Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 . HLAÐVARPINN , LEIKLISTIN OG LÍFIÐ „Trillukarlar og erfiðismeim vita bezt hvað menning er“ „Ég er staddur hér á Húsavík til að efna gamalt loforð við (íamla vini mína og stórleikara. eins og SÍKurð Ilallmarsson, In^imund Jónasson ok fleiri. Ég lofaði þeim að láta þá fá leikrit eftir mig ojí er hér vegna æfinj;a á því og annars verkefn- is, sem ég er að vinna að,“ sajjði Jónas Arnason rithöfundur og skáld með fleiru, er Hlapvarp- inn hafði samhand við hann. Haleluja Hvað heitir leikritið og um hvað fjallar það? „Það heitir Haleluja og fjallar um kosningabaráttu til forseta- kjörs einhvern tíma nálægt næstu aldamótum. Þetta er nokkurs konar framtíðarverk ogl fjallar um þær vinnuaðferðir, sem búast má við að þá verði viðhafðar og samkvæmt þeim framförum, sem greinilegar voru orðnar í síðustu kosningabar- áttu, ættu þær að vera orðnar verulegar þá. Eg tel að sú hugmynd, sem ég varpa fram í leikritinu geti vel staðizt. Fram- bjóðandinn er gæddur ýmsum þeim hæfileikum, sem vænlegir þóttu til atkvæðasmölunar síð- astiiðið vor, og ég get ekki neitað því að síðustu forsetakosningar höfðu talsverð áhrif á mig, þar gerðist margt „inspirerandi". Ég hafði heldur ekki ákveðið eða byrjað á þessu leikriti fyrr en - segir Jónas Árnason eftir kosningarnar, svo einhver áhrif hljóta að vera frá þeim. Söngvasjónleikur Hvert er hitt verkið, sem þú vinnur að nú? „Ég er einnig að vinna að söngvasjónleik, sem ég hef lengi verið að veltast með. Ég gerði talsvert af söngtextum við slag- ara sem voru vinsælir á stríðsár- unum, eða þegar ég var um tvítugt. Fyrir skömmu fór ég svo að skoða þá betur, en ekki beinlínis laga þá, því ég held að ég geti ekkert gert betur nú en þá. Þá komu upp ýmsar hug- myndir um eins konar hernáms- verk. Þetta eru aðallega söngvar, dansar og sögulegar staðreyndir um fyrsta hernámsárið, sem ég hef fengið úr Morgunblaðinu og öðrum blöðum frá þeim tíma. Gott að vera á Ilúsavík Hversvegna valdir þú Húsavík til skriftanna? „Ég hef verið mjög önnum kafinn að undanförnu, Haleluja tók talsverðan tíma og svo var ég að kenna til áramóta, því fannst mér gott að koma hingað til Húsavíkur til að fá næði meðal gamalla vina og kunningja. Ég á hér einnig frændfólk og gamla kommavini síðan ég var í fram- boði upp úr 1950. Hér er mikið af sönnum Islendingum, trillukörl- um og erfiðismönnum, sem vita miklu betur hvað menning er en þessir menningarpostular marg- ir fyrir sunnan, sem eru önnum kafnir við að segja almenningi hvað menning er. Ég vildi miklu frekar hafa Sigga Nobb, gamla vininn minn sem sessunaut á leiksýningu en einhvern þeirra. Það eru þessir gömlu karlar, sem sjá í gegn um yfirborðsmennsk- una, sem menningarpostularnir hella yfir okkur í dagblöðunum, og ég verð alltaf feginn þegar ég hitti slíka menn,“ sagði Jónas að lokum. TÓNLISTARLÍFIÐ Á þriðja tug erlendra tón- listarkennara hér á landi Sfðast liðinn mánudag komu hingað til lands tékknesk hjón og voru þau á leið til Vopna- fjarðar til að kenna heima- monnum tónlist. Til þess að fregna nánar af því hvort al- gengt væri að eriendir tónlist- arkennarar storfuðu hér á landi hafði Hlaðvarpinn sam- band við Kristinn Hallsson söngvara og sagði hann að hér á landi væri talsvert um það. Sagði hann að það stafaði af því, að þrátt fyrir að nokkuð væri útskrifað af tónlistarkenn- urum hér heima dygði það engan veginn, aðallega vegna þess að tónlistaráhugi færi sívaxandi, einkum úti á landi og væri það vissulega gott. Sveitarfélögin hefðu sjálf haft frumkvæði að ráðningu kennara og gerðist það með ýmsu móti. Oft töluðu