Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981 47 Öruggur fslenskur sigur þrátt fyrir slaka vörn - Þorbergur Aðalsteinsson skoraði 10 mörk ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik hefndi grimmilega fyrir ófarirnar gegn franska landsliðinu í fyrri leik þjóðanna sem fram fór í Laugardalshöll- inni, er liðin mættust í Kefiavik í gærkvöldi. begar upp var staðið hafði islenska liðið unnið stórsig- ur, 27—19, og sýndi liðið óum- deilanlega allt annan og betri leik en í fyrri leiknum. Þrátt fyrir að munurinn hafi i lokin verið mikill, var hann það ekki alltaf. Vendipunkturinn i leikn- um kom nefnilega upp um miðjan siðari hálfleik, en þá var staðan 18—17 fyrir ísland og allt í járnum. Þá fékk franska liðið viti, sem Kristján markvörður varði snilldarlega. í næstu sókn klúðruðu íslendingar frá sér knettinum ótrúlega klaufalega og einn Frakkinn komst einn upp að marki íslands. En hann brenndi af. ísland skoraði þrjú næstu mörk og þar með var allur vindur úr Frökkum. Lokakafl- ann lék islenska liðið meistara- lega. Eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á fyrstu mínútunum, náði íslenska liðið betri tökum á leikn- um og komst liðið í 12—6. Þá var Þorbergi, Sigurði Sveinssyni, Ólafi H. Jónssyni og Stefáni Halldórs- syni skipt út af og aðrir komu í þeirra stað. Tapaði íslenska liðið þá taktinum og Frakkar löguðu stöðuna verulega fyrir hlé. Staðan í hálfleik var 13—11 fyrir ísland. Bjarni átti góðan leik í gær- kvöldi. borbergur Aðalsteinsson var óstöðvandi gegn Frökkum, skoraði 10 mörk. Snemma í síðari hálfleik náði Island 4 marka forystu, 16—12, en Frakkar minnkuðu muninn og var síðan allt harðlæst þar til að áður nefndur vendipunktur leit dagsins ljós. Islenska liðið lék mjög sveiflu- kennt að þessu sinni. Fyrri hluti fyrri hálfleiks var góður, fyrstu mínúturnar og síðustu tíu í síðari hálfleik. Þess á milli lék liðið á köflum jafnvel illa og vörnin var afar slök nema undir lokin, er draga tók af Frökkunum. Mark- verðirnir, Kristján og Einar vörðu báðir vel, sérstaklega ef miðað er við hinn slaka varnarleik. Þá átti Þorbergur Aðalsteinsson stórleik, skoraði 10 mörk og fékk að leika lausum hala. Réðu Frakkar ekkert við Tobba. Bjarni var mjög frískur framan af og traustur allan leik- inn og Sigurður Sveinsson ógnaði geysilega. Hann skoraði ekki mjög mikið að þessu sinni, en á alltaf sinn stóra skammt af sendingum sem gefa mörk. Þá átti Óli H. mjög traustan leik. Franska liðið er nokkuð gott, en leikmenn liðs- ins stinga ótrúlega mikið niður og leyfa ekki knettinum að „ganga“. En það er léttleiki yfir þessu franska liði og það verður erfiður og hættulegur mótherji í B-keppn- inni í Frakklandi. Mörk Islands: Þorbergur Aðal- steinsson 10, 2 víti, Bjarni Guð- mundsson 5, Sigurður Sveinsson 5, 2 víti, Ólafur H. Jónsson og Stefán Halldórsson 2 hvor, Páll Björg- vinsson, Atli Hilmarsson og Stein- dór Gunnarsson 1 mark hver. (Steindór hefur líklega ekki kunn- að við sig í skyrtu númer 3!) Þrjú víti fóru í vaskinn í leiknum. Franski markvörðurinn varði víti frá Sigga Sveins, annað frá Þorbergi, en Kristján varði sem fyrr segir eitt víti á örlaga- ríku augnabliki. — gg. £ 1 Lli ðvl Ikur mai P :2 LIÐ KR: Garðar Jóhannsson 7 Ágúst Lindal 6 Ásgeir Ilallgrimsson 5 Gunnar Jóakimsson 5 Bjarni Jóhannesson 5 LIÐ VALS: Torfi Magnússon 8 Pétur Guðmundsson 8 Rikharður Hrafnkelsson 7 Kristján Ágústsson 6 Jóhannes Magnússon 5 Jón Steingrímsson 6 Guðmundur Jóhannesson 5 LIÐ IS: Bjarni Gunnar Sveinsson 7 Gísli Gislason 6 Ingi Stefánsson 5 Árni Guðmundsson 5 