Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL Jóhannes. A síðasta ári nam velta fyrir- tækisins liðlega 125 milljónum Bandaríkjadollara, eða sem næst 781 milljón nýkróna (78100 millj- ónum gkróna). Árið á undan var velta fyrirtækisins um 100 millj- ónir Bandaríkjadollara, eða sem næst 625 milljónum nýkróna (62500 milljónum gkróna) og nem- ur því aukningin um 25% í Bandaríkjadollurum reiknað. Aðspurður sagði Jóhannes, að ekki hefðu neinar nýjar flugleiðir Cargolux kom út með hagnað á síðasta ári „ÞAÐ er ekki hægt að segja annað en við séum þokkalega ánægðir með útkomuna á síðasta ári. Það er ljóst, að einhver hagnaður verður af rekstrinum þótt engar endanlegar tölur liggi fyrir ennþá þar að lútandi, „sagði Jóhannes Einarsson, framkvæmdastjóri Cargolux í Luxemborg í samtali við Mbl. „Við erum með tvær Jumbo, Boeing 747-þotur í gangi, auk þriggja DC-8-vöruflutningavéla og einnar DC-8-farþegaþotu,“ sagði verið teknar upp nýverið, en í dag er mest flogið til Austurlanda fjær, auk þess sem stöðugir flutn- ingar eru til Afríku og Ameríku, en Ameríkuflugið var tekið upp á síðasta ári. Jóhannes sagði, að Ameríkuflugið lofaði góðu og þeir bindu miklar vonir við það í framtíðinni, en fyrirtækið rekur eigin starfsemi í Houston í Texas. Þá kom fram í samtalinu við Jóhannes Einarsson, að Cargolux flygi um þessar mundir leigufar- þegaflug fyrir flugfélag í Bangla- desh og væri notuð til flugsins DC-8-farþegaþota. Jóhannes sagði það flug ganga að óskum. Að síðustu sagði Jóhannes, að engar áætlanir væru uppi hjá Cargolux að fjölga flugvélum, en eins og komið hefur fram áður, þá hafa Jumbo-þotur félagsins reynzt með afbrigðum vel, reyndar mun betur en forráðamenn fyrirtækis- ins höfðu þorað að vona. Heildarveltan var um 781 millj- ón nýkróna og jókst um 25% milli ára Jakob Gíslason kjör- inn heiðursfplagi Stjóm- unarfélags Islands Tuttugu ár liðin frá stofnun félagsins AÐALFUNDUR Stjórnunarfélags íslands var haldinn að Hótel Loft- leiðum, fimmtudaginn 22. janúar, og lauk félagið þá tuttugasta starfsári sínu. Fundinn sóttu um 60 félagar og var fundarstjóri Jón H. Bergs forstjóri. I skýrslu Harðar Sigurgestssonar formanns félagsins kom fram að starfsemi þess hefur verið mjög umfangsmikil á liðnu ári. Meðal nefnt ráðstefnu- og námskeiðahald. Klúbbur starfsmannastjóra er starfandi, en á fundum hans er fjallað um starfsmannahald og starfsmannamál. Bókaklúbbur tók til starfa fyrir rúmu ári, og er hlutverk hans að dreifa til klúbbfé- laga góðum erlendum bókum um stjórnun. Á árinu var komið á fót ársskýrslunefnd sem ætlað er að veita viðurkenningu til þess fyrir- tækis hérlendis sem sendir frá sér bestu ársskýrsluna á hverju ári, og verður viðurkenningin veitt í fyrsta sinn nú í ár. Á árinu fór hópur félagsmanna í heimsókn til Lands- banka Islands, og fékk að kynnast skipulagi og stjórnun bankans. unarfélags íslands. Jakob Gíslason var aðalhvatamaður að stofnun Stjórnunarfélags íslands, er félagið var stofnað, 24. janúar 1961. Fyrir stofnfundinn hafði Jakob um nokk- urt skeið kannað undirtektir manna fyrir stofnun félagsins. Sá grund- Hörður Sigurgestsson, formaður Stjórnunarfélags- ins, afhendir Jakobi Gíslasyni fv. formanni félagsins sérstakan heiðursskjöld til staðfest- ingar því, að Jakob var kjör- inn heiðursfélagi Stjórnunarfé- lagsins. Frá aðalfundi Stjórnunarfélags íslands í sl. viku. Ljó«mynd Mbl. Emilia verkefna má nefna að efnt var til ráðstefnu um efnið ísland árið 2000, og námstefna um