Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 41 fclk í fréttum Ógnþrúgandi ófrjálsræði + Eins og allir vita eru a.m.k. tvær hliðar á því að vera fyrirmaður og frægur. Því fylgir líka oft alveg ótrúlegt ófrjálsræði, það svo að oft er hinum frægu manneskjum hreinlega vorkunn. Þær geta ekki hreyft sig spönn að ekki sé einhver, sem fer að skipta sér af því, á einn eða annan hátt. Hér eiga fréttaljósmyndarar stærstan hlut að máli. Um það eru til ótal sögur — og þá um leið ýmiskonar viðbrögð fórnardýranna. Þessi fréttamynd er einmitt dæmi um þetta ógnþrúgandi ófrjálsræði. Karl Bretaprins var fyrir fáeinum dögum suður í Svissnesku skíðalöndunum. — Nei hann gat ekki fengið að vera þar í friði, eins og t.d. þegar hann kemur hingað til íslands og getur gefið sig af lífi og sál að laxveiðisportinu ótruflaður af öllum. Við skíðabæinn Klosters í Sviss brá hann sér á skíði. — Um leið höfðu hópast að honum fjöldi ljósmyndara. — Einn þeirra er í baksýn. Þeir hafa auðvitað verið að bíða eftir því að ná augnabliksmyndinni ef svo færi að prinsinn færi flikk-flakk á skíðunum. — En um það segir þó ekkert í myndatextanum frá AP-fréttastofunni. Blóðhefnd + Þetta eru feðgarnir Sir Norman Stonge og sonur hans James Stonge, sem IRA-menn myrtu á dögunum, á heimili sínu í N-ír- landi skammt frá landamærum írlands g N-írlands. Var Sir Norman þjóðkunnur maður 86 ára gamall, fyrir stjórnmálastarf sitt. Hann var meðal frammá- manna í Ulster á sviði stjórnmála í 45 ár. IRA-menn hafa sagt að morðið á feðgunum væri hefnd- arráðstofnun fyrir skotárásina á fyrrum þingmann og kaþólikkann Bernadette Devlin McAliskey og eiginmann hennar. — Þeir feðgar voru mótmælendatrúar. James Stang var tæplega fimmtugur að aldri. Fyrsta konan í 346 ára sögu + A miðri þessari mynd má sjá frönsku skáldkonuna Marguerite Yourcenar á tali við þá Giscard d’Estaing, Frakklandsforseta, (snýr baki að okkur) og Maurice Schumann, í Frönsku akademíunni. — Skáldkonan tók sæti í Akademíunni fyrir nokkru. Þótti það að sönnu marka merk tímamót í 346 ára sögu hennar. Þetta er nefnilega í fyrsta skipti sem kona tekur sæti í þessari virðulegustu stofnun Frakklands. Að því hafði verið unnið um nokkurt skeið. — Nafntogaðasti tískuhönnuður Frakka, sjálfur Yves St. Laurent hannaði skósíðan svartan kvöldkjól handa skáldkonunni, til þess að klæðast við athöfnina, sem fram fór í Akademíunni er hún tók þar sæti. Skáldkonan er nú 77 ára. Finnbjörn Hjartarson prentari: Bravó Benedikt! Það eru tíðindi orðin hér á landi ef frammámenn í lýðræðisflokk- unum tala um kommúnistana í Alþýðubandalaginu tæpitungu- laust. Þess vegna get ég ekki annað en látið í ljós ánægju mína á viðtali, sem Benedikt Gröndal fv. formaður Alþýðuflokksins átti við kommúnistann Svavar Gests- son í morgunútvarpi vegna grein- ar Benedikts i Alþýðublaðinu í fyrri viku. Enn um heima- smíðaöan kommúnisma Benedikt kvaðst meðal annars hafa ritað grein sína til að reyna að vekja þann stóra meirihluta, sem léti það viðgangast að taka áróður alþýðubandalagskommún- ista sem góða og gilda vöru í lýðræðisþjóðfélagi, að þeir sléttu og felldu ungu foringjar, sem nú trónuðu á oddi kommúnistaflokks- ins væru eitthvað skárri eða hefðu eitthvað betra fram að færa en þeir gömlu, sem er auðvitað hrein fjarstæða. Benedikt hefði mátt fylgja þessu betur eftir, m.a. vegna þess að Svavar Gestsson stóð á gati, sem vonlegt er þegar menn leggja það loks á sig að taka þessa puntudrengi í bóndabeygju. Þeir hafa það að vísu fram yfir hina gömlu kommúnistaforingja ís- lenzka, að hafa tekið ómælda hræsni í málflutning sinn, svo sem alþjóð varð vitni að hjá Ólafi R. Grímssyni og Vilborgu Harðar- dóttur í þætti í sjónvarpi nýlega um flóttafólk