þau við sendiráðin, settu upp auglýs- ingar í erlendum tónlistarskól- um eða settu sig í samband við erlenda kennara sem staddir væru hér á landi og bæðu þá hjálpar. Kristinn sagði ennfremur að algengt væri að þessir kennarar væru tónlistarnemendur í pen- ingaleit vegna fjárfreks náms, eða fólk, sem gjarnan vildi breyta til og dveldist þá hér í eitt til tvö ár. Þá sagði hann að eftir að útlendingar hefðu farið að leita ser ýmissrar vinnu hér á landi, eins og fiskvinnu til dæm- is, kæmi það oft í ljós að þar væru á ferðinni liðtækir tónlist- armenn, sem gætu bæði tekið að sér kennslu og kirkjuspil. Hann sagði ennfremur að sér væri ekki kunnugt um alla þá erlendu tónlistarkennara, sem hér væru staddir, en nefndi að á Akranesi væri ensk kona, á Snæfellsnesi væru tveir Banda- ríkjamenn, á Þingeyri væri ástr- öisk stúlka organisti, Norðmað- ur í Skagafirði, nokkrir Eng- lendingar væru á Akureyri, á Húsavík og Raufarhöfn væru Englendingar, tékknesk hjón á Vopnafirði, ný-sjálensk stúlka á Seyðisfirði, á Eskifirði og Reyð- arfirði eru tvenn hjón, ensk og tékknesk. Þá sagði Kristinn að talsvert væri í Reykjavík af erlendum kennurum, sem störf- uðu við sinfóníuna. „Hrognkelsinn er meindýr“ í tilefni þess aö nú er aö hefjast undirbúningur grásleppuvertíöar væri ekki úr vegi að birta hér þrófritgerö, Sem fram kom í einum af framhaldsskólum landsins fyrir nokkrum árum og fjallaði um hrognkelsin: „HROGNKELSINN, er meindýr af skólþdýraættinni, hann hefur einn maga, en út úr honum ganga 9 botnlangar. Veröi hann fyrir áreitni spýtir hann frá sér vökva og veröur þá óvinurinn svartur í framan." Eins og sjá má er ritgeröin stutt og laggóð og sennilega hefur einkunn veriö í samræmi viö þaö, þó hún fylgi ekki sögunni. KANADÍSK TENGSL Sigfús Halldórsson og félagar hápúnkt ur félagsstarfsins í blaðinu „The Icelandic Canadian“, sem gefið er út í Winnipeg i Kanada af islend- ingafélögum þar rákumst við á klausu, nánar tiltekið árs- skýrslu íslendingafélagsins „Leif Eiriksson“ og segir þar meðal annars: „Starfsemi félagsins náði há- marki þegar snillingarnir Sigfús Halldórsson, Guðmundur Guð- jónsson og Bill Holm skemmtu félögum. Um það bil 160 manns nutu þessarar frábæru skemmt- unar, sem haldin var í Háskól- anum í Calgary og þrátt fyrir að helmingur áheyrenda skildi ekki íslenzku voru allar undirtektir og ummæli mjögjákvæð. I samkvæmi, sem haldið var á eftir, gafst áheyrendum tæki- færi til að spjalla við skemmti- kraftana og fá söngskrána árit- aða og var þetta sannarlega minnistæður atburður. Jóni Ásgeirssyni, sem ferðast um með skemmtikröftunum á vegum nefndar, sem vinnur að auknum tengslum Islendinga og íslenzkættaðra Kanadamanna, hefur svo sannarlega tekizt að tengja þessi tvö lönd nánari tengslum." SELURINNIMI^MHHHÍ^H Norðmenn „grisja44 selinn „NORÐMENN hófu skipulega „grisjun" landsels og útsels við Noregsstrendur í nóvember. Markmið „grisjunarinnar", sem samþykkt hefur verið af norska fiskveiðiráðuneytinu, er að fækka um þrjá fjórðu í báðum selastofnunum á 5 ára tímabili," segir í blaðinu „Fishing News International. „Stofnarnir verða grisjaðir" meðfram allri strönd Noregs og verður sjómönnum borgað fyrir seladrápið auk þess sem þeir fá að halda bæði skinni og kjöti eftir. Ástæðan fyrir þessari grisjun mun vera sú að selurinn bæði étur verulegt magn af fiski og er auk þess stærsti þátturinn í hringrás hringormsins, sem veldur fiskvinnslunni æ meiri erfiðleikum og hefur á undan- förnum árum verið talsvert minnkandi fiskigengd við Nor- egsstrendur," segir blaðið enn- fremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.