Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 3 „íslenzka óperan“; hópur áhugamanna um óperuflutning frumflutti ítölsku óperuna II PaKliacci eftir Leoncavallo í Háskólabiói 11. marz 1979. Myndin er tekin á æfingu fyrir þá frumsýningu. tslenzka óperan: Fyrsta verkefnið hátíðartónleikar - í minningu Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar STJÓRN hinnar nýstofnuðu Is- lensku óperu hefur ákveðið að fyrsta verkefni hennar verði hátíðartónleikar í minningu hjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Verða þeir haldnir í Háskólabíói fimmtudaginn 19. febr. nk. kl. 20.30, og verða aðgöngumiðar að þeim jafnframt stofnfélaga- skírteini Islenzku óperunnar. Munu íslenzkir óperusöngvar- ar og Sinfóníuhljómsveit Islands sameinast um að þeir megi verða sem veglegastir, svo sem tilefni þeirra hæfir, segir í fréttatil- kynningu frá Islenzku óperunni. Flutt verða atriði úr óperum, aríur, dúettar og fleira. Einnig mun kór íslensku óperunnar flytja þekkta óperukóra. Stjórn- andi á tónleikunum verður Rob- in Stapleton frá Covent Gard- en-óperunni í London. Afgreiðsla á aðgöngumiðum til þeirra, sem hafa látið skrá sig stofnfélaga, eða óska að gerast stofnfélagar óperunnar, verður í Söngskólanum í Reykjavík, að Hverfisgötu 45 mánudaginn 2. febr. og stendur frá kl. 5—7 daglega. Verðhækkanir taka gildi í dag: Franskbrauð í 3,90 RÍKISSTJÓRNIN staðfesti í gær þær verðhækkanir, sem Verðlags- ráð hafði samþykkt á fundi sínum á miðvikudaginn. Taka hin nýju verð gildi frá og með deginum i dag. Hér á eftir verða hækkanirnar Eldgosið sást víða að ELDGOSIÐ sást víða að í gær. Fréttaritarar hlaðsins á Akureyri og Egilsstöðum höfðu samband við það og sögðu að rauður bjarmi sæ- ist á himni yfir eldstöðvun- um. Báðir tóku fram, að slíkur bjarmi hefði ekki áður sést á þessum stöðum í fyrri eldsumbrotum á Mý- vatnssvæðinu. Þá hafði fréttaritari Mbl. á Húsavík samband við blaðið í gærkvöldi og sagði að suðaust- urhiminninn væri baðaður rauðu ljósi. Líktist þessi sjón helst sólarlagi að sumri og væri hún mjög tignarleg. taldar upp og gefin dæmi um verðhækkanir á einstökum teg- undum. Hámarksverð á brauði hækkar um 18,5—25,2% en raunhækkun frá gilda'ndi verði, sem bakarar ákváðu sjálfir í trássi við vilja Verðlagsráðs er 4,6—8,7%. Sem dæmi má nefna, að 500 gramma franskbrauð hækka úr 3,20 í 3,90 krónur eða um 21,9% og 625 gramma maltbrauð hækka úr 3,25 í 3,85 krónur eða um 18,5%. Hámarksverð á gosdrykkjum hækkar um 8—13%. Sem dæmi má nefna, að 25 cl appelsínflaska hækkar úr 2,40 í 2,60 krónur eða 8,3%, 19 cl Cola flaska hækkar úr 1,90 í 2,15 krónur eða 13% og Sanitaspilsner hækkar úr 4,35 í 4,65 krónur hver flaska eða um 7% Hámarksverð á borðsmjörlíki hækkar um 6,8% eða úr 5,38 í 5,75 krónur hver 500 gramma pakki. Aðgöngumiðar að kvikmynda- húsum hækka um 9,4% eða úr 16 í 17,50 krónur miðinn. Saltfiskur i smásölu hækkar um 20% eða úr 12,90 í 15,50 krónur hvert kg. Fargjöld sérleyfishafa og far- gjöld Landleiða milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hækka um 11% og far- og farmgjöld innanlands- flugs hækka um 5%. I fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu barst í gær frá Verð- lagsstofnun segir svo m.a: Mál þessi höfðu borist Verðlags- ráði til umfjöllunar áður en verð- stöðvunarlögin frá 31. desember sl. tóku gildi og voru byggð á kostnaðartilefnum sem fram voru komin. Þrátt fyrir að ekki tækist að afgreiða þau fyrir áramót var ekki talið rétt að láta hlutaðeig- andi aðila sitja eftir með hækkan- ir og þess vegna var ákveðið að beita undanþáguheimild í verð- stöðvunarlögunum og heimila um- ræddar hækkanir sem munu taka gildi á morgun 31. janúar. Vegna þeirrar umræðu sem ver- ið hefur að undanförnu í fjölmiðl- um um verðlagningu brauða vill verðlagsstofnun taka fram, að þær hækkanir á hámarksverðsbrauð- um sem nú hafa verið heimilaðar eru byggðar á kostnaðarhækkun- um sem orðið hafa í brauðfram- leiðslu sl. fjóra mánuði. Verðlags- ráð miðaði ákvörðunina við sama útreikningsgrundvöll og notaður var þegar síðasta verðlagning fór fram, því mun hún engin áhrif hafa á kærumál verðlagsstofnun- ar á hendur bakarameisturum. Forseti Islands í opin- bera heimsókn til Noregs Osló. 30. janúar. frá fréttaritara Morgunhlaósins: FORSETI íslands. Vigdís Finn- bogadóttir, kemur í opinbera heimsókn til Noregs seinni hluta október í haust. að því er dag- blaðið Aftenposten skýrði frá í frétt i dag. Aftenposten segir að Vigdísi Finnbogadóttur hafi verið boðið til Noregs fyrir alllöngu og mein- ingin verið að hún færi þangað í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti. Þær áætlanir hafi breytzt og fyrsta opinbera heim- sókn forsetans verði til Dan- merkur í febrúar nk. ymingar AJLA -husgagna — sjaldgæft fyrirbæri hjá okkur • Opið í dag • f laugardag 9—5 j Sófasett — sófaborð — hornborð — barskápar — áklæði — útsaum á roccoco-stóla — hornsett — o.fl. * Allt á niðursettu \ verði Góð afborgunarkjör — lítið út — lítið á mánuði. Kjarakaup som standa aðeins í örfáa daga. A V. núsgögn Ármúla 44, sími 32035 — 85153.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.