Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 31 88 milljóna ný króna halli á rekstri SAS Halli á rekstri fyrirtækisins í fyrsta sinn í 17 ár SKANDINAVÍSKA flugfélaKÍð SAS tilkynnti fyrir skömmu, að tap fyrirtækisins fjárhagsárið 1979—1980 hefði verið liðlega 62,2 milljónir sænskra króna, eða sem nemur um 88 milljónum íslenzkra nýkróna (8800 milljónum ís- lenzkra gkróna), en fjárhagsárið þar á undan var hagnaður fyrir- tækisins um 147,6 milljónir sænskra króna, eða sem nemur um 207 milljónum íslenzkra ný- króna (20700 milljónum íslenzkra gkróna). Fjárhagsár SAS endar 30. september ár hvert. Þessar tölur eru fyrir afskriftir og skatta. Það fer því ekki á milli mála, að ástandið hjá SAS endurspeglar þann mikla vanda, sem er við að etja í flugrekstri, þ.e. minnkandi flutninga og síhækkandi eldsneyt- isverð. Þetta er í fyrsta skipti í 17 ár sem SAS sýnir tap á rekstri sínum og segir það sína sögu. Til að bæta gráu ofan á svart hjá SAS á síðasta ári varð fyrirtækið fyrir nokkrum skakkaföllum, eða tapaði sem nemur um 140 milljónum íslenzkra nýkróna (14000 milljón- um íslenzkra gkróna) vegna óróa á vinnumarkaðnum í Svíþjóð og Noregi. Heildarvelta fyrirtækisins fjár- hagsárið 1979—1980 var tæplega 9.350 milljónir sænskra króna, eða um 1.300 milljónum íslenzkra nýkróna, eða um 130 milljörðum gkróna. Á síðasta ári flutti SAS alls tæplega 8,4 milljónir farþega, sem er 276 þúsund farþegum minna en árið á undan. Vöru- flutningar minnkuðu á síðasta ári um því sem næst 3% en flutningar með póst jukust um liðlega 10%. Heildarfjöldi starfsmanna SAS var í upphafi ársins 24.333, en við lok þess 24.469. Flugliðar í árs- byrjun voru 17.046, en við lok þess 16.887. í ársbyrjun í fyrra tilkynnti SAS um áætlanir fyrirtækisins, sem leiða áttu til meiri hagnaðar. Þar var reiknað með fækkun starfsliðs og hætt yrði að fljúga til staða, sem væru ekki nægilega arðbærir. Nýr íslenzk- ur staðall NÝR íslenzkur staðall, ÍST-67, um neyzluvatnslagnir tengdar vatns- og hitaveitum bæjar- og sveitarfé- laga, kom út á síðasta ári. Staðall þessi er byggður á riti frá nor- rænu byggingamálanefndinni og hliðstæðum stöðum, t.d. DE 439, en hann er einn af þeim stöðlum, sem byggingareglugerð fyrir allt landið staðfesti fyrir tveimur ár- um. Steypustyrktarstál framleitt hérlendis? NÝLEGA lauk gerð áætlunar á vegum iðnaðarráðuneytisins um stálbræðslu til framleiðslu á steypustyrktarstáli hér á landi, en Tæknideild Iðntæknistofnunar ís- lands tók þátt í athugunum og áætlunargerð ásamt fleiri aðilum, utanlands og innan, segir í nýút- komnu fréttabréfi Iðntæknistofn- Þá segir að steypustyrktarstál sé eitt af nauðsynlegustu bygg- ingarefnum í landi þar sem hætt sé við jarðskjálftum, og færist notkun þess í vöxt. Verksmiðjan mun ýta undir landhreinsun og nýta þá miklu hauga af brotajárni, sem upp hafa safnast og halda áfram að safnast. Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um byggingu verksmiðjunnar, gæti framleiðsla hafist strax á árinu 1983, segir að siðustu í fréttabréfinu. Ari T. Guðmundsson: Glansmynd og barnatrú í góðri trú á óvissuna Tvisvar eða þrisvar hef ég átt orðastað við Björn Bjarnason í Morgunblaðinu. Tækifærin gefast enn. Björn veltir nýlega vöngum yfir sjóvörnum í svonefndu GIÚK- hliði milli Grænlands, íslands og Stóra-Bretlands. Hann segir m.a.: „Öll varnaráform Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu byggjast á því að sjóleiðinni yfir Atlantshaf verði haldið opinni. Trúi menn ekki að það sé unnt leiðir það sjálfkrafa tii vantrausts á Átl- antshafsbandalaginu ...