Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 25 Útgefandí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Hver er vaxtastefnan? Hvar verður framkvæmdin? Ríkisstjórnin kunngjörði þjóðinni tvennt, varðandi vexti á ári nýkrónunnar, um sl. áramót: 1) Að hún hygðist stórauka hlut verðtryggðra innlána í bankakerfinu með því að stytta binditíma þeirra úr 24 mánuðum í 6. 2) Að hún myndi lækka útlánsvexti 1. marz nk. Seðlabankinn hefur nú sent ríkisstjórninni tillögur í vaxtamálum, sem byggðar eru á ákvæðum gamlárskvelds- laga ríkisstjórnarinnar. Ljóst virðist af tillögunum að stefna ríkisstjórnarinnar muni þýða vaxtahækkun, enda leiðir það af sjálfu sér að þeim mun stærri hluti sparifjár og innlána, sem flytzt yfir á fulla verðtryggingu með 6 mánaða bindingu, þeim mun hærri hljóta útlánsvextir þessa sama fjármagns að verða. Vaxtatillögur Seðlabankans, byggðar á bráðabirgðalögun- um, bíða enn afgreiðslu hjá ríkisstjórninni. Forsætisráð- herra segir hinsvegar í viðtali við Mbl. í gær að ákvæðið um styttingu binditíma fullverðtryggðra innlána „verði að komast til framkvæmda mjög bráðlega". Hinsvegar skuldar ríkisstjórnin enn svar við því, hvernig þessi verðtrygging innlánsfjár kemur heim og saman við fyrirheitið um lækkun útlánsvaxta 1. marz nk. Er hægt að ganga samtímis upp og niður vaxtastigann? Hver verður framkvæmdin á gagnstæð- um vaxtafyrirheitum stjórnarinnar? Þar um spyrja ekki sízt sparifjáreigendur, forsjármenn atvinnuvega og húsbyggj- endur. Hér skal ekki dregið í efa að ríkisstjórnin hyggi á efndir loforða sinna. En það er meir en tímabært, á mánaðarafmæli bráðabirgðalaganna, að bankamálaráðherrann, Tómas Árnason, geri þjóðinni marktæka grein fyrir því, hvern veg þessi vaxtastefna, sem virðist opin í báða enda, stenzt í framkvæmd. Hvar á að taka millifærslufjármagnið ? Það er staðreynd, studd af áratugareynslu, að gengi íslenzkrar krónu, kaupgildi hennar gagnvart erlendri mynt, ræðst annarsvegar af tilkostnaði heimafyrir í útflutningsframleiðslu, hinsvegar af markaðsverði fram- leiðslunnar erlendis. Þetta viðurkennir ríkisstjórnin í raun með því að hengja tímabundið fast gengi á snaga niðurgreiðslu framleiðslukostnaðar í sjávarútvegi, þ.e. með framleiðslustyrk til að mæta fyrirsjáanlegum rekstrarhalla í kjölfar nýs fiskverðs. Talsmenn ríkisstjórnarinnar tala um allt að tíu milljarða gamalkróna millifærslu meðan gengið er fast. — En hvar á að taka þessa fjármuni? Þar um er ekkert á hreinu, mánuði eftir setningu bráðabirgðalaganna. Alþýðubandalagið staðhæfði að þessir perlingar væru til í duldum sjóðum Seðlabanka. Á það gátu aðrir stjórnarliðar ekki fallizt, enda reyndist fullyrðingin jafn haldlítil og önnur skrif Þjóðviljans um efnahagsmál. Þá var bollalagt um lántökur erlendis, sem ærnar eru fyrir, til að halda undirstöðuatvinnuvegi okkar gangandi; eða nýja skatt- heimtu, en þar er boginn einnig yfirspenntur. Það er skattastefnan sem er meginorsök þess að eiginfjármyndun er engin í