Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 Fræðsluþáttur Geðverndarfélags íslands Umsjón: Gylfi Ásmundsson Verkefni Geð- verndarfélags íslands í hinum íyrsta þessara frædsluþátta, sem hófu KónKU sína fyrir hálfum mánuði, var GeðverndarfélaK íslands kynnt lítilleKa. Verður nú Ketið þess helsta sem félaKÍð hefur unnið að. Verkefni Geðverndar- félaKS íslands 1. Þátttaka í uppbyggingu og eignaraðild að Vinnuheimilinu að Reykjalundi. Þar er nú aihliða endurhaefingarstöð, þar sem geðsjúkir njóta endurhæf- ingar við hlið annarra sjúkl- inga, og er það sú stefna sem nú er víða að ryðja sér til rúms erlendis, en Reykjalundur gekk þar á undan eins og í svo mörgu öðru í endurhæfingarmálum. 2. Fjárhagslegur stuðningur við Bergiðjuna, vinnuþjálfunarstöð Kleppsspítalans fyrir geðsjúka á leið út í lífið að nýju. 3. Útgáfa tímaritsins Geðverndar, sem hefur komið reglulega út síðan 1966 og birtir greinar um geðfræðileg efni. 4. Rekstur upplýsinga- og ráð- gjafaþjónustu á skrifstofu fé- lagsins í Hafnarstræti 5 sl. 12 ár. 5. Tvær ráðstefnur um geðheil- brigðismál, hin fyrri 1971 og hin síðari í janúar 1980. Auk þess námsstefna um geðheil- brigðismál fyrir almenning sl. vor. 6. Félagið hefur einnig haldið uppi annars konar fræðslu- starfsemi, t.d. með útvarpsfyr- irlestrum og blaðagreinum. Þá hafa verið haldin tvö námskeið fyrir foreldra um unglinga. 7. Félagið hefur veitt styrki til náms í greinum þar sem skort- ur hefur verið á fólki til starfa fyrir geðsjúka, t.d. iðjuþjálfun. Einnig hafa verið veittir styrkir til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum. 8. í undirbúningi er aukin fræðslustarfsemi, bæði fyrir sérmenntað fólk og almenning. 9. Einnig er í undirbúningi bygg- ing heimiiis eða áningarstaðar fyrir geðsjúka í afturbata og nýtur félagið þar fjárhagslegs stuðnings Kiwanishreyfingar- innar á Islandi. Það er mat félagsins að á þessu sviði sé mjög brýnt að gera átak. Geðhjálp Haustið 1979 var stofnað félagið Geðhjálp, félag geðsjúklinga og aðstandenda þeirra. Hefur þar verið unnið mjög kraftmikið starf með fundum og fræðsluerindum. Það er einkum fyrir áhrif þess, að á Alþingi var sl. haust lögð fram þingsályktunartillaga um úrbætur í geðheilbrigðismálum. Náið og gott samstarf er á milli Geðvernd- arfélags Islands og Geðhjálpar og á Geðhjálp fulltrúa í stjórn og fræðslunefnd Geðverndarfélags- ins. Formaður Geðhjálpar er Margrét Sveinsdóttir. Tilgangur félagsins er: a. Að bæta hag geðsjúkra og aðstandenda þeirra, svo og allra annarra, er eiga við geð- ræn og sálræn vandamál að etja. b. Að annast kynningu á málefn- um geðsjúkra og fræðslu um vandamál þeirra og aðstand- enda þeirra með útgáfustarf- semi eða á annan hátt, og leitast við að hafa áhrif á almenningsálit gagnvart geð- sjúkdómum og vandamálum í tengslum við þá. c. Að vera vettvangur fyrir um- ræður í hópi geðsjúkra og aðstandenda þeirra og velunn- ara, þannig að fólk með sameig- inleg vandamál geti rætt reynslu sína og erfiðleika, og koma á umræðum við starfandi aðila á sviði heilbrigðismála, fræðslumála, dómsmála og öðr- um sviðum, þar sem fjallað er um vandamál geðsjúkra. d. Að stuðla að því, að geðsjúkum veitist eðlileg skilyrði til að njóta hæfileika