Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 45 Svör við spurning- um „skattgreiðanda“ - í Velvakanda 29. jan. 1981 Klemens TryKKvason hagstofu- stjóri skrifar 29. janúar: „1. Mér er mjög annt um, að manntal 1981 beri sem mestan árangur, og sérstaklega, að mikil fjárútlát opinberra aðila vegna þess skili sér með hagnaði í stórbættum upplýsingum um þau mannfélagssvið, sem manntalið tekur til. 2. Almenningur var ekki „undir- búinn fyrr og betur með kynningu Sigurður Jónsson skrifar: „Velvakandi, Full ástæða er til þess að taka undir orð Arnar Harðarsonar í dálkum Velvakanda nú nýlega. En þar ræddi hann réttilega um það sem hámark hræsninnar, er kommúnistarnir Vilborg Harðar- dóttir og Ólafur Ragnar Grímsson stilltu sér upp framan í alþjóð og spurðu flóttamenn frá Víetnam og Ungverjalandi hvernig væri að vera flóttamaður á Islandi. En eins og kunnugt er, urðu Víetnam- ar að flýja land vegna hryðjuverka kommúnista þar, en Úngverjar vegna innrásar Rússa. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreynd- ir. Ingvar Agnarsson skrifar: „í Velvakanda 21. janúar sl. skrifar Christian G. Favre m.a.: „Frumforfeður okkar loðnir voru sannfærðir um, að draumar væru sendir til sofandi mannanna af góðviljuðum guðum eða öndum (andar í fuglslíkömum) til þess að fræða þá um framtíð þeirra." Hvaðan skyldi greinarhöfundur hafa þessa vitneskju um drauma- skoðun „frumforfeðra okkar loð- inna“? Skyldi hann hafa átt sam- töl við þá? Ef hann hefur rétt fyrir sér, þá hafa þessir „frum- forfeður okkar" staðið á hærra skilningsstigi en við mætti búast. Enn er ekki loku fyrir það skotið Og eftir því sem síðar kemur fram í greininni þá álítur Christi- an, að þessir loðnu forfeður okkar hafi álitið draumana vera boð frá verunt á öðrum stjörnum. Um það ÞBj. skrifar: „Velvakandi góður. Það er ein spurning sem mig langar til að koma á framfæri í dálkum þínum. Hún varðar bisk- upskosningu, sem heyrst hefur að verði bráðlega, kosningu sem fjöldinn í landinu lætur sig tölu- verðu skipta þó að ekki sé mjög fjölyrt um í blöðum. Spurningin er þessi: Talað hefur verið aðallega um þrjá mæta menn sem væntan- lega frambjóðendur, en er það satt sem ég hefi heyrt að tveir menn á þessari könnun1' vegna þess, að við töldum nýju manntalsspurn- ingarnar — sem raunar eru allar innan eðlilegs manntalsramma — það hversdagslegar og meinlausar, að þær gætu ekki vakið andúð fólks. Því miður virðist okkur á Hagstofunni, og samráðsaðilum okkar, hér hafa skjátlast — að svo miklu leyti sem mikið kveður að því í raun, að fólk telji þessar spurningar nærgöngular. Ég er Auðheyrt hvaðan Ólafur Ragnar haíði tóninn En það var bara eitt, sem undirrituðum fannst merkilegt: Að Vilborg Harðardóttir skyldi ekki í stað Ólafs Ragnars fremur leiða fram á sjónarsviðið föður- bróður hans, alkunnan frá innrás- ardögum Rússa, 1956. Sá heitir Hjalti Kristgeirsson, og hefur síðar löngum verið kenndur við Ungverjaland. En auðheyrt var hvaðan Ólafur Ragnar hafði tón- inn í tali sínu. Virðingarfyllst.“ vitnar önnur setning hans, sem svo hljóðar: „Þeir sem halda í dag að draum- ar séu boð frá verum á öðrum stjörnum láta stjórnast af ná- kvæmlega sama hugsanagangi og frumstæðir forfeður okkar." Þetta er nú skemmtileg hug- mynd hjá Christian, að gera ráð fyrir svona þróuðum skilningi á eðli draumanna hjá „frumforfeðr- um okkar loðnum", og sátt að segja munu fæstir jarðarbúa enn í dag hafa tileinkað sér þessar náttúrufræðilegu niðurstöður um eðli draumanna. Ég er ekki einu sinni viss um að Christian sjálfur sé enn kominn á eins hátt stig í stjörnusambands- hugsun sinni, eins og hann ætlar forfeðrum okkar, á meðan þeir enn voru loðnir. En ekki er loku fyrir það skotið, að enn kunni úr að rætast fyrir honum, að þessu leyti.“ sem líkindi voru til að breið samstaða næðist um á meðal presta, hafi báðir algjörlega neit-, að að vera í kjöri. Og nú spyr ég: Geta þjónandi prestar neitað að vera í kjöri ef til þeirra er leitað? Þessir tveir menn eru, að því mér er sagt, þeir séra Sigmar Torfason prófastur á Skeggjastöðum í Bakkafirði og séra Guðmundur Óskar Ólafsson sóknarprestur við Neskirkju og formaður Prestafé- lags íslands.