Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981 27 Hér kippa þær í spotta og stjórna sögupersónum í leikritinu ..Sálin hans Jóns míns" sem Leikbrúðuland sýnir á morgun kl. 15. Helga. Hallveig og Erna. IÆIKBRUÐULAND: „Sálin hans Jóns míns“ - ennþá í skjóðunni Þær stöllur í Leikbrúðulandi Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thor- lacius og Helga Steffensen hafa „Sálina hans Jóns míns“ enn í fórum sínum. En nú vill Jón óður og uppvægur fara að komast út úr skjóðunni og hafa þær því ákveðið að hleypa honum út á morgun kl. 15. Áður var „Sálin“ sýnd á Kjar- valsstöðum, en það var í fyrravor og einnig voru nokkrar sýningar á Listahátíð. Var brúðuleiknum einkar vel tekið. Brúðuleikurinn „Sálin hans Jóns míns“ er byggður í senn á samnefndri þjóðsögu, samnefndri þulu Davíðs Stefánssonar, en þó fyrst og fremst á texta hans úr Gullna hliðinu. Handrit gerði Bríet Héðinsdóttir og sá hún einnig um leikstjórn. Messiana Tómasdóttir gerði brúður og leiktjöld með aðstoð Leikbrúðu- lands, en aðstandendur þess sjá um stjórn brúðanna. Lýsingu annaðist Davíð Walters og um- sjón með tónlist Páls ísólfssonar hefur Þuríður Pálsdóttir. Margir þekktir leikarar ljá brúðunum raddir sínar þar á meðal Guðrún Þ. Stephensen sem leikur kerl- ingu, Baldvin Halldórsson sem leikur Jón bónda og Arnar Jóns- son leikur Kölska. Eins og áður er getið verður fyrsta sýningin á morgun klukk- an 15 að Fríkirkjuvegi 11, en þar hefur Leikbrúðuland verið til húsa síðastliðna 7 vetur. Svarað er í síma Æskulýðsráðs 15937 eftir klukkan 13 sýningardagana. NORRÆNA HUSIÐ: Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýningu í dag opnar Helgi Þorgils Frið- jónsson myndlistarsýningu í Nor- ræna húsinu og er þetta sjöunda einkasýning hans. Verkin eru flest unnin árið 1980 og eru margs konar: bækur, leir, teikningar, útsaumur og málverk. Þá er gefin út sérstök bók í tilefni sýningarinnar og heitir hún Teikn- ingar og málverk. Auk sýninga í Reykjavík hefur Helgi sýnt í Hol- landi, Sviss og París. Helgi Þorgils Friðjónsson á sýningunni i Norræna húsinu. KJAR VALSSTAÐIR: Síðasta sýn- ingarhelgi NÚ FER í hönd síðasta sýningar- helgi Vetrarmyndar í vestursal Kjarvalsstaða, en þar sýna Baltas- ar, Bragi Hannesson, Eir.ar Þor- láksson, Haukur Dór, Hringur Jóhannesson, Leifur Breiðfjörð, Magnús Tómasson, Níels Haf- stein, Sigríður Jóhannsdóttir, Sig- urður Örlygsson og Þór Vigfússon. Á sýningu Vetrarmyndar er 91 verk, flest unnin á sl. tveimur árum, olíumyndir, krítarmyndir, teikningar, vefnaður og skúlptúr, auk mynda sem unnar eru með blandaðri tækni. Sýning sænska myndlistar- mannsins Carl Frederik Hill og hollensku sýningarnar tvær, skartgripasýningin og grafíksýn- ingin, standa fram í miðjan febr. Peter Falk og Alan Arkin í hlutverkum sinum i banda- risku gamanmyndinni „Tengdapabbarnir" sem Aust- urbæjarbíó sýnir um þessar mundir. Myndin fjallar um tvo furðufugla, Vince Rirardo og Sheldon Kornpett. Börn þeirra eru trúlofuð og um það bil að ganga i hjónaband. þegar Ricardo ákveður, að þeir Kornpett verði endilega að hittast fyrir hjónavigsluna. Og þá dregur til meiri háttar tiðinda. Frá lögreglunni: