Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981 Jón Guðbrandsson - Minningarorð Fæddur 23. ágúst 1918. Dáinn 20. janúar 1981. Það reynist mörgum erfitt að tengjast stórum fjölskyldum og veltur þá á miklu hversu góðar móttökur maður fær. Er ég fór mína fyrstu ferð að Höfða á Vatnsleysuströnd til að hitta afa og ömmu eiginmanns míns, hitti ég einnig í fyrsta sinn þann mann sem við með trega kveðjum í dag, Jón Guðbrandsson. En um þetta leyti bjuggu Jón og kona hans Asta Þórarinsdóttir að Höfða og hjá þeim foreldrar Ástu, Guðrún Þorvaldsdóttir (er lést vorið 1971) og Þórarinn Einarsson (en hann lést vorið 1980). Guðrún og Þórarinn höfðu búið að Höfða til ársins 1959 að þau bregöa búi og Jón og Ásta taka við. Jón og Ásta bjuggu fram að þessum tíma í Reykjavík og var atvinna Jóns aðallega bifreiða- akstur. Svolítinn búskap höfðu þau hjón eftir að þau fluttu að Höfða en alltaf stundaði Jón vinnu útífrá. Þau ár sem ég þekkti til vann hann við bifreiðaviðgerðir hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Þó gömlu hjónin væru hætt búskap og Jón og Ásta tekin við, bjuggu Þórarinn og Guðrún á Höfða í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar til dauðadags. Það leyndi sér ekki að gott var að koma til fólksins í Höfða. Þar ríkti glaðværð og hlýhugur til allra er þar komu og fór maður af þeirra fundi áhyggjulaus fyrir framtíðinni hvað við kom tengsl- um við þetta fólk. Jón átti ekki síst þátt í að taka manni vel, bæði með hlýju sinni og glaðværð. Það var einnig aðdáunarvert að kynnast þeirri umhyggju sem hann bar fyrir tengdaforeldrum sínum, svo sem að ferðast með þau til fjölskyldu og vina og gæta þess að þau fylgdust með öllu sem var að gerast eftir því sem möguleikar voru á. Þórarinn átti því um sárt að binda er Jón var að leggjast á sjúkrahús í byrjun síðasta árs, nokkrum vikum áður en hann sjálfur lagðist banaleguna. Jón var vel kynntur í sveit sinni og var þar í ýmsum trúnaðarstörf- um. T.d. var hann formaður sókn- arnefndar og söng í kirkjukórnum, enda unni hann mjög söng og góðri tónlist. I Kálfatjarnarkirkju áttu þeir samleið Jón og tengdafaðir hans á meðan heilsa Þórarins entist. Þór- arinn söng í i kirkjukórnum og var hringjari við kirkjuna í mörg ár. Jón var sterkur trúmaður og hjálpaði það honum í hinum erfiðu veikindum hans, þar kom einnig til hans stóra og samheldna fjölskylda. Ég hygg að vandfundin sé hliðstæða að slíkri samheidni. Ég minnist þess er ég heimsótti hann á sjúkrahús fyrir tæpu ári síðan og hann beið úrskurðar veikinda sinna, að hann lét þau orð falla að hann óskaði einskis fremur en að þurfa ekki að bíða lengi eftir að leggja upp í hina hinstu för, ef úrskurðurinn reynd- ist á þann veg. Jón kom mér fyrir sjónir sem ákaflega ljúfur og prúður maður sem tók öllum vel er í návist hans voru. En væri á einhvern hátt gert á hans hlut eða fjölskyldu hans gat hann verið fastur fyrir. Jón og Ásta eignuðust T börn, 6 dætur og 1 son. Þau eru Guðrún Jóna, Þórunn Bjarndís, Guðbjörg Kristín, Anna, Gróa Margrét, Ing- igerður og Jón Ástráður. Barna- börnin eru orðin 15 talsins og eitt barnabarnabarn. Alltaf var fullt hús af börnum í Höfða enda hændust öll börn að þeim Ástu og Jóni. Á síðastliðnu sumri hresstist Jón svo að þau hjón fóru í heimsókn til Ingigerðar dóttur sinnar í Svíþjóð, sem þar býr með fjölskyldu sinni. Þessi ferð var til mikillar ánægju fyrir alla fjöl- skylduna. Ekki get ég lokið svo þessum fátæklegu orðum að ég minnist ekki á Ástu. Hún er mikilhæf kona sem staðið hefur