Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 39 fclk í fréttum Brigitte Bardot reyndi að fyrirfara sér á afmælisdaginn + Kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot varö 49 ára gömul nú fyrlr nokkru og sama dag reyndi hún aö stytta sér aldur. Hún gleypti einhver ókjör af svefnpillum og lagöist síðan til sunds í sjónum fyrlr neöan villuna sína í St. Tropez. Bardot var bjargaö á síöustu stundu. Vinir hennar, sem komu til aö halda upp á afmælisdaginn meö henni, fundu hana í sjónum og náöu henni á land nær dauöa en lífi. Hún var flutt í sjúkrahús og síöan heim til sín, þar sem hún er enn undir læknishendi. Nicolas Charrier, sonur Bardot og söngv- arans Jacques Charrier, er nú móöur sinni til trausts og halds og víkur ekki frá henni eina stund. Nicolas er trúlofaöur norskri stúlku, Anneline Bjerkan, og hef- ur ákveöiö aö feta í fótspor fööur síns sem söngvari. í næsta mánuöi sendir hann frá sér sína fyrstu stóru plötu og hún á aö heita „Anneline“. Óhamingja Brigitte Bardot stafar af því aö allt er búiö á milli hennar og sjón- varpsmyndaframleiðandans Alain Bougrain-Duborg, sem er tíu árum yngri en hún. Hann haföi lofaö því aö koma til hennar á afmælisdaginn, en hringdi á síðustu stundu og sagöist vera upptek- inn. Þá fannst Bardot sem öllu væri lokiö. Brigitte Bardot Alifærlyfvið heilaskemmdum + Muhammad Ali, sem nú er 41 árs gamall, hefur loksins viöurkennt fyrir sjálfum sér og öörum, aö hann sé sjúkur í höföi og er farinn aö taka inn meöal vegna heilaskemmda. Þetta lyf hefur raunar hingaö til oftast veriö gefiö sjúklingum sem liggja í dái. Þaö er fjörefnafræöingurinn Herbert Bailey, sem varö fyrstur til aö skýra frá þessu, en síöustu tíu árin hefur hann séö um aö taka Ali í sérstakan fjörefnakúr fyrir stór- keppni. „Ali hefur reynt aö láta líta út fyrir sem allt væri meö felldu, en nú hefur hann sagt vinum sínum frá því aö hann sé veikur,“ segir Bailey. Bailey segir, aö Ali hafi sjálfur boriö sig upp viö hann og beöiö hann hjálpar og að meðferöln sé nú þegar farin aö hafa góö áhrif á heimsmeistarann fyrrverandi. Feitasti madur Evrópu + Feitasti maöur í Evrópu heitir Alberto Pernitsch, er 27 ára gamall og býr í Austurríki. Hann er 360 kíló og hvort sem þiö trúiö því eöa ekki, þá missti hann 60 kíló í síöasta mánuöi. Alberto er nefniiega í megrun. Alberto vekur aö vonum mikla athygli hvar sem hann er á ferö. Litlu börnin benda á hann og fulloröna fólkiö horfir á þetta kjötfjall meö skelfingu. Fyrir nokkru tók Alberto þátt í hátíöarhöldum um borö í bát á Woerther-vatni í Austurríki, en þegar hann ætlaöi aö ganga um borö kom í Ijós aö dyrnar voru alltof þröngar fyrir hann. Þá var brugöiö á það ráö aö fá krana til aö hífa hann um borö og var myndin tekin viö þaö tækifæri. Alberto er staöráöinn i aö halda áfram í megruninni og stefnir aö því aö komast niöur fyrir 300 kíló. Aerobic-stuð Fyrir konur og karla. Þjálfun sem grundvallast á nýjum rannsóknum í lífeölis- ,ræöi Fyrir ungt og lífsglatt fólk. Stuð — Puð - Hiti — Mikiii sviti - Kennari: Jónína Benediktsdóttir íþróttakennari. ÆFINQASIÖÐIN ENGIHJALLA 8 * ^46900 Haustnámskeið í Hamragörðum Þessi námskeiö eru aö hefjast í Hamragöröum, félags- heimili samvinnumanna að Hávallagötu 24, Reykjavík, sími 91-21944. Sníðar og fatasaumur Bútasaumur Sænska f. byrjendur ítalska f. byrjendur Þýska f. byrjendur Enska — samtalshópur Félagsmálanámskeiö laugard. 8. okt. kl. 09.00 og 13.00. þriöjud. 11. okt. kl. 20.00. mánud. 10. okt. kl. 17.30. þriöjud. 11. okt. kl. 17.30. fimmtud. 13. okt. kl. 20.00. laugard. 8. okt. kl. 10.00. fimmtud. 13. okt. kl. 20.00. Upplýsingar og skráning í síma 21944 alla virka daga frá kl. 9.00—19.00 og laugard. 8. okt. frá kl. 10.00—17.00. £3 'S3 % • .# Framhjóladrlf - Supershlft (sparnaöargír) ■ útispeglar beggja megln • Quarts klukka - Lltaö gler í rúöum - Rúllubeltl • Upphltuö afturrúöa - Þurrka og vatnssprauta á afturrúöu - o.m.fl. Verö frá kr. 269.000 (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.