Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981 23 í stuttu máli... Sviptur borgararétti Moskvu, 30. j&núar. — AP. STAÐFEST var í Moskvu í dag, að einn fremsti rithöfund- ur Sovétríkjanna, Vasily Aksyonov, hefði verið sviptur sovézkum ríkisborgararétti vegna andróðursaðgerða. Aksyonov fór í heimsókn til Parísar og Bandaríkjanna í júlí. Leit hætt i Norðursjó Great Yarmouth, 30. janúar. — AP. LEIT VAR hætt í dag að tveimur sjómönnum sem sakn- að var eftir árekstur tveggja skipa í Norðursjó árla í dag. Tveir sjómenn fórust við áreksturinn og tveir til viðbót- ar slösuðust alvarlega. Talið er að sjómennirnir sem taldir hafa verið af, hafi ekki komist upp úr vélarrúmi skipsins, sem sökk við áreksturinn. 49 kjarnorku- tilraunir Stockholm, 30. janúar. — AP. SÆNSK hernaðaryfirvöld skýrðu frá því í dag, að gerðar hefðu verið 49 tilraunir með kjarnorkusprengjur á síðast- liðnu ári. Hefðu allar verið gerðar neðanjarðar nema ein tilraun Kínverja sem gerð var í andrúmsloftinu. Kínverjar hafa ekki undirritað sáttmála frá 1963 um bann við kjarn- orkutilraunum í andrúmsloft- inu. Sutcliffe yfirheyrður Dewsbury, 30. janúar. — AP. MÁL vörubifreiðastjórans Pet- er Sutcliffe sem grunaður er um að vera „kvennamorðing- inn“ svonefndi, er enn í fullum gangi, og hafa ítarlegar yfir- heyrslur og rannsóknir nú staðið yfir á fjórðu viku. Slmamynd AP. Hin nýja mini-tiska tiskukóngs- ins Pierre. ísraelar ráðast enn á skæruliða 12 km fyrir norðan ísraelsku landamærin, en þaðan hafa þeir oft gert eldflaugaárásir á Israel. Ekki var getið manntjóns í dag en í gær létu 14 manns lífið í líkum árásum. Að sögn Israela var í allan dag skipst á skotum við skæruliða Palestínumanna á landamærum Líbanons og ísraels. Sagt var, að loftárásirnar í dag og í gær hefðu verið gerðar í hefndarskyni fyrir eldflaugaárásir Palestínumanna á óbreytta borgara. Simamynd AP. ísraelsmenn gerðu í dag loftárásir á bækistöðvar PLO í Libanon. Myndin er tekin í flóttamannabúðum í Ein el-Milwah. Beirut. 30. Jan. — AP. ÍSRAELSKAR herþotur réðust í dag. annan daginn. á bækistöðv- ar palestinskra skæruliða í Suð- ur-Libanon og guldu með þvi skæruliðunum rauðan belg fyrir gráan vegna eldfiaugaárása þeirra á ísrael nóttina áður. Líbanon-útvarpið sagði í dag, að ísraelsku þoturnar hefðu skotið ikveikjuflaugum að bækistöðvum skæruliða á Jarmakfjalli, sem er ERLENT, Sprengt við sendiráð í E1 Salvador San Salvador, 30. janúar. AP. ÖFLUG sprengja sprakk fyrir framan sendiráð Nicaragua i gær og olli tjóni á mörgum byggingum. Nokkrir sendiráðsverðir slösuðust aivarlega i sprengingunni svo og fóik i nærliggjandi húsum og göt- um. Sendiráðsverðir hófu skothríð á tilræðismenn sem ætiuðu að koma sprengjunni fyrir í vegg sem umlyk- ur sendiráðslóðina. Skotbardaginn stóð í fimm mínútur og lyktaði með því að tilræðismennirnir hörfuðu, en rétt á eftir sprengdu þeir sprengjuna á götunni fyrir framan sendiráðið. Carter hafnaði „tilboði“ um lausn gíslamálsins Atlanta. Georgiu. 30. janúar. AP. CARTER. fyrrv. Bandaríkjaforseti, hafnaði á sínum tíma „mjög freistandi“ tilhoði. sem kynni að hafa leyst handarisku gíslana úr haldi skömmu eftir sendiráðstökuna ef því hefði verið tekið. Sá böggull fylgdi þó skammrifi. að i raun hefðu Bandaríkjamenn orðið að veita PLO. frelsissamtökum Pale- stinumanna. fulla viðurkenningu. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali, sem AP-fréttastofan átti við Robert Lipshutz, fyrrum ráð- gjafa Hvíta hússins. Lipshutz sagði, að eftir uppástungu Bruno Kraiskys, kanslara Austurríkis, hefðu fulltrúar Bandaríkjastjórn- ar farið til Vínar og kynnt sér þar ráðagerð, sem fólst í því að PLO-samtökin yrðu opinberlega beðin um að vinna að lausn gíslanna. Henni hefði þó verið hafnað vegna andstöðu ísraela. „Ef þessu boði hefði verið tekið hefði það sýnt og sannað í raun, að PLO væri fullgildur samningsaðili í deilumálum Austurlanda nær og að þau yrðu ekki sniðgengin í framtíðinni," sagði Lipshutz. Hann sagði ennfremur, að