atvinnurekstri þann veg að framleiðslan getur ekki byggt sig upp og gengur nær alfarið fyrir lánsfjármagni. Guðmundur G. Þórarinsson kemur síðan r.ieð þá skýringu í viðtali við Mbl. í gær að millifærslan til sjávarútvegsins verði sótt í niðurskurð í ríkisbúskapnum. Hvar skera á niður lét hann ósvarað, þó oft hafi krafizt svara við þeirri spurningu sjálfur. Svo bráðlát var ríkisstjórnin um bráðabirgðalög um millifærslu og vaxtakjör að ekki mátti bíða þess að löggjafinn, Alþingi, kæmi saman. Bið hefði þó naumast sakað, enda mánuður liðinn frá setningu laganna og Alþingi þegar fyrir nokkru komið saman, en ríkisstjórnin engu nær, að því er virðist, um framkvæmd ákvæða eigin lagasetn- ingar. Það er lag á Læk þegar landsstjórnin dansar blindingsleik um framkvæmd eigin „stefnu", ef nota má það orð, í viðkvæmustu þáttum þjóðarbúskaparins. Þ aö er lyginni líkast aö kynnast kjörum þessa fólks og ég heföi víst ekki itrúað því sem ég sá, heföi ég ekki beinlínis þreifaö á því,“ sagöi Hans ■ ■ Kristján Árnason, hagfræöingur, í viötali viö Morgunblaðið er hann kom neim úr fjögurra daga ferö til Póllands í fyrradag. „Þaö sem kom mér gjörsamlega í oþna skjöldu var hversu samstööumenn eru vissir um aö ekki komi til hernaðarlegrar íhlutunar Sovétmanna. Þeir sjá þaö einfaldlega ekki fyrir sér. Þegar maöur spyr hvort þeir óttist ekki aö ólgan í landinu sé aö nálgast þaö mark aö Sovétstjórn taki í taumana, segja þeir: „Hvers vegna í ósköpunum ættu þeir aö gera þaö? Þaö sem hér er aö gerast er okkar mál — okkar innanríkismál. Rússar færu heldur aldrei aö stofna valdajafnvæginu í Evrópu í hættu meö því aö fara meö her á hendur Pólverjum. Svona tala þessir menn og ég hitti engan sem mér virtist vera meö ööru hugarfari. Annað, sem vakti sérstaka athygli mína er hversu víötæk samstaðan er. Maöur hittir engan sem mælir Flokknum bót, og raunar er alveg augljóst aö Flokkurinn hefur nú oröiö mjög takmörkuö völd í þessu landi. Aö nafninu til er hann enn viö völd, en í rauninni ekki. í landinu ríkir upplausnarástand og þaö er ekki hægt aö fara fótmál án þess aö veröa þess áskynja," segir Hans. „Hvernig stóö á ferðum þínum og hvaö varstu lengi í Póllandi?" „Ég var í Póllahdi í fjóra daga og komst þangaö frá Finnlandi, þar sem ég var í viðskiptaerindum. Ég átti slíkt erindi til Póllands, og vegna sérstakrar velvildar og góörar fyrirgreiöslu pólska sendiherrans í Fteykjavík og sendiráös Póllands í Helsinki tókst mér aö fá vegabréfs- áritun á skemmri tíma en venjulegt er. Ég var þrjá ávaxtasafi sem er svo dýr aö enginn hefur ráö á aö kaupa hann, Pepsi Cola og þaö, sem fólkið var raunverulega aö slægjast eftir, en þaö var brauö. Tvisvar á dag kemur vörubíll meö brauöskammt- inn, en hann er svo takmark- aöur aö aöeins hluti þeirra, sem þarna voru, gátu gert sér von um að hremma brauðhleif. í húsnæöinu var kjötdeild, en hún var lokuð.