Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 jlfóöur á morgutt DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa á vegum Ásprestakalls. Organleikari Kristján Sigtryggsson. Kirkjukór Ásprestakalls syngur. Sr. Árni Bergur Sigurbjörsson. Kl. 2 messa. Sr. Hjalti Guömundsson. ÁRBÆJ ARPREST AK ALL: Barna- samkoma í safnaðarheimili Árbæj- arsóknar kl. 10.30 árd. Guösþjón- usta í safnaðarheimilinu kl. 2. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa í Dóm- kirkjunni kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Messa í Breiöholtsskóla kl. 14. Altarisganga. Sunnudagaskóii kl. 10.30 árd. Æskulýðsfélag safnað- anna í Breiðholti: Fundur kl. 20.30 að Seljabraut 54. Biblíulestur mánudagskvöld kl. 20.30 í Breið- holtsskóla. Almenn samkoma að Seljabraut 54 miðvikudagskvöld kl. 20.30. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTADAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 2. Organleikari Guöni Þ. Guðmunds- son. Sr. Ólafur Skúlason. DIGR ANESPREST AK ALL: Barna- samkoma í safnaöarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. ELLIHEIMILID Grund: Messa kl. 10 árd. Sr. Lárus Halldórsson messar. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2. Sunnudag- ur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu að Keilufelli 1 kl. 2. Sameiginleg samkoma safnaöanna í Breiðholti miðvikudagskvöld kl. 20.30 aö Seljabraut 54. Sr. Hreinn Hjartar- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjud. kl. 10.30. árd.: Fyrirbænaguðsþjónusta. Beð- ið fyrir sjúkum. Kirkjuskóli barn- anna er á laugardögum kl. 2 í gömlu kirkjunni. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguösþjón- usta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jóns- son. Messa og fyrirbænir fimmtu- daginn 5. febrúar kl. 20.30. Sr. Tómas Sveinsson. KARSNESPRESTAK ALL: Barna- samkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guösþjónusta { Kópavogs- kirkju kl. 2. Dr. Gunnlaugur Þórðar- son, hrl. predikar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Söngur, sögur, mynd- ir. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari GUÐSPJALL DAGSINS: Matt. 8.: Jesús gekk á skip. Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guöjónsson. Sóknarnefnd- in. LAUGARNESKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11. ÆSkulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 2. Æskulýðskór KFUM og K syngur. Mánudagur 2. febr.: Kvenfélags- fundur kl. 20.30. Þriðjudagur 3. febr.: Bænaguðsþjónusta kl. 18 og æskulýösfundur kl. 20.30. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Kirkjukaffi. Munið bænamessur á fimmtudagskvöldum kl. 20.30. SELJASÓKN: Barnaguösþjónusta í Ölduselsskóla kl. 10.30 árd. Barna- samkoma að Seljabraut 54 kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta aö Selja- braut 54 kl. 2. Sameiginleg sam- koma safnaöanna í Breiöholti nk. miövikudagskvöld kl. 20.30 aö Seljabraut 54. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barna- samkoma kl. 11 árd. í Félagsheimil- inu. Sr. Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: fylessa kl. 2. Organleikari Siguröur ísólfs- son. Prestur sr. Kristján Róberts- son. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnudagaskólarnir kl. 10.30 árd. Safnaðarguösþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guösþjónusta kl. 8 síöd. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ræðumaöur veröur Óli Ágústsson. DÓMKIRKJA Krist* Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síöd. Alla rúmhelga daga er lágmessa kl. 6 síöd., nema á laugardögum, þá kl. 2 siðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 10 árd. kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Maj- or Una talar. KIRKJA Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Mormónar), Skóla- vörðustíg 46: Sakramentissam- koma kl. 14 og sunnudagaskóli kl. 15. KIRKJA ÓHÁÐA safnaóarins: Messa kl. 14. Sr. Emil Björnsson. KFUM og K: Fórnarsamkoma kl. 20.30 að Amtmannsstíg 2B. Lilja Kristjánsdóttir talar. NÝJA POSTULAKIRKJAN Háaleit- isbraut 58: Messa kl. 11 og kl. 17. GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Fjölskyldu- messa kl. 2 síöd. Skólakórar Garðabæjar syngja undir stjórn Guðfinnu Dóru Ölafsdóttur. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síöd. VÍDIST AÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Almenn guös- þjónusta í lok Kristniboösviku kl. 14. Gísli Jónasson prédikar. Altar- isganga. Sr. Siguröur H. Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósepsspítalanum Hafnarf.: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Rúmhelga daga er messa kl. 8 árd. YTRI-NJAROVÍKURKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 14. — Tvísöngur þeirra Fanneyjar Karlsdóttur og Helgu Ingimundardóttur. Organisti Helgi Bragason. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Fyrsta sam- koma Kristniboösvikunnar kl. 20.30. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11 árd. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 13.30. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11 árd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30 árd. — Messa kl. 2 síöd. Sóknarprestur. Yl'ir strikið eftir Tage Skou-Hansen TAGE Skou-jíárn.'/'*' oi.j- j dögunum í annað skipti á skömmum tíma verðlaun sem samtök danskra bóksala veita árlega. I>að var íyrir bokina „Over stregen" sem kom út seint á sl. ári. Ilana má lesa sem sjálfstæða sögu, en hún er í reynd þriðja bók Skou-IIansen um Holger Mikkelsen. lögfræðing. Við sögu koma einnig í þessari bók æskuvina hans Gerda Borck, dóttir hennar Eva og einnig er sambýliskona hans Bente og sonur hennar Bruno fyrirferðarmikil í þessari bók. Fyrsta bók Tage Skou- Hansen sem kom út fyrir 23 árum „De nogne træer“ var um Mikkelsen og mun hafa snúizt ekki hvað sízt um ástir hans og Gerdu Borch er þau voru ung á stríðsárunum. Næsta bókin hét Dén haarde frugt og kom út fyrir tveimur árum og verður vikið að henni síðar. Segja má að verðlaunum og viðurkenningum af öllu tagi hafi rignt yfir Skou Hansen nú allra síðustu árin. Hann byrjaði að skrifa rétt þrítugur, er nú á sama aldri og söguper- sónan Holger Nikkelsen, 55 ára. Hann hlaut mikla viður- kenningu fyrir fyrstu bók sína, en síðan var ósköp hljótt um hann lengi, þótt hann sendi frá sér bækur öðru hverju, sem vissulega voru taldar vel gerðar um margt, það vantaði einhvern herzlu- mun að því er spakir sögðu. En nú er hann sem sé kominn yfir strikið í þeirri merkingu líka og er ng hampað og hossað. Tage Skou-Hansen er ákaf- lega þjóðfélagslega sinnaoúr; bókum sínum, og ekki laus við prédikunartón. Hann er býsna alvörugefinn höfundur og hinn frægi danski húmor virð- ist ekki vera neitt að sliga hann. „Over stregen" segir frá því tízkutema í öllum skáldsögum nú, samskiptum kynjanna og hversu flókin þau eru nútíma- manneskjunjii. Veit er fyrir sér hvort kynið kúgi hvort innan þessa ramma. Getur einstaklingurinn haldið þessu bráðnauðsynlega sjálfstæði sínu í föstum samböndum — hvað þá heldur í sambúð. Það er hæpið. Alténd ekki nema að vissu marki. Það er líka trú- legt að grurmt sé á að karl- maurinn kúg konuna kynferð- islega, þótt Mikkelsen sé nú saklaus af því. Það kemur kannski til af góðu — getan er verulega farin að dvína sumsé, svo að það eru áhöld um hvort það er kannski Bente sem kúgar hann á þessu sviði. Fólkið í „Over stregen" talar feiknarlega mikið saman. Og ekki um nein lufsu dægurmál, heldur eru samtölin þrungin af þóðfélagslegri ábyrgð, allir Tage Skou-Hansen eru mjög meðvitaðir etc. Langar útlistanir og ræðuhöld höfundar verða á stundum harla þreytandi eftir að mér hafði fundizt bókin lofa ljóm- andi góðu og læsilegu í byrjun: Bente hefur slitið sig úr rammanum, þrátt fyrir að samfarir þeirra séu dágóðar er hún ekki nógu ánægð, hún vill fá að rækta sitt eigið sjálf og halda því. Samt vill hún ekki slíta sambandinu við Mikkelsen. Hún flytur á annað landshorn, svo að þau hittast aðeins um helgar. Það fylgir því ákveðið frelsi einnig fyrir Mikkelsen, en vekur með hon- um einsemdarkennd, sem ekki verður vart hjá Bente — og þarf ekki að koma á óvart sú kenning, að konur eigi auð- veldara með að.vera einar en karlar. En það bætist líka ofan á hjá honum, að hann er miklu eldri en hún.orðinn vantrúaður á sjálfan sig á ýmsan hátt og lífssól hans ekki lengur í hádegisstað og hann finnur átakanlega fyrir því, en reynir vitanlega að bera sig mannalega — skárra væri líka annað, eins meðvituð þjóðfélagsvera og Holger Mikkelsen er. í „Over stregen" er fyrirferðarmikill þáttur Evu Brock — dóttur æskuunn- ustunnar. Hún hefur ásamt uppreisnargjörnum félögum sínum frá borgaralega sinn- uðum heimilum, farið að í skæruliðaleik og var meðal annars meiningin að kasta sprengju inn í aðalstöðvar Jyllandsposten. Sagt er ítar- lega frá Evu Brock, en ein- hverra hluta vegna fannst mér þó sem lesandinn fengi aldrei sannfærandi mynd af þessari ungu stúlku, það var einhver þoka allt í kringum hana. Lýsingin á því hins vegar þegar Holger Mikkelsen fer með Evu, sem er í helgarfríi úr fangelsinu heim til Bente, er býsna krassandi, er hann reynir að fá Bente í lið með sér að ná skelinni utan af stúlk- unni. Síðar gerist það að Eva verður ástfangin af fyrrver- andi (eða núveranai?) éiíur- lyfjaneytanda og innbrotstöff- ara og þau setja saman bú, þegar bæði losna. Það gengur ekki. Eiturlyfjaneytandinn kúgar Evu og misbýður henni á alla lund og með aðstoð lögfræðingsins verður hún að grípa til örþrifaráða. Það vakti án efa fyrir höf- undi að fjalla um það líka, hvort kærleikur Bente og Holgers Mikkelsen geti staðið af sér þá óumflýjanlegu erfið- leika sem steðja að, þegar bæði hafa búið um sig í nýju mynstri. Svo virðist sem kær- leikurinn standist ekki þessa raun, en kannski gerir það ekki svo mikið til, að minnsta kosti fannst mér engin sár- sauki fylgja slitunum, miklu fremur leiði eða þreytutilfinn- ing. r^ókin er harla sterk á köfl- um. Hún er þreytandi og full af sjálfsögðum spekiorðum og yfirlýsingum. En Skou- Hansen skrifar af leikni — fullmiklum alvöruþunga — svo að þrátt fyrir allt langar mann til að lesa bókina. En helzt ekki aftur í bráð. Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.