Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Skattameðferð hlutafjár hefur alvarleg áhrif á einkarekstur Hér fer á eftir ræða Steinars Bergs Björnssonar á almenn- um fundi Verzlunarráðs ís- lands í síðustu viku. Undir heitinu Hvað er framund- an f íslenskum efnahags- og at- vinnumálum hef ég tekið að mér að spjalla um efnahagsstefnuna frá sjónarhóli atvinnurekstrar og hvort sé nóg að gert. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að verða nei, enda hefði ég víst lítið til mála að leggja ef svo væri ekki. Þau viðfangsefni, sem ég hef einkum áhuga á að ræða, eru breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt, fyrirhuguð sala ríkis- fyrirtækja, ríkisfjármál, stefnan í fjárfestingarmálum, frjálsræði í gjaldeyrisviðskiptum og frjáls verðmyndun. Stefnuyfirlýsing núverandi rík- isstjórnar vísar að mörgu leyti í sömu átt og efnahagsáætlun sú, sem lögð var fram á 5. viðskipta- þingi Verslunarráðs íslands í febrúar sl. og sfðan samþykkt á stefnuskrárfundi þann 9. apríl sl. Ég ætla að gera hér að umtalsefni nokkur atriði, sem ég tel að geti haft verulega jákvæð áhrif og vitna ég þá í stefnuyfirlýsingu nú- verandi ríkisstjórnar, þar sem segir m.a. „tryggja grundvöll at- vinnulífsins" „koma f veg fyrir at- vinnuleysi" og „leggja grundvöll að framförum". í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir ennfremur: Að koma eigi sem fyrst á viðunandi jafn- vægi f efnahagsmálum þjóðarinn- ar; beina eigi fjárfestingu fyrst og fremst í arðbær verkefni; örva framfarir og fjölbreytni í atvinnu- lífinu; bæta skipulag stjórnar- kerfisins og peninga- og lána- stofnana. í þeirri von að núver- andi rikisstjórn beri gæfu til þess að tileinka sér einkunnarorð efna- hagsáætlunar Verslunarráðs ís- lands, þ.e. frá orðum til athafna, ætla ég nú að vfkja að þeim mála- flokkum, sem ég taldi fram hér á undan, og gera að umtalsefni stefnumarkandi ályktanir Versl- unarráðsins og eigin hugleiðingar. Breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt Tilgangur skattlagningar er ekki eingöngu sá, að afla rfki og sveitarfélögum tekna, heldur er með skattalögum markaður rammi fyrir einstaklinga og fyrir- tæki til þess að starfa innan. SeyAMfirdi, 6. október. í IVIÖRGUN kom Olafur Magnús- son EA 250 með 7—800 tunnur af síld hingað til Seyðisfjarðar til sölt- unar hjá Norðursíld hf. Síldin veidd- ist innarlega í Vopnafirði, innundir kauptúninu. Að sögn Harðar Bjöms- sonar skipstjóra fékkst þessi afli í einu kasti. Það virtust vera 3 til 4 torfur sem gáfu veiði, en annað fannst ekki. Um þær fregnir að allir firð- ir hér eystra væru fullir af síld, taldi Hörður að væru mjög orðum auknar. Þess má geta að frá því veiðar hófust í nót síðastliðið sunnudagskvöld hefur aðeins ver- ið veiðiveður einn sólarhring þann 5. þessa mánaðar þarna norðurfrá. Síldin sem ólafur Magnússon kom með er góð og betri en menn áttu von á í landi, miðað við þá síld sem á land hefur borist hjá lagneta- bátum að undanförnu. Hörður sagði að menn væru hóflega bjart- Ákvæði skattalaga hafa því veru- lega stefnumarkandi áhrif á þróun efnahagsmála og getur Alþingi markað stefnu f efnahags- og at- vinnumálum með breytingu skattalaga. Nægir f þvi sambandi að minna á, þegar ákveðið var að veita útivinnandi húsmæðrum skattafríðindi vegna sértekna þeirra. Sú ákvörðun varð til þess, að þátttaka húsmæðra í atvinnu- lífi þjóðarinnar