sinna, mennt- unar og starfsorku, og vinna gegn hvers konar fordómum eða mismunun gagnvart þeim. e. Að stuðla að aukinni menntun þeirra, er annast geðsjúka, og vinna að því að hún nýtist geðsjúkum, aðstandendum þeirra og þjóðinni sem best. f. Að vinna að eflingu og fjölgun heimila og stofnana í þágu geðsjúkra og umbótum í starf- semi þeirra, ásamt aukinni þjónustu og aðstoð utan stofn- ana. Hvert get ég leitað? Þegar geðrænan vanda eða sjúkleika ber að höndum, ekki síst ef brýnt er að leita aðstoðar strax, eru margir sem vita ekki svarið við ofangreindri spurningu. Hér á eftir fer listi yfir helstu stofnanir og aðra aðila, sem leita má til. Landspítalinn, göngudeild geð- deildar, s: 29000, Kleppsspítali, s: 38160, Borgarspítali, geðdeild, s. 81200, Borgarspitaíi, dagdeild, Hvítabandi, Skóíavörðustig 37, s. 13744, Fjórðungssjúkrahúsið, Ak- ureyri, S: 96-22100. Heimilislæknar Geðlæknar og sálfræðingar starf- andi á eigin vegum: Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar, fjölskyldudeild: Hverfi 1 — Vonarstræti 4, s. 25500, Hverfi 2 — Síðumúla 34, s: 85911, Hverfi 3 — Asparfelli 12, s: 74544, Ráðgjafaþjónusta Geð- verndarfélags íslands, Hafnar- stræti 5, s: 12139, Geðhjálp. For- maður Margrét Sveinsdóttir, s: 76398. Ár fatlaðra Árið 1981 er tileinkað máli fatl- aðra. Orðin fötlun og fatlaður hafa hingað til verið sett í sarhband við líkamlega fötlun, ekki síst þá sem veldur hreyfihömlun. Fólk lítur eðlilega svo á, að á ári fatlaðra eigi að gera stórátak til bættra lífsskilyrða líkamlega fatlaðs fólks, og geta væntanlega allir verið sammála um nauðsyn þess. Nú er hins vegar farið að nota orðið fötlun í víðari skilningi um alla þá, sem búa við skerta starfs- orku og minni möguleika á að njóta sín í samfélaginu af líkam- legum eða andlegum ástæðum. Skilgreining Sameinuðu þjóðanna á ári fatlaðra tekur til bæði andlegrar og líkamlegrar fötlunar. Stærsti hópur fatlaðra í þessu landi sem og víðast hvar annars staðar hefur fatlast af völdum geðsjúkdóma. Það er óskandi að árið 1981 eigi eftir að marka þáttaskil í málefnum geðsjúkra ekki síður en i málefnum annars fatlaðs fólks. En það er sérstök ástæða til þess að vekja athygli á þessu nú í upphafi ársins, því að geðsjúkir vilja svo oft gleymast, þegar fjallað er um úrbætur í heilbrigðis- og féiagsmálum. Kremylus (Eyvindur Erlendsson) legKur áherslu á orð sin. Breiðholtsleikhúsið: Plútus eítir Aristofanes. Þýðing: Hilmar J. Hauks- son. Leikstjórn: Geir Rögn- valdsson. Búningar: Hjördís Bergs- dóttir. Breiðholtshverfið var skrýtileg smíð frá hendi skipulagsyfirvalda. Stærðar steinkumböldum hrúgað niður kringum fáeinar nauðsynja- vörubúðir. Hvergi að finna sam- komusali, sundstaði, bíó, leikhús, hvað þá kirkju. Ekkert hugsað um þarfir íbúanna utan þeirra sem til skrokksins teljast. Samt áttu að búa hér tvöfalt fleiri en í höfuð- stað Norðurlands. En skipulagsyf- irvöldum sást yfir eitt, það býr nefnilega fólk í Breiðholti rétt eins og öðrum hverfum og nú er þar að rísa kirkja, kvikmyndahús með mörgum sölum, ágætis sund- laug við fullkomnasta framhalds- skóla landsins, og rétt í þessu leikhópur, skipaður lærðum leik- urum, sem nefnir sig Breiðholts- leikhúsið. Það er varla hægt