Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981 5 Fruinflytja verk eftir fjögur ís- lenzk tónskáld í DAG VERÐA haldnir allsér- stæðir tónleikar á vegum Tón- skáldafélagsins og Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Á tónleik- unum. sem hefjast i Háskólabiói kl. 14, verða frumflutt fjögur verk eftir jafnmörjr íslenzk tónskáld, þar af eitt sem er sérstaklega samið fyrir Einar Jóhannesson klarinettleikara. Tónskáldin eru Sigursveinn D. Kristinsson, Magnús Blöndal Jó- hannsson, Áskell Másson og Jón- as Tómasson. Einnig verða á tónleikunum flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Skúla Ilalldórsson. en þau verk hafa verið flutt opinberlega áður. Verkin sem frumflutt verða eru Svíta í g—moll eftir Sigursvein D. Kristinsson, Adagio eftir Magnús Bl. Jóhannsson, Klarinettkonsert eftir Áskel Másson, en það samdi hann sérstaklega fyrir Einar Jó- hannesson, eins og áður segir og leikur Einar einleik í flutningi verksins í dag. Þá verður einnig frumflutt verkið Orgia eftir Jónas Tómasson. Verk Þorkels Sigur- björnssonar er Mistur en eftir Skúla Halldórsson verður flutt verkið Gos í Heimaey. Stjórnendur á tónleikunum verða tveir en það eru þeir Páll P. Pálsson og Jean—Pierre Jacquill- at. Tónleikarnir eru eins og áður segir í Háskólabíói og hefjast kl. 14 í dag. Gunnar Friðriksson forseti SVFÍ tók við gjöf eigenda Katrinar. Ljósm. Kristinn Eigendur Katrínar gáfu björgunarsveitinni talstöð EIGENDUR Katrínar VE, sem strandaði undan Kálfafellsmel- um á Skeiðarársandi 19. janúar sl„ hafa gefið Björgunarsveit SVFÍ á Kirkjubæjarklaustri metrabylgjustöð með tilheyrandi búnaði til að bæta úr brýnni þörf fyrir betra fjarskiptasamband. Gísli Sigmarsson skipstjóri og sonur hans, Sigmar, sem eru eigendur Katrínar, gáfu björgun- arsveitinni talstöð þessa sem þakklætisvott fyrir þátt hennar í björgun Katrínar. Voru 6 skip- verjar dregnir í iand á strandstað, en 5 urðu eftir í skipinu er það var dregið til hafnar í Vestmannaeyj- um af vs. Þórunni. Á aðalfundi slysavarnadeildarinnar Eykyndils í Vestmannaeyjum var samþykkt að gefa 5.000 nýrk. til björgunar- sveitar SVFÍ á Kirkjubæjar- klaustri og þess óskað að fénu yrði varið til kaupa á VHF handstöð. Þá segir í frétt frá Slysavarnafé- laginu, að umrædd björgunarsveit hafi eignast nýja björgunar- og sjúkrabifreið og komi þessar gjaf- ir allar að miklum notum þegar sinna þurfi hjálparbeiðnum. Eru gefendum færðar þakkir fyrir höfðinglegar gjafir. Leikhús flytur Alþýðuleikhúsið flutti í gær í nýja húsnæðið í Hafnarbiói. í tilefni af þessum tímamótum hjá leikhúsinu gengu leikararnir fylktu liði frá gamla staðnum, Lindarbæ að Hafnarbiói. Búningarnir voru hinir skrautlegustu og tilþrif hjá göngumönnum eins og myndin sýnir. Ljwm. Kristj&n Einar Jóhannesson Sigursveinn D. Kristinsson Magnús Blöndal Jó- hannsson Áskell Másson Jónas Tómasson Ekkert atvinnu- leysi á Flateyri FRÉTTARITARI Morgunblaðsins á Flateyri hafði samband við blaðið í gær og kvaðst vilja mótmæla ummælum Péturs Sig- urðssonar forseta Alþýðusam- bands Vestfjarða í blaðinu í gær um að atvinnuleysi væri á Flat- eyri. Sveitarstjórinn hefði staðfest að ekkert atvinnuleysi hefði verið síðan í október sl. Þá mótmælti fréttaritarinn því ennfremur að togari Flateyringa hefði aflað treglega að undanförnu. Togarinn hefði þvert á-móti aflað jafn vel og aðrir togarar. 15 erlendar stúlkur ráðnar að Meitlinum - alranjít að verbúð- ir séu ekki í lagi „ÉG VIL taka það fram, vegna missagnar í viðtali við Bjarna Elíasson, sem birtist í Morgunblaðinu þann 29. þessa mánaðar, að ákveðið hefur verið að ráða 15 erlendar stúlkur að frystihúsinu Meitlin- um,“ sagði Páll And- reasson framkvæmda- stjóri Meitilsins í samtali við Mbl. „Það er því alrangt, sem Bjarni segir í viðtal- inu, að ekki hafi verið hægt að ráða aðkomufólk að Meitlinum vegna að- stöðuleysis. Verbúðarað- staða farandverkafólks hefur verið stórum bætt og er nú í mjög góðu ástandi og uppfyllir allar kröfur heilþrigðiseftir- litsins. Þessar stúlkur hafa verið ráðnar í gegn um Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, enda er þeirri stofnun fullkunn- ugt um að aðstaða er öll í bezta lagi hjá Meitlin- um.“ Ein mesta matarveizla og skemmtun ársins /A ÞORRABLOT v Feröaskrtfstofan Otsýn Sunnudaginn 1. febrúar aö Hótel Sögu ®5 Kl. 19.00 Húsiö opnaö — Afhending happdrættismiða og sala bingóspjalda (vinningsverömæti nýkr. 16.000.00). Lystauki á barnum handa þeim, sem koma fyrir kl. 19.45. Kl. 19.30 Kvöldverður hefst stundvíslega: Þorrablót ársins — Glæsilegt borö, hlaöiö 20 þorrarétt- um og hvers kyns góögæti. Borðið eins og lystin leyfir fyrir aöeins kr. 95.00. Kl. 20.00 Skemmtiatriði: Gítarsnillingurinn Pétur Jónasson og sjónvarpsstjarnan Þorgeir Astvaldsson skemmta undir borðum. Tízkusýning: Módel 79 sýna glæsilegan dömu- og herrafatnaö frá Álafossi. Pétur Valin verða: dama og herra kvölds- ins — Ferðaverölaun. Fegurð 1981 — Forkeppni: Ungfrú Útsýn 1981 Ljósmyndafyrirsætur veröa valdar úr hópi gesta. 10—20 stúlkur fá í feröaverölaun ókeypis Útsýnarferö. >•£ Dansað til kl. 01.00. — Hin fjölhæfa, vinsæla og fjöruga hljómsveit Ragnars Bjarnagonar ásamt söng konunni Maríu Helenu i koma öllum í stuð. Ferða-annáll Útsýnar: Allir gestir fá glæsilegt dagatal Útsýnar meö ferðaáætlun. Feröist ódýrt og vel 1981 — Nýju veröin kynnt. Diskótek: Þorgeir Ástvaldsson kynnir. Myndasýning: Myndir frá sólarferðum 1980 sýndar á risa-sjónvarps- skermi allt kvöldið. Missiö ekki af glæsilegri, ódýrri skemmtun í sérflokki — Áögangur ókeypis — aðeins 'úllugjald og heimill öllu skemmtilegu fólki, sem kemur í góöu skapi og vel klætt. Borðapantanir hjá yfirþjóni frá kl. 16.00 í dag, fimmtudag. Símar 20221 og 25017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.