við hlið manns síns í blíðu og stríðu og sýnt hetjulund og mikinn dugnað. Ég hef ekki farið út í uppruna og ætt Jónas Guðbrandssonar, til þess eru aðrir betur fallnir. Er ég lýk þessum hugleiðingum um kynni mín af vini okkar, koma í huga mér orð er ég eitt sinn heyrði. Þau voru einhvern veginn á þá leið að dauðinn er ekki eingöngu sorg heldur á vissan hátt gleði og þökk. Guð blessi minningu Jóns Guð- brandssonar. Benedikta G. Waage Vinur minn og samstarfsmaður Jón Guðbrandsson frá Höfða á Vatnsleysuströnd andaðist þann 20. janúar sl., eftir erfiða sjúk- dómsgöngu. Okkur, sem þekktu hagi Jóns, hefði ekki átt að koma þetta á óvart, en alltaf virðist jafn erfitt að sætta sig við brottför vina og kunningja. Eftir situr sorg og söknuður, sem þó mildast, þegar frá líður. Jón Guðbrandsson var fæddur 23 ágúst 1918. Ekki kann undir- ritaður að rekja ættir Jóns, en uppruninn mun hann hafa verið úr Dölum vestur. Það var í júní 1969 að leiðir okkar Jóns lágu fyrst saman. Jón réðist þá til starfa á Bifreiðaverk- stæði Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Áður hafði hann unnið við viðgerðir hjá Davíð Sigurðs- syni hf. Þá mun hann hafa stundað akstur vörubíla og ók um árabil sínum eigin bíl á Vörubíla- stöðinni Þrótti í Reykjavík. Ég man það glöggt, þegar Jón kom til að ræða ráðningu sína. Það duldist engum, að þarna fór styrkur og traustur maður. Allt frá þessum fyrstu kynnum okkar, hófst sú vinátta, sem aldrei bar skugga á uns yfir lauk. Jón var óvenju traustur maður. Hann var fastur fyrir og lét ekki hrekja sig af þeirri braut, sem hann taldi rétta. Hann var heill í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur og þoldi ekki órétt. Jón var mikill félagshyggju- maður, enda hlóðust á hann alls- konar trúnaðarstörf, sem tóku mikið af hans frístundum. Ekki mun ég telja hér upp öll þau störf, sem honum voru falin, enda skort- ir mig þekkingu til þess. Þó langar mig til að minnast á þau störf, sem mér fannst honum vera hug- leiknust. Jón var um árabil for- maður sóknarnefndar Kálfatjarn- arkirkju. Á undanförnum árum hefur staðið yfir endurbygging kirkjunnar. Jón var lífið og sálin í þeirri framkvæmd. Oft ræddi hann þessar framkvæmdir við mig og það var ekki hægt annað en smitast af áhuga hans á þessu málefni. En ekki voru þetta hans einu afskipti af kirkjumálum íbúa Vatnsleysustrandar. Hann hafði afbragðsgóða söngrödd, sem naut sín vel í kirkjukórnum. Það var lika gaman að taka lagið með honum á góðri stund. Jón var einstaklega barngóður. Það lá því í hlutarins eðli, að hann yrði formaður Barnarverndarnefndar. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs í sinni heimabyggð. Öll þessi störf rækti hann af þeirri trúmennsku og drengskap, sem einkenndu allt hans líf. Starfsbræður Jóns kunnu vel að meta hann. Hann var kjörinn trúnaðarmaður þeirra á vinnustað og var þar til dauðadags. Það er samróma álit starfsmanna og yf- irmanna, að ekki hefði verið hægt að finna hæfari mann í það vandasama starf. Með hógværð, prúðmennsku og festu náðist oftast betri árangur af starfi hans, en hjá þeim, sem öðrum aðgerðum beittu. Jón var mjög virkur í verkalýðsmálum. Hann var formaður verkalýðsfélags Vatnsleysustrandarhrepps og að- alhvatamaður að sameiningu þess félags við Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur. í t.rúnað- arráði þess félags sat hann í mörg ár og var fulltrúi á Alþýðusam- bands- og Verkamannasambands þingum. Jón var fyrirmyndar starfsmað- ur. Stundvísi hans, trúmennska og dugnaður var