Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 19 Hestar Umsjón. Tryggvi Gunnarsson orku, sem Gunnar telur búa í hornfirsku hrossunum, úr íslenska hestakyninu. Gunnar Bjarnason var í aðstöðu oddamannsins í dómnefndinni á Þveráreyrum og það var í hans valdi á hvorn veginn dómurinn sveigðist. Gunnar birtir í bók sinni yfirlit, sem hann nefnir „hæstaréttar- dómur reynslunnar" og er þar sýndur fjöldi kynbótahrossa á landsmótunum 1955 til 1978 út af þeim stóðhestum, sem valdir voru til sýninga á landsmótunum 1950 og 1954. Er þetta yfirlit athyglis- vert og einnig samskonar yfirlit, sem Gunnar hefur gert um hross út af ýmsum stóðhestum frá seinni árum og hann birtir. Þessi yfirlit bera glöggt með sér að hlutur ýmissa stóðhesta, sem ofarlega hafa staðið á landsmót- um, er rýr þegar leitað er að afkomendum þeirra í hópi kyn- bótahrossanna. Leggja verður áherslu á að þessi yfirlit taka aðeins til þeirra stóðhesta og hryssa, sem valin hafa verið á landsmót fram til 1978, en vitan- lega er hópur afkvæmanna mun stærri og má þar nefna þá hesta, sem sýndir hafa verið sem gæð- ingar. Landsmótið á Þingvöllum 1958 átti sér aðdraganda er laut að vali mótsstaðarins. Þá var landsmót fyrst haldið í Skógarhóluin og lýsir Gunnar í bók sinni því hvernig sá staður var valinn og ýmsu tengdu undirbúningi móts- ins. Hornfirsku feðgarnir Nökkvi og Svipur komu þarna á ný til dóms ásamt Hreini frá Þverá. Nú taldi meirihluti dómnefndarinnar að Svipur ætti að standa efstur og segir Gunnar í bókinni að hann hafi verið meðdómendum sínum sammála um að Svipur sýndi meiri breidd kosta í afkvæmum sínum en Hreinn, hins vegar hafi hann ekki talið að Hreinn stæði neitt verr í samanburði við sýnda hesta þarna en áður, bæði 1950 og 1954, „og það væri harkalegt vantraust sett á fyrri dómara, ef „sláturhúsgripurinn" yrði settur í fremsta sæti íslenskra kynbóta- gripa". Eins og áður sagði verður ekki annað ráðið af frásögn Gunn- ars en að hann hafi skipað sér í „meirihlutann" 1954 og hér var því um að tefla vantraust á hans fyrri gerðir. Röðin á mótinu 1958 varð sú að Hreinn stóð efstur, Svipur í öðru sæti og Nökkvi þriðji. Gunnar birtir í bók sinni úrslit dóma kynbótahrossa og góðhesta á landsmótinu 1958 og vekur það nokkra undrun, en sjálfsagt er skýringin sú að þessir dómar, að dómum góðhestanna slepptum, hafa sennilega ekki birst áður með þessum hætti. Dómar fyrri lands- móta voru birtir í Arsritum LH, sem komu út 1951 og 1955 en fleiri urðu Arsritin ekki og þegar Hest- urinn okkar kemur fyrst út 1960 eru dómar góðhestanna á lands- mótinu 1958 birtir. Það er gaman að lesa frásagnir Gunnars af deilum um ættfærslur einstakra hrossa og hvaða áhrif það kann að hafa á menn, þegar rangar ættfærslur eru leiðréttar. Fyrir sumum fer sjálfsagt eins og Matthíasi heitnum Matthíassyni, þegar ættfærslur Skugga-Blakks Björns heitins Gunnlaugssonar bar á góma: „Nei, eyðilegðu ekki hestinn fyrir okkur Gunnar." Það skiptir miklu að hrossið