Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 33 Verðlagning raforku: Verðlagning á raforku til stór- kaupenda ráðist af frjálsum samningum tveggja eða fleiri aðila, sem telja sér hag í þvi að skipta hver við annan. Við orkusölu þarf að tryggja að mismunandi framleiðslu- og dreifingarkostnaður endur- speglist í verði til notenda. Ríkisfjármál Við gerð fjárlaga á hverju ári markar Alþingi ríkisumsvifum ramma fyrir næsta ár. Á tímum þenslu hlýtur markmið við gerð fjárlaga að verða að útgjöld fari ekki fram úr tekjum ríkissjóðs. Árið 1960 var skattheimta til ríkis og sveitarfélaga 34% af verg- um þjóðartekjum. Tiu árum seinna eða 1970 hafði hún aukist um 2% og var þá 36%. Á næstu tíu árum jókst þetta hlutfall um 85 og var í lok ársiðs 1980 44% og með sama áframhaldi yrði skattahlut- fall 75% af vergum þjóðartekjum árið 2000. Þessi þróun er ekki mjög uppörvandi og hlýtur að verða stefnt að því að snúa henni við. Talsvert hefur verið rætt um svokallaða sólarlagsaðferð við gerð fjárlaga, en hún gengur út á það, að sérhverja starfsemi á veg- um ríkisins verði að taka til al- gerrar endurskoðunar á ákveðnu tímabili. Ég efast um að grund- völlur verði fyrir því að beita þess- ari aðferð sem allsherjar reglu fyrir öll ríkisútgjöld, en tel að henni megi breyta að nokkru leyti við gerð sérhverra fjárlaga. Hugmynd af svipuðu tagi lá að baki þeirri ákvörðun, að sameina í fjárlaga- og hagsýslustofnun fjár- lagagerð og hagsýslustarfsemi, en talið var að við undirbúning fjár- laga gæfist gott tækifæri til þess að leggja mat á starfsemi viðkom- andi stofnana og kanna hvort hægt væri að ná fram sömu markmiðum með sífelldri athugun á rekstri viðkomandi stofnana. Ríkisvaldið hefur í síauknum mæli lagt út á mjög háskalega braut í verðjöfnun á raforku og einnig verðjöfnun á hitakostnaði. Þessar verðjöfnunaraðgerðir, sér- staklega í raforku, hafa leitt til þess, að ekki er fyrirsjáanlegt að raforka geti keppt við olíunotkun í gufuframleiðslu til iðnaðarnota. Reykjavík og nágrenni býr nú við ódýra hitaorku frá Hitaveitu Reykjavíkur, þar sem stór hluti af virkjunum Hitaveitunnar er þegar afskrifaður. Þessi orka er það ódýr, að hún gerir hér ýmsa starf- semi arðbæra. Hins vegar ef farið yrði út í svipaða jöfnunarstefnu og tíðkast í raforkusölu, yrði þessi hagkvæmni að engu gerð og hag- kvæm samkeppnisaðstaða þeirra fyrirtækja, sem nú búa við þessa ódýru orku, eyðilögð. Samkvæmt ákvæðum Stjórn- arskrár á Alþingi að fylgja því eft- ir að ekki sé farið fram úr fjárlög- um hvers árs. Því hefur verið ábótavant að Alþingi hafi gegnt þessari skyldu sinni og hlýtur að verða að gera breytingar á stjórn- kerfi ríkisins, sem geri Alþingi kleift að sinna þessari skyldu sinni. Hefur verið bent á þá leið, að starfsemi ríkisendurskoðunar heyri beint undir Alþingi og fjár- veitinganefnd fylgist náið með framkvæmd fjárlaga. Virðist nokkuð ljóst, að til einhverra skipulagsbreytinga verði að gripa, ef tryggja á betur framkvæmd fjárlaga en verið hefur. Nauðsyn ber til þess að engin frumvörp séu samþykkt á Alþingi, fyrr en lagt hefur verið fram mat á kostnaði við framkvæmd þeirra einhver ár fram í tímann. Jafnframt er eðli- legt að fyrir liggi áætlanir um fjármögnun kostnaðar við fram- kvæmd laganna, áður en þau eru samþykkt. Stefnan í fjár- festingarmálum Eins og ég gat um áðan, hefur vangeta bankakerfisins, sem skap- ast hefur af óheillaþróun í efna- hagsmálum okkar, leitt til þess, að stofnaðir hafa verið með lögum sérstakir fjárfestingarlánasjóðir. Ég tel að þessi stefna hafi verið óheppileg, þar sem viðskiptabank- ar fyrirtækjanna eru að öðru jöfnu hæfastir til að taka afstöðu til fjárfestingaráforma viðkom- andi fyrirtækja