Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 37 Minning: Sigþór Karl Þórar- insson Einarsnesi Fæddur 28. janúar 1918. Dáinn 23. janúar 1981. I dag verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju Sigþór Karl Þór- arinsson bóndi og hreppstjóri í Einarsnesi, Borgarhreppi, Mýra- sýslu. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 23. janúar sl. eftir nokk- urra mánaða erfiða sjúkdómslegu. Sigþór var ákaflega minnis- stæður maður og auðvelt er að kalla hann fram í minningunni. Hann var meðalmaður á hæð, fullur af iífsþrótti, kvikur í hreyf- ingum og fljótur að átta sig á hlutunum. Sigþór var vel að sér um flesta hluti, áræðinn, hrein- skilinn og hafði ríka réttlætis- kennd. Ég kynntist Sigþóri fyrir sjö árum, er ég gekk að eiga eina af dætrum hans. Milli heimila okkar var alla tíð mikill samgangur, þótt hans væri í Borgarfirði, mitt í Reykjavík. Þau hjónin Sigþór og Sigríður kappkostuðu nefnilega að halda góðu sambandi við börn sín og barnabörn og komu oft til Reykjavíkur í þeim tilgangi einum að vitja um fólkið sitt. Þau hjón báru hag barna sinna mjög fyrir brjósti og studdu þau með einum eða öðrum hætti í lífsins baráttu. Ég kynntist aldrei stráknum, sem ólst upp innarlega á Hverfis- götunni í Reykjavík, elstur 5 systkina. Unglingnum, sem hélt til sjós til að hjálpa móður sinni að föður sínum látnum. Unga mann- inum, sem hélt í kaupavinnu upp í Borgarfjörð og kvæntist heima- sætunni á Valbjarnarvöllum, Sig- ríði dóttur Guðmundar bónda og hreppstjóra Jónssonar og konu hans Þórunnar Jónsdóttur. Full- huganum, sem af litlum efnum en harðfylgi og áræði, keypti kosta- jörðina Einarsnes í Borgarhreppi. Bóndanum, sem byggði og bætti þá jörð og bjó þar myndarbúi. Föðurnum, sem kom sjö börnum sínum á legg og öllum til mennta. Ég kynntist þeim Sigþór, sem hafði eftirlátið einum sona sinna meginhluta búsins og sinnti sjálf- ur, auk skyldustarfa, ýmsu því sem hugur hans stóð til, en hlífði sér þó hvergi. Ættföðurnum, sem fylgdist grannt með velferð fjöl- skyldu sinnar og gat átt til að segja okkur unga fólkinu til synd- anna. Áhugamanninum um þjóð- félagsmál, sem gaman og gagnlegt var að ræða og rökræða við. Manninum Sigþór, sem skuldaði engum neitt og lét heldur engan eiga neitt hjá sér. Fyrir þessi kynni þakka ég nú, þegar leiðir skiljast. Ég bið Guð að blessa tengda- móður mína Sigríði Guðmunds- dóttur. Þau hjón voru óvenjulega samrýnd og vék hún ekki frá sjúkrabeði manns síns síðustu vikurnar. Samband þeirra var fagurt dæmi um það hve traustum böndum tvær manneskjur geta tengst. Guð styrki hana og aðra ástvini Sigþörs í þeim mikla harmi sem að þeim er kveðinn við fráfall hans. Baldur Kristjánsson Hinn 23. þessa mánaðar lézt á sjúkrahúsinu á Akranesi Sigþór Þórarinsson bóndi og hreppstjóri í Einarsnesi í Borgarfirði. Verður jarðarför hans að Borg í dag. Sigþór var fæddur 28. janúar 1918 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau hjónin Þórarinn Jónsson skipstjóri og Sigríður Gísladóttir. Þórarinn var togarasjómaður. Hann stefndi þó að því að hefja búskap og keypti jörðina Hvít- staði í Álftaneshreppi. En örlögin breyttu þeim áformum sviplega því hann drukknaði sama ár af togaranum Snorra