Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981 11 Ágreiningur um um- ferðarrétt úr botngötu Málavextir I janúar árið 1977 varð árekst- ur milli tveggja bifreiða við Langagerði í Reykjavík. Bifreið í eigu A var ekið norður eftir botngötu milli húsanna nr. 50— 70 við Langagerði og bifreið í eigu B var ekið eftir Langagerði til austurs. Þar sem botngatan og Langagerði mætast varð áreksturinn. Ökumaður bifreiðar A hugðist beygja til vinstri við gatnamótin og stöðva þar, leit til hægri eftir umferð og ók síðan af stað, leit til vinstri, en var kominn af stað inn á gatnamótin, þegar hann sá til ferðar bifreiðar B. Hann nam þá staðar og var bifreið hans kyrrstæð þegar áreksturinn varð. Ökumaður bifreiðarinnar kvaðst hafa talið að við gatna- mótin gilti hinn almenni umferðaréttur. Ökumaður bifreiðarinnar í eigu B hemlaði strax er hann sá að bifreið A var komin inn á gatnamótin, en kvaðst ekki hafa getað afstýrt árekstri. Hann taldi sig njóta aðalbrautarrétt- ar. Eigandi bifreiðar A reyndi að innheimta tjón sitt hjá trygg- ingarfélagi því, er hafði bifreið B í lögboðinni ábyrgðartryggingu, en það félag hafnaði algjörlega bótum til A. Stefndi A þá þeim B og vátryggingafélaginu til greiðslu skaðabóta að óskiptu. Kröfur og málsástæöur A gerði þær dómkröfur að B og vátryggingafélagið greiddu skaðabætur vegna árekstursins að óskiptu, og sundurliðaði þær í viðgerðarkostnað og dagpeninga fyrir þann tíma er hann missti afnot bifreiðar sinnar. Auk þess krafðist stefnandi vaxta og málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsins. Kröfur B og vátryggingafé- lagsins voru þær að þeir yrðu með öllu sýknaðir af kröfum stefnanda og að honum yrði gert að greiða málskostnað að skað- lausu að mati dómsins. Til vara kröfðust stefndu þess að kröfur stefnanda yrðu stór- lega lækkaðar, en málskostnaður felldur niður. Af hálfu stefnanda var lagt fram í málinu vottorð frá gatna- málastjóra um umferðarrétt við Langagerði og sagði hann þar m.a. að Langagerði væri safn- gata, sem lægi milli Réttarholts- vegar og Tunguvegar. Út frá aðalgötunni lægju 6 botngötur og væru hús við þær númeruð við Langagerði. Gangstéttir við botngöturnar og aðalgötuna að sunnanverðu hefðu verið steypt- ar á árinu 1972. Gangstétt með- fram aðalgötunni hefði verið látin ganga gegnum akbrautir botngatnanna, þó þannig að þær væru dregnar niður, lækkaðar, á þessum stöðum og mynduðu 5 sm brún við akbraut aðalgötunn- ar, en væru í sömu hæð og akbrautir botngatnanna. Þetta fyrirkomulag hefði verið tekið upp til þess að undirstrika, að botngöturnar væru minniháttar götur gagnvart aðalgötunni, draga úr ökuhraða við akstur inn og út úr botngötunni og til þess að gera gangandi vegfar- endum auðveldara fyrir. í 48. gr. umferðarlaga segði svo: „Þeir sem aka frá brún akbrautar, einkavegum, löndum, lóðum, bifreiðastæðum eða aka yfir gangstéttir, skulu víkja fyrir umferð á vegi þeim er ekið er inná.“ Samkvæmt ákvæði þessu átti umferð úr botngötunum að víkja fyrir umferð um aðalgöt- una. Síðan sagði í vottorði gatnamálastjóra. „Þegar ákvæð- ið var sett inn í umferðarlög munu ekki hafa verið til þær aðstæður sem eru í Langagerði nú og lýst hefur verið hér að framan. Má því telja ólíklegt, að löggjafinn hafi haft þær í huga við lagasetninguna." Vildi hann ekki leggja dóm á hvort fyrir- komulagið veitti ökumanni á aðalgötunni rétt gegn þeim, sem út úr botngötunni ækju, eða hvort almennur umferðarréttur gilti. Af hálfu stefnanda var byggt á þeim málsástæðum, að líta yrði á götuna Langagerði sem eina heild. Botngöturnar hefðu aldrei verið merktar sem minni háttar götur, og væri því umferð um þær ekki réttminni en um- ferð um aðra hluta götunnar og þarna hefðu engin umferða- merki verið sett. Hvað gang- stéttina varðaði, væri hún þegar í sömu hæð og botngöturnar og brúnin við akbraut aðalgötunnar hyrfi þegar malbikun þar væri lokið. Hugsanlega mætti líta á gangstéttina sem gangbraut, en enga gangstétt í eiginlegum skilningi. Stefnandi byggði einn- ig á því að ökumaður bifreiðar B hefði ranglega talið að hann væri á aðalbraut og væri því ljóst að hann ætti alla sök á árekstrinum. Málsástæður stefndu voru þær að samfelldar steyptar gang- stéttir lægju beggja vegna Langagerðis, en aðalgata og botngötur væru malbikaðar og því greinilega afmarkaðar. Þetta vekti traust vegfarenda, sem um aðalgötuna færu, á því, að þeir ættu aðalbrautarrétt og engu máli skipti þótt enn hefði ekki verið lokið við malbikun Langa- gerðis, gangstéttin við enda botngatnanna myndaði nú 5 sm brún við aðalgötuna og yrði að taka tillit til þess þegar aðstæð- ur væru metnar. Líta yrði á botngöturnar sem húsgötur og því væri um að ræða akstursleið í skilningi 5. mgr. 48. gr. 1. 