Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 15
Páll V. Danielsson sínum heima eða kaupa fyrir þau gæslu, sem þá yrði að greiða fullu verði. Einnig geta foreldrar þá ráðið því betur en áður hvort þeirra sinni heimilisstörfunum. Undir laun fyrir heimilisstörf falli 3 síðustu mánuðir meðgöngutíma og er þá að fullu leyst úr vand- ræðaskap og misrétti, sem ríkir í þeim efnum. Laun i veikindum Þá greiði sjóðurinn laun vegna örorku og laun í veikindum. Launagreiðslur vinnuveitenda í veikindum ná til fremur skamms MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 15 tíma, t.d. 2—4 vikur og sé sá sami í öllum starfsgreinum. Mundi það auka atvinnuöryggi þeirra, sem ekki eru heilsusterkir, ef áhætta launagreiðenda er minnkuð vegna veikinda. Lífeyrissjóðurinn getur leyst það mál. Mikill kostnaður Þetta er nú gott og blessað en hvernig á að fjármagna svo viða- mikinn lífeyrissjóð. Hann yrði dýr. Rétt er það. Grundvöllurinn undir lífsaf- komu fólksins í landinu eru launa- tekjurnar í heild. Hlutverk sjóðs- ins er að flytja nokkurn hluta launateknanna á milli fólks og á milli ævitímabila. Launin standi þannig undir lífsframfæri fólks frá vöggu til grafar. Til þess að þetta geti gengið þarf að auka umráðafé fólksins. Þannig yrðu lögð niður öll launatengd gjöld og þau notuð til þess að hækka launin og jafna þau. Jafnframt yrðu lagðir niður beinir skattar og þar með er hægt að losna við fyrirhug- að fargan um staðgreiðslukerfi skatta. Óbeinir skattar þurfa ekki að hækka Þrátt fyrir þetta þyrftu óbeinir skattar ekki að hækka. Lífeyris- sjóðurinn tekur við stóru hlut- verki af ríki og sveitarfélögum, þannig að útgjöld þeirra lækka á móti tekjurýrnuninni. Hinsvegar þyrftu útsvör að vera tvær eða þrjár stighækkanir vegna mjög hárra tekna. Þá yrði fyrirtæki látin greiða útsvar til sveitarfé- laga í stað tekjuskatta. Við þetta mundi milliliðakostnaðurinn í þjóðfélaginu minnka verulega, þar sem lífeyrissjóðurinn yrði mjög einfaldur í stað hins flókna lífeyr- istrygginga- og félagsmálapakka- kerfis, sem við nú búum við. Valfrelsi — Ilamingja Lífeyrissjóðurinn veitti öllum fullan verðtryggðan lífeyri strax og hann tæki til starfa. Fólk fengi valfrelsi og losnaði við skömmtun- arforsjá þess opinbera. Jafnrétti myndi aukast svo mikið að nánast mætti tala um byltingu í því efni. Heimilisstörfin og þeir sem þau vinna yrðu ekki lengur hornreka í þjóðfélaginu. Allur lífeyrir yrði einstaklingslífeyrir og í því efni fullt jafnrétti karla og kvenna. Allir yrðu stöðugt í snertingu við hið daglega líf og þátttakendur í því með því að greiða sjálfir þá hluti, sem þeir óska að kaupa. Fólk mundi þekkja umhverfi sitt og skilja hvaða rétt og skyldur það hefur. Og þá er hægt að öðlast hamingjuna og þá fullnægju sem það veitir að vera ekki vegvilltur, heldur fullkomlega öruggur um sjálfan sig og þann veg sem þarf að ganga. Og umfram allt að vera ekki öðrum fjárhagslega háður. Jafnframt þessu yrði að lagfæra ýmsa aðra þætti í þjóðfélaginu, sem standa í vegi fyrir einföldun þess. Má þar m.a. nefna vísitölu- kerfið og hluti því tengda, sem öllu er að koma á kaldan klaka. ^LÍÐAR€NDl Klassískt tcmlistarkvöld Tónskáldið Atli Heimir Sveins- son leikur fyrir matargesti sunn udagskvöld Borðapantanir frá kl. 3 í síma 11690. Opið 18.00-23.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.