“ „Rétt hjá þessum stór- markaöi er svo skemma og þar fer svartamarkaðsbrask- „Ég kom í háskólann í Lodz þar sem þúsundir nem- enda voru í verkfalli. Þeir leggja áherzlu á kröfur sínar, m.a. meö veggspjöldum. Ég skrifaöi hjá mér boðskap nokkurra slíkra spjalda en hann var þessi: „Mæöur okkar standa í biörööum — viö bíðum í háskólunum. “ „Hvernig má þaö vera að fiskar og stúdentar hafi enga rödd?“ „Ríkiö limlestir sjálft sig í hvert sinn sem það gerir Vofíjr-spjald, sem Hans fékk í bækistöðvum Samstöðu í Varsjá. Samstöðumenn trúa ekki að hernað- aríhlutun Sovétmanna sé yfirvofandi daga í Varsjá og einn dag í Lodz.“ „Þú minntist á kjör al- mennings?" „Já, þau eru meö ólíkind- um, og sérstaklega er þaö áberandi þegar komið er frá Varsjá til Lodz. Varsjárbúar eru bersýnilega betur settir. Fólk er þar betur klætt og borgin öll meira aölaðandi en Lodz, sem er einhver drunga- legasti staöur sem ég hef komið til. Lýsandi dæmi um þau kjör sem menn þúa viö þar er kannski þaö sem ég sá í opinberum stórmarkaði þar í borg. Þetta var vöruhús, þar sem matvörudeildin hefur kannski veriö á stærö viö hálfan Vörumarkaöinn hér í Reykjavík. Gólfplássinu er skipt í tvennt, — þaö svæöi þar sem vörur eru í hillum, og nokkurskonar rétt þar sem fólkið þíöur þess aö komast aö vörunum. Þaö er girt á milli og aðeins fáir fá aö vera inni í einu. Ég gæti trúaö aö þarna hafi veriö um fimm hundruð manns, þar af fimm- tíu í vörudeildinni og fjögur- hunduð og fimmtíu í réttinni. í þessari verzlun fengust eft- irtaldar vörur, og annað ekki: Þurrmjólk í tvennskonar um- búöum, þrjár tegundir af niðursoönum baunum, may- onnaise, gervikaffi, te, - segir Hans Kristján Árnason sem er nýkominn írá Póllandi iö fram. Þangaö kemur fólk meö þaö, sem þaö hefur aflaö sér meö ýmsum hætti, og þarna fer hin raunveru- lega verzlun meö nauösynja- vörur fram. Verölag er þarna langtum hærra en í opinber- um verzlunum, og þarna er t.d. hægt aö fá kjöt, en þaö er óheyrilega dýrt, svo dýrt aö aðeins efnað fólk hefur ráö á aö kaupa þaö stöku sinnum. Þeir sem eiga gjald- eyri geta gert allt — hvaö sem er. Þeir geta keypt allt, mútaö hverjum sem er, var mér sagt. Hiö opinbera gengi á zloty — pólska gjaldmiölin- um — eru þrjátíu zloty fyrir hvern Bandaríkjadal, en á svörtum markaöi er hægt aö fá 120—150 zloty fyrir hvern dal. í landinu er sem sé tvenns konar hagkerfi, hiö opinbera og neöanjaröar- hagkerfiö sem viröist vera miklu virkara. Hans Kristján Árnason þegna sína að glæpa- mönnum, sagöi Karl Marx. “ „Þegar við getum unniö, þá vinnum viö, þegar viö verðum, þá förum viö í verkfall. “ Samstöðumenn halda því fram að af 13 milljónum vinnufærra manna séu um 10 milljónir í samtökum þeirra. í landinu öllu eru 35 milljónir manna, en af þeim voru til skamms tíma 3 milljónir meölimir í Flokknum. Á und- anförnum mánuöum hafa menn gengið unnvörpum úr kommúnistaflokknum og samstööumenn segja, aö nú séu aðeins tvær milljónir sem hafi flokksskírteini. Auövitaö er erfitt aö meta hversu nærri lagi þessi tala er, en hitt er áreiöanlegt aö flokksmönnum hefur fækkaö stórlega, og sá sem nú léti