40/1968. Ökumaður bifreiðar stefnanda hefði átt að víkja fyrir ökumanni bifreiðar stefnda B. Stefndu töldu ennfremur að þótt fyrrnefnd 5. mgr. 48. gr. yrði ekki lögð til grundvallar, ætti það ekki að breyta niðurstöð- unni, því ökumaður bifreiðar stefnanda hefði stöðvað eða því sem næst stöðvað bifreið sína og þannig gefið hlutlægt til kynna, að hann ætlaði að víkja fyrir umferð frá vinstri. Að lokum töldu stefndu að ökumaður bif- reiðar stefnanda hefði ekki sýnt næga aðgæzlu, en á honum hefði hvílt rík aðgæzluskylda miðað við aðstæður. Yrði að hafa í huga 1. mgr. 49. gr. 1. 40/1968 í þessu sambandi. Öll sök eða a.m.k. frumsök hvíldi á öku- manni bifreiðar stefnanda. Niðurstaða héraðsdóms I dómnum sagði m.a. að þar sem gangstétt aðskildi botngöt- ur frá aðalgötu Langagerðis, yrði að líta svo á, að um umferð frá botngötum inn á aðalgötuna gilti 5. mgr. 48. gr. 1. nr. 40/1968. Þætti þá ekki skipta máli, þótt gangstéttin væri lægri fyrir enda botngatnanna en annars- staðar, og samkvæmt framan- greindri málsgrein hefði öku- maður bifreiðar stefnanda átt að víkja fyrir ökumanni bifreiðar stefnda B. Bæri því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Eftir atvikum var talið rétt að hvor aðili bæri sinn kostnað af málinu. Niðurstaða Ilæstaréttar í niðurstöðu Hæstaréttar sagði m.a. að gangbrautin, sem lægi meðfram akbraut Langa- gerðis að sunnanverðu væri dregin nokkuð niður þvert fyrir akbraut botngatnanna. Öll væri gangstéttin þó hærri en akbraut aðalgötunnar og órofin af botn- götum svo sem gangstéttin horfði við vegfarendum sem færu eftir aðalgötu Langagerðis. Hins vegar væri gangstéttin illa greind frá akbraut botngatn- anna, þegar komið væri út úr þeim, þar sem akbrautir þeirra væru í sömu hæð og gangstéttin. Það hefði verið upplýst við málflutning fyrir Hæstarétti, að ökumaður bifreiðar A væri kunnugur staðháttum við Langagerði og hefði áður átt heima við þá götu. Hefði honum ekki getað dulizt að hann ók yfir gangstétt, þegar hann ók út úr Hæstaréttur Umsjón ELÍN PÁLSDÓTTIR botngötunni. „Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms þykir mega staðfesta hann.“ A var gert að greiða máls- kostnaðinn fyrir Hæstarétti. Sérákvæði Einn dómari Hæstaréttar skilaði sérákvæði í þessu máli, og sagðí m.a. að aðalregla ís- lenzkrar umferðarlöggjafar um umferðarrétt ökutækja á vega- mótum væri í 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 40/1968. Sér- reglur um umferðarrétt öku- tækja á gatnamótum í kaupstað eða kauptúni yrðu aðeins settar af viðkomandi lögreglustjóra að fengnum tillögum bæjar- eða sveitarstjórnar samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 65 gr. umferða- laga, sbr. 2—4. mgr. 48. gr. sömu laga. Afmörkun gatnagerðaryf- irvalda Reykjavíkurborgar, með því að lækka gangstéttina sem gengi gegnum akbrautir botn- gatnanna, yrði ekki talin þess eðlis, að hún ein sér breytti umferðarreglum á gatnamótum þessum. Framkvæmdir gatna- gerðaryfirvalda án nokkurra merkinga þyrftu að vera miklum mun gleggri en hér væru, til þess að þær gætu komið í stað ákvarðana lögreglustjóra og við- eigandi merkinga í samræmi við ákvæði 2. mgr. 65. gr. umferða- laga, sbr. 2.-4. mgr. 48. gr. sömu laga, þannig að ákvæði 5. mgr. 48. gr. sömu laga um akstur yfir gangstéttir kæmi í stað hinnar almennu umferðarreglu. Sam- kvæmt þessu taldi dómarinn að leggja bæri alla sök á árekstrin- um á ökumann bifreiðar B, og taka dómkröfur stefnanda til greina að öllu leyti. Elín Pálsdóttir LANG AGERDI [*u B. | S cm írún tíús A yo - lo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.