að kalla Breiðholtið svefnhverfi leng- ur? Þessi nýjasti frjóangi menning- arinnar í Breiðholti haslar sér völl með eldgömlu leikverki Plútusi eftir þann tvöþúsund og fimm- hundruð ára gamla kappa Aristo- fanes Til fróðieiks má geta þess að sá er talinn einna fremstur í hópi leikritaskálda Forn-Grikkja. Sóm- ir sér vel við hlið þeirra Aiskýlos- ar, Sófóklesar og Evrípídesar. Þótt hann hafi ekki starfað á sviði harmleiksins heldur kómedíunnar eða háðsádeilunnar. Vissulega gæti maður ætlað það glæsilega byrjun að velja verk eftir einn fremsta leikritahöfund vestur- landa. Á hitt ber að líta að fyrir valinu varð verk sem hefur verið talið fremur slakt. Plútus er held ég seinasta verk Aristofanesar, karl tekinn að reskjast er hann samdi leikinn. Enda finnst mér lítill kraftur í textanum, sem er annars víðast hvar lipurlega og hnyttilega þýddur af Hilmari J. Helgasyni. Efnið er og fjarlægt þótt kjarni þess afl auðsins sé að sönnu sígilt. Hinsvegar er hin sífellda skírskotun til guðanna svo nátengd hugmyndaheimi Forn- Grikkja að varla er hægt að ætlast til þess að við kennum til með því fólki sem birtist þarna á sviðinu. Leikur guðanna að lífi þess er okkur álíka fjarrænn og leikur barnsins að legg og skel. Hann tilheyrir fjarlægum tíma, ólíkum staðháttum. Raunar fannst mér sviðið svo fjarlægt að ég hló að hinu sorglega en syrgði hið hlægi- lega, rétt eins og í leikhúsi fárán- Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON leikans. Slíkt hefur vafalaust ekki verið ætlun leikhópsins í upphafi en svo er eins og hið furðulega leikaraval hafi runnið upp fyrir leikkröftum í miðju kafi og kippt undan þeim fótunum. Og að lokum er eins og þeir svífi um í þoku eða eigum við að segja móðu fjarsk- ans. Hin sterka persóna Aristo- fanesar hefur sem sé sveigt þá til hins fjarlæga veruleika, sem jafn- framt þeytir leikendum langt út úr hinum notalega leiksal Fella- skóla. Það er máski út í hött að víkja að frammistöðu leikaranna í þeirri úlfakreppu sem leikritaval- ið setur þá óhjákvæmilega í. Eyvindur Erlendsson, sá ágæti leikstjóri, fálmar þarna út í loftið eins og hann sé að strá byggi fyrir áhorfendur. Sigrún Björnsdóttir og Kristín Bjarnadóttir reika um líkastar skuggaverum. Kristín S. Kristjánsdóttir veltur hins vegar um sviðið nokkuð smellin á köfl- um, Evert Ingólfsson þýtur um reistur mjög, sýnir þó vissa dýpt í þætti hins blinda Plútusar, Þór- unn Pálsdóttir hoppar um sviðið létt og leikandi og verður að segjast að hún er sú eina sem nær til manns svo eðlileg er hún. Þegar ég kom út í krapann að lokinni sýningu, blöstu við mér gráir steinkumbaldarnir. Glugg- arnir uppljómaðir af ísbláum sjónvarpsgeislunum. Mér flaug í hug hvort það þýddi nokkuð að vera að sýna leikrit við rætur þessarra steinbjarga nema þá á fimmtudögum. Áð vísu eru video- tæki víst komin í sumar blokkirn- ar. En samt er enn þá von á meðan til er fólk sem vill hitta annað fólk og skemmta því. Ég vil þakka aðstandendum Breiðholtsleik- hússins fyrir þennan litla frjó- anga og vona að þarna rísi sterkur stofn í framtíðinni. Jafnvel svo sterkur að kaldur steinninn hylj- ist gróðri, áður en geislinn ísblái tekur yfir. Plútus eftir Aristófanes Atlantic Fishing Sérblað