á íslandi. Það sem Svavar Gestsson var í raun að segja, þegar hann útmálar heimasmíðaðan kommúnisma, er meðal annars það að fullyrða að kviksyndið hans sé betra en það rússneska. Að drunginn og fang- elsin væru skárri ef hann væri á valdastóli. Heldur nokkur maður á jarðríki, að Rússar séu í eðli sínu verra fólk en annað? Halda menn, að þjóð sem hefur alið stórmenni eins og Tolstoj, Bukhovsky og solzhenitsyn væri verr í stakk búin en aðrar þjóðir ef hún nyti frelsis? Nei, það er þetta ómennska kerfi kommúnista, sem heldur þjóðinni í helfjötrum og þeim flökrar ekki við að biðja um fleiri þjóðir til að gera sömu tilraunir á og rússneskir komm- únistar gera nú á sinni þjóð og eru búnir að gera í hálfa öld. Því miður lætur alltof stór hluti íslenzku þjóðarinnar glepjast til að hlusta á gal hananna á komm- únistahaug Þjóðviljans. Dæmin koma Þau eru orðin nokkuð áberandi dæmin um vinnubrögð kommún- ista er varða Ríkisútvarpið. Það var fyrst þegar þeir voru leiddir til valda á árinu 1971, að fór að bera á því, þegar þeir sneru sér að því að brjóta niður hlutleysisreglu útvarpsins, sem ávallt var í heiðri höfð frá upphafi stofnunarinnar. Og fyrsta blekkingin var að ekki væri hægt að vera hlutlaus, því í hlutleysinu fælist afstaða, sem væri i raun grímubúin afstaða með einum eða öðrum, og þar með rammasta pólitík. Þetta var tekið gott og gilt. Síðan er útvarpið að vérða æ litaðra, því kontmúnistar halda öllu sínu og eru farnir að beita pólitískum og atvinnulegum þrýstingi við mannaráðningar. Hvar halda menn að þetta endi? Þurfa íslenzkir lýðræðissinnar fleiri Æsur í útvarpið til að þeir vakni frá atkvæðaveiðum og und- irlægjuhætti? Þessi túlkun íslenzkra kommún- ista er angi af einhvers konar manneðlistrú. „Við erum betri en Rússar! Treystið okkur.“ Herra Sigurbjörn Einarsson segir í „Sköpunarsaga og sköpun- artrú“ nýrri útgáfu „Salts“. „Manneðlisrómantíkin reis einnig upp í nazismanum, þótt trúin á manninn væri þar að vísu bundin við hið germanska eða aríska kyn, ekki við verkamanna- eða öreiga- stéttina, eins og í kommúnisman- um. En í báðum þessum myndum hefur trúin á manninn haldizt í hendur við og leitt af sér þá fyrirlitningu á manneskjunni og mannhatur, sem vart hefur þvílíkt þekkzt." Stofna jafnrétt- isfélag á Akureyri STOFNUN félags um jafnrétt- ismál er nú í undirbúningi á Akureyri og er ákveðið að stofn- fundur verði sunnudaginn 1. febrúar að Hótel KEA og hefjist kl. 14. Meginnmarkmið félagsins verður að stuðla að jafnrétti kynjanna segir i frétt frá undir- búningsnefnd. „Gert er ráð fyrir að starfsemin verði tvíþætt. Annars vegar verði fjallað um misrétti í okkar nánast umhverfi og reynt að hafa áhrif í jafnréttisátt. Hins vegar verði fjallað um vandamál konunnar sjálfrar og reynt að stuðla að uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsvitundar hjá þeim, er þess leita, í þeim tilgangi að nýta betur þá hæfileika, sem í þeim búa“, segir m.a. í frétt frá nefndinni, sem hvetur konur jafnt sem karla til að sækja fundinn og verður séð íyrir barnagæzlu og boðið upp á kaffiveitingar. Félag járniðnaðarmanna Allsherjaratkvæöagreiösla Ákveöið hefur veriö aö viöhafa allsherjaratkvæða- greiöslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniönaöarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögur eiga aö vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viöbótar í trúnaðarmanna- ráö og 7 varamenn þeirra. Frestur til aö skila tillögum rennur út kl. 18.00 þriöjudaginn 3. febrúar n.k. Tillögum skal skila til kjörstjórnar félagsins í skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæö, ásamt meðmælum a.m.k. 80 fullgildra félagsmanna. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.