“ enn þeirrar skoðunar, að umrædd- ar spurningar séu meinlausar, og að svör við þeim geti ekki orðið fólki til óhags á nokkurn hátt, en það er að sjálfsögðu persónulegt matsatriði. 3. Hvers vegna var ekki leitað álits almennings varðandi tilhög- un manntalsins o.þ.h.? Örðugleik- ar eru á, að koma slíku við, en það skal játað, að æskilegt væri að fá almenning til virkrar þátttöku í undirbúningi opinberra aðgerða, bæði á þessu sviði og öðrum. 4. Að láta hvern einstakling fá tvö eyðublöð, annað merkt honum en hitt ómerkt, hefði gert fram- kvæmd manntalsins miklu flókn- ari og kostnaðarsamari, og eins og áður segir, vorum við — og erum — í þeirri trú, að sé litið á málið með sanngirni, séu spurningarnar meinlausar og hversdagslegar. 5. Island er aðili að mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna frá 1948. Ég tel útilokað, að könnun okkar brjóti í bág við efni þessarar yfirlýsingar. 6. Engin almenn lög eru til í þessu landi um friðhelgi einkalífs, og að því er varðar b-lið spurningarinn- ar vísast til svars míns við 5. spurningu. Ef þessi svör eru ekki talin fullnægjandi, ætti „skattgreið- andi“ að hafa samband við mig í síma 14958, og hann verður ekki spurður um nafn og heimili." Þessir hringdu . . . Átti engra ann- arra kosta völ Sigurður Kinarsson. Fellsmúla 20, hringdi og kvaðst vilja gera athugasemdir við ummæli í sjón- varpsþætti um flóttamenn: — Það kom skýrt fram í viðtölum við Gervasoni að hann átti engra annarra kosta völ en að flýja, ef hann vildi komast hjá fangelsun, þar sem liðinn var 30 daga frest- urinn frá því að herkvaðning var send á heimili það sem hann strauk frá og þar til honum barst vitneskja um málið. Þar með var hann skoðaður sem liðhlaupi og var undir herlögum en ekki borg- aralegum lögum. Það að hann vildi steypa Giscard D’Estaing stóð eingöngu í sambandi við svik forsætisráðherrans á kosningalof- orðum um sakaruppgjöf til handa þeim sem hafa vikið sér undan herskyldu. Elín Pálmadóttir sagð- ist í þættinum geta borið þetta saman við það að vera á móti skattalögum en fara samt eftir þeim. Þessi samanburður Elínar stenst ekki og verður mér í því efni hugsað til andófsmanna fyrir austan járntjaldið, sem í mörgum greinum hafa landslög á móti sér. Myndu hugsa sík um tvisvar Úttaugaður laganemi hafði samband við Velvakanda og sagði: — Nú veit ég hvaða refsingu á að beita afbrotamenn, sem ekki hafa látið segjast. Það á að dæma þá til þess að lesa og taka próf í refsirétti. Þeir myndu áreiðanlega hugsa sig um tvisvar, áður en þeir brytu af sér aftur, eftir að hafa pælt í gegnum þvílíkt torf. Omótmælanleg- ar staðreyndir Skemmtilegar fullyrð- ingar um stjörnusambönd Biskupskosning: Geta þjónandi prestar neitað að vera i kjöri? Aðalmanntal 1981 Dreifingu manntalseyöublaöa á nú aö vera lokiö alls staðar. Þeir, sem hafa ekki fengið eyöublöö í ftendur, eru vinsamlega beðnir að afla sér þeirra á skrifstofu sveitarstjórnar. í þéttbýli á höfuðborgarsvæöi og á Akureyri eru eyöublöö einnig fáanleg á „ íögreglustöövum. Hagstofan. VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingiamenn og borgartulltrúar Sjálfstæöiaflokkains veröa til viðtals i Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum trá kl. 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyna tyrirapurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtalstima þessa. Laugardaginn 31. janúar veröa til viötals Birgir ísleifur Gunnarsson og Hilmar Guð- laugsson. MORGUNBLAÐIÐMORQL MORGUNBLAÐIÐMORGIi MORGUMLBLAÐIÐMOJ MORGU/ MORGU^ MORC7^ MOF MQJ MOr m M< MOf MOR\ MOR< MORGJ Mj JBLAÐIÐMORGUNBLAÐIÐ jÐMORGUNBLAÐIÐ //"^^QRGUNBLAÐIÐ JNBLAÐIÐ Blaó- burðar- fólk óskast Austurbær Samtún Úthverfi Breiöageröi. Vesturbær Vesturgata, Nýlendugata, Tjarnar- gata og Suöurgata. M#á mqí/26! m q MORGU MORGUNBÍ* MORGUNBLA Hringið í síma 35408 MORGUNBLAÐIÐlftbv^/NBLAÐIÐM MORGUNBLAÐIÐMORGUNBLAÐIÐMORGUNBLAÐIÐ ÐIÐ ÐIÐ ÐIÐ 3L4VÐIÐ LAÐIÐ ^Vaoið ÐIÐ ÐIÐ ÐIÐ DIÐ BLAOIÐ ^LAÐIÐ BLAÐIÐ ONBLAÐIÐ ^ /jUNBLAÐIÐ (gunblaðið RGUNBLAÐIÐ EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.