og einnig fyrstir til þess að verða varir við vanda- mál, sem skapast ef lagt er út í fjárfestingar sem ekki skila þeirri útkomu, sem áætlað var. Eg tel því að lánastarfsemin ætti sem mest að færast inn í bankana aft- ur. Komið hafa fram tillögur um einföldun fjárfestingarlánasjóða- kerfisins og samþykkti síðasta viðskiptaþing þá ályktun, að: Núverandi sjóðir verði samein- aðir í þrjá sjóði í hlutafélags- formi í eigu þeirra, sem til þeirra hafa greitt. Það fé, sem enginn eigandi er að eða ríkis- sjóður á, selji sjóðirnir sem hlutafé á almennum markaði. Framlögum ríkissjóðs og skattlagningu til þeirra verði þar með hætt. Sjóðirnir láni til atvinnulífsins almennt á grundvelli arðsemi og trygg- inga. Framkvæmdasjóður, sem milligönguaðili um erlendar lántökur verði lagður niður, en Seðlabankinn annist skuldaskil hans. Er ánægjulegt að sjá að mjög svipuð stefna kemur fram í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkis- stjórnar, en þar segir, að: Unnið verði að endurskipu- lagningu fjárfestingarsjóða- kerfisins. Stefnt verði að fækk- un sjóða með sameiningu þeirra til að draga úr kostnaði og gera starfsemi þeirra heil- steyptari, m.a. með samræm- ingu lánskjara. Vonandi eigum við eftir að sjá þessa stefnu í framkvæmd fljót- lega. Frjálsræði í gjald- cyrisviðskiptum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar kemur fram, að frjálsræði í gjald- eyrisverslun verði aukið og réttur til að eiga fé á innlendum gjald- eyrisreikningum rýmkaður. Á undanförnum árum hefur talsvert miðað í átt til frjálsræðis í meðferð erlends gjaldeyris og hefur þessi þróun orðið til góðs, þrátt fyrir miklar hrakspár. Stefna Verslunarráðsins er ótvírætt sú, að ganga ennþá lengra í frjálsræðisátt í gjaldeyr- isviðskiptum. í stefnu Verslunar- ráðsins sem samþykkt var á við- skiptaþingi 1981 kemur m.a. fram, að stefna beri að því að almenn- ingur og fyrirtæki hefðu fullt frelsi til að eiga, kaupa og selja erlenda mynt, að fyrirtæki geti geti átt öll sín erlendu gjaldeyrisviðskipti við innlendar Iánastofnanir; að komið verði á fót framvirkum gjaldeyrismarkaði, þar sem út- og innflytjendur geta keypt og selt erlendan gjaldeyri fram í tímann; að atvinnulífið hafi verulega rýmri aðgang að erlendu láns- og áhættufé. Ég tel þó að þetta síð- asta stefnuskráratriði þurfi að nálgast af mikilli varúð vegna smæðar íslenska efnahagslífsins. Rýmkaður aðgangur að erlendu lánsfjármagni gæti átt verulegan þátt í því, að hægt væri að færa lánsviðskipti fyrirtækja meira inn í viðskiptabankana aftur, þar sem þeir hafa alla aðstöðu til þess að búa yfir nauðsynlegri sérþekkingu í gjaldeyrisviðskiptum. Gjaldeyrisviðskipti eru orðin svo snar og þýðingarmikill þáttur í afkomu milliríkjaverslunar, að nauðsynlegt er að þeir sem fást við inn- og útflutning tileinki sér alla þá þekkingu, sem menn i sam- bærilegum störfum erlendis hafa yfir að ráða. Slík þekking verður ekki til, nema íslenskir kaupsýslu- menn hafi svipaða starfsaðstöðu og starfsbræður þeirra erlendis. Ef við ætlum að eiga samleið með þeim þjóðum, sem tekist hefur að bæta lífskjör sín hvað mest, verð- um við að starfa eftir svipuðum reglum og þau gera. Frjáls verðmyndun Frjáls verðlagning og verð- myndun hefur ætíð verið eitt af meginbaráttumálum Verslunar- ráðs. í þeirri baráttu hefur oft verið á brattann að sækja en þó hefur unnist mjög verulegur árangur, enda má sýna fram á með fjölmörgum dæmum að bætt lífskjör þjóðarinnar hafa haldist í hendur við frjálsræði í verðmynd- unar- og verðlagningarmálum. Verkalýðshreyfingin hefur ein- hverra hluta vegna talið að hags- munum félagsmanna sinna væri betur borgið með verðlagshöftum ýmiss konar, en ég tel að reynslan