Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 23 Hér á landi er það allur al- menningur sem kaupir listaverk hafa ekki hækkað eins mikið og flest annað og skilningur er á því meðal listmálara, að myndlist á að vera og verður að vera list- grein hins almenna manns, ekki forréttindi örfárra." — Margir hafa haft orð á því, að sýningin sé skemmtilega upp- sett, hafið þið þar öll lagt hönd á plóginn? „Já og nei, við hjálpuðumst að við þetta, en allan heiðurinn af skipulagningunni eða hönnun- inni á þó Jóhannes Jóhannesson, okkar ágæti félagi, hann er hreinn snillingur í uppsetningu sýninga. Það skiptir ekki svo litlu máli hvernig sýning er sett upp og hann á hrós skilið fyrir þetta hér.“ — Þið hafið verið gagnrýnd fyrir að þessi sýning hér boði ekki miklar nýjungar. „Áður fyrr vorum við reglu- lega gagnrýnd fyrir að vera of uppreisnargjörn og sýninganna var beðið vegna þess að allir áttu von á einhverju nýju, sem fólki svo líkaði oft ekki við. Þá vorum við gagnrýnd fyrir nýjungar, en nú fyrir íhaldssemi! Það er ágætt að fólk gagnrýni okkur fyrir eitthvað, annars væri óþol- andi lognmolla yfir þessu! En það sem hefur gerst er að við höfum þróast og þroskast í list okkar og sýningin ber þess merki og er betri en ella fyrir vikið," sagði Valtýr að lokum. - AH Rœtt við Valtý Pétursson listmál- ara um Septem ’83, sem lýkur á morgun Sýningu Septem-hópsins á Kjarvalsstöðum, sem staðið hefur síðan í septcmber, lýkur á morgun, sunnudag. Á sýningunni sýna þau verk sín Guðmunda Guðmunds- dóttir, Kristján Davíðsson, Karl Kvaran, Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Pétursson, Þorvaldur Skúlason og Sigurjón Ólafsson, en hann lést sem kunnugt er fyrr á árinu. Tíðindamaður Morgun- blaðsins hitti Valtý að máli í gær- morgun, þar sem hann var að und- irbúa lokasprett sýningarinnar. „Sýningin hefur gengið vel,“ sagði Valtýr, „við sýnum hér hartnær 100 verk, öll ný, og það er búið að selja mikið. Aðsókn hefur hins vegar ekki verið neitt sérstök, en vonandi breytist það núna þessa síðustu sýningar- helgi. Þetta er nefnilega dálítið sérstök sýning, skal ég segja þér, og merkileg meðal annars fyrir það hve lengi við höfum sýnt saman. Fyrir 37 árum voru svona hópsýningar ekki til, og það sem verra var, fyrst eftir að þær komu til sögunnar, seldist ekki neitt á samsýningum. Smám saman hafa svo aðrir hópar komið í kjölfarið, og nú selst vel á þessum sýningum, jafnvel betur en á einkasýning- um. Gildi samsýninga liggur meðal annars í því, að gott er fyrir málara að geta séð verk sín innan um verk annarra, það veitir aðhald og holla samkeppni og gefur líka samkennd að vera í svona hópi. Það er annars ákaflega gott að vera listmálari á íslandi. Hér ríkir mikill áhugi á myndlist og myndlistinni fer mikið fram, ekki aðeins listmálurunum sjálf- um, heldur hefur listasmekkur almennings einnig þroskast mjög mikið. Þetta er af hinu góða og það er skemmtilegt að hér á landi er það allur almenn- ingur sem kaupir listaverk, en ekki miiljónamæringar eins og erlendis, sem jafnvel eiga það til að kaupa málverk til þess eins að komast í pressuna. Slík þróun má ekki verða hér, og í rauninni hefur verðbólgan verið okkar helsti óvinur. Málverk kostar eins og þvottavél eða eitthvert álíka heimilistæki og fólk kaupir slíkt ekki í hverri viku. Listaverk XJC fúJRfí.i'lV'' TT&niT ATTT> Skeifunni 15 IIAVJIÍAUI Reykjavík G?J&0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.