Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 Söngvakeppni sjónvarpsins: Um 500 lög bárust til keppninnar SÖNGVAKEPPNI sjónvarpsins. fyrsti þáttur af sex, verður á daKskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.00. Þetta er í fyrsta sinn sem svona kepþni fer fram hérlendis og hefur hún verið i undirhún- inKÍ um þrÍKKja mánaða skeið. Það er Rúnar Gunnarsson, daKskrárKerðarmaður, sem hef- ur haft veg oj? vanda af þessari keppni en Edda Andrésdóttir hefur verið aðstoðarmaður hans. MorKunhlaðið átti stutt spjall við Rúnar ok var hann fyrst spurður hversu mörg Iök hefðu borist til keppninnar. „Það bárust alls tæplega 500 lög en úr þeim valdi dómnefnd 30 lög í sjálfa keppnina. I dómnefnd- inni áttu sæti Magnús Ingimund- arson hljóðfæraleikari, Ólöf K. Harðardóttir söngkona, Bragi Hlíðberg harmónikuleikari, Pét- ur Kristjánsson hljómlistarmað- ur og svo ég sjálfur," sagði Rúnar. „Lögin bárust til keppninnar á snældum að mestum hluta en einnig á nótum og stærri segul- böndum. Það er rétt að taka fram að ekkert tillit var tekið til upptöku eða flutnings laganna eins og þau bárust til keppninnar. Öll lögin voru sérstaklega sett út fyrir keppnina og hafa þeir Ásgeir Óskarsson, Magnús Ingi- mundarson, Reynir Sigurðsson, Tómas M. Tómasson og Þórður Árnason annast verkið. Það hefur verið geysimikið starf — enda mjög þýðingarmikið að útsetn- ingar séu vandaðar og hæfi vel lögunum. Þegar útsetjararnir hittust í fyrsta sinn, en þeir unnu þetta eiginlega í hópvinnu, þá ákváðu þeir að vinna verkið með það markmið í huga, að hvert eitt þessara 30 laga yrði sigurlagið í keppninni en jafnframt að fjöl- breytni þeirra yrði sem mest. Að mínu áliti hefur þetta tekist og lögin eru afar margvísleg — pönk, rokk, ballöður, diskó o.s.frv. Það má eiginlega segja að það sé fjörutíuhljóðfæra hljómsveit sem sér um undirleikinn en í henni eru aðeins tíu menn, þar af þrír úr Þursaflokknum. Þá er að nefna söngvarana — þeir eru: Björgvin Halldórsson, Haukur Morthens, Helga Múller, Jóhann Helgason, Pálmi Gunnarsson og Ragnhildur Gísladóttir. Það hefði kannski mátt ætla að mikil sam- keppni yrði milii þessara söngv- ara en það hefur síður en svo orðið raunin. Samstarfið hjá þeim hefur verið afskaplega gott og reyndar má segja að sá hópur sem starfað hefur að þessari keppni hafi verið afskaplega sam- hentur og samstarfið ánægju- legt.“ Hvernig fer keppnin fram? „Þetta verða sex þættir alls en fimm fyrstu þættirnir eru nokk- urs konar undankeppni. I hverj- um þeirra verða flutt sex lög og hundrað manna dómnefnd í sjón- varpssal kýs um hver tvö þeirra séu best. Þannig verða að þessum fimm þáttum loknum tíu lög sem fara í úrslitakeppnina. í loka- þættinum verður svo bezta lagið af þessum tíu valið — og þar með bezta lagið í keppninni. í þessum síðasta þætti, sem verður í beinni útsendingu, höfum við áhuga á að auka fjölda dómenda upp í 500, þannig að 100 væru í sjónvarpssal og nokkrar dómnefndir út um land. Ég hef ekki hugmynd um hvernig mætti haga þessu en við erum að „pæla í því“. Þess má svo geta að það er Egill Ólafsson, yfirþurs, sem er kynnir í öllum þessum þáttum." Hvað um kostnaðarhliðina? „Það liggur ekkert fyrir um kostnaðinn en ég held að hann sé tiltölulega lár miðað við annað sjónvarpsefni. Okkur hefur í flestum greinum tekist að vinna þetta ódýrt, t.d. stækkuðum við sjónvarpssal, sem reyndist vera allt of lítill fyrir keppnina, um helming með ótrúlega litlum til- kostnaði. Það gerðum við með því að setja í hann um hundrað fermetra af speglum — síðan hefur reyndar verið nær ógerlegt fyrir húsbyggjendur að verða sér úti um spegla hér í bænum, en eitthvað verður þetta aö kosta.