Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 Hvernig varð þessi maður for- sætisráðherra? SteinKrímur Steinþórsson: SjálfsævisaKa Örn ok Örlysur 1980, 280 bls. Rómverski stjórnmálamaður- inn Cicero, sem kunnur er fyrir málsnilld sína, var svo óheppinn, að mörg einkabréf hans fundust, en í þeim getur að líta annan mann en heyra mátti í frá ræðustólnum, hégómagjarnan, sjálfselskan og smámunasaman, en að vísu mjög mannlegan. I fersku minni okkar er líka, að segulbandsspólur Richards Nix- ons frá forsetatíð hans urðu almenningseign, en önnur mynd fékkst af honum með því að hlusta á þær en Nixon kærði sig um, þó að sú mynd væri ekki mjög ólík þeirri, sem draga mætti upp af mörgum öðrum stjórnmálamönnum, ef þeir væru svo óheppnir, að upp um orð þeirra í viðræðum við trúnaðarmenn kæmist. Þetta var hvort tveggja slys. Engum var ætlað að sjá eða heyra. En á síðasta hausti gaf fyrirtækið Örn og Örlygur út annað bindi sjálfsævisögu Steingríms Steinþórssonar, sem var forsætisráðherra Islendinga 1950—1953. Sú mynd, sem fæst af honum við lestur hennar, er heldur tilkomulítil og furðulegt, að öðrum hafi verið ætlað að sjá hana. Hann hefur verið illa menntaður (enda ræðir hann aldrei um stjórnmálahugmyndir af neinu viti), dómharður um- fram aðra menn, þröngsýnn flokksmaður og sjálfhælinn úr hófi fram. Hann hefur hringsól- að í kringum sjálfan sig, en ekki tekið eftir þeim hreyfingum og breytingum, sem gerðu samtíma hans að einum merkilegasta tíma sögunnar. En munurinn á sjálfsævisögu hans og einkabréf- um Ciceros og segulbandsspólum Bókmenntlr eftir HANNES H. GISSURARSON Nixons er sá, að hann skrifaði bók sína til birtingar, en þeir Cicero og Nixon voru einungis óheppnir. Þessi bók Steingríms, sem er einkum um starfsár hans sem búnaðarmálastjóra, er ómerki- leg, en auðlæsileg eins og marg- ar ómerkilegar bækur eru, því að lesandinn er ótruflaður af allri greiningu, allri hugsun. Ég fann nokkrar villur við yfirlestur, og mér hefur verið bent á nokkrar aðrar. Höfundur segir (bls. 39), að Ólafur Jónsson tilraunastjóri hafi verið fertugur á aukaþingi Búnaðarfélagsins 1936. Ólafur var fæddur 1895, svo að það var ekki fjarri lagi. En síðan segir hann á næstu bls., að Sveinn Jónsson á Egilsstöðum hafi verið fjörutíu og þriggja ára á auka- þinginu og „yngstur fulltrú- anna“. Hann segir (bls. 73), að Þorbergur Þorleifsson og Jón Ivarsson hafi að sögn verið litlir vinir, „en Þorbergur varð.hlut- skarpari". Hlutskarpari í hverju? Þess er ekki getið. Hann segir (bls. 76), að Sigúrjón Jóns- son í Snæhvammi hafi verið „kunnur sem söguskáld", en Guðmundur G. Hagalín hefur bent á, að Sigurjón hafi ort ljóð, en ekki skrifað skáldsögur. Hann segir (bls. 88), að 1939 hafi Eðvarð Halldórsson verið odd- viti á Hvammstanga, en hann var Eðvald Halldórsson. Höfundur segir (bls. 130), að hann og Bjarni Ásgeirsson hafi í Yestfjarðaferð 1939 hitt Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseta íslend- inga. „Varð þá fagnaðarfundur, því að við vorum allir nákunnug- ir og flokksbræður enn.