Jón Oddsson 8 Albert Guðmundsson 4 LIÐ KR: Garðar Jóhannsson 8 Ágúst Lindal 5 Ásgeir Hallgrimsson 6 Eirikur Jóhannesson 5 Gunnar Jóakimsson 4 Bjarni Jóhannesson 4 Kolbeinn Pálsson 6 ísland — Frakkland Þriðji leikurinn er á sunnudagskvöld ÞRIÐJI landsleikur íslands og Frakklands 22—21, en i næsta Frakklands í handknattleik fer leik liðanna sigraði ísland 27 — fram á sunnudagskvöld í Laugar- 19. Það verður því um spennandi dalshöllinni og hefst kl. 20.00. I viðureign að ræða í þriðja leik fyrsta leik liðanna sigraði lið liðanna. Yfirburðir UMFN með ólíkindum miklir UMFN var ekki i vandræðum Ármanns i úrvalsdeildinni i með að vinna stórsigur á liði körfubolta í gærkvöldi í Njarð- vík. Yfirburðir iJMFN voru með ólikindum og þrátt fyrir að þeir tefldu ekki fram sinu sterkasta liði unnu þeir stórsigur, 102 stig gegn 46. Staðan i hálfleik var 48—26 Njarðvík í hag. Þetta sýnir vel þann mun sem er á efsta liðinu i úrvalsdeildinni og þvi neðsta. Lið UMFN Gunnar Þorvarðarson Guðsteinn Ingimarsson Valur Ingimundarson Jón Helgason Jónas Jóhannesson Július Valgeirsson Þorsteinn Bjarnason Brynjar Sigmundsson Lið Ármanns: Hörður Arnarsson Atli Arason Valdimar Guðlaugsson Kristján Rafnsson Jón Bjarnason Njarðvíkingar stefna hraðbyri að sínum fyrsta íslandsmeistara- titli í iþróttinni en lið Ármanns er fallið í 2. deild. STIG UMFN: Danny 28, Gunnar 18, Jónas 16, Árni 10, Guðsteinn 8, Þorsteinn 9, Valur 4, Július 2, Brynjar 2. STIG ÁRMANNS: Hörður 10, Valdimar 12, Atli 8, Jón 9, Krist- ján 4. - þr. Konurnar í sviös- Ijósinu EF FRÁ ER talinn landsleikur- inn gegn Frökkum, er litið um að vera í handknattleiknum um helgina. Aðeins tveir leikir íara fram i 1. deild kvenna. Annar er á dagskrá í dag og er það viðureign FH og Vals. Leikur- inn fer fram í Hafnarfirði og samkvæmt mótabók HSÍ hefst hann klukkan 14.00. Á morgun mætast siðan Fram og KR í Laugardalshöllinni og hefst lcikurinn klukkan 19.00. 1. deildarkeppnin i karlaflokki hefst ekki fyrr en á miðviku- daginn. en þá eigast við FH og Vikingur i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Ilefst icikur sá klukkan 20.00. Leikdagar ákveðnir í bikarkeppni KKÍ BÚIÐ ER að ákveða leikdaga fyrir 8-liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Fyrsti leikurinn fer fram á mánudagskvöldið, þá mætast klukkan 20.00 i iþróttahúsi Hagaskólans lið Ármanns og ÍBK. Á miðvikudaginn kl. 20.00 mætast Fram og Valur á sama stað. Miðvikudaginn 11. febrú- ar leiða siðan saman hcsta sina UMFN og KR. Fer leikurinn fram i Njarðvík klukkan 20.00. Ætti að geta orðið hörkulcikur. Daginn eftir. eða fimmtudaginn 12. febrúar, leika síðan ÍS og ÍR og fer leikur þeirra fram i iþróttahúsi Kennaraháskólans. Lýkur þá umferðinni og fjögur lið munu standa eftir. Gennoe fór til Palace Crystal Palace, næst neðsta lið 1. deildarinnar í ensku knattspyrnunni, fékk nýlega til liðs við sig markvörðinn Terry Gennoe. Kostaði kappinn lítið. cn hann var áður hjá South- ampton. Þar komst hann eigi lengur í aðalliðið vegna J úgó- slavans Ivans Catalinic. Gennoe hefur staðið i marki Palace í siðustu leikjunum og staðið sig vel þó ekki geti liðið státað af velgengni á sama tlma. Paul Barron, sem hefur varið mark Palace til þcssa, er á sölulista. Fittipaldi hættir Brasilíski kappaksturskapp- inn Emerson E'ittipaldi hefur ákveðið að leggja íþrótt síná á hilluna. Fittipaldi er einn snjallasti kappaksturskappi sem uppi er og hann hefur tvívegis sigrað í „Formula l“-keppninni, sem er heims- meistarakeppni þeirra bestu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.