hefur stóraukist, á til þess að gera stuttum tfma. Skortur á fjármagni til fjárfest- ingar í atvinnurekstri er eitt af meginvandamálum hagkvæmrar atvinnuuppbyggingar f landinu. Bankar og sparisjóðir, sem eðli- legt er að fjármagni atvinnurekst- ur, hafa vegna verðbólguþróunar orðið sífellt vanmegnugri til þess að gegna þvf hlutverki sfnu. Rfkið hefur því gripið til þeirra ráða að stofna með sérstökum lögum fjár- festingarsjóði og þannig þvingað fram sparnað, sem sfðan hefur verið notaður til fjárfestingar í at- vinnurekstri. Einstaklingar eru hins vegar nær ófáanlegir til þess að leggja fé sitt f atvinnustarfsemi í formi hlutafjár, nema tryggt sé að þeir ráði meiri hluta fyrirtækja eða hafi einhverra annarra hags- muna að gæta, sem geti tryggt eðlilega arðsemi fjármagns þess sem þeir leggja fram. Þetta er ekki undarlegt þegar við lftum á, að almenningur, sem áhuga hefur á því að spara, getur á miklu betri kjörum falið rfkinu fjármuni sfna til ávöxtunar í formi spariskfr- teina og notið verulegra skatta- fríðinda. Hins vegar er stefna yf- irvalda, eins og fram kemur í nú- verandi skattalögum, að gera kaup hlutabréfa og eign þeirra að óarðbærustu og vitlausustu fjár- festingu sem hægt er að hugsa sér. Á sama tíma og ríkisvaldið er með valdboði að draga úr kaupmætti launa, til þess að ná niður óða- verðbólgunni í landinu, væri hægt að auka ráðstöfunartekjur laun- þega með þvf að hætta að taka af þeim fjármuni, sem síðan er sól- undað í óarðbæran atvinnurekst- ur, sem síðan dregur niður lífs- kjörin í landinu. Skattameðferð hlutafjár hefur einnig haft mjög alvarleg áhrif á þróun einkafyrir- tækja. Við höfum allmörg dæmi þess, að eigendur hlutafélaga losna ekki frá þeim á annan hátt en bókstaflega að deyja frá þeim og láta forsjóninni það eftir hvað af þeim verður, þegar einingarnar eru orðnar það stórar, að engum aðila er um megn að kaupa þær. sýnir og reyndir síldarspekúlantar telja, að síldin fari ekki að gefa sig fyrr en kemur lengra fram í mán- uðinn. Þess má geta að Hörður Bjarna- son er einn reyndasti nótaveiði- skipstjóri í flotanum, mikil afla- kló. Hann var skipstjóri á ólafi Magnússyni á síldarárunum frá 1960—66, en tók þá við Þórði Jón- assyni EA og hefur verið með það skip fram á þennan dag, en tekur nú við Ólafi Magnússyni á síldar- vertíðinni eftir 17 ára fjarveru frá því skipi. Að sögn Jóns M. Jónssonar, verkstjóra við söltunina hjá Norð- ursíld, er síldin sem Ólafur Magn- ússon kom með ágæt, reyndist vera 22% feit. Að mati Jóns hélt hann að um 70% af þessum síidar- farmi færi í stærri flokkinn á Rússlandsmarkað. í upphafi sölt- „Framkvæmd slíkra verð- kannana er ætíð viðkvæm og hlýtur í einstökum til- vikum að valda ágreiningi. Hins vegar sýnist mér að í heild hafí þessar verðat- huganir verið vel sam- viskusamlega unnar og veit ég mörg dæmi þess að þær hafí aukið aðhald og samkeppni í verðlagn- ingu.