Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 48
* * * * Síminn á afgreiðslunni er 83033 iomiimMafoiifo y^Síminn á afgreiðslunni er 83033 JW»r0unblnlii6 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 Hraunstrókarnir í eldgosinu í Éthólaborgum stóðu tugi metra i loft upp þegar hæst stóð í gær, en líklega hefur girðingin sem iá yfir svæðið veitt litla mótstöðu gegn hraunfljotinu. Sjá bls. 21. Ljósmynd MorKunblaðió: Emilia BjórK Björnsdóttir. Gas í Éthólaborgum Fjórða gosið á 11 mánuðum t>AÐ VAR óneitanleRa tÍKnarle)? sjón sem blasti við í tvískygKninu yfir eldstóðvunum í Éthóla- borgum norður í Gjá- stykki í ga'rkvöldi þegar biaðamenn Morgunhlaðs- ins sveimuðu þar yfir og fylgdust með jarðeldun- um. Um það bil tveggja kílómetra löng sprunga var virk, en mest gaus þó á 200 metra kafla. Rann þunnfljótandi hraunið til norðurs og hafði þá þegar runnið liðlega 4 km en þetta gos var ámóta kraft- mikið og gosin á sl. ári. Éthólaborgir eru um 9 km frá Kröfluvirkjun og leit- aði hraunið niður í sömu lægðina í landslaginu sem síðustu hraun hafa einnig runnið í. Laodsig hófst á Mývatnssvæð- inu upp úr kl. 7 í gærmorgun og var það rólegt til að byrja með, en um kl. 7.30 fór að koma órói á skjálftamælana og skömmu síðar var augljóst að kvikuhlaup var hafið til norðurs samkvæmt upp- lýsingum Páls Einarssonar jarð- eðlisfræðings á Skjálftavaktinni í gær. Mestur órói var um kl. 9 en síðan dró úr og jarðskjálftar ágerðust og upp úr hádeginu urðu jarðskjálftar sem bentu til að yfirborð 'jarðar væri farið að rifna. Gos hófst síðan upp úr kl. 14 og þá hættu jarðskjálftar og eldgosaórói fór minnkandi upp úr því og sighraði minnkaði eftir því sem leið á daginn í gær. Ethólaborgir eru á mörkum Norður- og Suður Þingeyjarsýslu og er þar gömul eldsprunga frá forsögulegum tíma, en Ethóla- borgir klufu gígaröð eftir endi- löngu þegar þær urðu til. Síðast gaus á Mývatnssvæðinu í 5 daga í október sl., en á sl. ári gaus þar einnig í 8 daga í júlímánuði og í hálfan sólarhring í marz. Tungulax og Mowi stofna nýtt fiskirækt- arfélag TUNGULAX hf. og norska fyrirtækið AS Mowi hafa stofnað samstarfsfélag um fiskirækt. sem heitir Norls og mun fyrst um sinn halda áfram fiskirækt í lónum í Axarfirði, sem Tungulax hf. hefur á leigu. Tun^ulax og Mowi létu gera athugun á bygg- ingu og rekstri fiskirækt- arstöðvar á Reykjane^i. en að sögn Eyjólfs Konráðs Jónssonar, stjórnarfor- manns Norls, reyndist þar um að ra'ða fyrirtæki upp á 100 milljónir króna (10 milljarða gkróna) og „hvílist það mál í bili.“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur sagði, að um mánaðamótin júní/júlí sl. hefðu 14 þúsund 2ja ára seiði verið sett í nætur í lón í Axarfirði; þá 50—120 g að þyngd. Meðalþungi þeirra nú væri að líkindum um eitt kíló og vonir manna væru, að þau yrðu 5 kg fiskar eftir árið. Eyjólfur sagði, að í apríl yrði endan- lega ákveðið, hversu víð- tækar fiskiræktartilraunir Norls yrðu í fyrstu í Axar- firði, en þær yrðu mjög auknar frá því sem er. Auk Eyjólfs sitja í stjórn Norls; Kristinn Guð- brandsson, Þuríður Finns- dóttir, Tor Mowinckel og Are Naustdal. Tungulax hf. á 55% í Norls og Mowi 45%. borbjörn Guðmundsson Morgunblaðið: Björn Jóhannsson Freysteinn Jóhannsson Magnús Finnsson Sigtryggur Sigtryggsson Breytingar á ritstjórn BREYTINGAR verða á rit- stjórn Morgunblaðsins frá og með 1. febrúar nk. Þorbjörn Guðmundsson, ritstjórnar- fulitrúi og Björn Jóhannsson, fréttastjóri, hafa verið ráðnir fulltrúar ritstjóra. Jafnframt hafa verið ráðnir þrír nýir fréttastjórar. þeir Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson og Sigtryggur Sigtryggsson, sem allir hafa verið blaðamenn á Morgunblaðinu um árabil. Þorbjörn Guðmundsson hefur starfað við Morgunblaðið frá 1942 og verið ritstjórnar- fulltrúi blaðsins frá 1965. Björn Jóhannsson hefur starfað við Morgunblaðið frá 1962 og verið fréttastjóri blaðsins frá 1967. Freysteinn Jóhannsson kom til starfa sem blaðamaður við Morgunblaðið 1967 en gerðist ritstjóri Alþýðublaðsins 1973 og ritstjórnarfulltrúi Tímans 1975. Hann tók aftur við starfi sem blaðamaður við Morgunblaðið 1977. Magnús Finnsson hefur verið starfandi blaðamaður við Morg- unblaðið frá 1965. Sigtryggur Sigtryggsson varð blaðamaður við Alþýðublaðið 1970 og fréttastjóri þess 1973— 1974 en kom til starfa sem blaðamaður við Morgunblaðið 1974. Morgunblaðið býður þessa starfsmenn alla velkomna til nýrra og ábyrgðarmikilla starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.