Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 AP-símamynd. Verkfallsnefnd pólskra sjálfseignarbænda á fundi í fyrradag í borginni Rzeszow í Suóaustur-Póllandi. Bændurnir krefjast þess að samtök þeirra fái viðurkenningu stjórnvalda. Norðmenn semja um veiðar við Alaska Ósló, 30. janúar, frá fréttaritara Mbl. NORÐMENN ok Bandaríkja- menn hafa samið um það, að norsk verksmiðjuskip fái að stunda veiðar undan ströndum Alaska Ke>?n því að Norðmenn miðli Bandaríkjamönnum af þekkingu sinni og tæknikunn- áttu við fiskveiðar ok vinnslu. Þessar upplýsingar fékk fréttaritari Mbl. í Osló í utan- ríkisráðuneytinu norska. Samkvæmt samkomulaginu fá Norðmenn að veiða undan vesturströndinni, einkum við Alaska, þann kvóta, sem af- gangs verður hverju sinni, en um slíkt er ekki að ræða við austurströndina. Ekki er gert ráð fyrir að skipin verði nema tvö eða þrjú í fyrstunni og eingöngu verksmiðjuskip því að engin aðstaða er til að vinna aflann í landi. Þau munu eink- um veiða þorsk og „pullock", sem er þorskfiskur líkur ufsa, og nokkurn lax. Meðal þeirra mála, sem rædd voru við samningsgerðina, var að Norðmenn aðstoðuðu Banda- ríkjamenn við fiskileit og haf- rannsóknir en það var þó ekki bundið fastmælum. Samkomu- lagið gildir til 1. júlí 1985. Gagnkvæmar ásak anir um innrásir Lima. 30. janúar. AP. KLÖGUMÁLIN ganga á víxl milli Perúmanna og Ekvador- manna og héldu þeir fyrr- nefndu því fram í dag. að þeir hefðu upprætt þrjár herstöðv- ar, sem Ekvadormenn hefðu komið upp innan landamæra Perú. Ekvadormenn sögðu hins vegar að allt væri með kyrrum kjörum og hvöttu Perúmenn til að setjast að samningaborðinu með þeim. Haft var eftir Javier Arias Sella, utanríkisráðherra Perú, í dag, að perúanskar hersveitir hefðu rekið innrásarlið Ekva- dormanna af höndum sér og hefðu nú hið umdeilda svæði á sínu valdi. Hann lét þess einnig getið að átökin hefðu verið mjög mannskæð en gaf ekki nánari upplýsingar um það. Ráðherra í ríkisstjórn Ekva- dor, Feraud Blum, sagði í dag, að slæmt veður hefði kpmið í veg fyrir átök í gær en hélt því annars fram, að það hefðu verið Ekvadormenn sem hefðu bundið enda á herhlaup Perúmanna inn yfir landamæri Ekvadors. Perúmenn hafa hvatt Chile, Brazilíu, Argentínu og Banda- ríkin til að gera sitt til að setja niður deilurnar í samræmi við samninginn frá 1942, en Ekva- dormenn vilja milligöngu Sam- taka Ameríkuríkja. Því eru Perúmenn hins vegar mótfalin- ir. Hryðjuverk í Guatemala Guatemala. 30. janúar. AP. LÖGREGLAN skýrði frá því í dag. að hryðjuverkamenn hefðu myrt Lemus Mendoza fjármálastjóra Guatemalahá- skóla í dag, en hann er annar háskólamaðurinn sem fellur fyrir kúlum tilræðismanna í sömu vikunni. Tilræðismennirnir hófu vél- byssuskothríð á bifreið Mendoza er hann var að koma inn í íbúðarhverfi í höfuðborginni. Voru þeir akandi á bíl og mótorhjóli er þeir frömdu ódæð- ið og forðuðu fér samstundis af vettvangi. Einn hryðjuverkamaður féll í dag er árás hryðjuverkahóps á lögreglustöð í borginni Joyabaj var svarað. Þá gerðu hryðjuverkamenn árás á hóp fólks er safnast hafði saman í menningarmiðstöð há- skólans til blaðamannafundar. Féll framkvæmdastjóri mið- stöðvarinnar í árásinni og þrír til viðbótar og fjöldi manns slasaðist alvarlega. I>rír menn þykja líklegastir til að taka við af Nordli OhIó, 30. janúar, frá Jan Erik Lauré. fréttaritara