sé af réttum stofni, þegar trúin er sterk. Útúrdúr um Jóhannes Kjarval, listmálara nefnist einn af köflum bókarinnar en þó þetta kunni við fyrstu sýn að virðast réttnefni hjá höfundi, þá kemur annað í ljós. Kjarval var næmur maður á umhverfi sitt og í Gunnari hafði Kjarval fundið „framkvæmda- stjóra og diplómata" fyrir hugsjón sína um hestinn. Fyrir þetta vildi Kjarval þakka og við hestamenn mættum taka okkur Kjarval til fyrirmyndar. Sigurður Óskarsson, Hellu: Ríkisstjórn vanefndanna „ótti verksmiðjufólks orðinn að veruleika,“ segir í mótmæla- bréfi frá starfsfólki gosdrykkja- verksmiðja til forsætisráðherra, en í þessum iðnaði hefur þegar komið til fjöldauppsagna sem eru afleiðingar af vanhugsaðri og klaufalegri lagasetningu um 30% vörugjald. Þegar verksmiðjufólk mótmælti frumvarpi til þessara laga og forystumönnum stjórnarflokk- anna voru afhentir undirskriftar- listar starfsfólks í þessum iðju- greinum þá var þeim aðgerðum mætt með fáheyrðri lítilsvirðingu. M.a. mun einn þingflokksformað- ur hafa látið að því liggja að hér gengi verksmiðjufólk erinda at- vinnurekenda. Predikun þessi mun vera í litlu samræmi við ræðuhöld þingmannsins í verk- smiðjum á höfuðborgarsvæðinu fyrir siðustu Alþingiskosningar. Atvinnulausir Suðurnesja- menn eiga að halda sig heima var innihald þeirra svara sem félags- málaráðherra gaf fyrirspyrjanda hljóðvarpsins fyrir nokkrum dög- um þegar leitað var álits hans varðandi slæmt atvinnuástand á Suðurnesjum. I þessu viðtali sagði ráðherra að flótti atvinnulausra íslenskra verkamanna og sjó- manna af landi brott leysi engan vanda. Víst kann það vel að vera að slíkt neyðarúrræði atvinnu- lausra einstaklinga leysi ekki vanda óhæfra ríkisstjórna eða bæti úr ráðleysi ráðherra þessarar ríkisstjórnar kaupráns og bráða- birgðalaga, en fyrir launalausar fyrirvinnur og fjölskyldur þeirra er atvinna hvar sem hana er að fá forsenda iífsframfærslu. Fólk flytur ekki af landi brott, frá heimilum sínum, frá ættingjum sínum og vinum í stórum hópum eins og nú á sér stað nema vegna þess að grundvöllur til sjálfs- bjargar hefur brostið, atvinnu- leysið er staðreynd. Kjarasamningar launþcga lítilsvirtir Blekið var tæplega þornað á undirskriftum þeirra kjarasamn- inga sem barðir voru saman í 10 mánaða samningaþófi á sl. ári þegar nokkrir hátekjumenn í ráð- herrastétt ákváðu á fundi sínum rétt fyrir áramótin síðustu að skerða laun verkafólks með vafa- sömu iagaboði. Við þessa dæma- lausu aðgerð brutu ráðherrarnir lög sem kveða á um samráð við samtök launþega varðandi slíkar aðgerðir. Jafnhliða þessari ára- mótagjöf var islensku launafólki síðan færð stórfelld hækkun opin- berrar þjónustu. Ekki er enn ijóst með hvaða hætti samtök verka- fólks bregðast við slíkri lítilsvirð- ingu en ótrúlegt er að viðbragða þeirra verði lengi beðið með þögn og þolinmæði. Ósköp hlýtur það að vera nöturlegt hlutskipti að þrasa um laun umbjóðenda sinna í 10 mánuði til þess eins að láta snupra sig og lítilsvirða