“ o.s.frv. (mín feitletrun). Ég hélt að trú tilheyrði fortíð- inni þegar um stíðsrekstur er að ræða. Nú telst ég herstöðvaand- stæðingur og eindreginn andstæð- ingur Sovétríkjanna. Nóg er til af gömlum og nýjum rökum fyrir úrsögn íslands úr NATO. Éinn flokkur slíkra raka snýst um yfirlýsta varnargetu NATO. Sé hún bæði lítil og versnandi, þá ætti slík staða að fá allmarga gamalgróna NATO-sinna til að skipta um skoðun á öryggi íslands. Ónýtar NATO-varnir ættu ekki síður að styrkja þá skoðun fólks að við sjálf verðum að tryggja öryggi landsins. Reyndar mælir margt annað með því líka, en það er önnur saga. Að svo komnu máli leggur Björn Bjarnason mikið upp úr því að menn trúi á varnarmátt NATO. Einhvern veginn finnst mér það ótrúleg grunnhyggni. Álíka og þegar menn úr röðum herstöðva- andstæðinga telja ýmist landið hólpið ef það stendur utan hernað- arbandalaga eða trúa á dómsdag og gjöreyðingu. Óskhyggja, trú og forval á ákveðinni atburðarás geta aldrei átt samleið með landvörn- um og almannavörnum. Hið ómögulega Ferðir hundraða skipa og hundraða flugvéla yfir Atlants- hafið í upphafi styrjaldar er undirstaða NATO-varna í Evrópu. Ýmsar vangaveltur um varnir handa þessari skrúðgöngu hafa sést. Allt of margar þeirra benda til þess að litlar líkur séu á því að hún geri gagn. Björn segir m.a. að Varsjár- bandalagið muni aðallega nota kafbáta til að granda skipum þessarar miklu lestar. Hvað ef það einbeitir sér að liðsflutningum NATO í lofti? Björn gerir líka grein fyrir hugmyndum um að loka GIÚK- hliðinu með hjálp 3 sveita flug- móðurskipa og kafbátaleitarvéla. Hvernig rímar þetta við þá stað- reynd að kafbátar Varsjárbanda- Iagsins komast inn í Atlantshafið að sunnan og eru þegar á helstu siglingaleiðum? Auk þess eiga Sovétmenn miklu fullkomnari (og nánast óvinnandi) eldflauga- og flugmóðurskip en NATO, þótt færri séu. Ekki má gleyma Back- fire-vélunum sem hafa 4000 km flugdrægni og gera bæði skipum og gömlum, hægfleygum kafbáta- vélum NATO erfitt fyrir. Hvað með meðaldræg flugskeyti Sovét- manna í Evrópu, sem hafa miðun- arnákvæmni allt niður í 50 m frá skotmarki? Og minnir mig ekki rétt að flugmóðurskip NATO séu gömul og án eldflaugavarna, en verða að treysta á hjálparskip með slíkum búnaði. Svo kom það fram í æfingunni „Proud Spirit" fyrir skömmu að fjarskipta- og tölvukerfi Bandaríkjanna hrundi ef svo mætti segja (heimild: Washington Star og NTB/UPI). Ari T. Guðmundsson - vegna greinar Björns Bjarnasonar Þannig mætti lengi telja. Auðvitað er NATO-foringjum kunnugt um allt þetta. Þeir reyna bara að halda uppi trú fólks á NATO og komast hjá kröfum um endurskipulagningu og sjálfstæði Evrópuvarna með því að fela óþægilegar spurningar og stað- reyndir. 9 Hæpnar forsendur Af grein Björns sést líka greini- lega hvernig NATO-foringjarnir velja sér forsendur við áætlana- gerð eftir hentugleikum. Þeir láta eins og Varsjárbandalagið muni beina spjótum sínum að flug- og skipalestinni miklu. En hvað ef flugvellir og hafnir í Evrópu verða nú aðalskotspænirnir? Þá er gert ráð fyrir að styrjöld hefjist með átökum í Mið-Evrópu. Gömul herstjórnarfræði segja til um að sniðugt kunni að vera að „afgreiða" jaðarsvæðin fyrst. Hvað ef Varsjárbandalagið byrjar á að tryggja sér yfirráð fyrst yfir Noregi, Islandi, Grikklandi, Tyrk- landi og Rauðahafslöndununi? Hvað ef NATO byrjar sókn á undan andstæðingnum? Mér sýnist að botninn sé löngu dottinn úr talinu um „sameigin- legar varnir Evrópu" og skipalest- arrómantíkinni. Risaveldabanda- lögin bæði eru tæki risaveldanna til þess að tryggja sér húskarla og NATO stendur í vegi fyrir skyn- samlegum landvörnum smáríkja í Evrópu. Hér heima hafa áróðurs- brögð NATO leitt til þess að menn deila enn einungis um aðildina að NATO en hafa gleymt hættunni sem vofir yfir og nauðsyn þess að Islendingar sjálfir tryggi eigið öryggi eftir því sem þeim er fært. Island í skotlínu Ég get ómögulega séð að ísland geti