Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 Gunnar og „meirihlut- inn“ á Þveráreyrum 1954 Skommu fyrir jól kom út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri annað bindi Ættbókar ok söku íslenska hestsins á 20. öld eftir Gunnar Bjarnason. fyrrverandi hrossaræktarráðunaut. hetta er mikil bók, nær 100 blaðsíður með fjölda mynda. í þessu bindi held- ur Gunnar áfram að rekja þætti úr starfssögu sinni sem hrossaræktarráðu- nautur og fjallar nú um árahilið 1950 til 1962, er hann Iét af því starfi. Þá er vikið að ýmsum málum tengdum starfi Gunnars á þessum árum og sérstak- lega fjallar hann um upp- haf kennslu í tamningum og reiðmennsku á Hvann- eyri í kafla, sem nefnist Reiðskóli úr íslenskri hefð. Þá er í þessu bindi birt ættbók yfir kynbóta- hryssur frá aldarbyrjun fram undir 1970 á svæðinu frá Borgarfjarðarsýslu vestur og norður um og endað á Eyjafjarðarsýslu. Síðustu ár hef ég fjallað nokkuð um bækur tengdar hestum og hestamennsku, sem komið hafa út. Þessi umfjöllun mín hefur átt að vera ritdómur um þessar bækur frá sjónarhóii hestamannsins. Ég mun nú fjalla um annað bindi Ættbókar og sögu og birtist sú umfjöllun hér í blaðinu í tveimur greinum. Það hefur löngum fylgt nokkur gustur störfum Gunnars Bjarna- sonar í þágu íslenskrar hrossa- ræktar og landbúnaðar. Menn hafa ekki alltaf tekið skoðunum Gunnars þegjandi og stundum hefur þessi gustur orðið að stormi. En hvað sem þessu líður hefur Gunnar unnið stórvirki í að glæða fyrst áhuga landsmanna sjálfra á íslenska hestinum á ný og við kynningu hans á erlendum vett- vangi. Ritverk Gunnars, Ættbók og saga, vitnar einnig um stórhug hans og fyrir þetta verk hljóta hestamenn og aðrir unnendur hestsins að þakka, þó stöku hnökra megi þar finna. Fyrsta bindi Ættbókar og sögu kom út 1970 og hefur að geyma þætti úr starfssögu Gunnars 1940 til 1950, upplýsingar um starf hrossaræktarfélaganna og ættbók stóðhesta nr. 1 til 664. Hér fyrr hefur verið lýst efni annars bindis en í þriðja bindi, sem koma á út á þessu ári, segir Gunnar frá land- námi íslenska hestsins á megin- landi Evrópu á árunum 1950 til 1960 og birtur er síðari hluti af ættbók fyrir hryssur á svæðinu frá og með Þingeyjarsýslum og tii og með Gullbringu- og Kjósar- sýslu. í formála annars bindisins segir Gunnar, að hann hafi áhuga fyrir að rita söguna frá 1961 og fram eftir, meðan áhugaverðir atburðir gerast í störfum hans fyrir íslenska hestinn. Gunnar tekur þó fram að með öllu sé óvíst, hvort og hvenær þessi lokakafli ritverksins komi út og fari það eftir tíma hans og aldri. Jafn- framt segist Gunnar hafa hug á að taka með í þennan lokakafla eins konar úrvais-ættbók fyrir íslenska hestinn. Þá hefur flogið fyrir að Gunnar sé að skrifa ævisögu sína, þannig að við eigum sjálfsagt eftir að heyra meira frá honum í bókarformi. Ég sagði hér fyrr að stöku hnökra mætti finna á ritverki Gunnars og eru þau orð sögð Fyrri grein um Ættbók og sögu sérstaklega með hliðsjón af lestri annars bindisins. Það er svo, að þegar ritað er um bækur, verður mönnum gjarnan tíðrætt um það, sem þeir telja að haga hefði mátt á annan veg og fer þá kannski minna fyrir lofi um það, sem vel er gert. Hlutföll kunna því að skekkjast, án þess að það sé ætlun þess, sem ritdóminn skrifar. Því miður er það nokkuð almennt einkenni á öðru bindi Ættbókar og sögu, að þar er of lítið af nýju efni, heldur birtir Gunnar þarna á ný ýmislegt, sem áður hefur birst eftir hann og aðra, en Gunnar hefur þó breytt ýmsu og bætt við. — Ég sakna þeirrar lifandi frá- sagnar, sem