goða. Það var í apríl 1937, og Þórarinn þá liðlega fertugur. Ekki þarf að lýsa því mörgum orðum hvílíkt áfall þetta slys varð fjölskyldunni því uppi stóð ekkjan með fimm börn. Élst þeirra var Sigþór. Það kom því á herðar hans og eldri systkinanna að bera uppi þungann af framfærslu fjölskyld- unnar með móður sinni. Sigþór Þórarinsson kynntist ungur Borgarhreppnum. Eins og títt var þá um unglinga fór hann sem vikapiltur og smali í sveit. Var hann þá á Jarðlangsstöðum. Hann varð því frá unga aldri kunnugur í þessum heimahögum, sem síðar urðu. Árið 1939 kvæntist Sigþór Sig- ríði Guðmundsdóttur, hreppstjóra Jónssonar á Valbjarnarvöllum. Þau keyptu jörðina Valbjarnar- velli og hófu þar búskap árið 1940. Þar bjuggu þau í sex ár en keyptu þá Ölvaldsstaði og bjuggu þar í fjórbýli til ársins 1947, er þau réðust í að kaupa Einarsnes, þar sem þau bjuggu upp frá því. Ekki er ósennilegt að það hafi átt drjúgan þátt í því að Sigþór vildi flytja niður á undirlendið að mæðiveikin herjaði einmitt grimmdarlega á sauðfé bænda á árunum sem þau hjón bjuggu á Valbjarnarvöllum. Hinsvegar var betra til fanga með nautgripa- búskap á jörðunum niðri á slétt- lendinu. Einmitt þetta sama ár, 1947, var stofnað Samband nautgriparækt- arfélaga Borgfirðinga undir for- ystu Sigurðar Guðbrandssonar mjólkurbússtjóra frá Hrafnkels- stöðum og bundu bændur eðlilega vonir við kynbætur nautpenings, aukna ræktun, afurðaaukningu og fjölþættari úrvinnslu í Mjólkur- samlaginu í Borgarnesi, sem stofnað var Alþingishátíðarárið. Ekki fer á milli mála að með kaupunum á Einarsnesi færðist Sigþór býsnalega mikið í fang. Jörðin var verðmikil enda eðlisgóð og þar hafði Sigurmon Símonar- son, sem áður bjó þar, byggt vandað íbúðarhús í hinum gamla burstabæjarstíl. Sigþór átti þá í þungum erfiðleikum að greiða jarðarverðið og olli því m.a. að treglega gekk að afla lánsfjár. Mun Bjarni heitinn Ásgeirsson hafa reynst Sigþóri vel í því efni, þegar fokið virtist í flest skjól. Það kom sér vel að Sigþór hafði meðan hann bjó á Ölvaldsstöðum hjálpað Sigurmoni í Einarsnesi við laxveiðar í Hvítá og var því flestum hnútum kunnugur við þær nytjar, er hann sjálfur tók við búi í Einarsnesi. Reyndi hann því að nýta veiðina eftir föngum. Reynd- ist hann mesta veiðikló. Jafnframt stækkaði hann búið eftir föngum. Það sýnir líka hversu hann var fylginn sér, að ef færi gafst þessi fyrstu búskaparár, réði hann sig stund og stund háseta á togara. Kaupið fór þá í að grynna á skuldinni vegna jarðarkaupanna. Fór hann þar að dæmi nágranna síns, Helga bónda Helgasonar á Þursstöðum, dugnaðarkempunnar alkunnu. En það varð þeim Sigríði og Sigþóri þó gæfuspor að leggja út í þessi kaup þótt oft syrti í álinn. Áræði þeirra bar ríkulegan ávöxt. Þegar þau hjón komu í Einars- nes var þar fremur lítið ræktað land. Þar hafði að fornum sið verið treyst á flæðiengjarnar. Þar var fenginn heyforðinn auk þess, sem kúnum var beitt á slíkt engjaland. Þannig var þessu víða farið á þessu svæði. En allt er það kunn saga og verður hún ekki frekar rakin hér. Hitt er ljóst að Sigþór hófst handa um stórfellda ræktun og uppbyggingu á jörð- inni, strax er þau hjón höfðu setzt þar að. Hann sýndi og afdráttar- laust að hann