Mbl. ODVAR Nordli forsætisráðherra Noregs tilkynnti á fundi með fréttamönnum í dag, að hann hygðist láta af embætti forsætisráðherra einhvern næstu daga af heilsufarsástæð- um. Ekki verður ljóst fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag hver verður eftirmaður hans, og jafnvel búist við einhverjum átökum þar um. Átök hafa lengi átt sér stað um forystu Verkamannaflokksins. Er Nordli varð forsætisráðherraefni flokksins 1975 var um það samið, að hann og Reiulf Steen, þá nýkjörinn flokksformaður, skyldu móta stefnu flokksins í hinum ýmsu málum og málaflokkum. Steen hefur sætt harðri gagnrýni í seinni tíð, og sú gagnrýni hefur einnig bitnað á Nordli, þar sem samvinna þeirra tveggja hefur verið mjög náin og hnökralaus. Ljóst þykir, að klofningurinn í Verkamannaflokknum hafi legið sem ok á Nordli, ekki sízt sakir þess að undir hans forystu hefur flokkurinn orðið af miklu fylgi meðal kjósenda. Nýjustu skoðana- kannanir benda til þess að flokk- urinn njóti fylgis 31 af hundraði kjósenda, miðað við að hann fékk 42 af hundraði atkvæða í síðustu kosningum. Gagnrýnin á þá Nordli og Steen hefur að ýmsu leyti gengið út á það, að visst tómarúm sé ávallt fyrir hendi í forystumálum flokksins, þar sem forsætisráð- herra sé ekki jafnframt flokksfor- maður. Forvígismenn þessarar gagnrýni vilja, að einn og sami maðurinn sé flokksformaður og forsætisráðherraefni flokksins. Benda þeir á, að nú verði þeir að velja nýjan forsætisráðherra á þriðjudag, en flokksformann ekki fyrr en í maí. Gro Harlem Bjartmar Gjerde Rolf Hansen Brundtland Odvar Nordli að láta flokksforystuna vita af þessu, né ríkisstjórnina eða þing- flokkinn. Ljóst þykir, að fréttin frá fréttadeild Verkamanna- flokksins flýti fyrir því að hann hverfi frá embætti. Nordli var í einkasamkvæmi þegar fréttadeild flokksins sendi frá sér tilkynninguna. Hans nán- ustu samstarfsmenn hlupu til og gengu á hans fund, drógu hann afsíðis og skýrðu honum frá fréttatilkynningunni. Nordli brást við fréttinni á þann veg, að hann lét senda út hálfvolga til- kynningu, þar sem hann lét í ljós undrun sína á frétt fréttadeildar Verkamannaflokksins, og að ekki skyldi vera haft við hann samráð um innihald hennar. Hann sagði, að ef það hefði verið gert, hefði hann lýst því yfir, að hann hefði alls engar áætlanir á prjónunum um að hætta afskiptum af stjórn- málum. Norsk blöð tóku tilkynn- ingu Nordlis ekki hátíðlega, enda þótti hún í meira lagi óákveðin. Mörg morgunblaðanna náðu ekki að vera með fréttina um heilsubrest Nordlis og fyrirhug- aða afsögn hans, en síðdegisblöðin f Gro Harletn Brundtland Ljóst er að þrír menn koma strax til greina í embætti forsæt- isráðherra. Að sjálfsögðu ríkir ágreiningur um hver þeirra sé líklegastur til að hljóta hnossið. Gro Harlem Brundtland varafor- maður nýtur fylgis stórs hluta flokksmanna, og gæti jafnvel orð- ið fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Noregs. And- stæðingar hennar koma fyrst og fremst úr röðum verkalýðsleið- toga og af vinstri væng flokksins. En þar sem búizt er við að hin borgaralegu öfl fari með sigur af hólmi í kosningunum í haust, kemur sá möguleiki til greina, að flokkurinn bíði með að gera hana að forsætisráðherraefni sínu fyrr en að fjórum árum liðnum, er meiri líkur væru á sigri flokksins en nú. Bjartmar Gjerde Bjartmar Gjerde fyrrum