Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 * Halldór Arnason: . . . með kveðju Svo sem oft áður hefur Sjálf- stæðisflokkurinn á liðnu ári verið mikið til umfjöllunar manna á milli. Ekki er það nema eðlilegt, þar sem flokkurinn er og hefur verið lang stærsti stjórnmála- flokkur landsins í áratugi og hefur haft mikil áhrif á mótun þess samfélags sem við lifum í. Það sem gerir þessar umræður þó frábrugðnar þeim fyrri, er að þær fjalla að mestu um óeiningu innan flokksins, einkum milli ein- stakra forystumanna. Svo virðist sem flokksfélagar skiptist í fylk- ingar og berist á banaspjótum. Að flestra mati náðu átökin hámarki þegar varaformaður flokksins, ásamt nokkrum samflokksþing- mönnum, myndaði ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi, gegn vilja meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokks. Gerðist þetta eftir nær tveggja ára stjórnleysi og ótai árangurs- lausar tilraunir til myndunar á starfhæfri stjórn. Menn hafa gerst sagnfræðingar og sálfræð- ingar í því augnamiði einu að komast á frumorsökum þessa óróleika og skýra eðli hans. Eigi að uppræta meinsemd er talið nauðsynlegt að komast yfir rætur hennar. Margir hafa haft tilhneig- ingu til að leggja þessi átök út sem átök á milli formanns og vara- formanns flokksins, átök sem myndu hverfa færu þeir báðir frá. Þeir sem lengst hafa komist telja sig geta rakið þessi átök allt til stofnunar flokksins. Þetta er merk uppgötvun, en kannski kemur hún fólki ekki svo mjög á óvart. Kjarni málsins er sá að ekki er einungis um að ræða átök milli tveggja manna, heldur er nú sem oft áður tekist á um hvaða póli- tískri stefnu Sjálfstæðisflokkur- inn eigi að fylgja fram. Slík átök hljóta ávallt að eiga sér stað í stórum flokki og eiga sér ein- hverja oddvita. Allt frá stofnun hefur flokkurinn átt fjöldafylgi að fagna um mest allt land. Þó svo að kjósendur flokksins hafi verið sömu skoðunar í vissum mikilvæg- um málum, þá greindi þá á í afstöðu sinni til margfalt fleiri mála og svo er enn. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að engin mannvera er nákvæm eftirmynd annarrar, hvorki líkamlega né andlega. Það er hvorki mögulegt né æskilegt að steypa fjöldann í sama mótið. Meira að segja gaml- ingjarnir austan tjalds eru farnir að efast, kalla þeir samt ekki allt ömmu sína. I afmælisgrein til Gunnars Thoroddsens sem birtist í Morgunblaðinu, grein sem er meira en bara afmælisgrein, segir Kristján J. Gunnarsson m.a.: „Innan venjulegs lýðræðisskipu- lags eiga hagsmunahópar um tvo kosti að velja: að mynda samhenta en marga smáflokka eða flokks- brot fyrir hvern hóp um sig, eða hitt að sameinast í stærri flokks- einingum þar sem mismunandi hagsmunir verða að vegast á og ná sáttum eða a.m.k. viðunandi mála- miðlun innan flokksins sjálfs. Seinni kosturinn er tvímælalaust vænlegri fyrir varðveislu lýðræð- isskipulags. En stór flokkur þarf á öflugu valddreifingarkerfi að halda. Hann þarf að nýta sér hæfileika margra og mismunandi manna, sem hafa gáfur, þekkingu og reynslu ... I slíkum flokki þýðir nefnilega ekki að knýja fram úrslit með afli takmarkaðs meiri- hluta, menn verða að sætta sig við hlutfallslega skiptingu valdsins ef halda á saman flokknum og ná samstöðu. Ef stór stjórnmálaflokkur kemst að þeirri niðurstöðu að hann geti ekki notað ýmsar gerðir hæfileikafólks í ábyrgðarstöður nema það gangist undir sértrúar- játningar einhverra harðsnúinna hagsmunahópa (sem gætu verið minnihluti) innan flokksins og sverji sig frá því að hafa nokkra aðra skoðun, þá er sá flokkur á öruggri leið til að gera sig að litlum flokki og áhrifalausum. Þar þurfa menn að vísu sennilega ekki að leita málamiðlunar innan flokksins sjálfs en þeim mun meira verður að slá af kröfum ef til samstarfs kemur við aðra flokka. Ekki verður það léttara verkefni eða líklegra til góðs árangurs en að leysa ágreinings- málin innan stórs flokks." Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa frá upphafi lagt sig í líma við að fylgja fram víðsýnni stefnu, þar sem frelsi einstaklingsins til eflingar eigin þroska og nýtingar hæfileika sinna, sér og þjóðfélag- inu til hagsbóta, hefur setið í fyrirrúmi. Nær helmingur lands- manna hefur getað fundið hug- sjónum sínum stað í stefnu flokks- ins. Það segir sig sjálft að ekki er á færi neins eins manns að annast mótun og framkvæmd slíkrar stefnu. Til þess þarf samhenta forystu, samsetta af fulltrúum hinna mismunandi skoðanahópa innan flokksins, forystu sem framar öllu leitast við að hinar mörgu og margvíslegu raddir inn- an flokksins fái að heyrast og eigi rétt til umræðu. Þetta hefur þeirri forystu tekist sem á undan er gengin og því ætti það ekki enn að vera hægt? Við skulum því ekkert harma það að flokksmenn túlki stefnu Sjálfstæðisflokksins á misjafnan hátt. Vaéri sú raunin ekki á, þá væru kjósendur flokksins til muna færri en þeir eru nú. Hver og einn túlkar stefnuskrána í anda þeirra hugsjóna sem standa honum næst og taka yfir hans áhugasvið. Það þarf ekki að vera að annarhvor eða báðir hafi á röngu að standa, túlki tveir sömu stefnuskrána á óiíkan máta. Einnig ber að forðast að stilla flokksmönnum, með mis- munandi skoðanir í einhverju dægurmáli, upp sem andstæðing- um. Ekkert er hættulegra en fordómar sem oftast eru til komn- ir sökum skorts á þekkingu og skilningi. Það sem gerir átök innan Sjálf- stæðisflokksins háværari nú en oftast áður er að innan forystu flokksins hefur á síðustu árum gætt tilhneygingar til róttækrar hægri stefnu, stefnu sem stór hluti kjósenda flokksins getur ekki sætt sig við. Einkunnarorð eru ákaflega þýðingarmikil til að auðvelda kynningu á hugmyndum eða starfsemi, en að sama skapi ákaflega vandmeðfarin. I stað þess að styrkja hugmyndina, geta þau snúist gegn henni, gefið and- stæðingunum kærkomið tækifæri til útúrsnúninga og áður en varir fjallar umræðan um einskis verða hluti. Einkunnarorðin „Báknið burt“ og „Leiftursókn gegn verð- bólgu“ eru hrópandi dæmi um kjörorð sem slá langt út fyrir það svið sem þeim er ætlað að túlka. Vissulega er nauðsynlegt að endurskoða eðli og mikilvægi opinberra stofnana, fyrirtækja og þjónustu. Kanna hvort enn sé not fyrir starfsmennina, hvort koma megi á aukinni hagræðingu eða hvort einhverri starfsemi sé betur komið í höndum einstaklinga eða samtaka. Hins vegar er líklegt að hærra velferðar- og tæknistig kalli á aukinn mannafla innan opinbera geirans. Að ætla sér að auka fylgi flokksins undir ein- kunnarorðunum „Leiftursókn gegn verðbólgu" er líklegast hugs- unarvilla aldarinnar. Eftir orð- anna hljóðan hlýtur sú stefna að vera róttæk hægri stefna. Hvaðan átti hið aukna fylgi að koma? Berum saman einkunnarorðin „Leiftursókn gegn verðbólgu" og „Endurreisn í anda frjálshyggju". Það þarf stórbrotið hugmyndaflug til að álykta við fyrstu sýn að hér sé átt við sömu stefnuna. Einhver háttsettur maður sagði fyrir all löngu síðan: „— Ríkið, það er ég —“og varð frægur fyrir. Ekki veit ég hvort það var fyrir viskuna