sér detta í hug aö ganga í Kommúnistaflokkinn, yröi hrópaöur niöur“. „Hefurðu ákveönar kenn- ingar um þaö hver þróunin veröi í Póllandi á næstunni?" „Já, ég get ekki ímyndaö mér aö þetta upplausnarást- and geti enzt. Ég held aö fáir séu svo bjartsýnir aö halda aö lýöræöi og velmegun séu í uppsiglingu í þessu landi. Efnahagslífiö er lamaö og sú miðstýring, sem hefur verið á undanhaldi er forsenda þess einræðis sem þar er ríkjandi. Pólland er þannig í sveit sett, aö Sovétríkin mundu aldrei líöa þaö aö missa áhrif sín þar. Ég sé ekki annað en aö Sovétmenn muni láta til skar- ar skríöa. Spurningin er ekki hvort — heldur hvenær. Von- brigöi þessa fólks sem þessa stundina er nánast í frelsis- vímu, veröa mikil, því aö frelsiö sem þaö telur sig vera aö höndla er ekki annaö en blekking, aö mínu mati. Þaö sem feröamaöur verö- ur strax var viö er hversu geöugt fólk býr í þessu landi. Allir eru þoönir og búnir aö greiöa götu manns, þótt fæstir tali t.d. ensku, frönsku eöa þýzku. Pólverjar vinna hjarta manns viö fyrstu kynni og á feröum mínum í útlönd- um minnist ég þess ekki aö hafa rekizt á svona mikla almenna hlýju og ég kynntist þarna. Ég hitti fólk úr ýmsum þjóðfélagsstéttum, verka- menn, stúdenta, listamenn, kaupsýslumenn, starfsmenn í ráðuneytum, þlaöamenn, svo eitthvaö sé nefnt. Allir lögöu sig fram um aö gefa mér, útlendingnum, sem gleggsta mynd af ástandinu. Til aö geta skiliö þjóöina aö einhverju marki veröa menn aö hafa einhverja inn- sýn í sögu Póllands. Landiö hefur veriö vígvöllur Evrópu frá aldaöðli og þær raunir og hörmungar, sem yfir hana hafa gengið, eru meö ólíkind- um. Þetta finnur maöur alltaf í samtölum við þá sem maöur hittir, þessa þjóö, sem hefur barizt fyrir tilveru sinni í svo ójöfnum leik viö risann í austri og hina herskáu Prússa í vestri. M.a. þetta hefur mótaö þjóöarsálina, sem ennþá einu sinni reynir nú aö brjótast úr viðjum kúgiinar,“ sagöi Hans Krist- ján Árnason. Skil næstum allt sem sagt er á íslenzku - segir Ann Sandelin, nýr forstöðumaður Norræna hússins Fri Harry Granberfc. fréttaritara Mhl. i Finnlandi. „NORRÆNA húsLö í Reykjavík gæti haft miklu stærra hlutverki að gegna við að kynna ísland og íslenska menningu," segir Ann Sandelin, sem 1. febrúar nk. tekur við starfi forstöðu- manns Norræna hússins. Ann Sandelin, sem er 35 ára gömul, er frá Aabo í Finnlandi og þar stundaði hún nám og lauk prófi með listasögu sem sérgrein. Að námi loknu gerðist hún menningarfulltrúi í Karis, litlum bæ fyrir vestan Helsingfors, en frá 1975 hefur hún gegnt stöðu menningarfulitrúa í menningarmiðstöðinni á Hanaholmen, sem Finnar og Svíar reka í sameiningu. Eiginmaður Ann Sandelin er Borgar Garð- arsson leikari, sem starfaði við Lilla Teatern í Helsingfors og flyst nú heim til íslands með konu sinni. — Hvers vegna ísland, Ann? — Ahugi minn á landinu vaknaði þegar ég kom þangað í fyrsta sinn 1976. Vegna starfs míns á Hanahólmi hef ég kynnst vel menningu og menningarsamstarfi Norðurlanda, en eink- um