að lokinni samn- ingagerð og það af nokkrum há- tekjumönnum sem aldrei hafa Sigurður Óskarsson þurft að búa við kjör íslenskra verkamanna. F ramsóknartalningin Kosningaskrautfjöður Fram- sóknarflokksins, sem kölluð var niðurtalning við atkvæðaveiðar fyrir síðustu Alþingiskosningar er orðin slík háðung, að nokkrir framsóknarforingjar óttast þessa útreið. Tryggð og undirlægjuhátt- ur við leiðsögu kommúnista hefur þó enn yfirhöndina í þessum flokki hjá þeim sem meira mega sín, samfara notalegum ráðherra- stólunum, rikulega launuðum ráð- herraembættum og hliðarbitling- um. Verðbólgan, sem ekki átti að fara yfir 40% á sl. ári, mældist tæp 60% og hærri en árið 1979. Síðustu tvo mánuði liðins árs náði Framsóknarniðurtalningin ár- angri sem mælir á ársgrundvelli 102,62% verðbólguhraða. A gamlársdag fann ríkisstjórn- in Framsóknarniðurtalninguna í launaumslögum íslenskra verka- manna. Hitaveita Stokkseyr- ar og Eyrarbakka: Lagning að- veituæðar hefst í apríl - VIÐ ERUM að fara í gang og gerum ráð fyrir að lagning aðveituæðar geti hafist í apríl og fyrstu húsin geti jafnvel tengst hitaveitunni í haust, en það fer þó eftir fjármagninu, sagði Einar Sveinbjörnsson sveitarstjóri á Stokkseyri er Mbl. innti hann frétta af hitaveitumálum Eyrbekk- inga og Siokkseyringa. — Við kaupum vatn af Hita- veitu Selfoss, sem útvegar báðum þorpunum hér vatn, sagði sveit- astjórinn, — og við vorum einmitt nýlega að ganga frá tilboði í efni í aðveituæðina. Er það frá Akureyri og er 20% undir kostnaðaráætlun okkar. A skýrslu um lánsfjáráætl- un er gert ráð fyrir 15 milljónum nýkr. eða 1,5 milljarði gkr. til framkvæmda á árinu og við sjáum ekki alveg hversu langt sú upphæð hrekkur. Við gerum þó ráð fyrir að tengja fyrstu húsin í haust og að framkvæmdum ljúki á næsta ári, en ekki er ljóst ennþá hvernig nákvæm framkvæmdaáætlun verður. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERO AÐALSTRÆTI • SÍMAR: 17152- 17355 Tónleikar tveggja söngkennara Söngkennararnir Ásrún Daviðsdóttir og Elisabet F. Eiriksdóttir, sem luku prófi frá SÍR i des. sl.. haida tónleika i Félagsstofnun stúdenta sunnudaginn 1. febr. nk. kl. 17.00. Eht símtal, -eöa miðann* í póst. Þannig verður þú áskrifandi að Eiðfaxa: Hringir í síma (91)85111 eða (91)25860. Þú getur líka fyllt út hjálagðan miða og sent okkur. Síðan sjáum við um að þú fáir blaðið sent um hæl. Flóknara er það ekki. ★ Eiðfaxi er mánaðarrit um hesta og hestamennsku. Vandað blað að frágangi, prýtt fjölda mynda. Posthólf 887 121 Reykjavik Simi 8 5111/25860 -:>€ Eg undirritaður/undirrituð óska að gerast áskrifandi að Eiðfaxa: |—i Það sem til er ■—. I I af blöðum frá upphafi. I I fra aramotum 80/81. i—| fra og með 1 1 næsta tolublaði. NAFN NAFNNUMER HEIMILI PÓSTNUMER POSTSTOO Eiðfaxi hóf göngu tma 1977 og hefur komið ut manaöarlega siðan Hvert eintak af eldri bloðum kostar nú 15 Nýkr. Fyrri hluti 1981, januar-jum kostar 90 Nýkr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.