson, Ásgeir Þ. Árnason vann Braga Halldórsson og Sævar Bjarnason og Benedikt Jónasson gerðu jafntefli. Skák Jóns L. Árnasonar og Elvars Guðmunds- sonar fór í bið og hefur Jón peði yfir í hróksendatafli og vinn- ingsmöguleika. Skák Helga Ólafs- sonar og Þóris Ólafssonar fór í bið og hefur Helgi betri stöðu. Loks fór skák Hilmars Karlssonar og Dan Hansson í bið. Staðan er sem fyrr mjög óljós en þeir Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson hafa mesta vinnings- möguleika. Þeir tefla einmitt sam- an í 8. umferðinni á sunnudaginn. Taflið hefst að Grensásvegi 46 klukkan 14. Lágt fiskverð í Englandi TOGARINN Ýmir HF seldi afla sinn í Grimsby í Englandi i gær og fékk afar lágt verð. Ýmir seldi 92 tonn og fékk fyrir aflann 392.300 krónur og var meðalverð- ið 4,26 krónur hvert kg. Aflinn fór í 3. ga'ðaflokk. Geysimikið framboð er af fiski á markaðnum um þessar mundir og hefur ís- lenzkum fiskiskipum verið ráð- lagt að sigla ekki með afla sinn til Bretlands. Arnarhóll - nýr veitingastaður í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá nýjum veitingastað í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, sem verður opnaður innan fárra vikna. Því miður var rangt farið með nafn veitingastaðarins, en hann mun heita „Árnarhóll". Þá er rétt að geta þess, að fyrirtækið Þrígrip hf. annast inn- réttingarnar. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNOAGERD AÐALSTRXTI • SlMAR: 17152-17353 Séð til norðurs yfir Éthólaborgirnar i Ijósum logum. y Ethólaborgir í ljósum logum Þunnfljótandi hraunið í gosinu í Éthólaborgum rann metra í loft upp. Voru farnir að myndast litlir gígar á með miklum hraða til norðurs í gærkvöldi þegar því svæði, miðsvæðis á sprungunni sem er um Morgunblaðsmenn flugu yfir eldstöðvarnar. en mest- 1500—2000 metra löng. Meðfylgjandi myndir tók ur var krafturinn á um það bil 200 metra langri Emilía Björg Björnsdóttir ljósmyndari Morgunblað- sprungu þar sem hraunstrókarnir stóðu um 40—50 sins af eldstöðvunum. Nokkur flugumferð var við eldstöðvarnar í gærkvöldi, en þama er ómar Ragnarsson í návígi við aðalgiginn á Frúnni sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.