Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 3 Tilkynning Seðlabankans til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: „Framkvæmdin innanlands breytist ekki ad sinni“ — segir Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri „FRAMKVÆMDIN hér innanlands breytist ekki við þetta að sinni og inn- lend lög og reglur um þetta efni eru óbreyttar. Þessi yfirlýsing er fyrst og fremst staðfesting á því sem búið er að gera i frelsisátt og stefnumarkandi um framvindu mála, auk þess sem við tökum á okkur að ábyrgjast innlausn íslensku krónunnar gagnvart erlend- um aðilum," sagði Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka ís- lands, í samtali við Mbl. um tilkynn- ingu Seðlabankans til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um að fsland hefði upp- fyllt 8. gr. stofnskrár hans og muni hér eftir haga gjaldeyrismálum sínum í samræmi við þá grein. Björn sagði einnig að nefnd sem viðskiptaráðherra hefði skipað, væri með gjaldeyrislöggjöfina í endurskoðun og fyrr en hún hefði lokið störfum væri ekki að vænta stórra breytinga í gjaldeyrismálun- um. Annars byggjum við orðið við nokkuð frjálst kerfi varðandi allt nema fjármagnsyfirfærslur. Til dæmis væri allur vöruinnflutningur orðinn frjáls nema innflutningur landbúnaðarvara, fiskiskipa og olíuvara. Sama væri að segja um þjónustugreiðslur. Sem dæmi um gjaldeyrishömlur má nefna, að fólk sem flyst búferl- um úr landi fær ekki yfirfærslu nema fyrir verðmæti hluta eigna sinna á ári, þó ekki hærri upphæð en 145 þúsund krónur á ári fyrir hvern fullorðinn fjölskyldumeðlim, auk vaxta, verðbóta og húsaleigu- tekna. Samkvæmt þessu tæki það hjón um 5 ár að fá yfirfærslu fyrir andvirði 1,5 milljón króna eigna ef þau flyttu úr landi. Einstaklingur sem á eignir að andvirði 3 milljónir og flytur úr landi, þarf að bíða í 20 ár eftir að fá fullt andvirði eigna sinna yfirfært. Þá er gjaldeyrir ís- lenskra ferðamanna til greiðslu ferðakostnaðar erlendis takmark- aður á sama hátt og áður. Fá ferða- menn 1350 dollara, eða samsvar- andi upphæð í öðrum gjaldmiðli í hverri ferð, sem í dag samsvarar 37.800 krónum íslenskum og skiptir þá ekki máli hvað ferðin er löng. Miklar takmarkanir eru á því hvað ferðamenn mega taka mikið af ís- lenskum peningum með sér úr landi. Gjaldeyrisbankarnir eru áfram einu aðilarnir sem heimild hafa til að skipta erlendum gjald- eyri, en þess skal getið, að'stjórn- völd hafa lýst því yfir, að stefnt sé að fjölgun þeirra banka sem leyfi hafa til gjaldeyrisviðskipta. Þá má almenningur ekki eiga gjaldeyri i erlendum bönkum, þeir viðskipta- aðilar sem taka við erlendum gjald- eyri fyrir selda vöru eða þjónustu, eru áfram skyldugir að skipta hon- um í gjaldeyrisbönkunum en einka- gjaldeyri, svo sem afgang af ferða- mannagjaldeyri, hafa menn heimild til að eiga ef þeir leggja hann inn á gjaldeyrisreikning í banka. Einnig eru námsmannayfirfærslur tak- markaðar á sama hátt og verið hef- ur, svo nokkur dæmi séu nefnd. FALLEGRI EN NOKKRU SINNIFYRR LAn 1984 er kominn til landsins, fallegri og tæknilega fullkomnari en nokkru sinni fyrr. M sérð hann betur og getur líka keyrt hann á hflasýningunni að Bfldshöfða 16 í dag kl. 13-18 og á morgun frá kl. 10-18 Komdu, skoðaðu og keyrðu Sjón er sögu ríkari TÖGGURHR UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.