staðið jafn fjarri stríðsátök- um í 3. heimsstyrjöldinni og í 2. heimsstyrjöldinni. Landið er ein- faldlega í „skotlínu" milli risa- veldanna og milli þess og Noregs er ein helsta leið Sovétríkjanna út á heimshöfin. Eitt skref frá þátttöku í stríði er úrsögn úr NATO. En það dugar ekki til og alls óvíst hvort af því verður fyrir upphaf styrjaldar. Annar skerfur felst í því að vantreysta loforðum NATO um að nokkur þúsund hermenn með sitt hafurtask komi einhvers staðar úr Bandaríkjunum ef í harðbakkann slær. Að auki mynda þeir ekki skárstu hugsanlegar landvarnir og það er ekki einu sinni víst að viðvörun um yfirvofandi stríð komi með margra daga f.vrirvara eins og gert er ráð fyrir. Ekki má gieyma því að margir slá því föstu að margra mega- tonna kjarnasprengju verði skotið á Keflavík. En það er óvíst í raun. Allt hvetur þetta til þess að íslenskir stjórnmálaflokkar opni augun fyrir raunveruleikanum og fari að hyggja að öllum götunum í fagurgala NATO, í friðarþvætt- ingi Sovétríkjanna og íslenskum almannavörnum og neyðaráætl- unum. Mörg þeirra málæ eru þannig vaxin að menn geta sam- einast um þau án þess að hætta deilum um aðra þætti varnarmál- anna. Nú þarf tillögur Guðmundur Georgsson segir í Þjóðviljanum að allt tal um al- mannavarnir sé hættulegt og af- vegaleiðandi hjal. Sá dómur bygg- ir á skoðun nokkurra bandarískra lækna. En þeir miða bæði við bandarískar milljónaborgir og þá skoðun að frestur til athafna áður en kjarnasprengjur springa þar, verði nánast enginn. Ég hafna skoðun Guðmundar hvað ísland varðar. Nú sem stendur fá Almanna- varnir fáeina tugi milljóna gkr. frá ríkinu. Með 3 daga fyrirvara er hægt að koma upp sæmilegum geislaskýlum til nokkurra daga. Einnig er til á pappír brottflutn- ingsáætlun fyrir SV-land, sem er óreynd á öllum sviðum. Ekki eru til geislaskýli til 3 vikna sem er lágmarkstími til að sleppa við alvarlega geislun, hvað þá skýli gegn sprengiþrýstingi eða venju- legum loftárásum. Ekkert vara- slökkvilið er til, ekkert neyðar- kerfi á helstu fjarskiptum og útvarpi fyrir allt land, engar varahlutabirgðir í lífsnauðsynleg tæki, engin áætlun um stjórnsýslu á stríðstímum, engar vistunar- áætlanir fyrir tugþúsundir manna, ekki mannskapur til þess að framkvæma þær litlu áætlanir sem til eru, engar orku- eða matvælaframleiðsluáætlanir o.s.frv., o.s.frv. Hreyfing í þessa átt er ekki sjáanleg. Það er eins og hið hættulega heimsástand og allar raddirnar hér á landi sem minnast á nýja heimsstyrjöld séu ekki til. Einhver verður að byrja að móta tillögur í þessum efnum. Annars fer hugsanlega fyrir okkur eins og 1939. Þá byrjaði ríkis- stjórnin og Alþingi að muldra eitthvað um aukna kartöflurækt og kannanir af ýmsu tagi nokkr- um vikum fyrir upphaf styrjaldar- innar. Og daginn fyrir innrás Þjóðverja í Pólland var birt þings- ályktun um smávægileg viðbrögð rikisins. Heppni okkar fólst svo í því að landið var að miklu leyti utan styrjaldarsvæðisins og Bret- ar komu hingað á undan Þjóðverj- um. Nú er öllu öðru vísi farið. Ari T. Guðmundsson Fyrsta loðnan til Akraness FYRSTI loðnuaflinn á þessu ári barst hingað í fyrradag. en þá kom vs. Sigurfari með 326 lestir. sem fara til vinnslu í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni. Fitu- magn loðnunnar er talið vera um 10%. Vs. Víkingur er á leiðinni frá sömu slóðum með um 900 lestir. Bátar sem afla tneð línu hafa fengið frá 7 til 9 lestir í róðri af þorski og ýsu. Aflinn er meiri og vænni en á undanförnunt árunt og má örugglega þakka alfriðun Faxaflóa og 200 mílna fiskveiði- lögsögunni. Þrátt fyrir ['ennan gæðaafla eru nokkur skip að hefja veiðar með þorskanetum. Atvinna hefur verið góð hér á Akranesi að undanförnu. Julíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.