“ Verður þessi keppni e.t.v. ár- lega í sjónvarpinu framvegis? „Það vil ég sem minnst um segja og að sjálfsögðu fer það eftir hverjar undirtektir hún fær hjá fólki — en ég vona að svo verði. Eins hefur verið spurt að því hvort verðlaunalagið verði sent í „Eurovision“-alþjóða- keppnina" — en það er einnig alveg óráðið.“ Hvað um verðlaun? „Það verða þrjú verðlaun en það hefur víst alveg gleyrast að geta þess hingað til. Fyrstu verðlaun verða 5.000 nýkr. en við höfum enn ekki ákveðið hver önnur og þriðju verðlaun verða," sagði Rúnar að lokum. Fimm söngvaranna sem taka þátt i sönglagakeppninni — Pálmi Gunnarsson (með hljóðnemann), Helga Múller, Jóhann Helgason, Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir. Ljósm. Kristinn. Rúnar Gunnarsson, dagskrár- Þarna er það Helga Múller sem hefur stolið senunni — eða á hana gerðarmaður. ef til vill með réttu. Frá æfingu í sjónvarpssal — það er Ragnhildur Gísladóttir sem er í speglaborginni. Leikmyndin er eftir Gunnar Baldvinsson. Ljósm. Kristinn. Verkakvennafélag Keflavikur og Njarðvikur: Atvinnumálanefndin ályktaði án þess að kynna sér veruleikann „STJÓRN og trúnaðarráð Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur lýsir furðu sinni á samþykkt atvinnumálanefndar Suðurnesja og þykir hún heldur köld kveðja til þess fólks, sem gengið hefur atvinnulaust undan- farnar vikur,“ segir i ályktun. sem félagið hefur sent Morgun- blaðinu. I henni segir ennfremur: „Fundurinn minnir á, að sam- kvæmt skýrslu vinnumiðlunar, var atvinnuleysi í Keflavík árið 1980 30% meira en árið áður. í síðustu viku greiddi félagið 48 verkakonum bætur og í vikunni þar áður, greiddi félagið 87 verkakonum atvinnuleysisbætur. Að sjálfsögðu er hér aðeins um að ræða konur í verkakvennafé- laginu, aðrir atvinnulausir til- heyra öðrum verkalýðsfélögum. Auk skráðra eru fjölmargar konur atvinnulausar, sem ekki skrá sig, þar sem þær hafa ekki allan rétt til atvinnuleysisbóta. Þykir félaginu undarlegt, að atvinnumálanefnd Suðurnesja skuli álykta um atvinnuleysi í Keflavík án þess að kynna sér veruleikann. Nú síðustu daga hef- ur atvinnulausum fækkað nokkuð, ekki vegna þess að atvinna hefur aukizt í Keflavík, heldur vegna þess, að fólk hefur leitað í önnur byggðalög eftir atvinnu. Fullyrðingar nefndarinnar um framtíðarhorfur þykir félaginu byggðar á afar veikum grunni, ef l'tið er til reynslu fyrri ára. Félagið vekur athygli á, að í atvinnumálanefnd Suðurnesja er enginn fulltrúi frá verkalýðsfélög- unum og frá Keflavík er bæjar- stjórinn einn. Þá telur fundurinn rétt, að fram komi, að atvinnu- málanefnd Suðurnesja kom aðeins þrisvar saman á síðasta ári og hefur aldrei gert tillögur um úrbætur í atvinnumálum, þrátt fyrir ótryggt atvinnuástand."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.