Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 14
\ 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981 Páll V. Daníelsson: Hvers vegna að gera hlutina einfalda þegar hægt er að gera þá flókna? Jaínrétti í lífeyrismálum, öryggi í veikindum, laun fyrir heimilisstörf eru mál málanna í dag. Fólk verður að þora að takast á við þau mál og byggja frá grunni í stað þess að hnoða utan á ónothæft, ranglátt og flókið kerfi. Hversvegna að hafa hlutina einfalda ef hægt er að gera þá flókna? Þetta virðist vera uppi- staða og ívaf í umræðu, afgreiðslu og framkvæmd ýmissa mála. Með alls konar krókaleiðum er villt um fyrir fólki svo að það þekki ekki umhverfi sitt, viti ekki hvað má og hvað ekki má, átti sig ekki á réttindum sínum og skyldum. Síð- an þarf svo að sérmennta fólk og stofna embætti til þess að upplýsa fóik og veita því ráðgjöf eigi ekki illa að fara. Lífeyrissjóðsmálin Málaflokkur, sem mjög hefur ient í þessum myrkviði eru lífeyr- issjóðsmálin. Margir eru til þess kallaðir að gera lagfæringar en flest það sem til er lagt eykur á flækjur og misrétti og kostnaður- inn verður gífurlegur. Hægt er þó að leysa þessi mál á tiltölulega einfaldan hátt og jafnframt að ná miklu meira jafnrétti en nú er fyrir hendi. Gegnumstreymissjóður Verðtryggðan gegnumstreym- islífeyrissjóð þarf að stofna fyrir alla landsmenn. Þar eiga allir að hafa jafnan rétt. Sjóðsréttindin eiga því ekki að byggjast á ævi- tekjum, það er allt of flókið og dýrt og skapar misrétti. Þeir sem erfiðara eiga um vik að afla sér ævite'kna vegna einhverskonar vangetu eða vinna við störf, sem ekki eru greidd í peningum, sam- anber heimilisstörf, verða dæmdir til þess að njóta lakari eftirlauna eða lifa á bónbjörgum og félags- málapökkum. Uppsöfnunarlífeyr- issjóður og ævitekjur geta farið saman en gegnumstreymi getur ekki byggst á öðru en líðandi stund. Eigið launakerfi Lífeyrissjóðurinn þarf því að byggja á eigin launakerfi. Launa- flokkar sjóðsins væru t.d. 5—7 og greiðslur fólks til sjóðsins væru við þá miðaðir. Fólk velji sér þann launaflokk, sem það ætlar að taka lífeyri eftir. Hægt verði að skipta um launaflokk, þó verði fólk að hafa greitt 15 síðustu árin fyrir lífeyristöku eftir þeim launa- flokki, sem það ætlar að taka lífeyri eftir. Full greiðsla frá fólkinu Til þess að fólk geti valið sér eftirlaunaflokk og fólk geti gerst sjóðsfélagar án tillits til launa- tekna þarf það að greiða sjálft að fullu til sjóðsins. Hann verður þá algerlega þess eign og undir þess stjórn. Sjóðurinn þyrfti að vera deildarskiptur eftir landshlutum, þótt hann sé samtryggingasjóður landsmanna allra. Launaflokkar lífeyrissjóðsins séu það háir, að fólk greiði alla ævina til lífeyrissjóðsins. Þá kem- ur ekki upp vandamál í sambandi við einhverjar aukatekjur. Einnig er það kostur að aldrað fólk er ekki sett til hliðar í framvindu lífsins, það yrði ávallt þátttakend- ur í því sem er að gerast. Einnig þarf að vera hægt að taka eftir- laun að hluta, ef fólk vill minnka við sig störf, þegar það nær eftirlaunaaldri. Laun fyrir heimilisstörf Lífeyrissjóðurinn greiði laun fyrir heimilisstörf og sé við mat á heimilisstörfum miðað við aldur barna t.d. að greidd séu full laun á meðan börn eru innan 6 ára aldurs. Þá verða fyrst raunhæfir möguleikar fyrir fólk að ráða því, hvort það velur að sinna börnum Sumar- kjólar Hér koma myndir af sumarkjólum, sem nýlega voru sýndir á tískusýning- um í New York, Milano, London og París. Hönnuöir eru Dior, Saint Laurent, Givenchy, Chloé, Oscar de la Renta og Beene. Kjólarnir eru sagðir kvenlegir og þaö sjást gamaldags „púff“-ermar ásamt hvítum krögum úr „organdy“ og blúndu. Pilssíddin er um hné eða fyrir ofan það. Þaö er því greinilegt aö tískufrömuöir gera ítrekaöa tilraun til aö innleiða stutt pils á ný. Skór fyrir sumarið Nú þegar pilsin eru styttri eru sumarskórnir greinilega meö lægri hæl. Skórnir, sem hér sjást á myndum sem fylgja með, eru flat- botna, nema „ömmuskórn- ir“ svokölluöu með dál. hæl og sömuleiöis sléttu svörtu rússkinnsskórnir, „pumps", sem eru meö lágum hæl. Það mun vera nýlunda að framleiddir veröa skór sitt meö hvorum lit, t.d. annar skórinn blár en hinn rauöur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.