“ Þetta er rangt. Ásgeir var þá fyrir mörg- um árum genginn úr Framsókn- arflokknum og í Alþýðuflokkinn (enda segir höfundur það á bls. 180). Hann segir (bls. 157), að Skúli Guðmundsson hafi setið á Alþingi fyrir 1937, en svo var ekki. Hann segir (bls. 158), að Sigurður Bjarnason frá Vigur hafi orðið alþingismaður 1937, en hann settist ekki á Alþingi fyrr en 1942 (enda segir höfund- ur á bls. 128 um ferð út í Vigur 1939, að leiðir sínar og Sigurðar hafi síðar legið saman). Hann Steingrímur Steinþórsson vex ekki af þeirri sögu, sem hann segir af sjálfum sér i þessari bók. segir (bls. 165), að Harladur Guðmundsson hafi vikið úr rík- isstjórn Hermanns Jónassonr 17. apríl 1939, en Stefán Jóh. Stef- ánsson komið í hans stað. Þetta er rangt. Haraldur vék úr stjórn Hermanns 20. marz 1938. Hann segir (bls. 179), að kommúnistar hafi samþykkt frestun alþingis- kosninganna 1941. Þetta er rangt. Þeir voru andvígir henni. Hann segir (bls. 183), að Sjálf- stæðismenn hafi „unnið allmikið á“ í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík 1942. Þetta er rangt. Þeir töpuðu fylgi miðað við bæjarstjórnarkosningarnar 1938, þótt þeir héldu meiri hluta sínum naumlega. Hann segir (bls. 237), að Jóhann Sæmunds- son hafi vikið úr utanþings- stjórninni vegna heilsuþrests. En Jóhanni sagðist svo sjálfum frá, að hann hefði verið óánægð- ur vegna meðferðar Alþingis á dýrtíðarfrumvörpum stjórnar- innar. Margar fleiri villur má líklega finna við vandlegri lestur. Mörg dæmi eru og í ritinu um hleypi- dóma höfundar í stjórnmálum. Hann nefnir (bls. 196) frum- kvæði Sjálfstæðismanna að kjördæmabreytingunni 1942 „gerræði". Hvert var þetta óskaplega gerræði? Það var einkum það, að hlutfallskjör skyldi vera í tvímenningskjör- dæmum, en áður hafði sá flokk- ur, sem flest atkvæði fékk í slíku kjördæmi, fengið báða mennina, aðrir engan! Það er sönnu nær, að það fyrirkomulag, sem áður hafði verið og Framsóknarflokk- urinn hagnazt mjög á, hafi verið gerræðislegt’. Hann sakar (bls. 219) Gísla Jónsson alþingismann um atkvæðakaup, en hælist síð- an sjálfur um af atkvæðakaup- um sínum (t.d. bls. 202). Munur- inn á þeim var þó sá, að Gísli notaði einkum eigið fé til þeirra, en Steingrímur annarra, þ.e. almannafé. Hann lætur að því liggja (bls. 159), að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum hafi verið hlynntir nazistum eða þjóðern- is-samhyggjumönnum 1937, en rökstyður það ekki með neinum dæmum. Svo virðist sem Steingrímur og samflokksmenn hans hafi ekki talið það skyldu sína að fara gætilega með almannafé og láta eitt yfir alla ganga. Þeir og fjölskyldur þeirra ferðuðust ógjarnan um landið nema í ráðherrabílum eða á varðskip- um, ef marka má söguna, og Steingrímur segir feimnislaust (t.d. bls. 266—275) frá þeirri úthlutun leyfa, fjármagns og annarra gæða, sem stjórnmála- menn tóku að sér. Þessi bók er þrátt fyrir allt góð heimild um eitt — um það kerfi skömmtun- ar, spillingar og hafta, sem tókst að fella í upphafi viðreisnarára- tugarins, þótt Framsóknarflokk- urinn héldi dauðahaldi í það. Steingrími hefur ekki verið alls varnað. Hann er hreinskil- inn og hressilegur í máli, Eggjahvítu- snauð fæða í baráttunni gegn krabba- meini? Fyrir nokkrum árum var móðir mín skorin upp við krabbameini. Meinið var unnt að staðsetja og að öllum líkindum náðist fyrir það, svo hún gat yfirgefið sjúkrahúsið alheilbrigð. En hún var ekki ánægð með að þurfa að bíða, ef tii vili svo árum skipti, eftir að ný einkenni