“ Þessi stefna veldur þvf, að óger- legt er að stofna fyrirtæki, sem krefjast einhvers hlutafjár að ráði, án þess að ríki eða útlendir aðilar taki þátt f slfkum félögum. Með þessari stefnu er því augljós- lega stefnt að síauknum rfkis- rekstri. En við skulum ekki gleyma þvf, að framlag ríkisins eru skattar landsmanna og þá fyrst og fremst launþega, en þeir eru um 95% allra landsmanna. Þessi þróun er hættuleg fslensku efnahagslffi og hafandi i huga þann samdrátt, sem fyrirhugaður er í opinberum rekstri, verður með öllum ráðum að auka fram- kvæmdir f einkarekstri og tel ég vandfundna betri leið en þá, að gera fjárfestingu f atvinnurekstri það fýsilega, skattalega séð, að einstaklingar sjái sér hag í að ráðstafa fjármagni sfnu til at- vinnurekstrar. í sumar sem leið sendu ýmis hagsmunasamtök atvinnurekenda, þar á meðal Verslunarráð, bréf til fjármálaráðherra, þar sem fram koma tillögur þeirra um breyt- ingar á lögum um tekju- og eigna- skatt, sem miða á í þá átt, að fjár- festing í hlutabréfum verði skatt- lögð á sama hátt og ríkistryggð skuldabréf. Ennfremur er lagt til að skattlagningu fyrirtækja verði breytt þannig að hagsmunir hlut- afjáreigenda verði betur tryggðir. Ég treysti því, að fjármálaráð- herra beri gæfu til þess að koma þessum breytingum í gegnum Al- þingi eins fljótt og auðið er, því ég tel að þessar breytingar á skatta- lögum séu í raun forsenda þess að ísienskur einkarekstur haldi velli f samkeppni við ríkisrekstur og rekstur erlendra aðila á íslandi. Samtök atvinnurekenda hafa nú Unnið við síldarsöltunina á Seyðis- firði. unar í morgun sagðist Jón hafa talað nokkur orð til starfsfólksins og skýrt fyrir því þá staðreynd að alla tíð hafi verið vandasamt að salta síld svo vel væri, en aldrei meira en nú þar sem kröfur kaup- enda eru nú stórauknar og felast helst í minna saltmagni. Jón sagði i sumar einnig sent fjármálaráð- herra illögur um samræmingu á skattlagningu rekstrarforma. Ég tel að ekki þurfi að fjölyrða um þá réttlætiskröfu, að öll rekstrarform sitji við sama borð hvað skatt- lagningu varðar, en núverandi misræmi veldur því að ýmsum rekstri er haldið áfram, sem gefur íslendingum ekki þann arð sem ætlast verður til. Sala ríkisfyrirtækja Mikið hefur að undanförnu ver- ið rætt um sölu ríkisfyrirtækja og er það reyndar í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar, en þar segir að draga eigi úr rfkis- umsvifum. Það er öllum augljós staðreynd, að ríkið stendur í um- fangsmiklum atvinnurekstri, sem miklu eðlilegra væri að einstakl- ingar eða fyrirtæki þeirra önnuð- ust. Margt af þessum rekstri á sér sögulegar skýringar, sem eflaust hafa þótt góðar og gildar á sfnum tíma, en eiga nú í síríkari mæli ekki rétt á sér. Ég gat um hér að framan nauðsyn þess að örva, með skattalagabreytingum, áhuga ein- staklinga á þátttöku f atvinnu- rekstri og ég tel að þær breytingar séu forsenda þess, að hægt verði að selja ríkisfyrirtæki. Flest þess- ara fyrirtækja eru það stór, að ekki er á færi einstaklinga eða fyrirtækja að kaupa þau. Yrði þeim hins vegar breytt í hlutafé- lög f eigu rfkissjóðs væri eflaust grundvöllur fyrir sölu hlutabréf- anna, ef búið væri að breyta skattalögum eins og lagt hefur verið til. Einnig gæti rfkið þá selt eignaraðild sfna smátt og smátt i þessum fyrirtækjum og tryggt þar með að fyrirtæki þessi gætu hald- ið áfram starfsemi. Mætti t.d. hugsa sér, að öllum þeim ríkisfyr- irtækjum, sem selja ætti, yrði breytt í hlutafélög og þeim síðan kosin stjórn eins og öðrum hluta- félögum. Rikissjóður gæti síðan boðið hlutabréf sín til sölu á al- mennum verðbréfamarkaði og lát- ið reyna á það, hvort einstaklingar eða fyrirtæki vildu nýta sér þann hvata, sem í breyttum skattaiög- um fælist til þess að eignast hlut í þessum fyrirtækjum. En sala á ríkisfyrirtækjum er ekki einhlít til þess að draga úr umsvifum hins opinbera. Nauð- synlegt