olíu- og orkuráðherra, er dró sig til baka fyrirvaralaust og óvænt út úr stjórninni og stjórnmálum í haust, kemur einnig sterklega til greina sem næsti forsætisráð- herra flokksins. Gjerde hefur sótzt eftir stöðu útvarpsstjóra norska útvarpsins, en kalli flokk- urinn er sá möguleiki fyrir hendi, að hann gegni forsætisráðherra- störfum fram að kosningum og verði jafnvel leiðtogi stjórnar- andstöðunnar að kosningunum loknum. Rolf Hansen_______ Þriðji maðurinn sem þykir lík- legur eftirmaður Nordlis er Rolf Hansen umhverfismálaráðherra og fyrrverandi varnarmálaráð- herra. Hann er spaklátur stjórn- málamaður og á fáa óvini í röðum flokksmanna. Hann er líklega sá sem allir gætu sætt sig við og sá er sameinað gæti Verkamanna- flokkinn á ný. A þriðjudag koma miðstjórn, flokksráð og þingflokkur Verka- mannaflokksins saman til fundar, þar sem fundinn verður eftirmað- ur Nordlis á forsætisráðherra- stóli. Nordli mun líklega sjálfur tilnefna eftirmann sinn. Búizt er við að hann falist svo sjálfur eftir að verða lénsmaður í heimaléni sínu, Hedemark. Um helgina hyggst hann hvíla sig frá daglegu amstri og fylgjast með norska meistaramótinu á skíðum. Fregnir um fyrirhugaða afsögn Nordlis fóru að spyrjast á rit- stjórnum norskra blaða seint í gærkvöldi. Norska fréttastofan Norsk Telegrambyrá (NT) sendi út um það tilkynningu, að vænta mætti fréttatilkynningar frá fréttadeild Verkamannaflokksins um að Nordli ætti við heilsufars- örðugleika að stríða og léti af embætti innan skamms. I tilkynn- ingu fréttadeildar Verkamanna- flokksins sagði, að Nordli hefði gengist undir læknisrannsóknir að undanförnu og að niðurstöður þeirra væru neikvæðar. Sagði að forsætisráðherrann treysti sér ekki til að gegna áfram embætti og myndi hann láta af störfum við fyrsta tækifæri. Tímasprengja Þessi fregn kom eins og tíma- sprengja í stjórnmálaheiminum, því Nordli hafði ekki haft tíma til hentu fréttirnar á lofti og birtu með stríðsletri. Fullyrtu þau að Nordli ætlaði að fara frá, þótt hann tilkynnti það ekki formlega fyrr en í beinni sjónvarpssend- ingu síðdegis. Nordli skýrði samráðherrum sínum og Ólafi konungi frá niður- stöðum læknisrannsóknanna og þeirri ákvörðun sinni að láta af embætti á ríkisráðsfundi í kon- ungshöllinni í morgun. Eftir há- degið kom miðstjórn Verka- mannaflokksins saman til fundar þar sem Nordli skýrði frá sama máli. Klukkan 17.31 sendi NT út fréttatilkynningu frá Nordli þar sem hann tilkynnti formlega af- sögn sína, og á blaðamannafundi í beinni útsendingu norska sjón- varpsins kl. 18.00 skýrði Nordli þjóð sinni frá því að hann gæti ekki haldið áfram sem forsætis- ráðherra af heilsufarsástæðum. Steen vissi ekkert Fréttadeild Verkamannaflokks- ins hefur orðið fyrir harkalegri gagnrýni í dag, fyrst og fremst úr röðum flokksmanna sjálfra. Það var skoðun margra að fréttadeild- in hefði átt að bíða með frétt sína þar til flokksforystan hefði verið látin vita um ráðagerðir Nordlis. Fréttin olli mikilli ringulreið þar sem flokksforystan hafði ekki einu sinni pata af fyrirætlunum Nordlis. Reiulf Steen flokksfor- maður kom t.d. í gær heim úr vikufríi á Ítalíu, og við heimkom- una hélt hann rakleitt til fundar í Bodö. Hann sagði í dag, að hann hefði ekki haft hugmynd um þá fyrirætlun Nordlis að segja af sér embætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.