Vitni vantar Slysarannsóknadeild lög- reglunnar hefur beðið Morgunblað- ið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í borginni. Þeir, sem telja sig geta veitt lögreglunni upplýsingar er að gagni mega koma, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lög- regluna í síma 10200 hið allra fyrsta: Þann 19.1. sl. var ekið á bifr. R-72427 sem er Volkswagen rauður að lit við Möðrufell 11, Rvík. Átti sér stað eftir kl 07,30 þennan dag. Framhöggvari er skemmdur. Tjón- valdur gæti verið Nova með G númeri. Þann 15.1. sl. var ekið á bifr. R-66871 sem er Volkswagen orange að lit. Átti sér stað við Háskóla íslands frá kl. 21,00 til 23,00. Skemmd er á hægra framaurbretti og framhöggvara. Þann 20.1. sl. var ekið á bifr. R-44234 sem er Galant blásans- eraður að lit, við hús nr. 35 við Njálsgötu. Vinstri afturhurð er skemmd og er Ijósgrár litur í sárinu. Átti sér stað frá kl. 23,30 til 23,40. Þann 21.1. sl. var ekið á bifr. R-3733 sem er Citroén bifr. blá að lit á bifr.stæði austan við hús nr. 36 við Háaleitisbraut. Hægri aftur- hurð er skemmd. Átti sér stað frá kl. 23,30 þann 20.1. fram til 13,32 þann 21.1. Þann 22.1. sl. var ekið á bifr. R-53409 sem er Opel Kadett gulur að lit á bifr.stæði við hús nr. 24 við Fellsmúla. Vinstri hurð dælduð. Rautt í sárinu. Átti sér stað þann 20.1. frá kl. 14,50 til 15,40. Þann 23.1. sl. var ekið á bifr. R-15696 sem er Mazta fólksbifr. bronslituð við hús nr. 22 við Skipholt. Vinstra framaurbretti og hurð sömu megin skemmt. Átti sér stað við fyrrgreindan stað frá kl. 20,00 þann 22.1. og fram til 08,00 þann 23.1. Þann 22.1. sl. var ekið á bifr. Y-5930 sem er Toyota fólksbifr. græn að lit á húsagötu gegnt húsi nr. 28 við Suðurlandsbraut. Aftur- höggvari og farangursgeymslulok skemmt og er blár litur í skemmd- inni. Átti sér stað annaðhvort kl. 15,30 á Sölfhólsgötu við Póst og síma eða á fyrrgreindum stað við Suðurlandsbraut frá kl. 16,00 til 18,00. Þann 22.1. sl. var ekið á bifr. Y-1993 sem er Volvo fólksbifr. svartor að lit að vestanverðu við Klúbbinn. Átti sér stað frá kl. 00,30 til 02,15. Gulur litur er í sárinu. Vinstri framhurð er skemmd. Þann 22.1. sl. var ekið á bifr. Y-710 sem er Datsun fólksbifr. þar sem bifreiðin var á þvottaplani Esso við Borgartún. Átti sér stað frá kl. 23,30 til 02,00. Vinstri hurð er skemmd. Þann 22.1. sl. var ekið á bifr. R-6251 sem er Mazta 323 brúnsans- eruð að lit við hús nr. 37 við Drápuhlíð. Hægra afturaurbretti er skemmt. Þann 25.1. sl. var ekið á bifr. R-68124 sem er Wartburg station grænn að lit á Lindargötu við bifr. stæði Þjóðleikhússins. Átti sér stað frá kl. 15,00 til kl. 17,00. Vínrauður litur er í skemmdinni. Vinstra afturhorn er rispað. Má ætla að tjónvaldur sé vörubifreið. Þann 26.1. sl. var ekið á bifr. R-5452 sem er Wartburg brúnn að lit við hús nr. 13 við Holtsgötu. Átti sér stað frá kl. 16,00 þann 24.1. og fram að morgni þess 26.1. Dæld er á vinstri framhurð. Svart í skemmdinni. Þann 26.1. sl. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-52220 sem er Austin Mini blár að lit við Blika- hóla 6. Átti sér stað frá kl. 24,00 þann 24.1. og fram til kl. 13,00 þann 25.1. Vinstra afturaurbretti er skemmt. Þann 24.1. sl. var tilkynnt að eki$ hefði verið á bifr. R-3992 sem er Haison fólksbifr. brún að lit. Átti sér stað frá því unt miðnætti þann 23.1. og fram til 14,52 þann 24.1. Afturhöggvari og skuthurð er skemmt. Þann 24.1. sl. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-61349 sem er Fíat fólksbifr. grá að lit við Skeið- arvog 143. Átti sér stað frá kl. 19,00 þann 23.1. og fram til 08,00 þann 24.1. Vinstra framaurbretti er skemmt. Þann 24.1. sl. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-5853 sem er Citroén fólksbifr. við hús nr. 16 við Kleppsveg. Átti sér stað frá kl. 19,00 þann 22.1. og fram til kl. 07,00 þann 23.1. Tjónvaldur er blá bif- reið. R-5853 er skemmd á vinstra framaurbretti. Þann 27.1. sl. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-72115 sem er Ford Fiesta fólksbifr. gulur að lit á bifr. stæði vestan við Lágmúla 9 (Landsbankahúsið). Átti sér stað frá kl. 20,00 til kl. 23,30. Hægra framaurbretti er beyglað og er rautt í skemmdinni. Þann 29.1. sl. var ekið á bifr. X-5134 sem er Daihatsu fólksbifr. rauð að lit á húsagötu við Grensás- veg gegnt Málaranum. Hægri af- turhurð og afturaurbretti er skemmt og er hvít málning í skemmdinni. Átti sér stað frá kl. 08,45 til kl. 13,17. Þann 29.1. var ekið á bifr. S-339 sem er Mustang fólksbifr. græn að lit við Fjölbrautarskólann í Breið- holti. Framhöggvari vinstra megin skemmdur. Þann 29.1. sl. var ekið á Fletcher bát hvítan og rauðan við hús nr. 29 við Borgartún. Borðstokkur stjórn- borðsmegin skemmdur. Gæti verið eftir vörubifreið. Átti sér stað frá sunnudegi 25.1. og fram til 29.1. Þann 25.1. sl. var ekið á gang- brautarljósavita á Hringbraut við Háskóla íslands. Tilkynnt var um þetta kl. 21.40. Tjónvaldur gæti verið rauð nokkuð stór sendibif- reið. Þann 12.1. sl. var ekið á bifr. R-3625 sem er Subaru station rauður að lit á Grettisgötu við hús nr. 44. Tjónvaldur er gulur Volvo með fimm stafa skráningarnúmeri. Hver ók á grindverkið? I nóvembermánuði sl. líklega í kringum 17. nóvember, hefur stórt farartæki ekið utan í járngrind- verk í Kollafirði, skammt frá sandnámi við Esjuberg. Miklar skemmdir urðu á grindverkinu. Tjónvaldurinn hefur ekki gefið sig fram og eru það tilmæli rannsókn- arlögreglunnar í Hafnarfirði að ökumaðurinn gefi sig fram svo og vitni. Athugasemd vegna nýtingu skólahúsnæðis MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Geir Thorsteins- syni. hagsýslustjóra Reykjavík- urborgar, með ósk um birtingu: I tilefni blaðaskrifa um skýrslu Hagsýsluskrifstofu Reykjavíkur- borgar um nýtingu skólahúsnæöis í grunnskólum borgarinnar, vil ég taka eftirfarandi fram: Skýrslan er samin af starfs- mönnum Hagsýsluskrifstofu. Hún er ekki samin að undirlagi, né að höfðu samráði við nokkurn borg- arfulltrúa. Tilurð skýrslunnar tel ég vera aukaatriði í þessu máli. Það eru niðurstöður skýrslunnar sem taka þarf afstöðu til, en í lokaorðum skýrslunnar segir m.a. að fyrir- sjáanleg sé fækkun skólabarna í Reykjavík á næstu árum og því tímabært að taka áætlanir um frekari byggingar á skólahúsnæði til gaumgæfilegrar athugunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.