þó Finna og Svía, og þess vegna fagna ég þessu tækifæri til að kynnast öðrum þáttum þess enn betur. — Annars ætla ég mér að spara stóru orðin þar til ég hef sett mig vel inn í starfið. Ég þykist þó vita, að það hafi dregið mjög dám af forstöðumanninum hverju sinni og hvað mig varðar þá er mín sérgrein listasaga. — Ég ætla þó fyrst og fremst að rækja það hlutverk Norræna hússins að kynna ísland og íslenska menningu á Norðurlöndum og tel, að í því efni gæti það látið meira til sín taka en verið hefur. Þannig fórust Ann Sandelin orð en næstu fjögur árin mun hún búa í Reykjavík. Síðan forstöðumannsstarfið féll henni í skaut hefur hún stundað íslenskunámið af kappi í háskólan- um og vafalaust hefur Borgar, maðurinn Ann Sandelin, sem tekur við starfi forstöðu- manns Norræna hússins 1. febrúar nk. hennar, verið henni betri en enginn í þeim efnum. — Ég get enn ekki talað íslenskuna nógu vel, en skil næstum allt sem sagt er, sagði Ann Sandeiin að lokum. Nýja bilasmiðjan: Fyrsti vagninn afhentur SYR NÝJA bilasmiðjan hefur nú lokið við yfirbyggingu og afhent SVR fyrsta strætisvagninn af 20, sem fyrirtækið hefur tekið að sér að byggja yfir. Vagninn kostar um 90 miiljónir gkr og er af gerðinni Volvo B 10 M, tekur 81 farþega. þar af 42 i sæti. Nýja bilasmiðjan sér um yfirbyggingu grindanna i sam- vinnu við norskt fyrirtæki, VBK, sem hannað hefur yfirbygginguna og framleiðir einstakar einingar hennar. Útlitsteikning er eftir Þór- arin B. Guðnason. Höskuldur Jónsson forstjóri Nýju bílasmiðjunnar sagði í spjalli við Mbl. að strætisvagnarnir 20 yrðu afhentir á 6 vikna fresti héðan í frá, eða fram á árið 1983 að yfirbyggingu þeirra allra yrði lokið. Hann kvað helztu nýjungar í þessum vögnum vera þær að nú væri stæði aftast í vögnunum og dyr einnig þar í stað þess að hafa þær í miðjunni eins og venjulega tíðkaðist. Einnig væri sex sætum fleira í þessum vögnum en þeim gömlu og tæki hann alls 81 farþega. Vagninn mun væntanlega tekinn í leiðakerfi SVR i næstu viku. „Ég er mjög ánægður með þennan nýja vagn og sérstaklega að nú skuli að nýju eftir talsvert hlé hafðar dyr aftast í vagninum í stað þess að hafa þær í miðju hans. Gömul reynsla okkar hefur sannað að það eykur gegnumstreymi í vagninum og stífl- ar síður gangana. Vagnstjórar hjá SVR eru mjög ánægðir með Volvo- vagnana og telja þá það bezta sem völ er á. Þá erum við ánægðir með að yfirbyggingin er úr áli, sem eykur endingartíma og léttir vagninn tals- vert,“ sagði Karl Gunnarsson eftir- litsmaður strætisvagna hjá SVR er Mbl. spurði hann hvað honum fynd- ist um nýja vagninn. Fulltrúar SVR, Veltis og Nýju bilasmiðjunnar við nýja strætisvagninn. Talið frá vinstri: Karl Gunnarsson eftirlitsmaður SVR, Árni Filippusson sölustjóri Veltis, Ásgeir Gunnarsson forstjóri Veltis. Þórarinn B. Guðnason hönnuður, Kristfinnur Jónsson verkstjóri Nýju bílasmiðjunnar og Höskuldur Jónsson forstjóri Nýju bilasmiðjunnar. Ljósnynd Mbl. Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.