er að bjóða út ýmsa þjón- ustu og starfsemi á vegum rfkisins og mætti þar tína margt til. Ég nefni sem dáemi rekstur fríhafnar, vegaframkvæmdir hins opinbera, Jón M. Jónsson, verkstjóri hjá Norð- ursíld, við söltunina. Ljósm. Kjartan Aðalsteinsson. að til skamms tíma hefði salt- magnið í hverri tunnu verið upp í 25 kíló, en væri nú komið niður í 10, svo sjá má að öll meðferð síld- arinnar nú frá fyrstu hendi til hinnar síðustu krefst ýtrustu vandvirkni, ef vel á að vera. Ólafur Már. Steinar Berg Bjömsson hreinsun á húsnæði ríkisins, o.s.frv. Hins vegar verður að gæta þess að þessi útboð séu þannig framkvæmd, að fyrirtæki í land- inu ráði við að bjóða í þennan rekstur. Hef ég þá f huga hug- myndir um útboð á öllum þvotti á vegum rfkisspítalanna, sem mikið hefur verið til umræðu að undan- förnu, en vafamál er að nokkur aðili sé svo stór á markaðnum, að hann geti boðið f þá þjónustu alla. Þarna hefði hiklaust átt að kanna þá leið að bjóða út hluta af þessari þjónustu og fá sfðan raunhæfan samanburð á því hvort um hag- kvæmni yrði að ræða. Einnig ætti ríkisvaldið að leita eftir því á öllum sviðum að færa ýmsa starfsemi út til einstaklinga og væri marktækast að nefna sem dæmi rekstur bifreiðaeftirlits ríkisins. Það gengur ekki að ríkið gangist annars vegar fyrir því að veita bifvélavirkjum meistararétt- indi og þar með heimild til að rffa farartæki landsmanna f sundur stykki fyrir stykki og setja síðan saman aftur þannig að þau stofni ekki lífi manna í hættu, en ákveða síðan að þeim sé ekki treystandi til þess að gefa út vottorð einu sinni á ári um að farartækin séu í lagi. Eins er með ýmsa starfsemi á vegum Pósts og síma, sem miklu betur væri komin f höndum ein- staklinga. Einnig mætti nefna framleiðslueftirlit ýmiss konar, ferðaskrifstofurekstur, skipa- rekstur, hótelrekstur, bókaútgáfu og fleira og fleira. Einn er sá atvinnurekstur sem um margra áratuga skeið hefur verið gengið út frá að enginn mætti koma nálægt nema ríkis- valdið, en það er raforkufram- leiðsla. Með breytingu á skatt- lagningu hlutafjár gæti skapast grundvöllur fyrir beinni þátttöku almennings í þessum atvinnu- rekstri. Vatns- og hitaorka lands- ins hlýtur að verða í auknum mæli undirstaða undir efnahagslegum framförum í landinu og skiptir þá höfuðmáli hvernig til tekst. I efnahagsáætlun, sem samþykkt var á 5. viðskiptaþingi í febrúar, var meðal annars samþykkt eftir- farandi, varðandi hlut einstakl- inga í virkjunum, orkusölu og stóriðju: Einstaklingum verði heimilað að reisa og reka raforkuver og selja orku annaðhvort beint til stórkaupenda eða inn á veitu- kerfið. Opinberum fyrirtækjum, sem reka raforkuver, verði breytt í hlutafélög og hlutabréf þeirra seld á almennum markaði. Þessi háttur verði einnig hafð- ur á fjármögnun nýrra virkj- ana. Slík hlutabréf gætu komið í stað ríkisskuldabréfa. Þrátt fyrir tilvist Stóriðjunefndar verði orkusölufyrirtækjum frjálst að afla eigin sölu- samninga. Ef ríkisvaldið hefur milligöngu um stofnun nýrra stóriðjuvera verði hlutafé þeirra boðið út á almennum innlendum mark- aði. Hvatt skal til þess, að inn- lendir aðilar sjái að öðru jöfnu og eftir því sem kostur er um allan undirbúning, hönnun og framkvæmd verkþátta við virkjanir. öll útboð verði mið- uð við að Islendingar geti keppt á jafnréttisgrundvelli. Síldarsöltun haf- in á Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.