Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 Standard mætir Köln í 8-lióa úrslitum UEFA- keppninnar Ásjfeir Sigurvinsson o« félag- ar hans hjá Standard Liege fá erfiAa mótherja í 8-liða úrslit- um UEFA-keppninnar í knatt- spyrnu. en dreRÍð var í Kserdag. Standard ma-tir vestur-þýska liðinu FC Köln o>? fer fyrri leikur iiðanna fram í Köln. Annars fara fyrri leikirnir fram 4. mars næstkomandi. en síóari leikirnir 18. mars. Drátt- urinn í UEFA-keppninni fór þannig: Grasshoppers — FC Souehaux FC Köln — Standard St. Etienne — Ipswich AZ '67 Alkmaar — Lokeren Arnór Guðjohnsen og félagar hans hjá Lokeren voru ekki sérlega heppnir, hollenska liðið frá Alkmaar þykir eitt sterkasta félagslið Evrópu um þessar mundir og er langefst í hol- lensku knattspyrnunni. Þá er stórathyglisverð viðureign St. Etienne og Ipswich. En það var einnig dregið í Evrópukeppni meistaraliða og Evrópukeppni bikarhafa. Drátt- urinn í meistarakeppninni fór þannig: Bayern — Banik Ostrava Spartak Moskva — Real Madrid Liverpool — CSKA Sofia Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Standard fá erfiða mótherja. Inter Mílanó — Crvena Zvezda Og þannig drógust liðin saman í keppni bikarhafa: West Ham — Din. Tblisi Fort. Dusseldorf — Benfica Feyenoord — Slavia Sofia C.Z. Jena — Newport Ensku liðin verða ugglaust í vandræðum, sérstaklega West Ham og Newport. Og ekki má gleyma því, að CSKA, mótherji Liverpool, sló einmitt Notting- ham Forest úr keppninni. Ingimar Stenmark var kjörinn íþróttamaður Norðurlanda 1980 á hófi að Hótel Loltieiðum i gærdag. íþróttamaður Norðurlanda 1980: Stenmark kjörinn í annað skiptið SÆNSKI skíðagarpurinn Ingi- mar Stenmark var kjörinn iþróttamaður Norðurlanda 1980, en kjörið fór fram í fyrsta skiptið hér á landi. Athöfnin fór fram að Hótel Loftleiðum í gær og þar voru saman komnir formenn samtaka iþróttafréttamanna á hinum Norðurlöndunum, auk fulltrúa Veltis IIF. Volvo- umboðsins. en það er einmitt Tryggir IR UMFN sigur? FREKAR lítið verður um að vera þó verður einn leikur í úrvals- i körfuknattleiknum um helgina. deildinni og gætu úrslit i þeim Fram býður ókeypis afnot af nýju skíðalyftunni SKÍÐADEILD Fram hefur lokið við að reisa skiðalyftu í Eldborg- argiii í Bláfjöllum og verður lyftan vígð og tekin i notkun á sunnudaginn, þann 1. febrúar, kl. 14. Verður þá efnt til skíða- móts með þátttöku allra sem áhuga hafa. Ennfremur verður þeim sem vilja reyna lyftuna boðin ókeypis afnot af henni þennan dag. Skíðalyfta Fram er 510 metra löng toglyfta og ber átta hundruð manns á klukkustund. Hún er keypt frá Austurríki og er hin vandaðasta að allri gerð og frá- gangi. Framarar hvetja sem flesta til að koma í Eldborgargil á sunnudaginn og njóta þeirrar góðu aðstöðu sem þar hefur verið sköpuð fyrir skiðafólk. leik haft ýmislegt að segja um framgang mála i deildinni. Það eru ÍR og Valur sem eigast við í Hagaskólanum á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 20.00. Valsmenn eiga dálitla von um að ná Njarðvík að stigum og ef svo á að fara, má liðið alis ekki tapa leik það sem eftir er mótsins. Það má þvi segja, að Njarðvík hreppi íslandsmcistaratignina ef IR leggur Val að velli, því Valur er eina liðið sem á nokkra von að ná UMFN. Leikurinn gæti orðið tvisýnn, ÍR hefur lagt Vai einu sinni að velli á þessu keppnis- tímabili. Volvo sem fjármagnar kjör þetta og hefur gert frá upphafi. Full- trúi íslands var iþróttamaður ársins 1980, Skúli óskarsson kraftlyftingamaður. Það þarf varla að kynna Ingi- mar Stenmark, svo kunnur er hann af íþrótt sinni. Hann var einnig kjörinn íþróttamaður Norðurlanda árið 1975, en þá vann hann heimsbikarkeppnina á skíð- um. Fljótlega eftir það var reglum heimsbikarkeppninnar breytt á þá lund, að keppendur urðu að keppa bæði í bruni, svigi og stórsvigi til þess að eiga möguleika á því að sigra. Stenmark hefur aldrei verið KA mætir Tý og UBK KA LEIKUR tvo leiki syðra í 2. deild íslandsmótsins i hand- knattleik um helgina. Er i báðum tilvikum um stórmikilvæga leiki að ræða. í dag leikur liðið gegn Tý í Vestmannaeyjum og hefst leikurinn klukkan 15.00, á morg- un liggur leiðin siðan að Varmá. þar sem iiðið mætir IIK. Ilefst sá leikur klukkan 15.00. öll þessi lið eru við topp dcildarinnar og má því búast við hörkuleikjum. gefinn fyrir brun og því hefur hann ekki unnið heimsbikarinn síðustu árin. Eftir að Lasse Viren hafði hremmt titil þennan 1976, féll hann í skaut Björns Borg, tennissnillings, næstu árin. Nú hefur Stenmark rofið einokun landa síns. Fulltrúar Norðurlandanna voru að þessu sinni auk Stenmarks og Skúla, Björg Eva Jensen frá Nor- egi, Kjeld Rasmussen, skotmaður frá Danmörku, og Pertti Karpin- en, siglingamaður frá Finnlandi. í dómnefndinni voru sem fyrr segir formenn samtaka íþrótta- fréttamanna Norðurlanda, þeir Arne Moer frá Moss Avis í Noregi, Jörgen Schiöttz frá Aktuelt í Danmörku, Matti Salmenkyla frá Lilta Sanomat í Finnlandi, Cars Stenfeldt frá Expressen í Svíþjóð og Ingólfur Hannesson Þjóðviljan- um Islandi. Stenmark varð sem sé ofan á, en á keppnistímabilinu 1979—1980 vann Stenmark 5 svig- mót heimsbikarsins, 6 stórsvigs- mót, auk þess sem hann varð í öðru sæti í heimsbikarkeppninni, næstur á eftir Andreas Wenzel, kappa sem keppti ekki síður í bruni en öðrum greinum. Þá sigraði Stenmark bæði í svigi og stórsvigi á Olympíuleikunum í Lake Placid 1980. Hann er því vel að titlinum kominn. De fleste smeringsprodusenter nytter samme farge for samme type smering. For du bestemmer deg for smeringstype, má du for all del se pá snoen og temperaturen og sammenholde med det som stár pá boksen/tuben.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.