eða heimskuna sem fólst í þessum orðum. Hitt er víst að enginn félagi í Sjálfstæðisflokkn- um hefur heimild til að segja eða hugsa — Flokkurinn, það er ég —. Hinn almenni flokksfélagi getur ekki liðið það nokkrum manni, sem valinn hefur verið til trúnað- arstarfa í þágu flokksins, að hann misnoti aðstöðu sína og flokks- kerfið til að treysta eigin stöðu og safna um sig hirð. Við þekkjum pólitíska hálfguðadýrkun frá ríkj- um kommúnismans sem nefndur er „ismi“ til aðgreiningar frá öðrum aðdáendaklúbbum s.s. Maó- ismi, Trotskyismi, Stalínismi, ... Mér er tjáð að t.d. Trotskyistar og Maóistar geti engan veginn talað saman og allra síst þegar ræða á hvað greini þá hugmyndafræði- lega í sundur. Er ekki óalgengt að slíkar tilraunir endi með handa- lögmálum. Það er því ástæðulaust að taka upp þeirra siði, það leysir engan vanda. Sjálfstæðisflokkur- inn er tæki til að standa vörð um ákveðnar hugsjónir og lífsskoðan- ir en ekki um einstaka menn. Nauðsynlegt er hverjum flokks- félaga og þá sérstaklega trúnaðar- mönnum flokksins að gefa sér öðru hvoru tíma til þess að íhuga hið innra með sér hvort málefnin sitji í fyrirrúmi og hvernig honum hefur tiltekist við að auka fram- gang sameiginlegra hugsjóna sinna og flokksins. Með því móti er hver og einn betur búinn til nýrri átaka og minni hætta er á sljóleika og stöðnun. Flokkurinn er til orðinn og starfar hugsjón- anna vegna. Þeir sem gera sér það ekki fullkomlega ljóst eiga ekki að taka að sér trúnaðarstörf á vegum flokksins. í vor verður haldinn Landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins. Eigi sá fundur að hafa einhvern annan tilgang en að hitta mann og annan, er nauðsynlegt að mið- stjórn flokksins útbúi þær tillögur í þjóðmálum sem leggja á fyrir landsfundinn og sendi þær með góðum fyrirvara öllum Sjálfstæð- isfélögum í landinu til umfjöllun- ar. Með þeim hætti aukast líkurn- ar fyrir því að stefna flokksins verði í raun mótuð á landsfundi af breiðum hópi flokksmanna. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess háttar stefnumótunar fyrir flokksmenn til aukinnar samstöðu og nýrri átaka. Skákþing Reykjavikur: Helgi og Jón berjast um titilinn bað skiptust á skin og skúrir hjá efstu þátttakendunum á Skákþingi Reykjavíkur í vik- unni. Ljóst er að titilhafarnir á mótinu. þeir Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson. munu berjast harðri baráttu um efsta sætið og gæti henni lyktað á hvorn veginn sem er ef dæma á eftir núverandi stöðu þeirra á mót- inu. I upphafi mótsins herjuðu veik- indi og önnur forföll á marga þátttakendur en nú loks er að komast einhver mynd á stöðuna. Vegna frestananna hefur venjulega verið dauft á umferðadögunum, sem eru sunnudagar og miðvikudags- kvöld, en á biðskákadögum hafa hins vegar mörg úrslit ráðist. Þann- ig tefldu þeir Sævar Bjarnason og Jón L. frestaða skák sína á þriðju- daginn var og virtist Sævar hafa hartnær unnið tafl er skákin fór í bið. Helgi Ólafsson, aðalkeppi- nautur Jóns, gat því litið mjög björtum augum til framtíðarinnar áður en biðskákin var tefld á fimmtudaginn, því að tap hefði þýtt það fyrir Jón að hann hefði verið búinn að missa tvo vinninga niður en Helgi aöeins hálfan. En skjótt skipast veður í lofti og Sævar lék skákinni við Jón fyrst niður í jafntefli og síðan lék hann ótrúlegum afleik í dauðri jafntefl- isstöðu og tapaði. Þessi óheppni Sævars virtist hafa mjög slæm áhrif á Helga sem var að tefla frestaða skák sína við Benedikt Jónasson. Helga