einkenndi starfssögu Gunnars í fyrsta bindinu og þó það geti haft ómetanlegt heim- ildagildi að draga saman á einn stað heimildir af því tagi, sem fram koma í öðru bindinu, gerir það aðrar og ríkari kröfur til meðferðar á efninu en Gunnar virðist tileinka sér. Þessi orð mín eiga eingöngu við þá kafla annars bindisins, sem lúta að sögunni, en um ættbókina verður fjallað hér siðar. Þó að þetta kunni að vera harður dómur, skal fúslega viður- kennt, að margt í frásögn Gunn- ars er fróðlegt, og mikill fengur að stöðu gömlu reiðhestastofnanna nú. Gaman hefði verið að fá frá hendi Gunnars samfelldara yfirlit um reiðhestastofna landsmanna og tengsl þeirra innbyrðis. Gunnar Bjarnason hefur lengi verið aðdáandi hornfirskra hrossa, en það er svo að hver hestamaður virðist eiga sinn uppáhaldsstofn, og það er sem bresti á stríð, þegar hestamenn taka að deila um ágæti hrossa- stofna. Ekki hefur Gunnar farið varhluta af slíkum stríðsátökum. Gunnar hefur einnig löngum vilj- að leggja mikla áherslu á töltið og þá stundum greint á við ýmsa hestamenn um hlut skeiðsins. En hlutskipti Gunnars var um margt erfitt sem ráðunauts því upphaf- lega var verkefni hans að leið- beina bændum við framleiðslu á vinnuhestum, en skyndilega komu til breytt viðhorf — og leitin að hinum fullkomna reiðhesti hófst. Menn voru ekki sammála um hvert skyldi halda í þeirri leit og þær deilur áttu eftir að setja svip sinn á landsmótin. Gunnar rifjar upp deilu sína við H.J. Hólmjárn um kynbótasýning- una á landsmótinu 1950 og birtir á ný greinar þeirra úr ársritum LH. Þar var meðal annars vikið að ætt stóðhestsins Hreins frá Þverá. Ég sakna þess að Gunnar skuli ekki fjalla í riti sínu um þann vafa sem talinn var leika á um faðerni Hreins á tímabili — en úr þessari Gunnar Bjarnason reiðhestaættum. Aðrir telja að faðir hans hafi verið bleikur hestur á Egg, náskyldur blesótta hestinum. Bleikur þessi var tam- inn og reyndist góður hestur, með góðan vilja og fjölhæfan hreinan gang. Fleiri getgátur eru um faðernið, en sennilega verður aldrei örugglega úr því skorið hver faðirinn hafi verið.“ (Ársrit LH 1951, bls. 25.) Fjórum árum síðar eða á landsmótinu 1954 var hins vegar „örugglega úr því skorið hver faðirinn hafi verið", og Hreinn skráður undan rauðbles- eins og fleira í öðru bindinu vitna um að höfundur kýs að nota í verulegum mæli fyrri ritsmíðar sínar á ný í stað þess „að taka hnakk sinn og hest“ og leggja pennann á skeið eða fá úr honum nokkur góð töltspor. Við fengum í fyrsta bindinu að sjá að knapinn kann að taka pennann „til kost- anna“. Alls hafa nú verið haldin átta landsmót hestamanna og oft hafa deilur risið vegna dóma á hrossum á þessum mótum. Landsmótið á Þveráreyrum í Eyjafirði 1954 varð frægt vegna átaka, sem þar urðu um dóma á kynbótahrossum og er vafamál að í annan stað hafi verið deilt harðar um stefnur í ísienskri hrossarækt. Dómnefnd kynbóta- hrossa á þessu móti skipuðu Gunnar Bjarnason, Jón Jónsson bóndi á Hofi á Höfðaströnd, Sím- on Teitsson í Borgarnesi, Bogi Eggertsson, Reykjavík og Jón Pálsson á Selfossi. Jónarnir voru ákafir stuðningsmenn Svaða- staðahrossanna en flokkuðu horn- firsku hrossin til vinnuhesta og töldu þau ekki æskileg í íslenskri hrossarækt. Símon og Bogi lögð- ust gegn þessari hörðu afstöðu Jónanna en Gunnar segir í bók sinni að hann hafi reynt „að miðla málum" og ætlað sér „að forða Hornfirðingunum úr „sláturhús- inu“,“ eins og það hafi verið kallað meðal sýningargesta á mótinu. Þarna urðu hörð átök og niður- staða meirihluta dómnefndarinn- ar varð