kæmu hugsanlega í ljós, einkenni, sem gætu þýtt sjálfan dauðann í nánd. Hún kynnti sér því allar hugsanlegar lækningaað- ferðir. Eftir krókaleiðum komst hún svo yfir bók eftir þýska iækninn Max Gerson, sem kom út árið 1961, „Krabbameinslækn- ingar“, en í bókinni kveðst lækn- irinn hafa læknað um 50 krabba- meinssjúklinga, sem taldir voru ólæknandi. Með röntgenmyndum, teknum bæði fyrir og eftir með- ferðina, lagði hann fram um- fangsmiklar skýrslur um sjúkl- inga sína, en auk þess eru í bókinni nákvæmar lýsingar á læknismeðferðinni og því hvernig Gerson uppgötvaði hana. Eiginkona mín, sem er hjúkrun- arfræðingur, fékk bókina lánaða og þýddi kaflann um sjúkdóms- meðferðina, því hún vildi hjálpa kunningja sínum, sem var illa haldinn af krabbameini. Ég hafði þó að sjálfsögðu mínar efasemdir. Læknum er enda kunnugt um, að fóik fer til „skottulækna", þar sem það fær alls kyns fyrirmæli um iækningaaðferðir. Við teljum okkur vita að þetta sé allt áhrifal- aust, enda höfum við ekkert lært um slíka hluti í háskólunum. Annars koma út á ári hverju þykk bindi bóka sem innihalda ekki annað en titla á ritverkum um krabbamein. Ráðning gátunnar? Hverju gæti nú svosem störfum hlaðinn sveitalæknir bætt við vitneskju þúsunda krabbameins- sérfræðinga? Sérfræðinga sem ár- um saman hafa barist við sjúk- dóminn. Þar sem ég vísa oft sjúklingum til sérfræðinganna, og mér er kunnugt um árangurinn, þætti mér augljóst mál að þeir kynntu sér allt sem er á döfinni viðvíkjandi möguleikum á að ráða niðurlögum sjúkdómsins, og að þeir vísi öllum kreddum á bug, til að ná settu marki. En það liggur í loftinu, að eitthvað er broslegt við bata þar sem fæðan á að hafa haft afger- andi áhrif. Þar að auki hefur Gerson ekki sannað neitt vísinda- lega. Nú vildi konan mín fá mig til að hafa þau áhrif á kunningja sinn, að hann fengist til að reyna þessar lækningaaðferðir. Við vitum öll að margir sjúklingar, ef tii vill allir, ættu helst að sleppa við vonlausa en þjáningarfulla eftirmeðferð, um það geta víst allir verið sammála um. í rökstuðningi mínum datt mér í hug að segja, að ég gæti ekki bent á neitt undrameðal Við lækn- inguna, en að það mætti ímynda sér að lækningin gæti líka hugsan- lega stafað af einhverri mikil- vægri vöntun í fæðunni. Þá hugs- aði ég hins vegar ekki sérstaklega um þetta. Kunningi konu minnar óskaði ekki að reyna aðferðina, en valdi í þess stað geisla og frumu- eyðandi lyf, og er nú löngu látinn eftir mikiar þjáningar. Síðar hef ég komist að því að ekki hafa allir gleymt Gerson, og heldur ekki danska iækninum Kristine Nolfi sem sögð er hafa haldið niðri brjóstkrabbameini er hún gekk með, en hún var á sínum tíma gerð brottræk úr læknafélag- inu. Þeir eru einkennilegir margir, sem hafa mikla ótrú á hinu nýja meðferðarkerfi og reyna heldur venjuiegu læknisaðferðirnar. Haustið 1978 gat ég hins vegar skyndilega ráðið gátuna, ég var ekki einu sinni búinn að lesa bók Gersons, svo undraeinfait var þetta. Á eftir fletti ég bókinni, og ég held því fram að allir stúdentar í lyfjafræði, sem læsu bókina án hleypidóma, myndu hafa getað fundið lausnina. Læknandi fæða Gersonsmeðferðin byrjar á 6— 12 vikna matarkúr, þar sem uppi- staðan í matnum er aðeins jurta- fæði, en þó eru eggjahvíturíkar tegundir