Leon Charney, lögfræðingur í New York, hefði farið til ísraels og hitt þar að máli Ezer Weizman, varn- armálaráðherra, sem hefði ráðið Bandaríkjamönnpm eindregið frá því að fallast á ráðagerðina. „Weizman taldi, að „uppgjöf" Bandaríkjamanna að þessu leyti gæti haft slæm áhrif á friðarvið- ræður Israela og Egypta vegna þess hve Bandaríkin gegndu þar mikiu hlutverki — jafnvel þó að Israelsmenn viðurkenndu, að um líf og limi bandarísku gisianna gæti verið að tefla,“ sagði Lip-. shutz. Hann sagði, að Carter hefði aldrei gert uppvíst um þetta mál þótt það kynni að hafa komið honum vel í kosningabaráttunni, enda hefði hann óttast að stefna gíslunum í enn meiri hættu með því. Ronald Reagan á sinum fyrsta blaðamannafundi: Rússar stefna að heimsbyltingu og svik og prettir eru meðulin Washintrton, 30. jan. Frá fréttaritara Mb). önnu Bjarnadóttur. RONALD Reagan forseti Bandaríkjanna og Alexander Haig utanrikisráðherra héldu sína fyrstu fundi með fréttamönnum, síðan þeir tóku embætti i vikunni. Báðir voru spurðir spurninga um íran og SALT-samningana við Sovétríkin. Þeir sögðu báðir að samningarnir, sem stjórn Jimmy Carters gerði við íran til að fá bandarisku gislana úr haldi. væru enn i athugun. en við þá yrði staðið, ef þeir eru gildir samkvæmt alþjóða- og bandariskum lögum. Þeir sögðu. að umræður um nýja SALT-samninga gætu hafizt á næstunni, en stefna Bandarikjanna næstu árin gagnvart Sovétríkjunum myndi ekki ráðast af vopnatölum einum saman, heldur einnig af framkomu ug aðgerðum Sovétríkjanna heima fyrir og erlendis. Reagan sagði, að Sovétríkin stefndu að alheimshyltingu og notuðu svik og pretti til að ná takmarki sinu. Hann sagði, að það yrði að hafa í huga í öllum samskiptum við Sovétríkin. Reagan sagði á fundi sínum, að hann vildi að þjóðin vissi, að hann hefði þegar hafizt anda við að ráða bót á efnahagsvandan- um. Hann hefur bannað frekari ráðningar til ríkisins og dregið úr ferðalögum ríkisstarfsmanna til að minnka útgjöld ríkisins, afnumið reglur um verð og vinnslu olíu og sett af nefnd, sem hafði kosti og galla verð- og kaupstöðvunar til athugunar. Reagan og Haig vöruðu báðir gegn viðskiptum við íran í ná- inni framtíð. Reagan mælti með, að þeir, sem hefðu áhuga, gerðu viðskipti sín símleiðis. Hann sagði, að Bandaríkin gætu ekki tryggt öryggi þegna sinna í íran. Haig tók fram, að Bandaríkin myndu ekki selja eða senda vopn eða varahluti til íran á næst- unni. Þegar Reagan var spurður, hvort Bandaríkin ætluðu að ná sér niðri á íran á einhvern hátt, sagði hann: „Hvaða tilgangi myndi hefnd þjóna? Hvernig færum við að að hefna okkar? Ég held, að við séum yfir það hafin." Haig sagði á fundi sínum, að baráttan gegn alþjóða hryðju- verkastarfsemi myndi taka yfir baráttu fyrir mannréttindum í utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir stjórn Reagans. Hann sagði, að mannréttindi væru einn máttarstólpi stefnu lands- ins og óþarfi væri að leggja sérstaka áherzlu á þau, vitneskja um mikilvægi mannréttinda væri ávallt í undirmeðvitund- inni. Hann sagði, að ekki væri hægt að segja nákvæmlega fyrir um, hvernig Bandaríkin myndu bregðast við hryðjuverkastarf- semi í framtíðinni. Reagan sagði, að hryðjuverkamenn Ronald Reagan Bandaríkjaforseti á sínum fyrsta fundi með blaðamönnum. Simamynd Al’. myndu alla vega ekki geta geng- ið til náða í framtíðinni að kvöldi dags vissir um, að Banda- ríkin hefðu ekkert aðhafzt um nóttina. Reagan hefur sett frétta- mönnum nýjar reglur til að fara eftir á fundum hans. Þeir mega ekki lengur stökkva upp úr sætum sínum og hrópa „herra forseti, herra forseti," hver í kapp við annan til að ná athygli hans. Nú eiga þeir að sitja kyrrir í sætum sínum og rétta upp hönd, svo að hann geti valið úr hópnum. Þetta gefur fundunum virðulegra yfirbragð, en Reagan sagði á fimmtudag, að hann ætti erfitt með að velja spyrjendur úr hópnum, hann hefði samvizkubit gagnvart þeim, sem eru skildir út undan. N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.