var í senn áræðinn og búhygginn. Engum duldist að hann stefndi að stórbúskap og varð sjón sögu ríkari. Öll ber jörðin þess nú merki að áformin náðu fram að ganga. Einarsnes er fagur staður í fögru héraði. Samnefnt nes teyg- ist út í fjörðinn og er sögufrægt úr Egilssögu. Uppi á höfðanum er víðsýnt og þar hefur nú verið byggt nýtt íbúðarhús. Þar er nú heimili Óðins bónda í Einarsnesi, sonar Sigþórs. Það er skemmtileg tilviljun að með honum er á ný kominn bóndi í Einarsnes af hinni gömlu Einarsnesætt. En meðal þeirra manna voru sýslumennirn- ir Sigurður Jónsson og Jón Sig- urðsson, sem báðir sátu í Einars- nesi. En þeir voru forfeður Sigríð- ar Guðmundsdóttur í ættir fram. Heimili þeirra Sigríðar og Sig- þórs var ætíð menningarheimili. Þar ríkti jafnan háttvísr og allt var gert til þess að vanda uppeldi og menntun barnanna eftir beztu getu. Hópurinn var stór og þurfti því fyrir mörgu að hugsa. Börn þeirra eru þessi: Þórarinn, tann- læknir í Reykjavík. Guðmundur, búnaðarhagfræðingur, deildar- stjóri i landbúnaðarráðuneytinu. Kona hans er Herborg Árnadóttir. Helga, viðskiptafræðingur og starfar nú við endurskoðunar- störf. Jóhanna, stúdent, starfar hjá dagblaðinu Vísi. Hún er gift Baldri Kristjánssyni. Þór, lyfja- fræðingur í Reykjavík. Kona hans er Guðný Þorgeirsdóttir. Óðinn, bóndi í Einarsnesi, útskrifaður úr Samvinnuskólanum. Kona hans er Björg Jónsdóttir. Sigríður arki- tekt. Gift Hallmari Sigurðssyni. Sigþór Þórarinsson annaðist mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína. Var m.a. hreppstjóri Borgar- hrepps frá árinu 1958. Þau rækti hann af kostgæfni eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. En húsbóndinn var ekki einn um að sinna félagsmálum í byggðinni. Þess má víst minnast hér að frú Sigríður lagði t.d. mjög fram krafta sína er verið var að undir- búa og byggja Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi. Um alla hluti voru þau hjón samhent og bæði munu þau jafnan hafa staðið að öllum ákvörðunum, sem máli skiptu. Þar var Sigþór ekki einn því kona hans er í senn ráðholl og stefnuföst. Vinir þeirra hjóna og samferða- menn senda Sigríði og fjölskyldu hennar allri einlægar samúðar- kveðjur á þessum degi. Ásgeir Pétursson SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvers vegna vitnið þér sifellt i Bihlíuna til þess að styðja skoðanir yðar og svör í þættinum yðar? Eg óttast, að þér misskiljið, hvernig ég nota Biblíuna. Eg vitna ekki til hennar til þess að færa rök fyrir eða styðja skoðanir mínar, heldur reýni ég að taka mið af því, sem Biblían kennir. Astæðan til þessa er sú, að Biblían er opinberun guðs til mannanna. í henni veitir Guð okkur fræðslu og leiðbeiningu, sem við gætum aldrei aflað okkur á annan hátt. Biblían fræðir okkur ekki aðeins um elsku Guðs á okkur og hvernig við megum frelsast, heldur kennir hún okkur líka, hvernig við ættum að bregðast við vandamálum og erfiðleikum lífsins. Þar sem Biblían er óskeikull mælikvarði fyrir trú og breytni, verður hún það úrskurðarvald, sem við getum reitt okkur á, þegar við fjöllum um það, sem máli skiptir í lífinu. Lærðir menn hafa aldrei þurrausið þann hafsjó auðæfa, sem Biblían geymir. En meginkenningar hennar eru svo auðskildar, að jafnvel litla barnið getur skilið þær. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU MGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Kveðjuorð: Jón Stefán Brim- ar Sigurjónsson Fæddur 13. júní 1928. Dáinn 23. desember 1980. Seinnipart Þorláksmessu síð- astliðinn brá snögglega skugga yfir mannlífið á Dalvík. Þá hneig í valinn einn af vænstu drengjum bæjarins og þótt víðar væri leitað, Brimar Sigurjónsson, þar sem hann var að dytta að málverka- sýningu sinni er hann kallaði „Lítið lífsins bros“ í Ráðhúsinu. Brimar gekk aldrei hálfur til leiks, hvorki í orði né verki, og ekki heldur í sjálfum dauðanum, því hress og kátur var hann á hádegi en allur að kveldi. Hann var sérstæður persónu- leiki, glaður og reifur, hár vexti og föngulegur á velli. Honum var í blóð borið ríkulegt listamannseðli og því v'iðkvæmur á stundum eins og vorblóm í hreti. Hann trúði á guð í alheimsgeimi Og sá guð gaf honum þær gjafir sem honum tókst að miðla af til samtíðar- manna svo virkilega um munar. Eða hver skilur höfund lífsins þegar einn getur gætt kaldan klettinn lífi svo allir sjái eða storknað hraunið eða skóginn svo menn langi til að þreifa um laufið, þótt aðeins sé á spjaldi eða striga, hver skilur að slíkir menn, sem ekkert mega aumt sjá og aungum geta neitað um greiða og dreifa um sig fegurðinni og lífsnautninni skulu burtkallaðir mittí önn dags- ins eins og hendi sé veifað? Brimar hefði kannöki haft svar við þvi, hann kunni svar við ýmsu og raunar var hann búinn að hafa orð á því að hann lifði ekki komandi jól, en hver skilur það? Dalvík- ingar eiga þessum öðlingsmanni mikið upp að unna og lengi verður hans minnst, því verkin hans lifa í hverju húsi ýmist í mynd i stofu, á vinnustöðum eða utanhúss því hann var stórvirkur málari jafnt utanhúss sem innan. Fyrir utan það að Brimar setti svip á bæinn með sinni sérstæðu, höfðinglegu daglegu framgöngu — það verður lengi munað hvernig hann t.d. fermdi reiðhjólið sitt þegar hann var að flytja milli vinnustaða, langi húsastiginn fyrir utan allar málningardollur og pensla og sjálfan hann, þennan nærri tveggja metra risa — þá var stundum eins og hann vorkenndi hjólinu og settist ekki á bak að sinni. Slík var umgengni hans jafnt við lifandi hluti sem dauða. Allir sem kynni höfðu af Brimari vita að hann kunni ekki að verð- leggja vinnu sína eins og aðrir menn, hann sagði sem svo: „Það eru skattsvik ef ég tek greiðslu fyrir þetta lítilræði sem ég gerði að gamni mínu og lífsins nautn." Dæmi eru um að hann hafi málað heilu húsin utan sem innan án greiðslu fyrir fólk sem hann hefur álitið að ekki hefði efni á að borga. Það er stundum sagt að maður komi i manns stað, en hver kemur í staðinn fyrir Brimar, þennan Kjarval okkar Dalvíkinga? Okkur ber að þakka alvaldi alls lífsins fyrir að njóta samvista við slíkar gersemar þótt um stundarsakir sé. Þessi góði drengur Brimar er nú horfinn yfir þennan lífsins læk og kominn á hinar eilífu víðáttur, þar sem mótífin blasa við í sínum himneska fullkomleika, þar sem fantasíurnar njóta sín i dýrðleg- um sýningarsölum og herskarar himnanna njóta listaverkanna. Guð blessi hann. Iljálmar Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.