undanskildar, svo sem alls konar baunir og hnetur. En hvernig skyldi nú standa á því, að dauðvona krabbameinssjúklingar, sem læknastéttin hefur gefist upp við, skinn og bein, geta lifað á mjög eggjahvítusnauðri fæðu, og meira að segja orðið alheilbrigðir? Lítum aðeins til baka. 1. Ef við lítum á eggjahvítuefnin eins og keðju, þá er hver hlekkur samsettur af einni amínósýru. Sumar amínósýrur kallast essi- entielle (lífsnauðsynlegar) vegna þess að líkaminn getur sjálfur ekki framleitt þær. Vanti aðeins eina í fæðuna er húngagnslaus til viðhalds eggjahvítunni. Eggja- hvítusnauð fæða er einnig mjög fitusnauð, svo að kolvetni verða aðalorkugjafinn. Vítamín og snef- ilefni eru nægileg að undantekn- um D og B vítamínum, sem við getum neitt á hverjum degi í töfluformi. En þar sem vitað er að sumar nauðsynlegar A-sýrur og vítamín geta breyst innbyrðis er ef til vill rétt að láta nægja viðbót af D og B. 2. Krabbameinsfrumur eru ólík- ar heilbrigðum frumum að því leyti að þær skipta sér miklu hraðar. Augsýnilega komast þær framhjá einhverju stjórnunar- kerfi sem heftir skiptingu heil- brigðra fruma. Fruma, sem skiptir sér verður að tvöfalda þyngd sína, svo hún geti orðið að tveimur nýjum. Þess vegna er ofur eðliiegt að reyna að svelta krabbameins- frumur til dauða. En samtímis þarf að gæta þess að skaða ekki heilbrigðar frumur. Sumar frum- ur skipta sér sjaldan og sumar jafnvel aldrei, eins og til dæmis heilafrumur. Þörf þeirra fyrir E og A vítamín hlýtur því að vera mjög lítil. Eggjahvítulitlar plöntur Af árangri nokkurra athugana sem hægt er að lesa um í bók Gersons, skal nú skýrt frá lífrænu rökunum sem skýra og skýrast af þessum athugunum. Aður skal þó tekið fram, að Gerson notaði ýmis hjálparmeðul, svo sem pipar- myntu, lifrarsalt og að hella inn í ristiiinn kaffi, ricinusolíu og safa úr grænum blöðum. Hann lagði mikla áherslu á að fæðan inni- héldi snefilefni, vítamín, hormóna og efnakljúfa. Piönturnar áttu að vera ferskar og ræktaðar á lífræn- an hátt. Ýmislegt fleira kom til greina, en Gerson lét aldrei glepj- ast af smáatriðum. Meðferðin hefst á 6—12 vikna hreinni jurtafæðu, og eru aðeins eggjahvítusnauðar jurtir notaðar. Afeitrunarkaflann kallaði Gerson fyrstu 2 vikurnar, þá urðu sjúkl- ingar oft illa haldnir vegna ógleði, höfuðverkja, uppþembu og fleiri kvilla. Á sjúkrastofunni var megn óþægilegur þefur, sem ekki hvarf nema málað væri, eftir að sjúkl- ingurinn yfirgaf stofuna. Eggja- hvítuefnin og lyktandi sýrur síast út í þvagið á meðan á afeitrunar- kaflanum stendur. Ástand lifrar- innar hefur mikla þýðingu fyrir framvindu tilraunanna. Hvað hvítu bióðkornin snertir, skapað- ist jafnvægi, hvort sem þau höfðu verið í mciri- eða minnihluta, það er hátt eða lágt hlutfall í blóði viðkomandi sjúklings. Skýringin gæti verið: í baráttunni við dauðann standa krabbameinsfrumurnar verst að vígi, því þær eiga erfiðast með að vera án eggjahvítuefnanna. Ein- vörðungu þess vegna mætti álíta sem svo, að þau æxli sem eru hvað illkynjuðust og í mestum vexti, hyrfu fyrst og öruggast. Skipting heilbrigðra fruma gæti tafist ef of lítið er af eggjahvítuefnum. Álíta verður að eðlilegar frumur, öfugt við krabbameinsfrumur, bíði með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.