sú að Hornfirðingarnir lentu í „sláturhúsinu", þ.e. voru dæmdir í annan flokk með þeim úrskurði, að þeir þættu ekki æski- legir til reiðhestaræktar. Efstur stóðhesta með afkvæmum stóð Hreinn frá Þverá og í öðru sæti Sörli frá Hjaltastöðum, en meðal þeirra hesta sem lentu í „slátur- sá maður, sem hvað best þekkir til sögu þessara mála á tilgreindu tímabili taki sér fyrir hendur verkefni sem þetta. Þannig er fróðlegt að lesa um tildrögin að stofnun Landssambands hesta- mannafélaga og undirbúning fyrstu landsmótanna, en í stofnun LH átti Gunnar verulegan þátt. Gunnar hefði að skaðlausu mátt segja meira frá fyrstu starfsárum LH, þó mál skipuðust svo að forysta LH yrði í byrjun honum andsnúin. Þegar Gunnar rekur starfssögu sína 1950—1962 stað- næmist hann einkum við landsmót hestamanna 1950, 1954 og 1958, og er helst að skilja á honum að fátt frásagnarvert utan mótin hafi gerst í hrossaræktinni á þessu árabili. Áður en Gunnar fjallar um landsmótið á Þingvöllum 1950 birtir hann ritgerð sína frá 1948 um reiðhestaættir á íslandi og lítur yfir farinn veg, og birtir viðbætur, þar sem hann hugar að Dómnefnd kyn- hótahrossanna á Þver- áreyrum 1954, sem fræjf varð, talið frá vinstri: Bogi Eggertsson, Símon Teitsson, Gunn- ar Bjarnason, Jón Jónsson ok Jón Pálsson. Mynd- ina tók Vijrfús Sík- urgeirsson, íjósmynd- ari. Um myndirnar í bók- inni verður fjallað í seinni trreininni en tekið skal fram að þessi mynd er ekki birt í Ættbók ojí sojíu. óvissu virðist hins vegar hafa leyst skyndilega. Á landsmótinu 1950 sagði svo um faðerni Hreins: „Mjög er óvíst um faðerni þessa hests. Sumir telja að faðir hans hafi verið blesóttur hestur á Egg í Hegranesi. Sá hestur var ekki taminn til reiðar, en var af góðum óttum hesti, Glaði frá Egg. Ekki víkur Gunnar heldur neitt að þessum vafa um faðerni Hreins í fyrsta bindi Ættbókar og sögu, þegar ætt Hreins er rædd. Ég er ekki að draga í efa að tekist hafi „örugglega" að skera úr „hver faðirinn hafi verið", en Hreinn er sá stóðhestur, sem oftast hefur verið talinn verður fyrstu verð- launa á landsmóti, og það hefði því verið eðlilegt að segja þá sögu, sem hér býr að baki. I tengslum við umfjöllun sína um landsmótið 1950 endurbirtir Gunnar grein, sem hann skrifaði í Morgunblaðið 197Í um Pál Sig- urðsson, nú á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, áður í Fornahvammi og Varmahlíð. Víst er að „Palli Sig“ á sér merkilega sögu og hún er á sinn hátt angi af sögunni bak við ættbókina. En fleiri hafa komið við þá sögu og um þá hefði Gunnar gjarnan mátt rita líka kafla sem um „Palla Sig“. Því miður finnst mér endurbirting á þessari grein húsinu“ voru Hornfirðingarnir Nökkvi frá Hólmi og Svipur frá Akureyri. „Sláturhúsgripirnir" áttu síðar eftir að komast á verðlaunapallinn. En hverjir voru það, sem mynduðu meirihluta dómnefndar og hvers vegna tókst Gunnari ekki að forða Hornfirð- ingunum úr „sláturhúsinu" eins og hann ætlaði sér? Frásögn Gunn- ars af þessu máli er um margt óljós en þó verður ekki annað ráðið af henni en „meirihlutann“„ sem sendi Hornfirðingana í „slát- urhúsið", hafi myndað Jónarnir tveir og Gunnar Bjarnason. Símon og Bogi voru í minnihluta. Það er því oft erfitt að samræma orð Gunnars þessari staðreynd um „meirihlutann". Eða kannski er sagan ekki öll sögð! Það kemur mönnum allavega spánskt fyrir sjónir að maður, sem stóð að þessum „meirihluta", sem sendi Hornfirðingana í „sláturhúsið", skuli með undrun spyrja, hvort við höfum efni á að útrýma þeirri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.