fágæt. Fyrir þessa eiginleika var hann heiðraður sérstaklega af vinnuveitendum sínum. í einkalífi sínu var Jón mikill gæfumaður. Hann var kvæntur Ástu Þórarinsdóttur, Einarssonar, bónda á Höfða á Vatnsleysu- strönd. Um árabil bjuggu þau að Höfða, en fyrir tveim árum byggðu þau sér notalegt hús í landi Höfða. Þau Jón og Ásta eignuðust 7 börn, sem öll eru uppkomin. Óvenjuleg samheldni og trúnaðartraust einkenndi öll samskipti fjölskyldunnar, enda hafa börnin erft eiginleika for- eldranna í ríkum mæli. Ég tel mig hafa verið mjög lánsaman að kynnast Jóni Guð- brandssyni. Hann var um margt mjög einstakur maður og fáum mönnum hefi ég kynnst honum fremri. Af slíkum mönnum stafar ætíð eitthvað gott. Ég vil þakka honum samveruna, ekki aðeins fyrir mína hönd, heldur vinnufé- laga hans allra. Ástu, börnunum og öldruðum föður, sendi ég innilegar samúð- arkveðjur og bið Guð að blessa þeim minningu um góðan dreng. Jóhann Baldurs Lokið er jarðvist míns kæra tengdaföður. Hún varði sextíu og tvö ár. Sextíu og tvö ár, hugsar maður. Því gátum við ekki fengið að njóta hans lengur? Svarið li^gur ekki þessa heims, hér ræður sá máttur er okkur er æðri. Tilgangur felst í öllu, þó stundum sé erfitt að koma auga á hann og sársaukafullt geti verið að sætta sig við það sem orðið er. Það var á erfiðum stundum sem þessari sem gott var að eiga Jón Guðbrandsson að. Þess vegna er svo erfitt að það skuli einmitt vera hann sem við nú kveðjum En hér kemur einmitt að svo miklu haldi að hafa fengið að + Hjartkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir, afi og bróðir, SIGURÐUR FRIÐRIKSSON, ■kipstjóri frá Gamla Hrauni, til heimilis að Hringbraut 48, Reykjavík, andaöist 21. janúar sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Elínborg Þóróardóttir, Mjöll Siguröardóttir, Ragnar Jóhannesson, Guömundur Friörikason, Pétur Friöriksson, Margrét Friöriksdóttir, Guöleif Friðriksdóttir, Ragna Friöriksdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR, Grenimel 24, er látin. Jaröarförin fór fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Islands. Ingibjörg og Kristín Jónsdætur. + Maöurinn minn og faöir okkar, HÁKONJÓNASSON, fyrrverandi bifreiöarstjórí, Skarphéöinsgötu 12, lést aö heimili sínu þann 29. janúar sl. Sigurborg Karlsdóttir, börn og tengdabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞÓREY ÞORSTEINSDÓTTIR kaupkona, Snorrabraut 61, lézt 29. janúar. Þorsteinn Sigurösson, Helga Kristjánsdóttir, Sigríöur Gyöa Siguróardóttir, Sigurgeir Sigurösson, Garöar Sigurösson, Hulda Guöráösdóttir og barnabörn. + Fósturmóöir mín, MARGRÉT JÖRUNDSDOTTIR, Njálsgötu 94, andaöist aö Hátúni 10 B fimmtudaginn 29. janúar 1981. Jörundur Þorsteinsson. + Konan mín, ELÍN FILIPPUSDÓTTIR HOLMÁS, andaöist 28. janúar í Bergen. Rolv Holmðs. + ÁSGEIR ÞÓRHALLUR GUDJÓNSSON frá isafirói, er lézt föstudaginn 23. þ.m., veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Vandamenn. + Ég þakka auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför eiginmanns míns, SIGURGEIRS JÓNSSONAR frá Munaöarnesi. Guörún Guömundsdóttir. + Innilegar þakkir færum viö öllum, er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, MARSIBILAR JÓHANNSDÓTTUR, Sólvöllum 15, Selfossi. Olafur Ö. Árnason, Guörún Sigurmundsdóttir, Baldur Árnason, Anna Sigurjónsdóttir, Ásta Árnadóttir, Sveinbjörn Sigurjónsson, Sigrún Árnadóttir, Báröur Vigfússon, Sigríöur Árnadóttir, Friögeir Björgvinsson, Margrét Árnadóttir, Gunnar Guómundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.