Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 HÖGNI HREKKVÍSI ást er... ... að yanga sjálfur frá eiginfötum. TM R«g U S. P*t Off -«JI rtghts r«serv«d c 1978 los Angetes Times Syndtcate Með morgnnkaffínu Ekki gætir þú verið með barnið mitt, meðan ég skrepp i heim- sókn til foreldra minna? COSPER Nei, menntamálaráðherrann er farinn, en get ég nokkuð gert? Hússkýrsl- an og íbúða- skýrslan vafasamari Ráðherrar mega sko fara að vara sig Reykvíkingur skrifar: „Velvakandi. Manntalið hefur orðið mörgum bitbein í lesendadálkum blaðanna. Sjálfum finnst mér einstaklings- blaðið lítið til að gera veður út af. Öllu vafasamari eru hússkýrslan og íbúðaskýrslan, sem því fylgja. Þar sem ég veit að margir hafa nokkuð við þetta að athuga, væri fengur í svörum við eftirfarandi: 1. Eru svonefnd hússkýrsla og íbúðaskýrsla látnar fylgja í hlið- stæðum manntölum erlendis og er þar falast eftir sömu upplýsingum og hér? 2. Munu þessar upplýs- ingar einhvern tíma verða notaðar við fasteignamat eða hvers kyns mat hins opinbera á eigum ein- staklinga? Ef svo er, eru þá þessar upplýsingar lengur meðhöndlaðar sem trúnaðarmál? Með þökk fyrir birtinguna." Velvakandi hafði samband við Klemens Tryggvason hagstofu- stjóra og leitaði svara við spurn- ingum Reykvíkings. Hann sagði: 1. Þar sem við þekkjum til erlend- is er falast eftir sömu eða hlið- stæðum upplýsingum og gert er í hússkýrslu og íbúðaskýrslu. 2. Svarið við þessari spurningu er afdráttarlaust nei. Eins og gálgahúmor S.Þ skrifar: „Velvakandi góður. Atvik sem kom fyrir um daginn í samskiptum mínum við póst- þjónustuna kippti mér aftur til daga gömlu landpóstanna. Þannig var, að ég þurfti nauðsynlega að pósta ábyrgðarbréf til Norður- landa síðla á mánudegi. Bréfið var ekki tilbúið til sendingar fyrr en klukkan var orðin rúmlega 17. Ég komst ekki úr jafnvægi við það, þar sem ég vissi, að lúguþjónusta pósthússins, sem er með rismeiri þjónustuþáttum póstsins, myndi leysa vandann. Búið að hinda fyrir opið Allt í einu datt mér í hug, að vissara væri þó að hringja fyrst og spyrjast fyrir um möguleikana á því að bréfið kæmist af stað næsta morgun (þriðjudag). Á pósthúsinu fékk ég þær upplýsingar að lúgu- þjónustan í pósthúsinu gæti alls ekki bjargað málinu. Bannað væri að hún tæki á móti ábyrgðarbréf- um. En ef ég færi með bréfið suður í Umferðarmiðstöð? Jú, ég gæti póstlagt það þar (ef ég hlypi báðar leiðir) en eigi að heldur mundi það komast í póstpokann, þar eð búið væri að binda fyrir opið. Og þó að flugvél frá SAS- flugfélaginu færi frá Keflavík til Kaupmannahafnar síðdegis á þriðjudeginum, þá breytti það engu í þessu tilviki: „Við flytjum aðeins póst með Flugleiðum," sagði stúlkan, og bætti svo við: „Það verður ekkert flug til Norð- urlanda eða Bretlands á miðviku- daginn." Bjónustan lang- leiðina hin sama Augljóst má vera af þessu litla dæmi, að sú póstþjónusta sem almenningur býr hér við, er lang- leiðina hin sama núna og var á dögum landpóstanna. Frímerkja- útgáfan í tilefni af afmæli póst- þjónustunnar hljómar í eyrum manns eins og gálgahúmor." „Ein bálvond“ skrifar: „Sæll Velvakandi. Nú er búið að segja svo margt um laun alþingismanna, að það hlýtur að mega minnast á laun fleiri stétta. 144 krónur á tím- ann á móti 25,23 Ég fór til hárgreiðslukonu í heimahúsi í gær og lét klippa mig og tveggja ára dóttur mína. Ekk- ert annað var gert og tók þetta tæpar 40 mínútur og kostaði 96 krónur. Þá fæ ég ekki betur séð en tímakaupið sé 144 krónur. Tíma- kaup verkafólks með orlofi er 25,23 kr. Eftir þessu gefur 40 stunda vinnuvika hárgreiðslukonu 5760 kr. í aðra hönd, en verka- mannsins 1009,20 kr. Árslaun mið- að við 48 vinnuvikur 276.480 á móti 48.442. Ráðherrar mega sko fara að vara sig. Kr einhver glóra í þessu? Nýlega heyrði ég unga hár- greiðslukonu (ég tek það fram að hún var ódrukkin) lýsa því yfir við fjölda manns, að hún teldi sig hafa svipaðar tekjur og tannlækn- ir. Allir vita, að sumar starfsstétt- ir hafa frjálsari hendur um skatt- framtal en aðrar. Er einhver glóra í þessu? Ég bara spyr.“ fremst menningarbær Akureyringur skrifar: „Þótt nú séu allmörg ár síðan ég fluttist frá Akureyri lít ég alltaf á mig sem Akureyring og hef verið hreykinn af því að kynna mig sem slíkan, ekki síst ef menningarmál hefur borið á góma. I mínum huga er Akureyri fyrst og fremst menningarbær með gömlum hefðum, sem hafa verið í heiðri hafðar. Ég hef stoltur getað bent á ýmis menn- ingarverðmæti, ekki síst tengd listum, sem hafa verið varðveitt þar af myndarskap. Ætti ekki að vera Akureyringum ofviða En nú les ég grein í Morgun- blaðinu eftir Valgarð Stefáns- son, þar sem greint er frá, hvernig myndlistin er forsmáð á Akureyri. Þegar grannt er skoð- að er furðulegt að ekkert mynd- listarsafn skuli vera þar. Vel getur verið að engir myndlist- armenn, innfæddir eða aðfluttir jafnist á við Davíð, Matthías eða Nonna, en við megum ekki láta þá, sem við höfum átt, falla í gleymsku. Hugsið ykkur, hvílík- ur fengur það væri að eiga sýnishorn af verkum þeirra á einum stað. Og jafnframt verk eftir kunnustu málara og mynd- höggvara landsins. Þar ætti einnig að skapa aðstöðu til sýninga. Ég legg til að ráðamenn Akur- eyrar geri sér ferð á hendur til Selfoss og líti inn í safnahúsið þar. — Mér virðist hér fyrst og fremst um framkvæmdaleysi að ræða, kostnaðurinn ætti ekki að vera Akureyringum ofviða." Akureyri fyrst og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.