varð illilega fóta- skortur og þótt Benedikt hafi e.t.v. ekki farið beinustu leiðina að mark- inu hefur hann biskup fyrir tvö peð í endatafli og góða vinningsmögu- leika í biðstöðunni. Auðvitað er þó ekki útilokað að sagan frá því á fimmtudaginn endurtaki sig og í þetta skipti verði það Helgi sem nýtur góðs af. Vafalaust er þó bezt aö láta aila spádóma lönd og leið, en víst er að hvorugur þeirra félaga má láta deigan síga er þeir mætast innbyrðis á morgun, sunnudag, í áttundu uniferð mótsins. Um stöðuna að öðru leyti vísast til töflunnar, en vert er að líta nánar á hina löngu en æsispennandi viðureign þeirra Sævars og Jóns: Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Jón L. Árnason Larsens-byrjun 1. b3 (Af einhverjum ástæðum hefur þessi annars fáséða byrjun notið mikilla vinsælda á skákþinginu. í fyrstu umferð gegn Björgvini svar- aði Jón henni með 1. — e5, 2. Bb2 — Rc6,3. e3 - d5, 4. Bb5 - Bd6, en nú velur hann nokkurs konar drottn- ingarindverska uppbyggingu sem getur vart talist mjög beitt.) - c5, 2. Bb2 - bfi. 3. Rf3 - Bb7. 4. e3 - Rffi. 5. Be2 - dfi. fi. d4 - efi. 7. 0-0 — Be7, 8. c4 - 00, 9. Rc3 — afi. (í slíkum stöðum er oft gott ráð til þess að jafna taflið að leika .9. — cxd4, 10. exd4 — d5, en Jón lætur þetta hjá líða og fær þrengra tafl.) 10. Dc2 - Dc7. 11. Ilacl - IIe8, 12. Dbl - Rbd7,13. Ilfdl - IIac8. 14. a3 - Db8. 15. d5! - exd5, 16. Rxd5 - Rxd5,17. cxd5 - Bf6.18. a4 - Bxb2, 19. Dxb2 - Rffi. 20. Bc4 - He4, 21. Dc2 - Hce8. 22. Dd3 - Da8. 23. Hel (Sævar leggur gildru fyrir Jón sem nú þegar var að lenda í miklu tímahraki. Ef 23. — Rxd5? þá 24. Rg5, eða 23. — Bxd5, 24. Bxa6 — Bc6, 25. Dxd6!) - h6, 24. Hcdl - gfi, 25. Dc3 - Dd8, 2G. Dd3 - Da8, 27. h3 - II4e7, 28. Rd2 - Kh7, (28. — Bxd5 var vel reynandi, þó hvítur fái bætur fyrir peðið, t.d. 29. f3 — b5, og staðan er óljós.) 29. Rfl - He5. 30. f3! (Bráðsnjall leikur. Ef svartur þigg- ur ekki peðið nær hvítur að bæta stöðu sína með e3-e4.) - Rxd5, 31. e4 - Rf4. 32. Dxdfi - Kg7, 33. Dc7 - II8e7, 34. IId7 - De8. 35. Iledl - Rd5!! (Þrátt fyrir geigvænlegt tímahrak finnur Jón eina leikinn) 36. Hxe7 - IIxe7, 37. Dg3 - Rffi. Skák eftir Margeir Pétursson 38. Re3 - Kf8, 39. Dh4 - Kg7? (Svartur gat forðast peðstap með því að leika strax 39. — Rg8) 40. Hdfi - Rg8. 41. Hxbfi (Biðleikur svarts og eini möguleik- inn til að geta haldið taflinu áfram af einhverju viti) 42. IIxb7 - g5, 43. Rf5+ - Kh8, 44. Dg3 (Eftir 44. Hxe7 — gxh4, 45. Hxf7 — Dd2, 46. Rxh4 - Del+, 47. Kh2 — Dxh4, 48. Hf8 er ótrúlegt annað en hvítur geti unnið - IIxb7, 45. Rdfi - Dc7. 46. Rxf7+ - Kh7, 47. Dg4? (Eftir 47. Rd6 og síðan e5 hefur hvítur áfram yfirburðastöðu) - Dd7, 48. Befi - Dd4+, 49. Kh2 - Df6, 50. e5 - Df4+, 51. Dxf4 - gxf4, 52. Bc4 - He7, 53. e6 - Rffi, 54. Re5 - Rh5, 55. Rd3 - a5, 56. Rxc5 (Nú hefur hvítur þrjú peð fyrir skiptamuninn, en vegna slæmrar kóngsstöðu á hann erfitt með að færa sér það í nyt) - Kg6. 57. Rd3 - Kf5. 58. b4 - axb4. 59. Rxb4 - Rg7, 60. a5 - Hc7, 61. Bd5 — Rxe6, 62. a6 — Rc5, 63. g3 - Hg7, 64. gxf4 - Kxf4, 65. Bb7 (Þessi leikur hefði átt að þvinga fram jafnteflið) - Rxb7,66. a7 - Hg8,67. Rd5+ - Kxf3. 68. Rc7 - Hg2+, 69. Khl - IIa2, 70. a8-D - IIxa8. 71. Rxa8 - Kg3, 72. Rc7 - Kxh.3. 73. Re6 - Rd6, 74. Kgl (Einfaldast var 74. Rf4+ — Kg3, 75. R(?2) - Kg3, 75. Rg7 - Kg4, 76. Kg2 - Rb5 77. Kh2?? (Ótrúleg blinda) — Rc7, og hvítur gafst upp, því riddarinn á sér ekki undankomu auðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.