á ensku um íslenzkan sjávarútveg NEWS from Iceland, mánaðarlegt frétta- og viðskiptablað Iceland Review á ensku, er nú að hefja sjötta árið. í janúarblaðinu, sem nýlega er komið út, er brotið upp á því nýmæli, að hafin er útgáfa á sérstöku fylgiriti, Atlantic Fish- ing, sem eingöngu fjallar um sjávarútvegsmál Islendinga. Ritstjórnin gerir grein fyrir þessu nýja blaði á forsíðu og segir m.a. að ráðizt hafi verið í þetta vegna vaxandi áhuga lesenda News from Iceland á auknum og fyllri upplýsingum um sjávarafla og fiskiðnað landsins. Atlantic Fishing mun fylgja News from Iceland af og til eftir þörfum, ekki mánaðarlega fyrst í stað. Janúar- blaðið er í heild 32 síður, þar af er Atlantic Fishing 12 síður. Af öðru nýmæli í þessu 60. tölublaði News from Iceland má nefna að hér er lagður grunnur að sérstökum þætti fyrir erlenda gesti í landinu og er ætlun útgef- anda að News from Iceland muni að hluta þróast á þann veg, að það flytji yfirlit yfir allt það mark- verðasta, sem hér er að gerast og þykir girnilegt til fróðleiks og góð ábending erlendum gestum í land- inu. Óskar útgáfan samvinnu við alla, sem hlut eiga að máli — þannig, að ritstjórnin verði látin vita af því í tæka tíð, sem ætla má að erlent fólk í landinu geti haft ánægju og gagn af. Það er fyrst og Atlantic Fishing - “—*ssr~—-—--- Biggest Cod Catch Ever : Hnrlng FlíÍMwg N>rm Cépsín íalM I Capacity T*rg«t* - Fi«h fremst fyrir tilmæli Ferðamála- ráðs að News from Iceland tekur að sér að þjóna þessum þætti og safna umræddum upplýsingum, sem hingað til hafa ekki verið aðgengilegar á einum stað, eins og tíðkast víða erlendis. Janúarblað News from Iceland flytur greinargott fréttayfirlit síð- asta mánaðar — ásamt sérstökum þáttum, sem jafnan birtast mán- aðarlega: Efnahagsmálaþætti dr. Þráins Eggertssonar og þætti um menningarmál eftir Aðalstein Ingólfsson. Þá er og grein um stjórnmálaástandið eftir Jón Baldvin Hannibalsson, en það er ætlun blaðsins að fá talsmenn stjórnmálaflokkanna til að gera úttekt á ástandinu af og til. News from Iceland hóf göngu sína á miðju ári 1975 og hefur náð umtalsverðri útbreiðslu. Þetta er eina reglulega fréttaþjónustan frá íslandi á ensku í blaðsformi og lesendur þess skipta þúsundum úti um allan heim. Bæði eru það einstakir áskrifendur, en líka stór hópur, sem fær blaðið sent reglu- lega frá íslenzkum aðilum — bæði fyrirtækjum og stofnunum, sem áhuga hafa á að styrkja tengsl sín við margs konar viðskiptaaðila með því að gefa þeim tækifæri til að fylgjast vel með þróun mála hér. Er utanríkisþjónustan stærsti einstaki dreifingaraðili News from Iceland. Útgefandi og ritstjóri blaðsins er Haraldur J. Hamar, meðrit- stjóri og aðaltextahöfundur hefur frá upphafi verið Haukur Böðv- arsson. Blaðið er prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins. Vegna þess að News from Ice- land hefur ekki verið kynnt mikið innanlands, hefur útgáfan ákveðið að bjóða þeira, sem áhuga hafa, ókeypis sýniseintak út þessa viku (til 23. jan.), eða meðan umfram- eintök endast. Einungis þarf að hringja í síma Iceland Review, 27622, (eða skrifa), og sýniseintak verður póstsent án endurgjalds. (Fréttatilkynninx)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.