sýni að opinber afskipti af verð- lagsmálum hafa aldrei bætt hag launþega til lengdar, heldur þvert á móti. Um síðustu áramót var ákvörðun verksmiðjuverðs gefin frjáls í nokkrum greinum inn- lendrar iðnaðarframleiðslu, sem eiga í samkeppni við erlendar iðn- aðarvörur. Lausleg athugun Verð- lagsstofnunar á framkvæmd þessa fyrirkomulags liggur nú fyrir og sýnir að verðhækkanir á innlendu framleiðslunni með frjálsri verð- lagningu hafa verið minni en á er- lendri samkeppnisvöru, í allflest- um tilvikum. Mig langar í þessu sambandi til að gera að umtalsefni þá stefnu- breytingu Verðlagsstofnunar, að leggja meiri áherslu á verðlags- könnun og verðlagsupplýsingar en áður hefur verið. Verðlagsstofnun hefur nú um nokkurt skeið sent reglulega frá sér verðsamanburð á milli einstakra fyrirtækja á sam- bærilegum vörum og reynt með því að efla verðskyn almennings. Framkvæmd slíkra verðkannana er ætíð viðkvæm og hlýtur í ein- stökum tilvikum að valda ágrein- ingi. Hins vegar sýnist mér að í heild hafi þessar verðathuganir verið vel og samviskusamlega un- nar og veit ég mörg dæmi þess að þær hafi aukið aðhald og sam- keppni í verðlagningu. Ég á mér þá ósk að afskipti opinberra aðila af verðlagningu þróist meira í þessa átt og menn hætti að eyða tíma sínum í mjög mismunandi óskynsamleg afskipti af einstökum verðákvörðunum. Ég hef hér að framan reynt að gera mér grein fyrir, og ykkur vonandi líka, hvað sé framundan eða réttara sagt: hvað viljum við að sé framundan. Hjöðnun verð- bólgu er þó forsenda þess að hægt sé að koma á framfæri og í fram- kvæmd skynsamlegum tillögum um bætt efnahags- og atvinnulíf. Stefnuyfirlýsing núverandi ríkis- stjórnar og aðgerðir hennar fram til þessa gefa vissulega til kynna að hún hafi getu og kjark til þess að ná verulegum árangri í þeirri baráttu. Og það er vissulega upp- örvandi að sjá hve mörg af stefnu- málum Verslunarráðsins koma fram í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Ég vil því leggja það til, að þess- ir fundir sendi ríkisstjórninni til fullra afnota einkunnarorð síðasta viðskiptaþings, þ.e. frá orðum til athafna. Stcinar Berg Björnsson er rió- skiptafræðingur ad menntun og forstjóri Lýsis hf. Mosfellssveit í BYGGINGU VIÐ URÐARHOLT Byggingaraðili: Álftárós hf. (Örn Kjærnested), Laugabakka, Mosfellssveit. Arkitekt er Róbert Pétursson. Símatími á laugardag frá kl. 12—kl. 16 í síma 66701. Símatími virka daga á skrifstofutíma í síma 66501. Lítil sambýlishús í byggingu. Hvert hús samanstendur af 4 íbúðum. Húsunum veröur skilað fullbúnum aö utan og meö fullfrágenginni sameign, en eftir vali kaupanda, ýmist fokheldar íbúöir eða tilbúnar undir tréverk aö innan. Afhendingartími verður júní til júlí 1984. Dæmi um staðgreiðsluverð. Miöaö er við 1. okt. 1983 og aö frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun lána frá Byggingarsjóði, veröi aö lögum. íbúöir: Rúmlega fokheldar: Tilbúnar undir tréverk: 2ja herbergja, 87,68 m2 938.000,00 1.104.000,00 3ja herbergja, 125,22 m2 1.270.000,00 1.493.000,00 Greiðslukjör: 15—20% heildarverðs greiöist viö undirskrift kaupsamnings. 15—20% heildarverðs greiöist meö jöfnum mánaðarlegum greiöslum á 12—14 mánaöa tímabili. Byggingaraöili yfirtekur lán frá Byggingarsjóöi. Byggingaraðili útvegar lán fyrir eftirstöövum til allt aö 4 ára. Greiösludæmi á 2ja herbergja íbúð, tilbúinni undir tréverk: 1. Viö undirritun kaupsamnings greiðist 2. Jafnar mánaöargreiöslur í 14 mánuöi sem þýðir kr. 14.285,- í hverjum mánuöi eða samtals 3. Áætlað hámarkslán frá Byggingarsjóði 4. Lán sem byggingaraöili útvegar 200.000,00 200.000,00 550.000,00 154.000,00 Samtals 1.104.000,00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.