Rekstur veitinga- húsa, Sölu á erlendum mörkuðum og Hagræðingu í heilbrigðisstofnun- um, og Spástefnu þar sem spáð var fyrir um þróun efnahagsmála árið 1981. Á árinu lagði félagið sérstaka áherslu á að fá til landsins erlenda fyrirlesara og ráðgjafa í því skyni að leiðbeina á námskeiðum og flytja fyrirlestra á ráðstefnum og nám- stefnum félagsins. Alls komu tólf erlendir gestir á liðnu ári til fyrir- lestrarhalds á vegum félagsins. Haldin voru 35 stjórnunarnám- skeið með innlendum leiðbeinendum og var þar m.a. fjaiiað um fjölmörg verkefni sem ekki hafa verið tekin fyrir á námskeiðum áður. Fjölmörg önnur starfsemi fer fram á vegum félagsins en áður- Undanfarin tvö árin hefur félagið unnið að því að koma sér upp skrifstofu og kennsluaðstöðu að Síðumúla 23, en þar er félagið nú til húsa. Á aðalfundinum var stjórn félags- ins endurkosin. Formaður félagsins er Hörður Sigurgestsson, en aðrir í stjórn Ásmundur Stefánsson, Björn Friðfinnsson, Davíð Gunnarsson, Jakob Gíslason, Ólafur B. Ólafsson, Óskar H. Gunnarsson, Steinar Berg Björnsson og Tryggvi Pálsson. I framkvæmdaráð félagsins voru kjörnir: Erlendur Einarsson, Eyjólf- ur ísfeld Eyjólfsson, Guðmundur Einarsson, Jón Sigurðsson, Jón H. Bergs, Kristín Tryggvadóttir, Kristján Sigurgestsson, Otto A. Michelsen, Ragnar S. Halldórsson, Snorri Jónsson, Sveinn Björnsson og Valur Valsson. Á aðalfundinum var Jakob Gísla- son fv. formaður Stjórnunarfélags- ins gerður að heiðursfélaga Stjórn- völlur sem þá var lagður er enn sá stofn sem félagið stendur á. Jakob Gíslason var fyrsti formað- ur félagsins og gegndi formanns- starfi til ársins 1973 eða í alls 12 ár og á hann enn sæti í stjórn félagsins. Auk starfa að stjórnunarmálum á vettvangi Stjórnunarfélags íslands hefur Jakob átt sæti í opinberum nefndum þar sem stjórnunar- og hagræðingarmál hafa verið til um- fjöllunar. Framlög Jakobs Gíslason- ar til stjórnunarfræðslumála á ís- landi verða því seint fullmetin. í lok aðalfundarins flutti Jón Sigurðsson forstjóri Islenska Járn- blendifélagsins erindi sem hann nefndi „Hefur Stjórnunarfélagið gert nokkurt gagn?“. Erindið var einkum fróðlegt og góð upprifjun á því hlutvérki sem félagið hefur gegnt í framþróun stjórnunarmála hérlendis, og mikilvægi þess að áfram sé haldið á sömu braut. Vetrardekk: Álagningin er 12% - ríkið hirðir 46,9% MAÐUR nokkur kom á dekkja- verkstæði fyrir skömmu síðan og sagðist vilja fá fjögur snjódekk undir bílinn sinn, sem væri með- alstór fólksbíll. Afgreiðslumaður- inn taldi það sjálfsagt og hafizt var handa við að skipta á felgun- um. Nýju dekkin voru komin undir og ánægður bílstjórinn hafði komið sumardekkjunum fyrir í farangursgeymslu bílsins. Þá kom að því að maðurinn ætlaði að fara að borga fyrir nýju dekkin. Afgreiðslumaðurinn sagði að hvert dekk kostaði 52.869 krónur og umgangurinn því 211.476 krónur. Karli brá heldur í brún og spurði hvort álagningin væri svona óheyrileg. Svarið kom um hæl: „Nei, álagningin er að- eins 12%, það er stóribróðir sem tekur bróðurpartinn af þessu, þ.e.a.s. ríkissjóður. Við athugun á því hver væri hlutur innflytjandans og hver væri hlutur ríkissjóðs, banka og skipaféiags kom eftirfarandi í ljós: 1. Innkaupsverð 2. Tollur, vörugj., gúmmígj. söluskattur 3. Flutn., vátr., uppskipun o.fl. 4. Bankakostn. og vextir 5. Álagning Samtals 100,0 Stóri bróðir passar sem sagt upp á sitt! kr. % 16.937 32,0 24.814 46,9 2.961 5,6 1.627 3,1 6.530 12,4 52.869

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.